Morgunblaðið - 21.07.1983, Qupperneq 17
10 ár frá stofnun Flugleiða
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLl 1983
17
Flugvélin var keypt ný frá Boeing-verksmiðjun-
um árið 1980.
DC-8 þotum Flugleiða er skipt yfir vetrartímann, þannig að vörur eru á pöllum í framhluta vélarinnar, en
farþegar í afturhlutanum, en með því fæst mun betri nýting yfír rólegasta tímann.
„Aðilar að samningum
við 38 stéttarfélög “
— segir Erling Aspelund fram-
kvæmdastjóri stjórnunarsviðs
Erling Aspelund, framkræmdastjóri stjórnunarsrids Flugleiða.
„I’að hefur lítil hreyfing verið á
starfsfólki Flugleiða undanfarin ár;
en þó vinnur einungis u.þ.b. helming-
ur þeirra starfsmanna enn sem hóf
störf hjá félaginu við sameininguna,“
sagði Erling Aspelund, framkvæmda-
stjóri stjórnunarsviðs Flugleiða er
blm. Mbl. ræddi við hann í tilefni 10
ára afmælis félagsins.
Flest þau mál, sem varða starfs-
menn Flugleiða heyra undir stjórn-
unarsvið auk reksturs gistihúsa fé-
lagsins, Hótel Loftleiða og Hótel
Esju, og bílaleigu. Þess vegna var
Erling spurður að því hvort starfs-
mönnum hefði fjölgað eða fækkað
eftir ’79 og ’80 en þá þurfti félagið
sem kunnugt er að segja upp fjölda
manns vegna rekstrarerfiðleika.
„Segja má að starsmannafjöldi
fyrirtæisins hafi staðið nokkurn
veginn í stað síðustu ár. T.d. vinna
nú 857 fastráðnir starfsmenn hjá fé-
laginu hér á landi og fjölgaði þeim
um 8 frá síðasta ári. Hins vegar
kemur þar á móti að starfsmönnum
erlendis, sem nú eru 165, hefur
fækkað um 14 á þessu ári, má rekja
til sviptingar flugleyfis til Amster-
dam. — Að viðbættum starfsmönn-
um hótela og bílaleigu starfa nú alls
1.209 manns á vegum félagsins og er
þá ekki sumarfólk meðtalið. Ef á
heildina er litið hefur því starfs-
mönnum raunverulega fækkað um 6
miðað við síðasta ár.“
Hlynntir starfs-
greinafélögum
— Hvernig er gerð kjarasamn-
inga við starfsfólk háttað?
„Flugleiðir eru aðilar að samn-
ingum við 38 stéttarfélög og lætur
nærri að um 600 launaflokka sé hér
að ræða. Þetta hefur vitaskuld
mikla vinnu í för með sér þó að
reynt sé að samræma samninga við
starfsmenn með því að ná sam-
komulagi á svipuðum grundvelli við
mörg stéttarfélög í einu. En ýmis
sérákvæði í samningum, t.d um
vinnufyrirkomulag og tíma vegna
þess að starfsmenn heyra ólíkum
stéttarfélögum til, hafa oft og tíðum
valdið vandkvæðum. Því erum við
hlynntir starfsgreinafélögum þar
sem allir starfsmenn fyrirtækis
yrðu félagar í einu stéttarfélagi.
Tvisvar sinnum hefur verið reynt
innan vébanda ASÍ að koma á fót
starfsgreinafélagi starfsliðs Flug-
leiða, en án árangurs. Það er aftur á
móti ekkert vafamál að slíkt starfs-
greinafélag mundi bæði vera stjórn-
endum og starfsmönnum Flugleiða
til mikilla hagsbóta."
— Hefur verið gerð könnun á
vinnuafköstum starfsmanna Flug-
leiða miðað við önnur flugfélög?
„Já — og við getum verið mjög
ánægðir með okkar hlut í saman-
burði við önnur evrópsk flugfélög
því að samkvæmt þeim þremur
mælieiningum, sem Alþjóðsamtök
flugfélaga, IATA, fer eftir við gerð
slíkrar könnunar voru Flugleiðir
tvisvar sinnum í öðru sæti og einu
sinni í því fyrsta. Okkur hefur ekki
enn borist upplýsingar fyrir árið
1982 vegna þess að lokauppgjör
flugfélaga liggur ekki enn fyrir; en
við munum að sjálfsögðu halda
áfram að fylgjast með könnunum af
þessu tagi.“
BoÖleidir styttar
— Hvernig fara samskipti stjórn-
unarsviðs og starfsmanna fram?
„Stjórnunarsvið gengst fyrir
starfsmannafundum og námskeið-
um og veitir ráðgjöf af ýmsu tagi.
Geta starfsmenn þá t.d. rætt um
persónuleg vandamál sín og önnur
hugðarefni. Enda leggur félagið
kapp á að halda uppi góðum starfs-
anda. Ennfremur er eftirlit með
starfsmönnum í verkahring stjórn-
unarsviðs t.d. til að tryggja öryggi á
vinnustað, og ýmiss konar skjala-
varsla sem lýtur að starfsliði félags-
ins. Einnig má geta þess að yfir
vetrarmánuðina eru haldnir fundir í
hinum einstöku deildum þar sem
forstjóri og framkvæmdastjórar
gera grein fyrir rekstri félagsins.
Tilgangur þessara funda er að
stytta boðleiðir milli stjórnenda og
annarra starfsmanna og gefa
starfsliði kost á að spyrja spurninga
um reksturinn. Þá stendur stjórn-
arsvið fyrir námskeiðum í því
augnamiði að þjálfa starfsfólk fé-
lagsins. Þjálfunin er mjög mismun-
andi eftir því hvaða starfsstéttir
eiga i hlut; hún er t.a.m. mikil hjá
öllu flugliði, flugmönnum og flug-
freyjum og — þjónum."
Nýting hótela lakari
— En ef við víkjum að öðru við-
fangsefni stjórnunarsviðs. Hvernig
hefur rekstur hótelanna tveggja og
bílaleigunnar gengið á þessu ári?
„Nýting hótela félagsins eins og
reyndar annarra hótela hér í
Reykjavík hefur verið heldur lakari
en á síðasta ári. Á Hótel Loftleiðum
hefur nýtingin verið tæpum 3%
minni en í fyrra og á Hótel Esju
rúm 3%. Kemur einkum tvennt til:
Annars vegar slæmt tíðarfar hér í
vetur og hins vegar minnkandi
kaupgeta almennings. Ljóst er að
færri gestir utan af landi komu til
borgarinnar vegna illviðrisins en
venjulega. Þó hefur nýting hótela
félagsins það sem af er sumrinu ver-
ið svipuð og undanfarin ár. Annars
fara nú fram endurbætur á her-
bergjum beggja hótelanna til að
koma til móts við breyttar þarfir og
kröfur gesta; enda þótt herbergin
hafi þjónað ága'tlega hlutverki sinu
frá því að hótelin voru reist á sínum
tíma. — Um bílaleiguna er það að
segja að rekstur hennar hefur geng-
ið álíka og undanfarin ár. Að vísu
tók færra utanbæjarfók sér bíl á
leigu i vetur sökum veðráttunnar; en
þó má segja að reksturinn hafi
gengið mjög þokkalega. Enda höfum
við einkum þrjá þætti í huga þegar
keyptar eru inn bifreiðir á veguni
bílaleigunnar: traustleika þeirra,
varahlutaþjónustu og endursölu-
kosti. Og þessi skilyrði hafa þær 107
Volkswagen- og Mitsubishi-bifreið-
ir, sem eru i eigu bílaleigunnar, upp-
fyllt,“ sagði Erling Aspelund að lok-
um.
Sa.nanburður á framleiðni (á starfsmann).
Flugfélag Tonn km. Röð Farþegar áætlunarflugi Arðbærir farþega-km. Röð í áætlunarflugi Röð
British 102.498 4 340 5 866.208 2
Flugleiðir 117.346 2 474 2 1.052.639 1
KLM 134.860 1 208 7 789.126 3
Lufthansa 117.301 3 422 3 70.4.804 5
Sabena 97.937 5 214 6 541.299 7
SAS 89.404 7 523 1 672.326 6
Swissair 96.010 6 390 4 728.714 4
Heimild 1ATA 1981 DATA
A þessari töflu er samanburður á afköstum starfsmanna Flugleiða og annarra flugfélaga. Mælistikur eru þrjár: Seldir
tonn-km á hrern starfsmann, farþegar í áætlunarflugi á hrern starfsmann og arðbæri farþega-km á hrern starfs-
mann. Eins og sjá má eru Flugleiðir einu sinni í fyrsta sæti og trisrar í öðru sæti samkræmt þessum mælieiningum.