Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1983 t Eiginmaöur minn, PÉTUR AXEL JÓNSSON. lögtræöingur, Ægísíða 103, er látinn. Fyrir hönd vandamanna, Ró»a Ólafsdóttir. t Faöir okkar. GUDMUNDUR HALLDÓRSSON. frá ísafirði. lést í Hrafnistu í Reykjavík 15. júlí. Friðrik Guömundsson. Guömundur L.Þ. Guðmundsson, Samlóme Guðmundsdðttír, Guörún Guðmundsdðttir. t Utför eiginmanns míns og föður okkar, PÁLS S. PALSSONAR. hæstaréttarlogmanns, Skildinganesi 28, Reykjavík, veröur gerð frá Dómkirkjunnl, þriðjudaginn 19. júlí nk. kl. 13.30. Guörún Stephensen, Stefán Pálsson, Þórunn Pálsdðttir, Sesselia Pálsdðttir, Sigþrúöur Pélsdóttir, Páll Arnór Pálsson. Anna Heiða Pálsdðttir, Signý Pálsdóttir, ívar Pálsson t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eigimanns míns, fööur okkar, sonar, tengdafööur og afa, vigfUsar sigurjónssonar, •kipstjóra, Austurgötu 40, Hafnarfirði. Jóhanna Andrésdóttir, Guðleif Hrefna Vigfúsdóttir, Magnús Hallsson, Andrés Ingi Vigfússon, Sigurjón Vigfússon, Sigurlaug Jóhannsdóttir, Rannveig Vigfúsdðttir, Eyjólfur R. Sigurösson, Hinrik Vígfússon, Rannveig Vigfúsdóttir og barnaborn. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir, amma og langamma, KLARA GÍSLADÓTTIR frá Bíldudal, Mávahlíð 29, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 19. júlí kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hennar láti öidrunarlækningadeildina Há- túni 10B njóta þess. Benjamín Jðnsson, Gísli Benjamínsson, Sigríður Benjamínsdóttir, Inda Benjamínsdóttir, Hermína Benjaminsdóttir, Eva Benjamínsdðttir, Kristín Samsonardðttir, Óskar Guömundsson. Axel Sígurösson, J6n Baldursson, Pétur Pétursson, barnaborn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns, KRISTINS SUMARLIDASONAR, Háageröi 43, Reykjavík. fer fram frá Bústaöakirkju, mánudaginn 18. júlí kl. 13.30. Guðlaug Guölaugsdðttir, Kristmn Guölaugur Kristinsson. Lilja Knstinsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Birgir Björnsson. Gislína Lóa Kristinsdðttir, Gunnar Guömundsson, Guðrún Kristínsdóttir. Kristján G. Kristjánsson og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Ástæður ráðuneytisins allt aðrar en það hefur sagt — segir Sæmundur Guðvinsson, fréttaf ulltrúi Flugleiða „Á ÞESSUM fundi komu fram allt aörar ástæður fyrir ákvörðun ráöuneytis- ins en það hefur haldiö fram í fjölmiðlum. Það var ekki minnst á það að tillögur Helga Jónssonar hefðu komið fyrstar og verið bestar, eins og nú er látið í veðri vaka. Pulltrúar Flugleiða á fundinum spurðu að því sérstaklega, hvort ráðuneytið hefði eitthvað við þjónustu Flugleiða við Grænlandsflug að athuga, en því var svarað til, að svo væri ekki," sagði Sæmundur Guðvins- son, fréttafulltrúi Flugleiða í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður um hvað fram hefði farið á fundi Flugleiða með fulltrúum samgönguráðu- neytisins þann 11. júlí sl., sem getið er í yfirlýsingu frá Flugleiðum, sem birtist hér að aftan. Sæmundur var sérstaklega spurður um hverjar þessar „aðrar ástæður fyrir ákvörðun ráðuneytisins" væru, en hann kvaðst ekki skýra frá því. Varðandi það, með hvaða hætti Graenlandsferðum Flugleiða verð- ur háttað nú eftir að áætlun hefur verið felld niður, sagði Sæmundur að þrjár leiðir stæðu farþegum til boða. Þriggja daga ferð til Ang- maksalik, sem farin yrði með leiguflugi til Kulusuk og þaðan til Angmaksalik, en sökum takmark- aðs hótelrýmis þar myndu Flug- leiðir sjá þeim farþegum sem vildu fyrir fari til Narssarssuaq og ættu staðfestar pantanir þang- að. Þá gat Sæmundur þess að einnig yrði farþegum komið til Narssarssuaq með flugi í gegnum Kaupmannahöfn, en þaðan yrði farþegum flogið til Grænlands með flugvél frá SAS. Sagði Sæ- mundur að fólk fengi þær Græn- landsferðir sem það vildi og að Flugleiðir myndu bera aukakostn- að sem af þessu hlytist. Aðspurður um hvort Grænlend- ingar hefðu gert athugasemdir við þá flugáætlun sem í upphafi var boðið upp á af hálfu Flugleiða, og hvort þeir hefðu gert athugasemd- ir við þá ákvörðun að fella niður það áætlunarflug, sagði Sæmund- ur svo ekki vera. Engin athuga- semd hefði borist frá Græn- lendingum, hvorki um flugáætlun, eða vegna hinnar síðari ákvörðun- ar um þetta flug. Hér á eftir fer orðrétt yfirlýsing frá Flugleiðum vegna Grænlands- flugsins: í TILEFNI af fréttatilkynningu sam- gönguráðuneytisins um Grænlands- flugið, taka Flugleiðir fram eftirfar- andi: Mánudaginn 11. júlí áttu full- trúar Flugleiða fund með ráðu- neytisstjóra og fulltrúa samgönguráðuneytisins. Græn- landsflugið var ekki á dagskrá þessa fundar, en á honum spurðu Flugleiðamenn hvað hæft væri í þeim orðrómi, að ráðuneytið hygð- ist veita Flugskóla Helga Jónsson- ar leyfi til áætlunarflugs milli ís- Iands og Grænlands. Af hálfu ráðuneytisins fengust þau svör, að það væri rétt, að ætl- unin væri að veita Flugskóla Helga Jónssonar þetta leyfi. Nú væri aðeins beðið eftir staðfest- ingu danskra stjórnvalda. Jafn- framt var skýrt tekið fram, að þegar sú staðfesting lægi fyrir, yrði áætlunarleyfi Flugleiða afturkallað. Að fengnum þessum upplýsing- um var um tvennt að velja fyrir Flugleiðir. Annars vegar að halda áætlunarfluginu áfram þar til formleg tilkynning bærist um að leyfið hefði verið fært í hendur öðrum aðila. Hins vegar að hætta áætlunarfluginu til Narssarssuaq tafarlaust. Síðari kosturinn varð fyrir val- inu í ljósi þess að samkvæmt yfir- lýsingum ráðuneytismanna tæki leyfissvipting Flugleiða gildi um leið og dönsk yfirvöld samþykktu ósk ráðuneytisins um útnefningu annars aðila. Jóna Egilsdóttir — Minningarorð Fædd 12. júní 1903. Dáin.'iO. júní 1983. Okkur bræðurna langar í ör- fáum orðum að minnast ömmu okkar, Jónu Egilsdóttur, sem nú er látin. Amma Jóna, eins og við kölluð- um hana, var okkur alltaf ákaf- lega góð, og fengum við að njóta mikilla samvista við hana fyrstu ár ævinnar, þar sem við bjuggum undir sama þaki. Seinna meir varð minna um samgang, en þótt heim- sóknirnar yrðu alltof fáar hin síð- ari ár lét amma það aldrei bregða skugga á viðmótið gagnvart manni; — hún bara brosti og var hlý og yndisleg og felldi enga dóma, þó að við hin yngri værum svona ódugleg við að sinna öðrum en sjálfum okkur. Amma var hlédræg og í fjöl- menni hafði hún hljótt um sig — utan kímið tilsvar hér og kostu- lega sögu þar, sem minnti aftur á hvað hún átti til margt snjallt og skemmtilegt þegar færri voru saman komnir. Þá lék hún oft á als oddi, og á sinn ljúfa en húmor- íska hátt sagði hún frá einhverju bráðfyndnu án þess að láta sér sjálfri stökkva bros. Og margar indælar stundir átt- um við yfir myndaalbúmum — því amma Jóna var mikill ljósmynd- ari alveg frá fyrstu tíð — þar sem hugurinn var látinn reika frá mynd til myndar: þarna var loft- far yfir vesturbænum 1930 — og þarna var afi og amma ung með nesti í sólríkri laut — og þarna var amma svo kát og falleg með Opiðtilkl. 10 virka daga Útfararkransar og kistuskreytingar meö stuttum fyrir- vara. Getum útvegað áletrun á boröa meö skrautstöfum. FlÓra, Hafnarstræti 16, •ími 24025. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legstemum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf __________um gerð og val legsteina.__________ IfiS.HELGASONHF ISTEINSMIÐJA ¦ SKBnWUVEGI 48 SIMt 76677 fyrsta barnið sitt — og í næsta albúmi voru blaðsíðurnar skyndi- lega krökkar af barnabörnum! En hvað vissum við krakkarnir svo sem um ævi ömmu, sem þarna sat hjá okkur fínleg með silfur- grátt hár? Við vissum ekki fyrr en seinna að hún hafði ekki verið nema unglingur þegar hún missti föður sinn, en með þeim hafði ver- ið óvenju kært. Og ekkert vissum við um þjáningar hennar, þegar hún innan við tvítugt veiktist al- varlega af berklum. Eða um dugn- aðinn sem hún sýndi er hún tókst á hendur að starfa sem gjaldkeri hjá fyrirtæki hér í bæ, þegar það var síður en svo sjálfsagt mál að konur ynnu við þvílík störf. Eða um alla þá góðu daga sem þau Sveinn Þorkelsson afi okkar áttu ásamt börnum sínum Agli og Ásthildi, — hvað þá um erfiðleik- ana sem amma gekk í gegnum þegar afi Sveinn dó langt fyrir aldur fram. En við þekktum Jónu Egilsdótt- ur sem yndislega ömmu og það var okkur nóg. Og þótt þessar bernskustundir okkar með ömmu séu nú að mestu máðar úr hugan- um, þá eru þær nokkuð sem hja- rtað alltaf man. Hvíli hún í friði. Tryggvi Þórir Egilsson, Sveinn Yngvi Egilsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.