Morgunblaðið - 06.07.1983, Side 20

Morgunblaðið - 06.07.1983, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JtJLÍ 1983 Hljómsveit skipuð þroskaheftum kemur til tónleikahalds Hér sjást hljóðfæraleikararnir sem koma ( dag á vegum Rauða kross fslands og Svíþjóðar. Hljómsveitina skipar einungis þroskaheft fólk. í DAG kemur hingað til íslands hópur sænskra gesta. Er þar um að ræða 20 manna hóp hljóðfæra- leikara sem er sérstæður að því leyti að þeir eru allir þroskaheftir. Með hljóðfæraleikurunum í förinni er kennari þeirra, Stina Jarvá, en hún hefur fengist við þær fræðigreinar sem nefndar eru tónlistarlækning og tónlist- aruppeldi. Hún hefur starfað við sérskóla sænska ríkisins í Vest- erás og þar stofnaði hún þessa 20 manna hljómsveit sem kemur ásamt henni hingað til lands. Hljóðfæraleikararnir eru á aldrinum 14—42 ára og er þar um að ræða úrval þeirra mörgu nemenda skólans sem nú leggja stund á nám á mörgum sviðum tónlistar. Aðdragandi þess að Arosblá- ararna, en svo nefnist hljóm- sveitin, kemur hingað til lands er að 1981 hlustaði Hólmfríður Gísladóttir, deildarstjóri Rauða kross fslands, á leik þeirra og varð það þá að ráði að þeir kæmu hingað til lands sumarið 1983 með tilstyrk Rauða kross íslands og Rauða kross Svíþjóð- ar. Hópurinn mun ferðast um landið og halda hljómleika. Verður fyrsti viðkomustaður hópsins á Akureyri en þar verð- ur hann á morgun, fimmtudag. Þá fer hann einnig sama dag til Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Á föstudaginn kemur hópurinn til Reykjavíkur og dvelur hann þar til sunnudags. Þá fer hann aust- ur yfir fjall og verður með tón- leika í Skálholtskirkju kl. 16.00. Að lokum verða síðan tónleikar í Norræna húsinu mánudaginn 11. júlí og hefjast þeir kl. 21.00. Ekki er enn fullráðið hvort víðar verður spilað opinberlega en í kynnisferðum mun sveitin ávallt hafa hljóðfæri sín með- ferðis og leika á þau þegar færi gefst. Héðan heldur hópurinn heim til Svíþjóðar miðvikudaginn 13. júlí. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Rekstrarstjóri — Sjálfstæður rekstur Verzlun með sérhæföar vörur í heilbrigðis- og læknisþjónustu óskar að ráða rekstrar- stjóra, karl eða konu, til að sjá um daglegan rekstur. Til greina kemur aö veita réttum aöila hlut- deild í fyrirtækinu. Umsóknir, sem greini aldur, menntun, fyrri störf og aðrar upplýsingar, sem eiga viö, óskast sendar í pósthólf 451 fyrir 11. júlí. Húsasmiðir Tveir til þrír vanir röskir smiöir óskast, við byggingu verslunarhúss á Seltjarnarnesi. Úti- og innivinna. ÓSKAR & BRAGISF BYGGINGAFÉLAG Héalsititbraul 58—60 (Miðbaar) Sími 85023. Sölumaður — fasteignasala Fasteignasali í miðborginni óskar eftir að ráða sölumann. Góð laun í boði fyrir dugleg- an mann. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi bíl til umráöa. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Mbl. fyrir þriðjudaginn 12. júní merkt: „A — 8612“. Lausar stöður í ágúst nk. verða lausar þrjár stöður þroska- þjálfa og fóstra viö Meöferöarheimili ein- hverfra barna, Trönuhólum 1, Reykjavík. Laun samkvæmt launakjörum oþinberra starfsmanna. Umsóknir sem tilgreini menntun og fyrri störf skulu berast félagsmálaráðuneytinu eigi síð- ar en 15. júlí nk. Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 79760. Félagsmálaráðuneytið, 29. júní 1983. Starf bæjarritara á Sauðárkróki er laust til umsóknar. Viðkomandi þarf að geta hafiö störf 20. ágúst nk. Allar upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 95- 5133. Umsóknarfrestur er til 20. júlí nk, Bæjarstjórinn á Sauðárkróki. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Hlíðabakari, Skaftahlíð 24. Skrifstofumaður óskast nú þegar í fullt starf hjá stofnun í Reykjavík fram til nóvemberloka og síðan í hálft starf. Góð vélritunarkunnátta nauðsyn- leg. Umsókn um starfiö með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu merkt: „Skrifstofumaður — 2100“. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar tilkynningar GM bifreiðaeigendur Vegna sumarleyfa starfsfólks, verður bif- reiðaverkstæði Véladeildar Sambandsins að Höfðabakka 9 lokað frá 18. júlí til 15. ágúst 1983. Þennan tíma verður veitt neyðarþjónusta á staðnum, en við biðjum viöskiþtavini velvirð- ingar á þeirri óhjákvæmilegu röskun sem þetta kann aö valda. Véladeíld Sambandsins Þjónustumiðstöð, Höfðabakka 9. __________________________________ Til sölu GMC 4500 vörubifreið, árg. 1974. Bifreiöin er skoðuð 1983 en er ekki í ökufæru ástandi nú. Á bifreiðinni er 6 metra langt vöruflutningahús, byggt í Borgarnesi. Nánari upplýsingar veitir Guömundur Óskarsson, í síma 82299. húsnæöi i boöi Hús til leigu Eldra einbýlishús í Hafnarfirði er til leigu. Upplýsingar í síma 54361. Skrifstofuhúsnæði til leigu Til leigu er nýstandsett skrifstofuhúsnæði í Holtahverfi Reykjavík á tveimur hæðum 200 m2 hvor hæð. Leigist í einu eða tvennu lagi. Tilboð óskast sent augld. Mbl. „merkt: H — 8678“. Fiskiskip til sölu 270 lesta byggt 1966 mjög gott togskip. 230 lesta með nýrri vél og nýrri brú. Fiskiskip, Austurstræti 6, 2. hæð. Sími 22475. Heimasími 13742. Jóhann Steinason hrl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.