Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983 37 Minning: Halldór Sigurbjörns- son netagerðarmadur Fæddur 3. október 1933 Dáinn 29. apríl 1983 Það vakti mikla athygli árið 1951, þegar knattspyrnumenn frá Akranesi rufu áratuga einokun Reykvíkinga á íslandsbikaranum í knattspyrnu og það var ekki laust við að tár sæjust í augum margra innfæddra Reykvíkinga, er Skaga- menn héldu með bikarinn með Laxfossi til Akraness. Þar tóku á móti þeim nær hver einasti bæj- arbúi, sem á annað borð hafði fótavist með bæjarstjórann og aðra yfirmenn bæjarins í farar- broddi, auk karlakórsins. Slíkur viðburður þótti þessi sigur og heimkoman var sannkölluð sigur- hátíð. Með þessum eftirminnilega sigri vöktu Akurnesingar, eða Skaga- menn eins og þeir hafa jafnan ver- ið'kallaðir, á sér verulega athygli. Þá hófst knattspyrnuævintýrið á Akranesi og næstu ár lét þetta vinsæla og skemmtilega knatt- spyrnulið verulega til sín taka og vann hvern sigurinn á fætur öðr- um, jafnt innanlands sem utan. Fólkið í landinu hreifst af þessum snjöllu knattspyrnuköppum og hvert einasta mannsbarn þekkti nöfn þeirra. Hver man t.d. ekki eftir Ríkarði, Þórði Þórðar, Sveini Teits, já eða Dodda? Enn í dag minnast menn þessa liðs og þeirra leikmanna er það skipuðu og árin milli 1950—1960 hafa oft verið nefnd gullaldarár knattspyrnunnar og liðið gullald- arlið! Sumir halda því meira að segja fram, að Skagaliðið á þess- um árum sé það besta sem fram hefur komið í sögu knattspyrn- unnar á íslandi. Um það má ef- laust deila, en ég tel að allir geti verið sammála um, að það lék skemmtilega knattspyrnu og var skipað mörgum frábærum ein- staklingum. í dag kveðjum við einn af þess- um frægu knattspyrnuköppum, Halldór Sigurbjörnsson, eða „Donna" eins og hann var jafnan kallaður, en hann lést um aldur fram 29. apríl sl. aðeins 49 ára gamall. Halldór Sigurbjörnsson var fæddur á Akranesi 3. október 1933 sonur hjónanna Margrétar Ber- entsdóttur og Sigurbjörns Jóns- sonar skipstjóra. Ekki kann ég að rekja ættir hans, en ég veit að hann var Skagamaður í húð og hár. Halldór ól allan sinn aldur á Akranesi, enda unni hann bæ sín- um og vildi veg hans sem mestan. Var sannur Skagamaður. Ég ætla ekki að rekja lífshlaup hans, en hann vann alla algenga vinnu, þó mest við sjóinn eins og títt var um unga menn á Akranesi á þeim árum. Hann lærði til neta- gerðar og var meistari í þeirri iðngrein. Síðustu árin átti hann við mikið heilsuleysi að stríða og gat þvi ekki unnið við iðn sína og starfaði því við sundlaugina. Ung- ur kvæntist hann Hildi B. Sigurð- ardóttur frá Borgarnesi og eignuð- ust þau fjögur börn. Þegar við nú í dag kveðjum Donna, reikar hugurinn til baka til þeirra ára er við vorum að alast upp. Akranes var ekki þá það sem það er í dag. Við vorum jafnaldrar og skólafélagar. Ég minnist ár- anna í barnaskólanum, þegar við lékum knattspyrnu í öllum frímín- útum og alltaf voru lið okkar eins skipuð. Ég minnist margra viður- eigna milli KA og Kára í yngri flokkunum, en þá vorum við and- stæðingar. Ég minnist þess, er við báðir 17 ára gamlir lékum okkar fyrsta leik í meistaraflokki í ís- landsmótinu 1950. Fyrsti leikur okkar var gegn Fram, en þar var Ríkarður þá í farabroddi. Já og ég minnist þess er við báðir lékum okkar fyrsta landsleik gegn Aust- urríki á gamla Melavellinum árið 1953. Svona gæti ég haldið áfram að rifja upp gamlar minningar, en það verður að bíða og verður von- andi gert á öðrum vettvangi. Donni var frábær knattspyrnu- maður. Hann var útsjónarsamur og svo leikinn með knöttinn, að mér er næst að halda að hann hafi getað gert við hann hvað sem var, nema láta hann tala. Hann var mikill keppnismaður. Ég er ekki í neinum vafa um að hann var einn snjallasti knatt- spyrnumaður, sem ísland hefur eignast fyrr og síðar. Donni hélt sínum eldlega áhuga fyrir knattspyrnunni til hinsta dags. Við hittumst fyrir tveim vik- um á góðri stund ásamt fleiri gömlum knattspyrnumönnum frá Akranesi. Að sjálfsögðu rifjuðum við upp gamla daga og ræddum gengi liðs okkar í dag og horfur á komandi keppnistímabili. Þrátt fyrir mótlæti hvað heilsu- far snerti hin síðari ár, var Donni hamingjusamur í sínu einkalífi. Hann átti góða konu og mann- vænleg börn. Sonurinn Sigurður er einn af bestu knattspyrnu- mönnum Skagamanna í dag og hefur leikið með landsliðinu. Guð- rún dóttir þeirra var um árabil í fremstu röð sundkvenna á Akra- nesi og síðan ötul í félagsmálum sundfélagsins. Við gömlu félagarnir úr Skaga- liðinu kveðjum fallinn félaga. Við skiljum ekki rök tilverunnar, en við vitum að ekki dugir að deila við dómarann. Úrskurði hans verðum við að hlíta, hversu rang- látur sem okkur finnst hann vera. Við sendum Hildi, börnum þeirra, barnabörnum, öldruðum föður, systkinum og öllum vanda- mönnum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Fallinn er frá góður drengur og leikfélagi. Við þökkum honum fyrir allt. Helgi Daníelsson Eftir ein á strönd við stöndum, störum eftir svörtum nökkva, sem að burtu lífs frá löndum lietur út á hafið dökkva. Karmurinn er enn fagri laukur, felldur snöggt af norðanvindi, farmurinn er enn fallni haukur, farmurinn er lífsins yndi. (G.Th.) Nú er leiðir skiljast, er mér efst í huga þakklæti til Donna frænda fyrir liðnar samverustundir. Hann var alltaf svo góður, blíð- ur og skemmtilegur, jafnvel á erf- iðum tímabilum lífs síns. Donni var tvíburabróðir móður minnar og man ég hann alit frá mínum fyrstu árum. Sérstaklega eru útilegurnar og veiðiferðirnar sem fjölskyldurnar fóru í, mér minnisstæðar, en þar var Donni aðaidriffjöðrin og hrókur alls fagnaðar. Hann var sérstakur maður á margan hátt. Aldrei heyrði ég hann bölva né segja mis- jafnt orð um nokkurn mann. Við alla kom hann eins fram, háa jafnt sem lága. Hann var góður maður með stórt hjarta, lifandi maður með hlýjar tilfinningar. Maður sem kunni að gleðjast og finna til og þorði að sýna það sem hann fann. Þannig mun ég minnast Donna og þakka og varðveita margar góð- ar minningar um hann. Af honum lærði ég svo margt og hver sem hefur átt slíkan frænda er ríkari en ella, þótt leiðir skilji nú um sinn. í rökkri dauðans sa'tum sofðu blundi, senn verða björtu himnaljósin kveikt, og eilíf taka mun þá vaka vid í vLst hjá Kristi og helgum sálarfrió á hreinhjartaðra framliðinna fundi. (G.Th.) Magga frænka Mig langar að minnast Donna frænda míns nokkrum orðum. Hann var fæddur á Akranesi 3. október 1933. Foreldrar hans voru Margrét Berentsdóttir ættuð úr Hafnar- firði og Sigurbjörn Jónsson skip- stjóri frá Akranesi. Donni ólst upp á góðu heimili foreldra sinna, og bjó alla tíð á Akranesi. Árið 1956 kvæntist hann mikilli sæmdar- konu, Hildi Sigurðardóttur ætt- aðri úr Borgarnesi. Börn þeirra eru fjögur, Sigurður, Guðrún Margrét, Svandís, Brynja Björk, sem öll hafa stofnað eigin heimili, barnabörnin eru orðin fjögur. Ekki er hægt að minnast Donna án þess að nefna knattspyrnuferil hans, en eins og margir muna var hann einn af bestu leikmönnum „gullaldariiðs" Akraness um margra ára skeið, og lék þá einnig með landsliði okkar. Þá var Donni ekki bara frábær knattspyrnu- maður, heldur einnig góður félagi. Stilling hans og prúðmennska var rómuð bæði á knattspyrnuvellin- um og utan hans. Hann stundaði knattspyrnuna með fullri vinnu eins og flestir ef ekki allir okkar knattspyrnumenn á þeim tíma. Enda fór hann ekki varhluta af því. Álagið varð of mikið á líkamann, og varð hann að gangast undir stórar aðgerðir oftar en einu sinni. Eftir að heilsan bilaði varð hann að hætta að vinna við iðn sína, netagerðina, en var síðustu árin starfsmaður við sundlaugina. Það fór ekki fram hjá neinum er kynntist Donna, að hann var mik- ill veiðimaður eins og hann átti kyn til, sjómennskan var honum í blóð borin, enda naut hann þess í ríkum mæli að komast á sjóinn, sem hann og gerði hvenær sem tækifæri bauðst, það skilur sá er þessar línur ritar. Stafurinn varð nær óþarfur þegar leiðin lá til litla bátsins sem bar hann síðustu sjóferðina. Nú er vinur minn og frændi kominn í þá höfn er við lendum öll og ég trúi, að sá sem öllu ræður, hafi verið í stafni og vísað leiðina. Með innilegri samúð, Stefán Teitsson Það var eins og syrti að á björtu vorkvöldi, er mér barst fregnin um að hann Donni frændi minn hefði látizt skyndilega þá um dag- inn. Einkennilegt er, hversu óviðbúinn maður er alltaf þessum örlögum, sem enginn fær umflúið. Viðbrögðin eru ef til vill að leita skýringa, en oft vill verða fátt um svör, enda vegir lífs og dauða órannsakanlegir. Mín viðbrögð við helfregninni voru þau að reyna að halda áfram að sýsla við það, sem ég var að gera, en hugurinn var annars staðar, hann var uppi á Skaga hjá frænda mínum, og minningarnar rifjuðust upp. Halldór Sigurbjörnsson, eða Donni, eins og flestir kölluðu hann, var borinn og barnfæddur Akurnesingur, sonur hjónanna Margrétar Berentsdóttur, móður- systur minnar, og Sigurbjörns Jónssonar, skipstjóra þar. í bernsku, er ég dvaldist á heimili þeirra hjóna, minnist ég Donna sem hins glaðværa og gáskafulla unglings, er jafnan reyndi að gera gott úr vandamálunum. Hann fékk lánað hjólið mitt og kom á því sprungnu til baka. Ég fyrtist við, varð þungur á brún og vildi að hann gerði við dekkið strax, og með sínu blíða brosi gerði Donni við hjólið þá þegar og málið var leyst. Þau vandamál, sem Donni átti eftir að glíma við á lífsleiðinni, voru þó stærri í sniðum en þetta litla dæmi. Slysfarir og sjúkdómar brutu niður iíkamlegt þrek. Oft stóð maður fullur aðdáunar á því að andlega þrekið skyldi ekki brotna líka. En hið létta skap og einlægur vilji til að líta jákvætt á hlutina, hljóta að hafa hjálpað til i þessu efni. Slíka eiginleika telj- um við til mannkosta, því að þeir hjálpa öllum mönnum að komast í gegnum lífið. Og einmitt nú, þegar svo mörg vandamál virtust að baki, kom sláttumaðurinn mikli með ljáinn og gerði brotthvarf Donna óvænt og snöggt eins og mörkin hans voru í knattspyrnunni í gamla daga. Mér er það huggun harmi gegn, að hann skyldi ekki þurfa að liggja eina leguna enn. Ymsar ástæður voru fyrir því, að framtíðin virtist nú bjartari en oft áður. Ein var konan að baki mannsins. Hildur var traust sem klettur, bjargið, sem byggt var á. Á heimili þeirra á Jaðarsbrautinni var ánægjulegt að koma. Þar var gleði og gott að leika við hvern sinn fingur. Þar var að finna þá kjölfestu, sem gott heimili er, en of margir fara á mis við. Ýmsum verður Donni minnis- stæður fyrir listir sínar á leikvelli og lipurð sína í daglegu viðmóti. Aðrir minnast hans sem hins drenglynda vinar vina sinna, sem öðrum var jafnan betri en sjálfum sér. Mig langar til að geyma minn- inguna um Donna í huga mér sem ímynd gáska og glaðværðar. Með það 1 huga votta ég fjölskyldu hans samúð mína. Sverrir Ólafsson Kveöja frá íþrótta- hreyfingunni á Akranesi Ekki verður um það deilt, að knattspyrnan er sú íþrótt sem dregur flesta áhorfendur á völl- inn, og þó eru þar oft auðir bekkir. Það eru viss lið og vissar hetjur sem draga þúsundir manna um hálft landið til að horfa á knöttinn fljúga, ekki einhvern veginn, held- ur hnitmiðað, kerfisbundið, á þann hátt sem afreksmennirnir einir geta stýrt honum. Það getur enginn afreksmaður í knattspyrnu orðið góður og fræg- ur nema hann eigi 10 félaga, sem einnig kunna listina. Þannig var „gullaldarlið" Skagamanna á ára- tugnum 1950—60 skipað 11 sam- völdum snillingum, sem kunnu hver á annan og gátu látið knött- inn ganga greiðustu leið í mark andstæðingsins, svo að göldrum líktist á stundum. Enn í dag eftir 20 ár er vitnað í þessa menn, og þeir hafðir til við- miðunar. Einn af þeim var Donni. Hann spilaði meir en áratug á kantinum, og hann hafði slíkt vald á boltanum, að það var eins og hann gæti dáleitt hann á stundum og sent hann eins og tamið dýr að vild sinni. Donni var fæddur 3. október 1933 og skorti því enn misseri á fimmtíu ár. Foreldrar hans voru Margrét Berentsdóttir og Sigur- björn Jónsson, þekktur skipstjóri og aflamaður á vertíðarbátum hér í áratugi. Hann nam netagerð hjá Þorgeiri Jónssyni í Nótastöð Akraness og stundaði þá iðju með- an heilsan leyfði. Donni varð fyrir slysi og olli það honum ómældum þjáningum. Margar aðgerðir voru gerðar á hryggnum og löngum gekk hann haltur, oft með hækjur, hin síðari árin. Oft mátti sjá það á honum, að hann var sárþjáður, en hann var ekki á því að gefast upp. Hann skipti um starf og gerðist þaðvörð- ur í gamla íþróttahúsinu og síðan í Bjarnalaug. Það átti vel við hann að fylgjast með íþróttaiðkun unga fólksins, og hann vildi gjarnan hjálpa til og aðstoða það. Halldór, en það var hið rétta nafn Donna, var kvæntur Hildi B. Sigurðardóttur frá Borgarnesi, og eignuðust þau fjögur börn. Það er staðreynd, að ekkert hef- ur aukið meir hróður Akraness en hið frábæra knattspyrnulið þess á sjötta áratugnum þegar megin- hluti íslenska landsliðsins var skipaður piltunum í gulu treyjun- um. Sigurganga liðsins gerði nafn Akraness frægt víða um lönd, því hvar í veröldinni var að finna þrjú þúsund manna þorp, sem átti knattpsyrnulið, sem ógnaði úr- valsliðum milljónaborganna? Jafnvel landsliðinu utan úr Evr- ópu voru ekki örugg með sigur gegn Skagaliðinu á þessum árum. Þarna stóð Donni í fremstu víg- línu. Sendingar hans voru hnit- miðaðar og mörkin urðu mörg. Skagamenn voru stoltir af þessum unga manni og snilli hans, og nú drúpa þeir höfði þegar hann er all- ur langt um aldur fram og senda ástvinum hans samúðarkveðjur. íþróttabandalag Akraness á Donna margt upp að unna. Fá- tækleg orð orka litlu, en við dauð- ans dyr skiptir þó mestu, að þau merki það sem þau segja. Sem íþróttamaður var Donni í fremstu röð. í þrautum þeim, sem síðar biðu hans, bognaði hann en brotn- aði aldrei, eftir því verður líka munað. Blessuð sé minning hans. íþróttabandalag Akraness Þökkum innilega auösýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður og dóttur, SIGRÚNAR JÚNÍU EINARSDÓTTUR, Hörgsási 4, Egilsstööum. Ástráður Magnússon, Jóhanna B. Ástráósdóttir, Sigríöur J. Ástráðsdóttir, Magnús Á. Ástráðsson, Sigríöur J. Júniusdóttir, Jóhann Eysteinsson, Einar Geir Guömundsson, Martha Sœmundsdóttir og aörir ástvinir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, JAKOBÍNU PÁLSDÓTTUR frá Brettingsstööum, { Flateyjardal Sigurjón Jónasson, frá Flatey, Jónas Sigurjónsson, Svavar Sigurjónsson, Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, Guömundur Sigurjónsson, Haukur Sigurjónsson, Páll Sigurjónsson, Emilía Sigurjónsdóttir, Eva Sigurjónsdóttir, Agnar Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Guöbjörg Árnadóttir, Guömundur Finnbogason, Guöný Hólmgeirsdóttir, Fanney Björnsdóttir, Jón Ármann Jónsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.