Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ1983
33
Frá móttókunni f skrifstofu sa-nsk* sendiráAains. Á myndinni eru Nviarnir isamt þeim unglingum sem héoan fóru til
Svíþjódar og fararstjórum sínum.
Átján sænskir unglingar í heimsókn
HÉR Á landi hafa dvalio í hálfan
mánuo 18 sænskir unglingar á aldr
inum 12—14 ára. Er koma þeirra
hingao til lands á vegum alþjóðlegr-
ar hreyfingar sem heitir ('ISV
(Children's international summer
villages) en héðan frá íslandi hófðu
áour fario á þeirra vegum 18 islen.sk-
ir unglingar til Svíþjóoar.
Unglingarnir sem hingað komu
eru frá Bohuslán og komu þau 2.
júlí og hafa dvalið á heimilum
þeirra unglinga sem fóru til Sví-
þjóðar í júní.
Farið var með þau í skoðunar-
ferðir og var m.a. farið að Gull-
fossi, Geysi, Laugarvatni og Þing-
völlum. Þá fóru þau einnig austur
í Þórsmörk.
Einnig var farið með þau í skoð-
unarferð um Reykjavík og var þá
móttaka fyrir þau í skrifstofu
sænska sendiráðsins, Lágmúla 7,
en þar fræddi m.a. Dr. Esbjurn
Rosenblad, sendiráðunautur, þau
um ísland og samskipti þess við
Svíþjóð.
Þá skoðuðu þau einnig atvinnu-
fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu
og á fimmtudag hélt Norræna fé-
lagið þeim matarboð á Garðaholti
i Garðabæ, en þar var síðan haldin
kvöldvaka og síðan var diskótek.
Sagði Pálmar Ólafsson, móttöku-
stjóri, að unglingunum hefði þott
það einn hápunkta ferðarinnar.
Athugasemd frá
Brunamálastofnun
Morgunblaðinu hefur borist eftirfar-
andi athugasemd frá Brunamálastofn-
un ríkisins:
„í frétt í Morgunblaðinu þann 12.
júli sl. undir fyrirsögninni „Einangrun-
arplastið kemur fullbúið úr tækjasam-
sta-ííunni" er sagt frá nýrri framleiðslu
hjá Skagaplasti hf. á Akranesi. Þar
kemur fram ad Brunamálastofnun
ríkisins hafi viðurkennt einangrunar-
plastið sem tregtendranlegt. Síðan seg-
ir: Þetta einangrunarplast flokkast í
sama flokk og glerull og má því notast
sem einangrun í timburhús.
Samkvæmt uppsetningu fréttar-
innar mætti ætla að Brunamála-
stofnun hafi viðurkennt að plastið
væri jafngott og glerull gagnvart
eldi. Það er þó fjarri sanni, því að
viðurkenningin á aðeins við treg-
tendranleika plastsins og í viður-
kenningunni segir einnig að notkun
plastsins sé háð sömu skilyrðum og
notkun annarrar brennanlegrar ein-
angrunar sbr. greinar 7.3.3.4 —
7.3.3.6 í byggingarreglugerðinni.
Samkvæmt byggingarreglugerð-
inni er heimilt að nota brennanlega
einangrun í ákveðnar gerðir timbur-
húsa t.d. íbúðarhús, en ekki í stærri
timburhús svo sem skóla, hótel og
slíkar byggingar.
Brennanlega einangrun er ekki
hægt að nota í veggi sem eiga að
uppfylla ákveðin skilyrði um bruna-
mótstöðu, t.d. B 60-veggur milli sam-
byggðs íbúðarhúss og bílskúrs. Þar
kemur helst til greina að nota press-
aða steinull því hún gefur einnig
mun betri eldvörn en glerullin."
Björgvin Haíídórsson
og Magnús Kjœrtcmsson
íáka ffáf (ög fyrvr gesú okkar kt 13:30
S3U
Metsölublaó á hverjum degi!
Opinhús
fyrir sumardvalargesti
Flugleiöa í sumar!
OberHambach
Vikugisting í ^ja til 4ra manna eöa 6 manna húsum í
mjög skemmtilegu sumarhúsahverfi viö Móseldalinn,
sem er einhver fallegasti dalur í Evrópu. Aðeins 2ja
klukkustunda akstur frá Luxemborg.
Leiga á sumarhúsi frá 10.673.- krónum á viku.
Svartiskógur
Ævintýrabókaumhverfi Svartaskógar gerir dvölina
ánægjulegri, enda varla völ á fallegra umhverfi.
Vikggisting ífallegum íbúöum í Alpahúsum. 2ja manna
stúdíó eða 2--4ra manna íbúðir.
Leiga á sumarhúsi frá 4.940.- krónum á viku.
Eifel
(nágrenni Móseldalsins bjóðast 2ja til 4ra manna íbúðir
í stórglæsilegu sumarhúsahverfi með sundlaug,
tennisvöllum, bil(jard, minigolfi, vínstofu, bjórkrá,
barbequekofa, útitafli, og hvers konar aðstöðu.
Leiga á sumarhúsi frá 7.685.- krónum á viku.
Aðrlr staðlr
Við bjóðum einnig 3-5 manna íbúðir á fallegum stað
við Bayaraskóg, að ógleymdum húsunum í Lochanully
við Inverness í Skotlandi, en bað er nú önnur saga.
Leyf ðu okkur að segja þér allt um sumarhúsaferðirnar.
Komdu, hringdu, skrifaðu.
FLUGLEIÐIR
Gott fólk hjá traustu félagi
P S. Pað á ekki aö þurfa að taka fram, að sumarhúsum og íbúðum Flugleiöa
i Þýskalandi fylgir allur nauðsynlegurbúnaðurán aukagreiðslu Rafmagn, hiti,
vatn. handklæði, boröbúnaður, útvarp og jafnvel litasjónvarp er innifalið í verðinu.
í tengslum við sumarhúsin i Pýskalandi minnum við á Pex gjaldið til Luxemborgar,
Frankfúrt eða „flug og bil"
Nánah upplýslngar fðst njð sðluskrlfstofum okkar. umboðsmðnnum og ferðaskrtfstofum.