Morgunblaðið - 08.05.1983, Side 26

Morgunblaðið - 08.05.1983, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 . . . verdur sýnd á næstunni. . . Af töfrasverð- inu Excalibur - sem Austurbæjarbíó sýnir á næstunni Goðsagnir og töfrar hafa ætíð verið mikilvægir þættir í kvikmyndum John Boormans. Hann hefur verið viðriðinn kvikmyndir í rúm tuttugu ár og goðsagnir og rómantískir töfrar eru áberandi einkenni flestra þeirra, sér í lagi goð- sögnin um Arthur konung. Börnin hans fjögur ólust upp við ævintýri riddara hring- borðsins en það var ekki fyrr en árið 1980 að Boorman tókst að láta draum sinn rætast, að gera rómantíska kvikmynd um téða riddara. Hugmyndin fæðist Það var árið 1969 sem Boor- man datt fyrst í hug að gera þessa kvikmynd og hann skrif- aði handritið, en forráðamenn stóru kvikmyndafyrirtækjanna höfðu engan áhuga. Þeir hvöttu hann til að kvikmynda bók Tolkiens „The Lord of the Rings". Boorman vann að handritinu í hálft ár en engin kvikmynd var gerð. Nokkur ár liðu og Boorman fylgdist með öðrum kvik- myndagerðarmönnum kvik- mynda draumaefnið sitt: Bresson gerði „Lancelot du Lac“, Python-hópurinn gerði mynd um kalleikinn, Rohmer gerði „Perceval de Gallois" og Disney-fyrirtækið gerði „The Spaceman and King Arthur". En þessar myndir unnu ekki hylli áhorfenda og það var ekki fyrr en Stjörnustríðið var frumsýnd árið 1977 að ævin- týraæðið byrjaði. Boorman heldur því fram að George Lucas hafi byggt mynd sína á goðsögninni um Arthur konung. „Það er augljóst," seg- ir hann, „að Obi-Wan Kenobi er Merlin og Luke Skywalker er Arthur á unga aldri og það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá hver Darth Wader er. Leia prinsessa er Guenevere og Han Solo er Lancelot." Vinsældir Stjörnustríðsins vöktu áhuga forráðamanna stóru fyrirtækjanna á draumi Boormans og allir sem vettl- ingi gátu valdið reyndu að feta í fótspor hans. Boorman fékk fé til að framleiða „Excalibur". Godsögnin um Arthur konung Boorman var á krossgötum og hann steig bensínið í botn þegar grænt ljós var gefið. Hann viðaði að sér efni um goðsögnina og hafði það til hliðsjónar við gerð endanlega handritsins þótt hann kynni söguna utanað. Meðal verka sem hann las voru „Le Morte d’Arthur" eftir Malroy, „The Wasteland" eftir T.S. Eliot, „The Once and Future King" eftir T.H. White og „Camelot". Sagan hefst í skóginum sem umkringir Tintagel-kastalann. Blóðugt stríð er á enda og Uth- er Pendragon gerir hosur sínar grænar fyrir brúði hins nýja Arthur konungur og Guenevere drottning hans. Lancelot, lékum eitt atriðið á vatnsbakka í nístandi kulda. Við þurftum að liggja nakin og það var hræðilegt þegar pödd- ur og alls konar maurar byrj- uðu að skríða á okkur og bíta. Mjög rómantískt eða hitt þó heldur." Boorman leikstjóri heldur áfram: „En ég hafði algerlega frjálsar hendur, öðru vísi hefði ég ekki getað gert myndina. Ég tók engin laun fyrir mína vinnu, flestir leikaranna voru tiltölulega óþekktir, svo við þurftum ekki að borga þeim stjarnfræðilega há laun.“ Riddarar berjast. John Boorman leikstjóri sýnir hvernig fara á með töfrasverðið. vinar síns, hertogans af Corn- wall. Þessi nótt er örlagarík því þá kom Arthur undir. Átján árum síðar berjast hefðarmenn hins konungslausa konungsríkis um réttinn yfir töfrasverðinu Excalibur, sem var stungið í stein þegar Uther dó. Engum tekst að leysa sverðið nema Arthur (Nigel Terry); hann gerir tilkall til krúnunnar og með aðstoð hins dularfulla Merlin Nicol Willi- amson) reynir hann að sam- eina landsmenn. Stuttu síðar kvænist hinn ungi konungur hinni fallegu Guenevere (Cherie Lunghi). Vináttubönd myndast milli hans og riddara hringborðsins en hugsjónir þeirra, sannleik- ur, hugrekki og hreinleiki hjartans, persónugervast í hin- um tigna Lancelot (Nicholas Clay). En hin gullna öld missir ljóma sinn; riddarar hring- borðsins gleyma hugsjónum sínum og Lancelot gerist elsk- hugi drottningarinnar sjálfrar. Spillingin eykst, siðleysi, svik, metnaður eru orð dagsins en þá hefst barátta milli hins góða og illa í leit að kaleiknum og töfrasverðinu Excalibur. Á vatnsbakka í nístandi kulda Boorman lítur á yfirdrottn- un Arthurs sem miðdepil hinn- ar dularfullu fortíðar mann- kynsins þegar töfrarnir og rómantíkin voru að breytast í raunsæi; Merlin sé táknrænn fyrir þá breytingu. „Mig lang- aði alltaf til að segja þessa frægu sögu á minn hátt.“ í september-hefti Films 111- ustrated 1981 ræðir Tony Crawley við Boorman um kvikmyndunina sem var mikil kvöl fyrir leikstjórann. „í fyrsta lagi barðist ég við fjárhagsáætlunina sem var vægast sagt erfitt. Myndin kostaði rúmar 11 milljónir dollara sem er lítið. í öðru lagi var sumarið 1980 það versta í írlandi í hundrað ár. Við unn- um í regni og díkjum allan tím- ann.“ Cherie Lunghi, sú er leikur drottninguna, segir svo frá: „Ég og Nicholas, sem leikur Boorman skýrir frá því í við- talinu að eftir að hugmyndinni að þessari stórmynd skaut fyrst upp í huga hans, hafi sögusagnir um að hann ætlaði að ráða stórstjörnur í aðalhlut- verkin gengið fjöllunum hærra. Faye Dunaway átti að leika drottninguna, Marlon Brando Arthur konung, Robert Red- ford Lancelot, Lee Marvin og Sean Connery komu einnig til álita og jafnvel Max von Syd- ow. Slíkar sögusagnir gengu manna á milli um langt skeið, en Boorman segir að lítið hafi verið hæft í þeim. „Blessaður vertu," segir hann, „við hefðum aldrei getað borgað öllum þess- um leikurum þau laun sem þeir krefjast." Boorman hafði sam- band við Donald Sutherland, sem hann metur mikils, en kappinn var upptekinn þá stundina við að leika í mynd Redfords „Ordinary People". Áhorfendur tóku myndinni vel þegar hún var frumsýnd í Englandi og Bandaríkjunum snemma árs 1981, sér í lagi vestanhafs. Hún hlaut sömu viðtökur og hin geggjaða mynd „The Rocky Horror Picture Show“. Aðdáendur mættu í kvikmyndahúsin klæddir ná- kvæmlega eins og persónur myndarinnar og hún gengur enn fyrir fullu húsi í nokkrum borgum vestanhafs. HJÓ SEX 6 af helstu hótelum Reykjavíkur. EURQCARD TIL DAGLEGRA NOTA í Kaupmannahöfn FÆST M BLAÐASÖLUNNI A JÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI Ný sending frá TOPS Leðurskór, stærð 35—41. Litir: Rautt, hvítt, grænt, blátt. Verð kr. 550,- Leöurmokkasíur, stærö 35—41. Litir: Svart, blátt, hvítt, rautt. Verð kr. 550,- Kínaskór. Litir: Svart, hvítt, blátt. Verð kr. 135,- íþróttaskór með frönskum rennilás. Verð kr. 380,- Hér gefur að líta fáar gerðir af mörgum sem , nýkomnar eru. Póstsendum VELTUSUND11 21212

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.