Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1983 31 Morgunmatur á kínverska vísu Gestrisni Chen-fjölskyldunnar var með eindæmum. Allt húsið ilmaði af málningarlykt og allt virtist hafa verið tekið í gegn áður en ég kom. Mér var sagt að það hefði verið mikið tilhlökkunarefni að fá mig því ég væri fyrsti erlendi gesturinn sem heimsækti fjöl- skylduna. Þegar ég kom niður í morgun- mat morguninn eftir blasti við mér splunkuný brauðrist á eld- húsborðinu og heilt franskbrauð lá þar við hliðina ásamt smjöri og marmelaði. Heimamenn snertu ekki þetta vestræna góðgæti, og þegar ég bað um kínverskan morg- unmat, án þess kannski að vita al- veg hvað ég var að biðja um, virt- ist fjölskyldan mjög ánægð með það, þó að úr andliti húsmóðurinn- ar mætti lesa: „Ég hefði þá kannski ekki þurft að kaupa brauðristina." En hvers konar morgunverð borða Kínverjar? Fyrst var borinn fram pottur, sem innihélt vökva er helst líktist flóaðri mjólk. Bragðið gaf þó annað til kynna, því að í ljós kom að þetta var flóaður baunasafi, sem í hafði verið bland- að dágóðu magni af sykri. Með baunasafanum var borið nokkuð sem heitir „jó tsjá" eða langt brauð steikt i olíu. Soðin hrísgrjón eru ómissandi þáttur í sérhverri kínverskri mál- tíð, og lagði dr. Chen mikla alúð í að kenna mér að borða þau með prjónum. Hann varð yfir sig hrif- inn þegar mér tókst að tína nokk- ur grjón upp í mig með þessum flóknu tækjum, en húsmóðirin stóð þó í viðbragðsstöðu með gljá- andi gaffal, sem ekki virtist hafa verið notaður áður. Ekki kom þó til þess að ég þyrfti á honum að halda. í ótal litlum skálum á borð- inu var ýmislegt matarkyns, sem ekki sást á útlitinu hvað var. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hér var um að ræða baunaspír- ur, bambussprota, þurrkað svína- kjöt, engiferrætur, soyasósu og eitthvað sem var uppáhald dr. Chen og ekki tókst að koma mér í skilning um hvað væri, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftir bragðinu og útlitinu að dæma var það kannski eins gott, en til þess að þóknast dr. Chen þorði ég ekki annað en að fá mér aftur, og heit- asta ósk mín á því augnabliki var að hægt væri að taka bragðtaug- arnar úr sambandi. Að lokum var borið fram te og „litsi"-ávextir, en þá ávexti hafði ég aldrei séð áður. Mér til mikillar undrunar og ánægju fjölskyldunnar voru þeir mjög bragðgóðir og gerði ég þeim góð skil, svo góð að þegar ég kvaddi gaf húsmóðirin mér stóran poka fullan af nýtíndum „litsi". Hundar og dúfur í búrum uppi á þaki Eftir morgunverðinn hvarf dr. Chen skyndilega, en fljótlega fór að finnast torkennilegur ilmur í stofunni. Dr. Chen birtist á nýjan leik en var nú mjög hátíðlegur á svipinn. Hann bað mig að koma með sér inn í hliðarstofuna því nú þyrftum við að tala við Buddha. Ég vissi ekki alveg hvað hann ætti við, hélt kannski að ég hefði gert eitthvað af mér við morgunverð- arborðið, sem nú þyrfti að hegna mér fyrir. Þegar inn í hliðarstof- una var komið blasti við mér lítið en mjög skrautlegt Buddha-altari, þar sem búið var að kveikja á kertum og reykelsi og var þá kom- in skýring á hinum torkennilega ilmi. Dr. Chen þuldi nú upp und- arlegan pistil ásamt ótal beyging- um og hneigingum og átti það að tákna þakklæti hans til Buddha fyrir hina nýloknu máltíð. Á eftir þurfti ég að gera slíkt hið sama og þegar því var lokið sagði Dr. Chen að ég skyldi bera fram einhverjar óskir til Buddha. Það væri ekki á hverjum degi sem íslendinga rækí á fjörur hans og ég yrði árei&*n- lega bænheyrð. Helstu trúarbrögð Taíwan-búa eru Buddhatrú og Taoismi. Þar eru ennfremur um 600.000 kristnir Þritt fyrir úrhellisrigningu blómstruðu vioskiptin i markaðnum f Ta Ton götu. menn, sem skiptast jafnt í mót- mælendur og kaþólikka, og um 40.000 múslímar. Áð sögn dr. Chen er ekki mikið um deilur á milli fólks af ólíkum trúarbrögðum, því Kínverjar væru friðsamt fólk í eðli sínu og sæju lítinn tilgang í því að rífast um það hvaða guð væri bestur. Nú lá leiðin upp á þak hússins, en þar virtist garður Chen- fjölskyldunnar vera. Þegar upp var komið blasti við heldur hrör- legt útsýni yfir borgina og yfir markaðinn niðri á götunni. Þar var nú allt í fullum gangi og við- skiptin blómstruðu, þrátt fyrir að matvaran sem til sölu var virtist ekki mjög lystug að sjá. Innfæddir kunnu þó vel að meta úrvalið og þótt nýbakað olíusteikt brauðið eða „jó tsjáið" væri gegnblautt í rigningunni seldist það ágætlega og fiskurinn virtist kunna vel við sig í rigningunni, enda eflaust vanur bleytunni. En það sem Dr. Chen vildi aðal- lega sýna mér þarna uppi á þakinu voru hundarnir hans og dúfurnar. í stóru búri hafði hann náð að safna yfir eitthundrað dúfum og sagði hann að það væri sitt aðal- tómstundagaman að fást við þær. Einnig virtist hann hafa mjög gaman af hundunum sínum, sem voru fimm talsins og lokaðir inni í tveimur stórum búrum. Eftir því sem mér skildist voru þeir yfir- leitt alltaf lokaðir inni í þessum búrum, því lítil aðstaða var til að fara með þá í gönguferðir og ekki ráðlegt að hafa þá lausa á götunni. Ég gat ekki annað en vorkennt vesalings hundunum, sem þó virt- ust ekki hafa yfir neinu að kvarta, þrátt fyrir það að þeir fögnuðu fé- lagsskap okkar ákaft. Guðirnir beðnir um syni að bjóða fyrir ferðamenn. Þar eru ótal merkar byggingar, musteri, glæsileg hótel, minnismerki og stórkostlegt mannlíf. í skoðunar- ferð um borgina var margt að sjá og þar virtist öllu blandað saman, gömlum hrörlegum húsum við hliðina á nýtísku skýjakljúfum, stórverslunum og götusölum og alls staðar var iðandi mannhaf. í glæsilegri byggingu í útjaðri Taipei-borgar er þjóðminjasafn landsins til húsa og hefur það að geyma yfir 600.000 ómetanlega kínverska dýrgripi, sem sumir hverjir eru allt að 4000 ára gamlir. Þangað streymdi mikill fólksfjöldi og hópar af einkennisklæddum skólabörnum ásamt kennurum sínum voru þar algeng sjón. Þegar Chiang Kai-shek forseti Taiwan lést fyrir nokkrum árum var hafist handa við að reisa hon- um veglegt minnismerki. Það Taipei-borg hefur upp á margt mannvirki er staðsett í miðborg Hið glæsilega Grand hótel, þar sem heimsþing JC hreyfingarinnar verður haldið í nóvember næstkomandi. Taipei og var vígt í apríl 1980. Þetta er stórglæsileg skjannahvít bygging með mjög sérkenniiegu bláu þaki í kínverskum stíl, en umhverfis er mikill og vel hirtur blómagarður. Það var eitthvað við þessa byggingu sem gaf til kynna hina miklu virðingu sem Taiwan- búar virtust bera fyrir hinum látna þjóðhöfðingja. Vítt og dreift um borgina mátti sjá musteri af öllum stærðum og gerðum og yfirleitt var þar mikill mannfjöldi saman kominn. Þar voru vanfærar konur á bæn við stall frjósemisguðsins algeng sjón, og var mér sagt að flestar bæðu þær um að hið ófædda barn þeirra væri sonur. Kínverjar leggja mik- ið upp úr því að eignast syni til að viðhalda nafni ættarinnar. Enn- fremur var mjög algengt að sjá fólk koma með ýmislegt matar- kyns og setja á borð fyrir framan guðina og á eftir var kveikt á reykelsi og lagst á bæn. Hin mikla virðing og undirgefni sem fólkið virtist bera fyrir guðum sínum snart mig og ég gat ekki annað en hugsað um allar kirkjurnar heima á Islandi, sem enginn virðist hafa tima til að sækja, nema e.t.v. á jólum og páskum. Taipei-borg hefur af mörgum glæsilegum verslunarhúsum að státa og mikið virðist lagt upp úr vönduðum hótelbyggingum til að laða að ferðamenn. Eitt hið glæsi- legasta í borginni, og örugglega þótt víðar væri leitað, er Grand Hotel. Það hótel er ekki mjög gamalt en byggt í mjög hefð- bundnum og skrautlegum kín- verskum stíl og stendur það mjög hátt þannig að þaðan er gott út- sýni yfir Taipei-borg. Grand Hotel mun verða miðstoð heimsþings JC-hreyfingarinnar, sem haldið verður í Taiwan í nóvember næstkomandi, og mun örugglega fara vel um þá íslensku JC-félaga sem það munu sækja. Taiwan — paradís sælkerans Kínverskri matargerðarlist hef- ur stundum verið lýst sem „fornri list grundvallarsamræmis". Hvað hæft er í því skal ósagt látið, en eitt er víst að þar munu hinir kröfuhörðustu sælkerar örugglega finna eitthvað við sitt hæfi. Hrá- efnin eru hin margvíslegustu og borin fram ýmist steikt, soðin eða hrá. Ein máltíð getur samanstaðið af hinum margvislegustu tegund- um, t.d. sjávardýrum, svínakjöti, fuglakjöti og nautakjöti, ásamt ýmiskonar grænmeti og stórri skál af hrísgrjónum, sem auðvitað eru undirstaða sérhverrar máltíð- ar. Kínverskur matur er yfirleitt ekki mjög kryddaður, heldur er lögð á það áhersla að laða fram sérkenni viðkomandi fæðutegund- ar. Með matnum er algengast að drekka te og við hátíðleg tækifæri er gjarnan borið fram hrísgrjóna- vín. Kenningar heimspekingsins Konfúsíusar, sem fæddur var 551 fyrir Krist, eru enn þann dag í dag í hávegum hafðar á Taiwan. Hon- um hefur verið reistur veglegur minnisvarði í Taipei-borg, þar sem hans er minnst árlega með mikl- um hátíðarhöldum. Konfúsíus sagði eitt sinn að ekki væri til neitt ánægjulegra en að fagna vinum sem komnir væru langt að. íbúar Taiwan hafa svo sannarlega tileinkað sér þessi orð meistarans, því gestrisni og hlý- iegt viðmót er þeim í blóð borið. Þótt dvöl mín í Taiwan væri með styttra móti að þessu sinni lofaði ég bæði sjálfri mér og vinum mín- um í Taiwan að ég myndi koma aftur og þá vonandi fyrr en seinna. Það var svo margt sem ekki vannst tími til að skoða og sumt var vel þess virði að það yrði skoðað aftur. Þetta var aðeins fyrsti áfangastaðurinn á ferðalagi mínu um Asíu, og þegar ég kvaddi á Chiang Kai-shek-flugvellinum beið Japan mín með nýjum ævin- týrum. Aðalheidur Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.