Morgunblaðið - 15.06.1983, Síða 4

Morgunblaðið - 15.06.1983, Síða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 Hvaöa háskóli? — eftir Einar Pálsson Fyrsti desember ár hvert er nú helgaður Háskóla íslands. Ástæð- an er sú, að bjartsýnir menn töldu eitt sinn, að stofnun háskóla yrði eins konar innsigli á fullveidi ís- lendinga. Því halda stúdentar full- veldishátíð þann dag. Það vakti athygli ekki alllitla, að sá háskóla- kennari sem hélt aðalræðuna á fullveldishátíð stúdenta 1. des- ember 1978 niðraði á ýmsan hátt stofnun þeirri sem hann var full- trúi fyrir. Notaði hann líkingar sem gáfu eindregið í skyn, að lág- kúra og flatneskja ríktu í Háskóla íslands, taldi sig til dæmis flytja ræðu sína fyrir hönd þeirra sem ynnu „í mýrarjaðrinum", vék ekki að Háskóla íslands nema sem úr- eltu fyrirbæri — sendi í þess stað boðskap sinn frá „háskólanum í jaðri Vatnsmýrarinnar" og svo framvegis. Fór ekkert milli mála um það, að svo var um skólann rætt í háðungarskyni, þetta var háskóli „í auðvaldsþjóðfélagi". Sá sem svo smekklega beitti umboði sinu sem fulltrúi flatneskjunnar í Vatnsmýrinni var Gunnar Karls- son. Einkum og sér í lagi hæddist Gunnar Karlsson að bréfi nokkru sem upp var lesið og reyndist skip- unarbréf hans sjálfs í lektorsemb- ætti frá menntamálaráðherra. Sagði meðal annars í bréfinu, að lektorinn skyldi vera „yfirmönn- um sínum trúr og hlýðinn", hann skyldi „halda stjórnskipunarlög landsins og rækja störf sín af alúð og árvekni". Þetta þótti Gunnari Karlssyni fjarstætt, lýsti þvf um- búðalaust yfir, að hann mundi hafa bréfið að engu. Og hví vildi nú ekki þessi háskólakennari una svo einföldum siðferðisgrundvelli? Vegna þess, að háskólakennurum væri „ætlað að þjóna borgaralegu þjóðfélagi okkar, rikjandi stétt og ríkisvaldi". Ekki kom til mála að gegna slíku. skylda Nú var ekki eins og þetta ætti að fara hljótt. Orðrétt sagði Gunnar Karlsson svo: „Mér finnst rétt að freista þess I Leitaðu ekki I langt eftir I leðursetti I í stærstu verslun landsins eru 130 I sófasett aö setjast í Greióslukjör í 6 til 8 mánuði HCS6A6NABÖLLIN BlLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK ® 91-81199 og 81410 Einar Pálsson „Háskóli undir forystu manna sem lýsa því yfir, að tilgangur þeirra sé ekki að stunda vísindarann- sóknir heldur að fella til- tekið þjóðfélag, er enginn háskóli.“ að taka af öll tvímæli um að regi- an um frelsi háskóla sé enn í óskertu gildi í þjóðfélagi okkar og að hún standi ofar þeim boðum sem ríkisvaldið setur okkur um trúnað og hlýðni. Því nota ég tæki- færið til að lýsa^ þessu yfir hér, vonandi í nógu margra votta við- urvist. Verði mér ekki andmælt af mínum löglegu yfirmönnum lít ég svo á að skilningur minn sé viður- kenndur og málið útrætt að sinni." Hvað þýðir þetta? Það þýðir, að Gunnar Karlsson telur sig eiga skyldur við annað markmið og æðra en það sem hugsjón Háskóla íslands segir fyrir um. „Frelsi" til að iðka þá skyldu telur hann öllu varða, barátta hans verður öll í anda þeirrar skyldu. Hver er sú skylda? Bylting Þeirri spurningu svarar Gunnar Karlsson sjálfur svo: „Hlýðni megum við ekki leyfa okkur að sýna neinum, því hlut- verk okkar er að leita að nýjum leiðum til breytinga og ryðja þeim braut. Hvert þjóðfélag þarf á að halda slíkum breytingaöflum, og góður háskóli er eitt þeirra. Hlut- verk hans er ekki að auka magn þess sem fyrir er, hvort sem það er þekking, tækni eða framleiðsla, heldur að breyta eiginleikum þess þjóðfélags sem hann starfar í.“ Hefur hugsjón háskóla senni- lega aldrei verið afneitað jafn skilmerkilega af nokkrum há- skólakennara fyrr né síðar. Og ekkert fer milli mála um kröfurn- ar: „Við krefjumst frelsis undan af- skiptum ríkisvalds og auðvalds af því að við eigum öðrum og æðri skyldum að gegna." Sem sagt: Við krefjumst þess að vera látin í friði, meðan við vinn- um að því „að brjóta auðvaldskerf- ið niður“ — ekki meðan við vinn- um að vísindalegum rannsóknum. Afneitun háskólastarfs Ég minnist þess ekki að hafa heyrt nokkurn mann mótmæla þessum boðskap af hálfu háskól- ans. Þó lýsir sjálfur fulltrúi há- skólakennara því yfir á fullveld- isdegi fslendinga, að hann muni hafa hugsjónir Háskóla íslands að engu: þar sé um „auðvalds" há- skóla að ræða, „borgaralegan" þankagang. Því muni hann brjóta leikreglurnar. Við sem vonazt höfðum eftir háskóla er hefði vís- indi að leiðarljósi fáum nú að heyra, að aukning á „magni" þekk- ingar sé alls ekki hlutverk há- skóla, heldur hitt, að breyta ís- lenzku þjóðfélagi í annars konar fyrirbæri. Það fyrirbæri þekkja menn einna bezt þessi árin frá Póllandi og Afganistan. Hugsjón háskóla — sú sem í heiðri er höfð í frjálsum ríkjum, aukning á „magni" þekkingar, tækni og framleiðslu — kemur ekki þeim við sem starfa að háskólamálum í anda Gunnars Karlssonar. Og segið svo ekki, að hann hafi ekki sagt ykkur þetta. Ræða hans er birt í Þjóðviljanum 8. desember 1978. Málflutningur háskólans Hin forkostulega háskólaum- ræða sem lesendur Morgunblað- sins urðu vitni að haustið 1982 skýrir vel stöðu háskólans í mýr- arjaðrinum. Vegna harkalegrar baráttu heimspekideildar háskól- ans gegn tjáningarfrelsi, spurði sá sem þetta ritar háskólakennara nokkurra óþægilegra spurninga í útvarpserindi 16. maí 1982. Þessu erindi svaraði Gunnar Karlsson fyrir hönd háskólans hinn 6. júní sama árs. Erindinu svaraði Gunn- ar Karlsson með þeim hætti að gera nánast engu af efnisatriðum spurninganna skil, heldur niðra spyrjandanum meginhluta ræðu- tímans. Var erindi Gunnars Karlssonar skólabókardæmi um óheiðarlegan málflutning. Þar var að finna útúrsnúninga, rangfærsl- ur, bein ósannindi og þagnarlygi auk persónuníðs, sem sagt, flest sem prýtt getur hugsjónadreng ákveðinnar tegundar. í leiðinni sakaði hann undirritaðan um lyg- ar, rætni og rógburð — og lagðist þá lágt. Víst var erindi undirritaðs hvasst, vist var það óþægilegt, víst var það flutt til að undir því yrði vart setið. En hafi óþægindi ein- hvers staðar verið að finna í er- indinu, þá fólust þau einmitt í því, að SAGT VAR SATT - og talað af fyllstu kurteisi. Hvergi var ein- staklingi niðrað. Lesin voru upp ummæli háskólakennaranna sjálfra — þeim var sjálfum fengið það hlutverk að dæma um atferli sitt. Skyldur háskóla- kennara Nú mun einhver hyggja, að líkt og í pólitík sé háskóla leyfilegt að verjast efnislegri umræðu með ósannindum og rógburði. Svo er ekki. Með málflutningi sínum braut Gunnar Karlsson ekki ein- asta reglur Ríkisútvarpsins um prúðmannlegan málflutning, held- ur mölbraut hann um leið siðferð- isgrundvöll háskóla. Hver sá sem fær titil við háskóla gengst undir ákveðna kvöð. Hann má aldrei dæma að órannsökuðu máli, hann má aldrei ljúga, hann verður að sýna fullkominn heiðarleika og djúpa siðferðiskennd í dómum, svo að hann fái risið undir titli. Mæli- kvarði á málflutning háskóla er ekki pólitískt dægurþras heldur yfirveguð, hlutlaus og réttlát um- mæli dómstóls. Mestu varðar þó, að undir eng- um kringumstæðum má niðra ein- staklingi í akademískri umræðu. Það er bein skilgreining á „dokt- or“ og „prófessor" við akademísk- ar stofnanir, að þeir rökræða ein- ungis EFNISATRIÐI, víkja ALDREI niðrandi að einstaklingi. Nobles.se oblige — þessi siðferð- isskylda fylgir titlunum. Því eru þeir teknir alvarlega — þar sem þeir sjálfir taka störf sfn alvarlega. öll ofangreind boðorð braut Gunnar Karlsson í nafni háskól- ans. Og er þó eitt sýnu verst. Auð- virðilegasta athæfi fræðimennsku er að þegja um unnin rannsókn- arstörf. Þess vegna er sú skylda lögð á háskólakennara að fylgjast vel með nýjungum í greinum sín- um og fjalla um þær af hlutleysi og réttsýni. Sú afsökun er alls ekki tekin gild við háskóla, að kennarar hafi ekki lesið helztu bækur er greinar þeirra varða. Þeir taka LAUN fyrir að lesa bækurnar, þeim er GREITT fyrir vísinda- legar rannsóknir. Það eina sem þeim er siðferðilega bannað er að ÞEGJA um það sem máli skiptir. Þetta leiðir af líkum. Háskóli sem þegir um mikilvægar nýjar niður- stöður getur falsað stöðu rann- sókna um áratuga skeið. Slíkt telst versti glæpur háskóla. Enda vex rógburður villt í jaðri þagnar- innar. Því voru spurningarnar óþægilegu lagðar fyrir háskólann í útvarpserindi því er hratt umræð- um af stað. Siðferði byltingar En er það nú svo skrýtið, að há- skóli skuli verja sig á þennan hátt, þegar staða hans er komin í óefni? Gætum að viðmiðun: Ef siðferð- isskyldur háskóla sætu í fyrirrúmi hefði umræðan um atferli ís- lenzkra háskólakennara aldrei átt sér stað. En nú sjáum við, að sá sem skyndilega sprettur upp til VARNAR háskólanum er sá inn sami er auðmýkti stofnun sína og flatti hana út með líkingunni við Vatnsmýrina 1. desember 1978. Sjálfur hef ég aldrei gagnrýnt Há- skóla Islands — það er sú stofnun sem ég óska að styðja. Ég hef beð- ið um skýringar á háskólanum við Vatnsmýrina. Hluta af þeim skýr- ingum fékk ég í ræðu Gunnars Karlssonar 1. des. Þeir sem honum fylgja hafa varpað siðferðis- grundvelli háskóla fyrir róða. Þetta er með ólíkindum. Eigi er aðeins að slikir menn lýsi sig óháða skipunarbréfum sínum, sið- ferðisskyldum og trúnaði við hið islenzka samfélag, heldur lýsa þeir því beinlínis yfir, að hlutverk háskóla sé EKKI að auka við magn þekkingar — þ.e. EKKI að stunda vísindastörf, EKKI að stuðla að meiri tækni, EKKI að auka framleiðslu í illa stæðu þjóð- félagi íslendinga. Hið eina sanna markmið er að skapa hér ástand þeirra þjóða er ekki búa við „borg- araleg" viðhorf! Eitt stefnuatriði í baráttu kommúnista var mikið rætt hér fyrr á árum og kennt við Lenín og Trotsky — það, að kommúnistum bæri að segja ósatt, falsa og svíkja í baráttunni fyrir þjóðfélagskipan sinni. Var stefna þessi einatt orð- uð við Brest-Litvosk, samningana við Þjóðverja 1918. Hvort þessari stefnu er hampað enn veit ég ekki. En hitt er ljóst: Ef þeir sem starfa við háskóladeild telja það megin- verkefni sitt að koma á byltingu, er auðskilið, að einungis þeir er að slíku vinna fá náð fyrir augum þeirra er þar ráða ríkjum. Vísindastörf skipta þar ekki máli. Og baráttuaðferðir háskólans fara að skiljast. Frelsi byltingarinnar Það stórkostlegasta við erindi Gunnars Karlssonar 1. des. 1978 var, að brot hans á leikreglum há- skólans voru unnin í nafni „frels- is“. Má raunar segja, að allt hafi erindi hans gengið út á „frelsi" sem fólgið væri í því, að hann og hans líkar fengju að „grafa und- an“ íslenzku þjóðfélagi eftir eigin höfði. „Frelsi" var m.ö.o. sjálft ákall fullveldisdagsins. „Frelsi" til að svipta íslendinga því fullveldi sem þeir óska. Hinn virðulegi for- seti telur sig að vísu í nokkurri úlfakreppu innan „auðvalds"- háskóla — EN: „Við skulum ekki dveljast svo við að mála fjandann á vegginn að okkur gleymist að okkur hefur verið heitið ákveðnu frelsi, ákveðnum rétti sem við eigum að standa á og nota til hins ýtrasta." Þess er ekki getið, að slíkt frelsi er bundið siðferðismarkmiðum háskóla. En sjálfsagt er að nota það meðan maður hefur það. En hvaðan kom nú þessi krafa um hugsanafrelsi við háskóla? Hún var: „Ávöxtur af borgarabyltingunni eftir lok miðalda. Meðan frjáls- lynd borgarastétt átti undir högg að sækja bjó hún víða um sig í háskólum og nýtti þá til þess að knýja fram nauðsynlega þróun þjóðfélaganna. Þá var henni nauð- syn að krefjast fullkomins rann- sóknafrelsis og fullkomins kennslufrelsis. Það eru umfram allt leikreglur hennar sem Björn M. ólsen túlkaði í setningarræðu sinni 17. júní 1911. Við hljótum að ganga fast eftir því að borgara- stétt okkar hlíti þeim reglum. Henni verður ekki þolað að breyta þeim í miðjum leik“. Hið æðra frelsi Fyrirgefið, í miðjum HVAÐA LEIK? Þar getur væntanlega hver svarað sér sjálfur: í miðjum leik þeirra sem hyggjast gera víghreið- ur sovétskipulags úr deildum há- skólans. Er ekki að efa, að „frelsi borgaranna" verður notað til hins ýtrasta unz hin mikla stund renn- ur upp. Hvaða stund? Hin mikla stund — er þjóðfélag Vesturlanda hrynur og það þjóðfélag rís — sem þarf ekki lengur á „frelsi borgar- anna“ að halda. Það frelsi verður þá úrelt, allt verður fyrir bí, ferða- frelsi, málfrelsi, tjáningarfrelsi, frelsi undan ótta og lögreglu. Allt hverfur þetta á braut eilífðar. í stað þess rennur upp annað frelsi. Og hverrar tegundar verður það? Það þekkja þeir víst bezt, sem sendir hafa verið til Siberíu og annarra ákjósanlegra geymslu- staða fyrir vísindamenn. Frelsi í hinu nýja þjóðfélagi verður ekki jafn heimskulegt og það frelsi sem við þekkjum. Það verður frelsi ör- fárra einstaklinga til að ráðskast með líf og limi sérhvers einstakl- ings í fyrirmyndarþjóðfélagi ann- arrar tegundar. Ferðafrelsið verð- ur frelsi útvalinna til að senda hugsandi menn í áratuga frí þar sem ekki er hætta á offitu, rann- sóknafrelsið verður frelsi fræði- manna til að gaumgæfa gaddavír. Þetta er hið æðra frelsi — hið raunverulega takmark háskóla- starfs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.