Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1983 19 Si^íáS*** Jón Finnsson III. Myndin er tekin 1962. Ahöfn Þorsteins á sfldarvertíð 1945 um borð f nótarbátnum. Þorsteinn er lengst til hægri. Þessar myndir voru teknar á sfldarvertfð 1940 — varla hefur verið gerlegt að hlaða skipið meira. urðum varir við ýmislegt og sáum ýmislegt óskemmtilegt, sem er víst best að hafa sem fæst orð um. Oft kom líka fyrir að við sigldum í gegn um brak úr skipum sem skot- in höfðu verin viður og svo rak oft kynstur af alls konar drasli. Einu sinni man ég t.d. að rak hér fleiri hundruð W!ó af ensku smjöri. Svo voru þeir töluvert afskipta- samir og voru að setja okkur ýms- ar reglur. Það mátti ekki opna talstöð á þessum árum og láta vita af sér hvað sem á gekk, — þeir voru svo hræddir um að hér væru einhverjir njósnarar fyrir Þjóð- verja. Svo voru tiltekin hafsvæði algerlega friðuð fyrir okkur — ef einhver álpaðist inn á þau var hann rekinn í land og stungið í tugthúsið. Einu sinni varð sérkennilegur atburður er við vorum að koma af miðunum. Við sjáum hvar bresk herflugvél kemur og eru þeir að gefa okkur einhver merki sem við skildum ekki. Hún sveimar yfir okkur dágóða stund og satt að segja áttum við ekki von á góðu — maður átti þá aldrei vqn á góðu úr þeirri átt sem Bretinn var. Nú, svo vitum við ekki fyrr til en hún steypir sér í sjóinn örskammt frá bátnum og byrjar strax að sökkva. Það voru fjórir í henni og tveir komust í gúmmíbát, einn lenti í sjónum en sá fjórði stóð úti á vængnum sem marraði í sjólokun- um. Það var ekki um annað að gera en hirða þá upp og það gekk fyrirhafnarlítið. Þeir höfðu verið orðnir benzínlausir og ekki langt í að lenda á Miðnesheiði þar sem gamli flugvöllurinn var." Síldveiðar Þú hefur stundað ýmiskonar sjó- mennsku er það ekki? „Jú, ég hef prófað flestar teg- undir veiðarfæra. Árið 1936 fór pabbi í land en ég tók við skip- stjórninni. Hann hafði lengst af verið með fiskverkun á Gauksstöð- um og snéri sér nú alfarið að henni ásamt búskapnum. Ég var svo til sjós allt til 1958 er ég fór loks í land. Eg kunni sjómennsk- unni alltaf vel en það kostar sitt að stunda sjóinn svona áratugum saman — maður varð ókunnugur á eigin heimili enda kom maður ekki heim nema endrum og eins. Dætur okkar, sem eru hvorki meira né minna en sex að tölu, þekktu mig varla þegar ég slysaðist til að vera heima í nokkra daga." Þú stundaðir sfldveiðar um lang- an tíma? „Jú, nokkrum sinnum fór maður á síld — ég man bæði mikil góðæri í síldinni og mikil hallæri ekki síð- ur. Ég byrjaði á reknetum með gamla laginu og svo kom snurpan með gamla laginu — þá var snurp- að úr tviem nótabátum og sýndist mér veiðiaðferðin fremur óhentug. Ég hef alltaf reynt að hafa auga fyrir vinnuhagræðingu og tel mig einn af þeim er ruddu brautina í síldveiðum með hringnót á þessum árum. Það hafði alltaf verið notað- ur hampkaðall til að snurpa með en mér datt í hug að nota vír í staðinn og snurpa um borð í skipið en þannig þurfti bara einn nóta- bát. Það var sumarið '45 sem ég reyndi þessa aðferð fyrst og varð fyrsta kastið heldur sögulegt. Þá vildi ekki betur til en svo að gálgi, sem ég hafði smíðað úr tveimur bílöxlum fyrir talíuna sem hélt snurpuvírnum, lyppaðist niður undan átökunum. En síldinni náð- um við þó það gengi að vísu ekki andskotalaust. Sfldin óð um allan sjó Það var oft mikil síld á þessum árum og þá þurfti engan dýptar- mæli — það var nóg að hafa augun opin því síldin 6ð þarna um allan sjó. Það er að vísu satt og rétt að síldin var veidd gengdarlaust — en ég held að fyrsta síldarleysið hafi stafað af breyttum skilyrðum í hafinu fremur en ofveiði. Það var ekki einleikið hvernig síldin hætti allt í einu að vaða svo ekki sást eitt einasta kvikindi. Ég hef reyndar lengi verið þeirrar skoðunar að fiskifræð- ingar geri ekki nógu mikið af því að kanna skilyrðin í hafinu, því þau ráða áreiðanlega úrslitum um fiskigöngur. Það kom fyrir hér áð- ur á árum, löngu áður en þessi mikla veiði hófst að aflabrestur varð hér á miðunum — vegna þess að fiskigangan brást. Það fer áreiðanlega eftir skilyrðunum í sjónum hvar fiskurinn heldur sig og hvort hann er dreifður eða þéttur. Nú fiska þeir til dæmis grimmt við Færeyjar — einmitt þegar afli er tiltölulega tregur hér við land. Er skýringin ekki sú að skilyrðin í sjonum eru góð hjá þeim þetta árið en aftur vond hjá okkur? Svo er á annað að líta. Það eru fleiri að fiska úr íslenskum fiski- stofnum en við. Rússar eru með stór verksmiðjuskip hér fyrir utan lög og rétt — og það kemur ekki í okkar hlut sem þeir eru að moka upp, karfi eða grálúða eða hvað sem það nú er. — En nú erum við komnir langt út úr kortinu er það ekki ...? Þetta er nú stórt kort sem við erum með. En þú segist hafa farið í land. „Já, 1958 fór ég í þrælaríið í landi og bróðir minn tók við skip- stjórninni. Ég starfaði mikið að uppbyggingu fyrstu árin, saltfisk- verkun hafði ekki verið vélvædd að neinu marki á þessum tíma og kom það á mig að hugsa fyrir því. Ég var talsvert hugsandi um puðið á mannskapnum og reyndi að hag- nýta vélvæðingu sem mest til að létta undir. Það var geysilegur kostnaður sem þessu fylgdi og því er ekki að neita að ég tel mig nokkurn brautryðjanda á þessu sviði. Mér hugkvæmdist t.d. að koma fyrir færibandi í gólfinu þar sem fiskurinn er tekin inn i stöð- ina til að losa menn við það óþarfa handtak að gogga fiskinn uppá það. Svo gengur vinnslan að mestu án þess að mannshöndin komi ná- lægt nema hvað varðar snyrtingu og svo söltunina sjálfa. Af þessu færibandi fer fiskurinn í hausun- arvél, þaðan í flatningsvél, þar á eftir er snyrtingin, síðan vöskun á færibandi sem skilar fisknum á söltunarborð. Af borðinu er hann svo saltaður í kör sem tekin eru með lyftara. Svona gengur salt- fiskverkun fyrir sig nú a dögum, og má maður muna tímana tvenna frá því að fiskurinn var verkaður á klöppunum hérna niðurfrá." Nú hefur þú nýlega látið af starfi sem formaður Sölufélags ís- lenskra fiskverkenda — hvað hef- ur þú að segja um markaðshorfur og verðlagsmál varðandi saltfisk eins og stendur? „Ég hef ekki orið var við annað en þessi markaður sé traustur og eftirspurnin jöfn og mikil. Ríkisbáknið og fjármálaóstjórnin Það sem hins vegar veldur okk- ur vandræðum er ríkisbáknið, sem liggur á okkur eins og mara, og fjármálaóstjórnin, sem hefur veitt okkur ófáar skrokkskjóður gegn um árin. En það er engin vandi að selja saltfisk ef við getum hagað okkur í samræmi við markaðinn hvað varðar framleiðsluverð og gæði. Það hefur töluvert verið tal- að um það að heilladrýgra væri að taka upp smásölukerfi á saltfiski í stað þess að SÍF semji um verð fyrir alla umbjóðendur sína. Það er hins vegar hlutur sem mér líst ekkert á, því smásölukerfið myndi leiða til lækkaðs verðs og sölu- tregðu — og þá færi margur flat- ur. Mað því lagi gefur augaleið að kaupendur yrðu meira á verði og drægju sig í hlé til að reyna að knýja fram lægra verð. Ég man sjálfur þá tíma sem þetta smásölukerfi gilti varðanadi salt- fiskinn — þá vorum við feðgarnir einu sinni heilt ár með saltfisk sem lá hér undir skemmdum, áður en við gátum loksins selt seint og um síðir. Og það er nokkuð sem ég kæri mig ekki um að þurfa að ganga í gegn um aftur." En líturðu framtíðina björtum aug- um? „Ég hef tamið mér að vera bjartsýnn. Ég ætla að lifa meðan ég get lifað, búa einlæglega en deyja svo drottni mínum. Það lifir enginn á svartsýninni — en það má alltaf gera ráð fyrir erfiðleik- um. Ég hef raunverulega ekki undan neinu að kvarta nema þessu íslenzka bákni og öngþveitinu í fjármálum þjóðarinnar — það glímir enginn við þá helv ... vit- leysu sér til ánægju." Viðtal: Bragi Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.