Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1983 35 Sæmundur GuðTÍnsson Matthías Bjarnason um áætlunarleyf isveitingu Helga Jónssonar: Til að tryggja betur flug- samgöngur við Grænland — Aðfinnslur Flugleiða vegna franska leiguflugsins eiga fyllilega rétt á sér „EINGÖNGU til að tryggja betur flugsamgöngur við Kulusuk og Grænland," sagði Matthías Bjarnason samgönguráðherra, er hann var spurður ástæðu þess að hann hefur ákveðið að veita Helga Jónssyni áætlunarleyfi til Grænlandsflugs. Aðspurður um hvort hann teldi þá að Flugleiðir hefðu ekki staðið sig í stykkinu sagði hann: „Ég er ekkert að segja neitt um það. Ég held að þeir segi það mest sjálfir, að þeir hafa ekki alltof mikinn áhuga á því." Þar með væri útilokað að Flug- leiðir gætu síðar haft upp í þann kostnað sem félagið hefur lagt í vegna áætlunarflugsins til Narss- arssuaq og miðaður var við fram- tíðaruppbyggingu þessa flugs. Að lokum skal ítrekað, að Flug- leiðum hafa ekki borist neinar skaðabótakröfur vegna þessarar ákvörðunar, enda stendur félagið við allar skuldbindingar gagnvart farþegum sínum. Þeim sem eiga staðfestar pantanir til Narss- arssuaq verður séð fyrir fari þang- að eða boðið upp á ferðir til Angmaksalik í staðinn. Matthías sagðist ákveðinn í því að veita Helga áætlunarleyf- ið, þrátt fyrir öll mótmæli og um ástæðu þeirrar ákvörðunar sagði hann ennfremur: „Borgar- stjórinn í Kulusuk og fleiri hafa mælt mjög ákveðið með því. Helgi hefur stundað þarna leiguflug með mikilli prýði og það er mikill þrýstingur frá þessum aðilum. Ég tel að við ís- lendingar eigum góða samvinnu við Grænlandsstjórnina og eig- um því að taka tilit til óska og þarfa grænlenskra aðila. Þetta hefur ekki verið talinn það ábatasamur flugrekstur og hann ekki verið eftirsóttur, því tel ég einnig feng í því að Helgi vill sinna því. Þá var hann og fyrst- ur til að svara ráðuneytinu." Matthías var í framhaldi af þessu spurður hyer ástæða þess væri að frönsku flugfélagi var veitt heimild til leiguflugs milli Keflavíkur og Parísar, en það er í sambandi við sölu ferða til Parísar á vegum Hagkaupa. „Það er mál sem ég hafði ekki hugmynd um, en veitt var heim- ild fyrir einhvern tíma í vor, og það var fyrir mína ráðherratíð. Mér finnast aðfinnslur Flug- leiða út af því máli eiga fullan rétt á sér. Það er of seint að stöðva þetta núna, en það verður •• MatthííLs Bjarnason að gera allt sem hugsanlegt er með reglugerðarbreytingu til að koma í veg fyrir að slíkt endur- taki sig," svaraði Matthías Bjarnason samgönguráðherra. I SOFN, SAGA OG SÝNINGAR Samstarfsnefnd um „ ferðamál f Reykjavík: Gefur út bækling um söfn og merka staði Á FUNDI borgarráðs í desember á síöasta ári var kosin samstarfsnefnd sem gerir tillögur til borgarráos og hagsmunaaðila í ferðamálastarfsemi um sameiginlegar aðgerðir £ sviði ferðamála. Nefndin hefur á sl. vik- um unnið að útgáfu bæklings sem geymir upplýsingar um söfn, sýn- ingar o.fl. í Keykjavík, og er hann pegar kominn út á íslensku. I samstarfsnefndinni eiga sæti 3 fulltrúar tilnefndir af borgarráði og átta fulltrúar tilnefndir af nokkrum samtökum og hags- munaaðilum. Bæklingi samstarfs- nefndarinnar um söfn og sýningar í Reykjavík verður dreift til þeirra sem annast þjónustu við ferða- menn í Reykjavík og innan skamms verður hann gefinn út á ensku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.