Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1983 37 Megi þessi ljóskveðja hinnar rausnarlegu og ræktarsömu höfð- ingskonu ávallt lýsa þeim, sem sókn eiga til Prestsbakkakirkju. í Þjóðsögum dr. Jóns Þorkels- sonar er eftirfarandi sögn um Prestsbakkakirkju og „staðsetn- ingu" hennar. Sr. Jón Steingrímsson sagði það fyrir, að kirkjan mundi eftir sig látinn verða flutt frá Klaustrinu og bað menn taka eftir því, ef hestur sá, er bæri lík sitt til grafar hrasaði, því að á þeim stað mundi kirkjan síðan verða. Sr. Jón dó 1791 (11. ág.) og þegar líkfylgdin var komin skammt á völlinn suður fyrir túnið á Prestsbakka, hnaut hestur sá er líkið bar og þar var kirkja sú sett er alger var 1859. Var þá kirkja á Kirkjubæjar- klaustri lögð niður. Það fer ekki mikið fyrir þessari þjóðsögu í hugum Síðumanna eða annarra Skaftfellinga. Samt ér sr. Jón Steingrímsson — Eldmessu- presturinn — þeirra héraðsdýrl- ingur, ef hægt væri að tala um nokkra slíka persónu á landi hér í lúterskum sið. Það mun þjóðin fá Klausturskirkjunnar, kemur öll- um sem þennan stað heimsækja Eldmessan í hug og munu í anda hrífast af þreki og kjarki og trú- arstyrk prestsins, sem þá messu flutti fyrir 200 árum — 5. sunnud. e. Trínitatis — 20. júlí 1783. — Um þá guðsþjónustu farast sr. Jóni svo orð: „Ég og allir þeir, sem þar voru, vorum þar aldeilis óskelfdir inni (í kirkjunni). Enginn gaf af sér nokkurt merki til að fara út úr henni eða flýja þaðan meðan guðs- þjónustugjörð yfir stóð, sem ég hafði þó jafnlengri en vant var. Nú fannst ei stundin of löng að tala við Guð. Hver einn var án ótta, biðjandi hann um náð og biðjandi hann þess, er hann vildi láta yfir hann koma... Eftir embættið, þegar farið var að skoða hvað eldinum hefði áfram miðað, þá var það ei um þverfótar frá því sem hann var kominn fyrir það, heldur hafði hann um þann tíma og í þvi sama takmarki hlaðist saman og hrúg- ast hvað ofan á annað þar i afhall- andi farvegi." Enda þótt Landbrotið sé sérstok an annars staðar hvíla. Helgi Þór- arinsson var á sínum tfma einn mesti skörungur í bændastétt og hafi lokið ótrúlega miklu dags- verki, er hann lést aðeins 54 ára gamall, 28. nóvember 1915. Ættingjar hans höfðu mikinn hug á að hlúa að heimagrafreitn- um í Þykkvabæ. Systir Helga, Ástríður, d. 31. okt. 1951, var jörð- uð í reitnum. Af eigum sínum stofnaði hún sjóð grafreitnum til viðhalds og fegrunar. Fljótt kom upp sú hugmynd að reisa kirkju, bænhús eða kapellu eða hvað menn vilja kalla það í heimagrafreitnum. Tvær systur Helga Þórarinsson- ar, Sigríður og Steinunn, ánöfn- uðu þessu helga húsi eigur sínar að sér látnum. Síðan var það, að fyrir allmörgum árum var hafist handa um kirkjubygginguna, fyrst og fremst fyrir áhuga og forgöngu Þórarins Helgasonar, sem lengi bjó í Þykkvabæ og sýndi minningu foður síns mikla ræktarsemi m.a. með því að rita ævisögu hans. Bar hún nafnið: Frá heiði til hafs og var gefin út af Goðasteinsútgáf- unni 1971. Eftir measu á NúpasUÖ 3. aepC 1961. Kapellan í Þykkrabc (f byggingu) að heyra og sjá nú á þessu sumri, þegar Vestur-Skaftfellingar minn- ast 200 ára afmælis Eldmessunnar og Skaftárelda. Og það hafa þeir raunar sýnt rækilega í verki með byggingu Jóns Steingrímssonar- kapellu á Klaustri. Það mun hafa verið fyrir einum fimmtíu árum, sem þess er fyrst getið, að í ráði væri að reisa minn- isvarða á leiði sr. Jóns. Ekki varð þó úr framkvæmdum, enda leg- steinn á leiði þeirra hjóna, sr. Jóns og mad. Þórunnar. Er það stuðla- bergsdrangur með skýrri áletrun. En þegar til kastanna kom, þróuð- ust málin á annan veg og tóku ákveðnari og rishærri stefnu. Rækt við minningu sr. Jóns Stein- grímssonar tengdist óskinni um að gefa klaustrinu aftur sinn helgidóm. Varð niðurstaðan sú, að reist var á Klaustri kapella helguð minningu Jóns Steingrímssonar og Eldmessu hans. Var hún vigð í sólarblíðu og morgunfegurð þess merka hátíðardags 17. júní 1974. Var það upphaf á þjóðhátíð Vestur-Skaftfellinga. Enda þótt Jóns kapella Steingrímssonar standi ekki á grunni gömlu sveit og Skaftá skilji það frá öðr- um hluta Prestsbakkasóknar var það aldrei sérstök sókn. Samt er þar béttbýlt og lengstum mann- margt, t.d. bjuggu þar 155 manns af 405 í sókninni allri árið 1817. í kaþólsku voru mörg bænhús í Landbroti. Prestatal sr. Sveins Ní- elssonar eetur um þessi: í Dalbæ (ytri?), Asgarði, Hátúnum, Upp- sölum og Þykkvabæ. Á einum bæ minnir örnefni á þessi löngu horfnu bænhús. í Þykkvabæ efri mun ennþá heita Kirkjutún. Og einmitt á þeim bæ hefur nú verið reist kirkja þótt ekki hafi hún enn verið vígð. Ekki er mein- ingin að það verði sóknarkirkja og mun því verða kölluð bænhús eða kapella. En þetta hús á sína sögu, sem hófst með því, að hinn lands- kunni dugnaðarbóndi, Helgi Þór- arinsson í Þykkvabæ (1861—1915) fékk, eftir nokkurt þóf, konungs- leyfi til að taka upp heimagrafreit á bæ sínum. Var leyfið veitt í janúar árið 1915 og mátti naumast seinna vera, því að Helgi lést í nóvember sama ár. En hann hafði bundið slíka tryggð við jörðina og æskustöðvar að hann vildi ógjarn- Þórarinn andaðist 10. apríl 1978. Fimm dögum síðar var hann bor- inn til grafar í Þykkvabæ frá kirkju þeirri, sem þar var þá risin í heimilisgrafreitnum. I tvígang hafa Vestur-Skaftfell- ingar minnst sr. Jóns Stein- grímssonar og Eldmessu hans. Hið fyrra sinn 23. júlí 1933. Sr. óskar J. Þorláksson, sem þá var prestur á Klaustri og prófastur í Vestur-Skaftafellssýslu, flutti minningarguðsþjónustu í Prests- bakkakirkju, en Matthías Þórð- arson þjóðminjavörður hélt ræðu um Skaftárelda eftir útdrætti Jónasar Hallgrímssonar úr Eldriti sr. Jóns. Þá var einnig lesið upp kvæði, sem Jakob skáld Thorar- ensen hafði ort. Þar í er þetta: Einatt gleggst í ógnum finnast yfirburðir foringjans. Síðan, hún á manns að minnast, metin skyldi forsjá hans. Þar fór styrkur, ítur andi, orðin leiftur, viljinn stál. Aðrir hófu ei hér á landi hóglátara þróttarmál. — í annað sinn var hins nafn- kunna Eldklerks minnst á 175. ártíð hans. Það var sunnud. 7. ág- úst 1966, að fram fór minningarg- uðsþjónusta á Prestsbakka og samkoma á Klaustri með þátttöku biskups og margra presta. — Sóknarpresturinn, sr. Sigurjón Einarsson predikaði og lauk ræðu sinni á þessum orðum: „Og skaftfellskt fólk mun í dag sem einn maður strengja þess heit, að á staðnum þar sem hann stóð, þegar orrahríðin var sem mest, rísi að nýju Guðshús, er beri naf n hans, og að þaðan megi ómur klukknanna kalla menn til tíða, að þaðan megi orðið verða flutt kom- andi kynslóðum, að þar megi kristin kenning nærast og blómg- ast á einum sinum elsta stað." Kapella Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri sýnir að Skaftfellingar hafa staðið við þessa heitstrengingu. Blaðburðarfólk óskast! Uthverffi Flúöasel Sogavegur 101—212 Kópavogur Skólageroi Austurbær Lerkihlíð ptotgfm lilníuíi STUMMER Tilvalin tækfærisgjöf Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! ^f ^ÉM IxL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.