Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1983 Eitt prestakall — tvær sóknir fimm helgidómar — eftir sr. Gísla Brynjólfsson Einn þáttur í fræðastarfi hins merka manns, dr. Jóns Þorkels- sonar (Forna), var að safna drög- um að því „hvar kirkjur hafi verið hér á landi allt frá fyrstu kristni til vorra tíma", eins og dr. Jón kemst að orði í Blöndu II, bls. 247. Segir hann, að við þessa könnun sína hafi það komið fram, að kirkjur og bænhús hafi hér á landi verið ótrúlega víða, jafnvel á stöð- um, sem fáa hefði grunað. í Blöndu birtir dr. Jón yfirlit um kirkjustaði í Austur-Skaftafells- sýslu: „Hafa þar að vísu verið 47 kirkjur og bænhús." Ekki entist honum tími til að birta skrár yfir kirkjustaði í öðrum sýslum t.d. ekki úr fæðingarhéraði sínu Vestur-Skaftafellssýslu. Hins veg- ar kom slíkt yfirlit úr ýmsum sýslum í Kirkjublaði dr. Sigur- geirs biskups m.a. úr Skaftafells- sýslum báðum. (Kirkjublað XI árg. 5.-8. tbl.). Þar eru taldir 36 bæir í Vestur-Skaftafellssýslu þar sem staðið hafa kirkjur, hálfkirkj- ur eða bænhús. Nú eru í þessari sýslu 3 presta- köll með 8 sóknarkirkjum, en auk þeirra 3 guðshús og eitt í bygg- ingu, í hinu gamla Vestur-Skafta- fellsprófastsdæmi. Er það næsta óvenjulegt, að um svo marga helgidóma sé að ræða í einu héraði fyrir utan sjálfar sóknarkirkjurn- ar. En allt á sínar orsakir eins og fram mun koma í þessari grein. í Kirkjubæjarklausturspresta- kalli eru tvær sóknir, Prests- bakkasókn og Kálfafellssókn. Sú síðarnefnda nær yfir Fljótshverfi allt (10 bæi) og 2 bæi á Bruna- sandi. Það var fyrir eina tíð sér- stakt prestakall. Seinasti prestur þar var sr. Sveinn Eiríksson. Hann fluttist frá Káifafelli að Sandfelli í Öræfum vorið 1878. Núverandi kirkja á Kálfafelli var reist rétt fyrir aldamótin, vígð 13. nóvember 1898 af sr. Magnúsi Bjarnasyni prófasti á Prests- bakka. Lengi var hún lénskirkja (ríkiseign) en söfnuðurinn tók við henni með álagi úr ríkissjóði og endurbyggði hana á árunum 1959—'60. Bætt var við hana for- kirkju og settur á hana turn. Tókst það ágætlega. Smiður var Sveinn Björnsson frá Svínadal. Gréta og Jón Björnsson máluðu hana af snilld. Kálfafellskirkja er ágætt dæmi um það, hve vel getur tekist að endurbyggja hið gamla og betr- umbæta í stað þess að rífa niður °g byggja á ný allt frá grunni. Af ýmsum góðum munum í Káifafellskirkju skal aðeins minnst á tvennt: Altaristaflan er gömul, frá 1683, máluð af S.J.S. Hún er „hið merkasta verk" segir í Landið okkar. „Herfilega máluð," segir Matthías Þórðarson í lýsingu sinni á Kálfafellskirkju, er hann hafði skoðað hana 27. ágúst 1915. Hinn hluturinn í Kálfafellskirkju skal nefndur hér, því að hann vek- ur sjálfsagt nokkra interessu á þessu skipsleitarsumri á Skeiðar- ársandi. Það er spjaldið í hurðinni á altarinu. Að utanverðu er það málað eins og altarið, en að innan- verðu gefst á að líta: „gamla aust- urlenska lakkeringu, blómker með blómi, ágætt og merkilegt verk". Svipaðir gripir voru í fleiri kirkj- um fyrir austan. f Núpstaðar- kirkju var yfir altari „spjald með gylltri rós", í Sandfellskirkju í Ör- æfum var á sama stað „lítið glass- erað (lakkað) spjald" segir í úttekt 28.3. 1786. Þá var svipað spjald á Höfðabrekkukirkju. Það er nú í Þjóðminjasafni — „gætu verið úr Ostindiafari því, sem fórst við Skeiðarársand árið 1669," segir Gísli Gestsson í Árbók Fornl.fél. 1961. Eins og fyrr segir eru tveir helgidómar í FLjótshverfi. Annar þeirra er ein minnsta, en þó ein kunnasta kirkja landsins, bænhús- ið á Núpstað, en fyrir eina tíð var það sóknarkirkja og sat prestur að Lómagnúpi. „Þangað liggur kirkja að Lundi og sungið annanhvern dag helgan," segir í Máldaga frá 1343. En Lundur eyddist í vatna- gangi, sbr. vísuna: Lundarkirkja og besta bú berst í vatnaróti. Hvar er sóknin hennar nú? Hulin aur og grjóti. Vísu þessa heyrði Brynjólfur á Minnanúpi konu kveða við barns- vöggu á bæ einum undir Eyjafjöll- um eitt sinn er hann var þar næt- ursakir. Síðan varð kirkjan á Núpstað annexía frá Kálfafelli. Sóknin var að vísu afar lítil, aðeins tveir bæir: Núpstaður og Rauðaberg og söfn- uðurinn fámennur. Árið 1761 voru í honum 18 sálir og innan hans aðeins einn karlmaður, sem er „fær til að þéna presti við messu- gerðir", þ.e. vera meðhjálpari. Þá þóttu konur ekki gjaldgengar til slíkra hluta. Núpstaður er aðeins 4 mílu frá Kálfafelli. Að vísu er Djúpá vond- ur farartálmi á þeirri leið. „En samt vil ég meina, að þessa vatnsfalls vegna megi kirkjan af takast," segir sr. Jón Bergsson prófastur á Kálfafelli í bréfi til biskups um miðja 18. öld. Síðan var Núpstaðarkirkja af- lögð með konungsbréfi, 15. maí 1765. Og nú leit ekki vel út fyrir litlu torfkirkjunni að Lómagnúpi. Hennar var ekki lengur talin þörf, hvorki af veraldlegum né andleg- um yfirvöldum. Hún skal því af- helguð, jöfnuð við jörðu og efnivið hennar komið í peninga að hætti heimshyggjunnar. En hér fór betur en á horfðist. Bóndinn á Núpstað, Hannes Jónsson, 1734—'84, (Hannes póst- ur var fimmti maður frá honum) segist skuli leysa til sín (kaupa) kúgildin, sem kirkjunni fylgdu, en afsegir kirkjuviðinn, máske vegna þess, að hinn gamli helgidómur hefur verið honum of kær til að ráða niðurlógum hans. Þessvegna verður prófastur að taka það að sér og segist hafa „í áformi, nær klakann upp leysir, að láta rífa kirkjuna og selja svo viðinn eftir sinni virðingu." En annað hvort er, að klakann tók óvenju seint úr þetta vor og piltarnir á Kálfafelli hafa haft ærið að starfa þegar jörð var orðin þíð, eða það hefur átt sér einhverj- ar aðrar orsakir. Svo mikið er víst, að ekkert varð úr kirkjurofinu, hvorki þetta vor né síðar. Og enn átti fólk eftir að leita á Guðs síns fund undir þaki þess. Það var í Skaftáreldum, því þann 6. sept- ember 1783 fór sr. Jón Stein- grímsson þangað austur, „tók Núpstaðarfólkið til altaris og embættaði í kirkjunni daginn eft- ir. Var þá öskufall svo mikið, að meira var myrkur en dimma í kirkjunni." (Bréf sr. J. Stgrs.) Og áfram hélt bænhúsið að gegna sínu kirkjulega hlutverki, þótt það væri niður lagt sem sókn- arkirkja. Það var að vísu í smáum stíl, en þó ber að láta þess ekki ógetið: Þegar heimamenn á Núpstað söfnuðust til feðra sinna voru þeir bornir úr bænhúsinu til hinsta hvílustaðar í hinum forna kirkju- garði staðarins. — Og það sagði Hannes á Núpstað þeim, sem þetta ritar, að stundum hafi sr. Bjarni Þórarinsson á Prestsbakka komið austur að Núpstað á gaml- ársdag, haft aftansöng i bænhús- inu um kvöldið og messað á Kálfa- felli á nýársdag. Ekki getur sr. Bjarni samt um þessa aftan- söngva í messuskýrslum sínum. Hann var prestur á Síðunni árin 1884-'96. Sr. Gísli Brynjólfsson En þótt bænhúsið væri notað fyrir skemmu, var því sýnd virð- ing og þrifnaður í allri umgengni. í kórnum var geymt það sem hús- bændum á Núpstað var sárast um, s.s. bækur og leirtau, utan kórs héngu reiðtygin og hattur hverrar konu hjá hennar söðli, yfir voru breidd söðuláklæðin o.s.frv.... Og svo liðu árin — 178 ár frá því sr. Jón Steingrímsson söng sína „svörtu messu" á Núpstað í ösku- regni Skaftárelda. Það er 14. sd. eftir Trínitatis, 3. september 1961. Þá er þess minnst við hátíðlega athöfn á Núpstað, að bænhúsið hefur verið endurreist. Það hefur verið tekið á fornmenjaskrá. Sig- urjón í Hvammi hefur farið um það sínum högu höndum undir nærfærinni umsjá Gísla Gestsson- ar. Og ekki gleymdi hann að þakka S!:: m i ¦ ¦ I iil ¦ -- *""' Prestsbakkakirkja i Sfðu. Kálfafillskirkja í Fljótshverfi. Kapella Jóns Steingrí Núpstaðarheimilinu þess góða framlag, sem lagt hefur fram „bæði efnivið, vinnu og aðra fyrir- greiðslu án nokkurs endurgjalds". Á sama hátt og. Núpstaðar- bænhús er eitt minnsta guðshús Islands, er Prestsbakkakirkja ein stærsta kirkja í sveitum þess. Sókn hennar er líka bæði mann- mörg og víðlend: Landbrotið og Síðan s.a.s. öll, auk þess tveir bæir á Brunasandi. í Sögu íslendinga (VIII1. bls. 2. 1.) segir, að Friðrik VII sé „einn hinn óvitrasti og minnst stjórn- hæfi" í hópi allra Danakonunga. Hvað sem um það má segja, mega Vestur-Skaftfellingar samt minn- ast hans vegna þess, að það var hann, sem byggði Prestsbakka- kirkju. Ekki þarf þó svo að vera, að þessi gjálífi konungur hafi haft hugmynd um tilveru þessa guðs- húss hér úti á ísa-köldu-landi. — En engu að síður: Fyrir fé úr kóngsins kassa var hún byggð á stjórnarárum hans. Og enn stend- ur fangamark þessa þjóðhöfðingja framan á turni hennar. Gjarnan mætti það minna okkur á, að Frið- rik VII hafi betri hliðar heldur en lýst er í íslendingasögu. Svo mikið er víst, að þegar hann var prins og var sendur í einskonar útlegð hingað til lands, árið 1834, var mönnum minnisstætt lítillæti hans og góðsemi. (Annáll 19. ald- ar.) En nú mun nóg komið um þenn- an danska kóng og þar til máls að taka, að þegar endurreisa þurfti kirkjuna á Kirkjubæjarklaustri um miðbik síðustu aldar, urðu um það skiptar skoðanir innan hins fjölmenna safnaðar, hvar hana skyldi endurreisa. Niðurstaðan varð sú, að hinn rúmgóði og reisu- legi helgidómur, sem leysti Klausturskirkjuna af hólmi, var byggður á Bakkavelli við Geir- landsá. Á Bakka hafði verið prestssetur síðan fyrir 1600. Þá fékk bærinn nafnið Prestsbakki. En gamla fólkið, t.d. Ólöf á Læk (f. 1844 — d. 1943) talaði gjarna um Bakkavallarkirkju frekar en kenna hana við Prestsbakka. Við byggingu Prestsbakka- kirkju var ekkert sparað. Vígð var hún 21. apríl 1859. Þá var hinn fyrsti sumardagur og skírdagur. Síðan liðu árin fram á fardaga 1933, að síðasti presturinn á Prestsbakka, sr. Magnús prófast- ur Bjarnarson hvarf frá embætti, 72 ára gamall og fluttist úr héraði. Síðan hefur sóknarherra Síðu- manna setið á Klaustri. Þá höfðu hlutirnir snúist þannig við, að í stað þess að presturinn sat á Prestsbakka og kirkjan var á Klaustri, var kirkjan komin að Prestsbakka en presturinn að Klaustri. Og svo er enn, að því við bættu, að nú hefur Klaustrið aftur fengið sinn helgidóm, eins og siðar mun sagt verða. Á 6. sunnudegi e. páska, þ. 30. maí 1897, fór ferming fram í Prestsbakkakirkju. Meðal ferm- ingarbarnanna þetta vor voru sýslumannsdæturnar á Klaustri, Karólína og Guðlaug Guðlaugs- dætur. Svo liðu mörg ár. Karólína gift- ist Jóhannesi Jósefssyni. Þau ferð- uðust um fjarlægar álfur og ókunn lönd. Komu síðan heim og byggðu Hótel Borg. En aldrei gleymdi Karólína æskuárunum austur á Síðu og fermingardegi sínum í Prestsbakkakirkju. Þá minningu rækti hún af frábærri trúmennsku og höfðingsskap að í minnum skal haft. Hún gaf kirkjunni stórar gjafir, stofnaði sjóð, grafreit hennar til styrktar og fegrunar. Seinast, á aldarafmæli Prests- bakkakirkju, árið 1959, gaf frú Karólína henni 8 vegglampa af birki, útskorna af Ríkharði Jóns- syni. Þeir bera eftirfarandi áletr- Verði ljós, Lýs milda ljós, Ljós trúarinnar, Ljós vonarinnar, Ljós réttlætisins, Ljós gleðinnar, Ljós sannleikans, Ljós kærleikans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.