Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1983 Hugsað til þeirra, sem mest kaupa af okkar vörum — eftir Berg G. Gíslason Lifnaðarhættir hafa breytzt á þeim tíma, sem liðinn er frá síð- ustu heimsstyrjöld. Hraðskreið farartæki og fljótvirk fjar- skiptatæki eru að hnýta saman fólk á fjarlægum stöðum. Við- skipti fylgja í kjölfarið. í stað þess að hondla aðallega á mark- aðstorginu, dreifast vörur vegna hagkvæmrar framleiðslu fram og til baka og ekki sízt vegna mismunandi árstíma. í dag og máske í nokkur ár er afturkippur í viðskiptum. Þá þarf að breyta til og hver þjóðar- flokkur þarf að aðlaga venjur sínar þannig, að hægt sé að þóknast þeim, sem getur tekið við og notfært sér framleiðslu hins. Því ekki gefa okkur svolítinn tíma til þess að hugsa tii þeirra, sem kaupa langsamlega mest og neyta af framleiðslu okkar, Bandaríkjamanna, Englendinga og Skota, Portúgala, Sovétmanna, Þjóðverja, ítala, Spánverja og Níg- eríumanna? Neytendurnir í þessum lönd- um framleiða fjólda af neyzlu- og öðrum vörum. Væri nú ekki hyggilegt, að við sem lifum á út- flutningnum reyndum þeirra framleiðslu og gerðum kaup- manninum og kaupfélagsstjór- anum það ljóst, að nauðsynlegt sé að hafa á boðstólum úrval af heppilegum vörum frá þessum þjóðum. Táknrænt dæmi er mér í huga: Framleiðsla og útflutningur bif- reiða er Bandaríkjamönnum við- kvæmt mál. Innflutningurinn til íslands er nær stöðvaður í og með, vegna hárra ríkisgjalda. Hér mætti liðka til og breyta tollmeðferð þannig, að hin háu ríkisgjöld væru aðeins miðuð við sömu flutningsgjöld og greidd eru af sams konar vöru frá Evr- ópulöndum. Þetta mætti flokk- ast undir „bestu kjaraviðskipti" og væri í samræmi við meðferð á vðrum sem koma til landsins í flugfragt — tilhögun, sem hefur gefizt sérstaklega vel. Til frekari áréttingar mætti minna á ýmsar ráðstafanir, sem voru leyfðar og sem komu sér vel meðan upp- bygging á austantjaldsviðskipt- unum átti sér stað. Annað atriði sem er athugun- arvert er, að nú eru ávextir að koma á markaðinn í viðskipta- löndunum, t.d. Portúgal og Spáni, en engar auglýsingar eða framboð á þeim hefur sézt, þrátt fyrir að nú eru mögulegar beinar skipaferðir. Væntanlega verður ráðin bót á þessu fljótlega, þannig að inn- flytjendur og neytendur megi styðja útflytjendur í landinu með ráðum og dáð til þess að forðast hreina vöruskiptaverzl- un. 1982 Útflutningur fslenzkir vöruflokk«r Innnutningur USA 2.188.653 27 982.846 Bretland 1.118.683 39 1.015.443 Portúgai 999.500 6 268.449* Sovefríkin 639.828 9 1.065.200 V-Þýzkaland 600.498 37 1.421.910 Spánn 345.868 117.637 Nígería 325.335 226 (1981 858.367) ítalía 321.926 299.561 Sviss 300.019 106.767 *Norðurlöndin 329.557 2.949.507 Líkræður um lifandi presta — eftir Leif Sveins- son, lögfrœðing Þann 2. nóvember sl. reit ég grein í Mbl. er ég nefndi: „Eru afmælisgreinar ótímabærar minningargreinar". Urðu margir til að þakka mér fyrir þessa grein og töldu orð í tíma töluð. Einn vina minna, Halldór Blöndal al- þingismaður, benti mér samt á, að mér mundi aldrei takast að út- rýma afmælisgreinunum, því það væri tómstundagaman presta- stéttarinnar að rita hólgreinar hver um annan. Þetta rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég las Mbl. í morgun, þar eru firnalangar af- mælisgreinar um fimmtugan prest, sr. Jón Einarsson í Saurbæ. Ég er kunnugur Jóni og ætt hans og er þetta allt hið vænsta fólk. Hefði mér þótt vænna um að ágæti sr. Jóns kæmi fram í auk- inni kirkju'sókn og nýjungum í kirkjustarfi en ótímabærum minningargreinum, en e.t.v. eru þetta samtök prestanna, sem eng- inn má rjúfa. Þegar Óiafur Skúlason dómpró- fastur varð fimmtugur, ofbauð honum svo fjöldi og lengd afmæl- isgreinanna um sig, að honum varð að orði: „Og ég sem hélt ég væri á lífi." Prestar verða að gera sér ljósa þá gamalkunnu staðreynd, að of- lof er háð. Sóknarbörnin verða að geta borið virðingu fyrir prestun- um, en ekki brosa að tilburðum þeirra. Þeir ættu að vanda meira líkræður sínar yfir látnum sókn- arbörnum, en bíða ofurlítið með að hæla hver öðrum í ótímabær- um minningargreinum. Þjóðin bíður eftir því, að prest- arnir vakni af aldalöngum svefni og fylli kirkjurnar að nýju, brenn- andi í andanum. Reykjavík, 15. júlí 1983 Jarðstöðin við Úlfarsfell, sem tekið getur á móti gervihnatteaendingum. Bandaríkin: Gífurleg útþensla kapalsjónvarpskerfa — stöðvar, sem senda um gervi- hnetti, reynast þó skæðir keppinautar FJÖRUTÍU ÁR eru nú liðin frá upphafi kapalsjónvarps í Bandarfkjunum. Tekjur af rekstri slfkra kapalsjónvarpsstöðva námu 4,6 milljörðum dala í Bandaríkjunum og í Kanada voru tekjurnar 500 milljónir dala, en markaður- inn þar er þó miklum mun minni. Þrátt fyrir kreppueinkenni í báðum þt'ssum löndum hefur þessi starfsemi skilað arði. En engin rós er án þyrna. Eig- endur kapalsjónvarpsstöðva standa nú frammi fyrir ýmsum erfiðleikum. í Bandaríkjunum borgar hinn aimenni neytandi 12 dollara fyrir hinn venjulega „kap- alpakka". Að sögn forstjóra eins stærsta kapalsjónvarpsfyrirtækis- ins leikur þó enginn vafi á því, að neytendur eru reiðubúnir til þess að leggja 40—50 dollara af mörk- um fyrir verslunar- og bankaþjón- ustu í gegnum kapalkerf ið. Gallinn er bara sá, að eigendur stöðvanna hafa engan veginn und- an við að bæta þjónustuna. For- stjórinn, Gustav Hauser, segist ennfremur vera þess fullviss, að fyrir lok þessa áratugar verði hægt að bjóða upp á 100-rása kap- alkerfi og fólk muni fúslega reiða af hendi 120 dollara mánaðarlega fyrir þjónustuna. í Kanada er svipuð staða uppi á teningnum. Meira en helmingur allra kandískra heimila kaupir nú þjónustu af kapalsjónvarpsfyrir- tækjum, þ.e. um fjórar milljónir viðskiptavina. Vandamál þessa iðnaðar skipt- ast í meginatriðum niður í þrjá þætti; fjármögnun, samkeppni og þjónustu við neytendur. Mikil útgjöld hafa eðlilega í för með sér miklar skuldir. Vaxta- hækkun á undanförnum mánuðum hefur einnig reynst eigendum stöðvanna þung í skauti. Kostnað- ur við uppbyggingu og stækkun kapalkerfanna fer stóðugt vaxandi og á þéttbýlum svæðum, þar sem notendur eru kannski 600.000 tals- ins, er fjármagnsþörfin geysileg. í fyrra kostaði það 30-40.000 dollara að leggja sjónvarpskapal einnar mílu vegalengd. Tekjur af einkaleyfinu voru 5—10.000 doll- arar á hverja mílu fram til 1979. í borgum á borð við New York og Boston, þar sem leggja þarf meg- inhluta kapalsins neðanjarðar, getur kostnaöurinn rokið upp í 160.000 dollara á hverja mílu, eða um 100 dollara á hvern metra. Leyfisgjöld hafa í ofanálag reynst ákaflega dýr. Þvl er þannig háttað bæði í Bandaríkjunum og Kanada, að bæjar- eða borgaryf- irvöld á hverjum stað veita ákveðnum aðila einkaleyfi til lagningar sjónvarpskapals. Vegna hinnar gífurlegu samkeppni um neytendurna og einkaréttinn hef- ur borgaryfirvöldum tekist að þvinga alls kyns aukaatriði út úr einkaréttarhöfunum. Auk þess að taka 5% af brúttóinnkomu hafa yfirvöld sumra staða krafist þess að byggðar verði fokdýrar sund- laugar eða bókasöfn á kostnað kapalsjónvarpsfyrirtækjanna, sem hluti greiðslunnar fyrir einkaleyfið. Allt er þetta auðvitað í þágu bættrar þjónustu yfirvalda við hinn almenna borgara. Afleið- ingin er enda sú, að eigendur kapalsjónvarpsstöðva hafa margir snúið baki við freistandi svæðum. Afleiðing hækkandi bygg- ingarkostnaðar og hærri vaxta er sú, að minni fjármunir eru nú fyrir hendi hjá einstökum fyrir- tækjum innan þessarar greinar til þess að mæta hinni síharðnandi samkeppni. Kapalsjónvarp hefur þróast ört í Bandaríkjunum frá því að geta aðeins boðið upp á 12 rásir í stað 30 rása víðast hvar nú. Samtímis berast fregnir af upp- setningu nýrra stöðva víða að. í dag eru 52 kapalsjónvarpsfyr- irtæki í Bandaríkjunum. Sum þeirra senda efni sitt út í gegn um gervihnetti, en önnur í gegnum kapla, ýmist undir eða á yfirborði jarðar. Alls eru 42 þessara fyrir- tækja rekin með fjármagni frá auglýsendum og neytendur borga ekkert fyrir þjónustuna. 1 tíu til- vikum þurfa neytendur hins vegar að greiða fyrir þá þjónustu, sem þeir fá. Talið er að 45 nýjar kap- alsjónvarpsstöðvar muni rísa af grunni fyrir lok þessa árs. Fjárhagur margra þessara fyrirtækja er með ágætum, en önnur eru skuldum vafin. Fyrir fáum árum voru reknar nokkrar „risastöðvar" í Bandaríkjunum, sem sendu efni sitt um gervallt landið með aðstoð gervihnatta. Auglýsendur hafa hins vegar smám saman dregið úr auglýsing- um vegna minnkandi sjónvarps- gláps almennings og mikils kostn- aðar. Aðeins ein þessara stöðva er nú enn rekin. Hún hefur bæki- stöðvar sínar í Atlanta í Georgíu- ríki. Eitt bandarísku sjónvarpsfyr- irtækjanna tók t.d. upp á því að bjóða neytendum sínum upp á beinar útsendingar frá ballettum og óperum fyrir brot þess, sem það kostaði að borga sig inn á sýn- ingarnar. Þetta er talið gott dæmi um hvernig samkeppnin hefur mulið áhorfendahópinn niður í slíkar smáeiningar, að auglýsend- ur sjá sér ekki lengur nokkurn hag í því að auglýsa. Þetta er þó e.t.v. ekki það alvar- legasta. Sýnu skeinuhættari virð- ast ætla að verða tækninýjung- arnar, sem stöðugt skjóta upp kollinum. Er þar að nefna t.d. DBS (Direct Broadcasting System), sem beint er gegn veldi kapal- sjónvarpskerfanna. Þar er um að ræða sendingar beint til neytand- ans um gervihnött — að sjálf- sögðu að því gefnu að hann hafi viðhlítandi móttökuskerm á hús- þakinu. SMATV (Satellite Master Antenna Television) er annar slík- ur keppinautur, sem sérhæfir sig í sendingum til fjölbýlishúsa. Þessir aðilar vilja að sjálfsögðu næla sér í sinn hluta kökunnar. Þeir standa að vissu leyti betur að vígi. Það er ódýrara að koma á fót slíkri þjónustu og þegar hún er á annað borð fyrir hendi á eftir að reynast erfitt að ryðja henni úr vegi. Þá er ótalið þriðja og jafnframt síðasta stórvandamálið, sem að kapatsjónvarpsstöðvum steðjar. Það er að halda neytendunum ánægðum. \ CtilA W> ifrs. ~S\ Þessi mynd af úteendingu sovéaka sjónvarpsins naðist fyrir tilstilli mót- tökuskerms fyrir sendingar gervihnatte.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.