Morgunblaðið - 21.07.1983, Page 30

Morgunblaðið - 21.07.1983, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 Flaggstangir úr trefjagleri, fellanlegar með festingu, fleiri stæröir. Islensk flögg allar stærðir Flaggstangarhúnar FLAGGLÍNUR FLAGGLÍNUFEST- INGAR SÓLÚR MINKAGILDRUR MÚSA- OG ROTTUGILDRUR jJCgjdxiín, BORÐLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR OLÍUOFNAR GASLUKTIR OLÍULAMPAR Útigrill GRILLTENGUR — GAFFLAR VIÐARKOL — KVEIKILÖGUR Gasferðatæki OLÍUPRÍMUSAR STEINOLÍA, 2 TEG. PLASTBRÚSAR Garðyrkjuáhöld ALLS KONAR GAROSLÖNGUR GREINAKLIPPUR GREINASAGIR GRASKLIPPUR HRÍFUR OG BRÝNI GARÐSLÁTTUVÉLAR GARÐYRKJUHANSKAR BLÓMASTANGIR (Tonskinstokkar) • Handverkfæri ALLS KONAR. Múraraverkfæri ALLS KONAR Málbönd ALLS KONAR Málning og lökk VIÐAROLÍUR TJÖRUR, ALLS KONAR Vængjadælur NR. 0, 1, 2, 3. BÁTADÆLUR • Plötublý HESSÍANSTRIGI Björgunarvesti ÁRAR — ÁRAKEFAR BÁTADREKAR — KEOJUR Silunganet Handfæravindur MEÐ STÖNG Sjóveiðistengur MEÐ HJÓLI SJÓSPÚNAR — PILKAR • Stillongs Ullarnærföt REGNFATNAÐUR KULDAFATNADUR GÚMMÍSTÍGVÉL VEIÐISTÍGVÉL FEROASKÓR Föstudaga opið til kl. 7 S Ánanaustum Simi 28855 Stakkur — vindþéttur — vatnsfælinn — skærlitur — áfóst hettu með reim — mittisreim — þétt stroff í ermum — vel síður — skyrta og ullarpeysa innan undir — stórir vasar — landakort í plasti — áttaviti (eða í ól um hálsinn) — flauta o.fl. — vettlingar o.fl. Hlýjar buxur — t.d. úr stretch efni — ekki gallabuxur Mannbroddar og legghlífar — fyrir vetraraðstæður Tvennir ullarsokkar Gönguskór — traustir — grófur sóli (t.d. Vibram) — léttir eða hálfstiTir eftir eðli gönguferðarinnar Tilkynnið aðstandendum — ferðaáætlun — komutíma — breytingar á ferðaáætlun — um farartæki Lambhúshetta eða prjónahúfa — eða í bakpoka Bakpoki — aukapeysa og sokkar — ullarnærföt — nesti — neyðarfæði, t.d. súkkulaði — sjúkragögn — vasaljós — álpoki eða stór plastpoki — góður regngalli — neyðarskot eða neyðarblys — hnífar — sólgleraugu og sólkrem í snjó ísöxi — fyrir vetraraðstæður — beiting krefst kunnáttu og æfingar Ofkæling — verður þegar líkamshitinn fell- ur, vegna þess, að meiri varmi tapast til umhverfisins en lík- aminn getur framleitt, t.d. með vökvastarfsemi. Sá ferðamaður sem er gegndrepa og auk þess þreyttur, svangur og örvænt- ingarfullur, er líklegt fórnar- lamb ofkælingar, sér í lagi ef kalt er í veðri og hvasst. Ferðaveður — fylgist vel með veðurspá og veöurhorfum Hér er talinn upp nauösynlegur fatnaöur. Aö sjálfsögöu skal jafnan klæðast í samræmi við veður, aukafatnaðurinn er þá geymdur í bakpokanum. ferðalanga Nú fer í hönd tími ferðalaga og útiveru. Gönguferðir um óbyggðir heilla marga og létta lund, ef vel tekst til. En margs er að gæta, svo ekkert verði til að skyggja á ánægju ferðarinnar. Ef óhapp hendir í gönguferð- um og við útiveru hverskonar, er oft hægt að kenna um lélegum útbúnaði, vanþekkingu og jafn- vel klaufaskap. Nokkrar gullnar reglur til þeirra sem hyggja á fjallaferðir fylgja hér á eftir. 1. Leggðu aldrei í langferð án þjálfunar og leyfðu þér ekki meira en þjálfun þín og kunn- átta leyfir. 2. Láttu aðra vita hvert ferðinni er heitið og kynntu þeim ferðaáætlunina. 3. Fylgstu vel með veðurútliti og veðurspá og taktu tillit til hennar. 4. Lærðu af reyndum fjalla- mönnum, hafirðu tækifæri til þess. 5. Klæddu þig vel með tilliti til óstöðugs veðurlags, einnig í styttri ferðum. Hafðu alltaf með þér nauðsynlegan fjalla- búnað. (Það er hægt að fækka AÐGÆSLA — VÖRN GEGN VÁ UMSJÓN: LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA fötum, en erfiðara að klæða sig í þau föt, sem ekki eru til staðar.) 6. Leggðu snemma af stað, því nauðsynlegt er að hafa daginn fyrir sér. 7. Ferðastu aldrei einn þíns liðs. 8. Hafðu meðferðis kort, átta- vita (lærðu að lesa á hvort um sig), álpoka, kjarngóðan mat og umfram allt heitt á brúsa. Flautu ættirðu einnig að hafa meðferðis, því þú getur blásið mun lengur í flautu en hrópað á hjálp. 9. Ef þarf, snúðu við í tíma, það er engin skömm að því. Þessi listi er engan veginn tæmandi hvað útbúnað og fyrir- hyggju varðar. Auðvitað er reynslan besti skólinn, en óþarfi er að láta slæma reynslu koma sér í koll — hollara er að hlíta einföldum varúðarreglum. Hafðu það hugfast, að náttúran fer sínu fram og því er betra að vera við öllu búinn. Að lokum má geta þess, að hver sem hefur hug á að ferðast og einkum um óbyggðir, ætti að fara á grunnnámskeið í skyndi- hjálp. Fjárhagsvandi Lána- sjóðs ísl. námsmanna Athugasemd frá samtökum námsmanna í ljósi umræðna í fjölmiðlum um hugsanlegan niðurskurð á að- stoð til námsmanna viljum við vekja athygli á eftirfarandi: Lánasjóðurinn áætlar mánað- arlega framfærslu einstaklings á íslandi 11.265 kr. frá 1. júlí sl. Af þessari upphæð fær námsmaður- inn 95% eða 10.702 kr. Samkvæmt frumforsendum LÍN (úr könnun frá 1973 endurskoðuð 1976 og 1978) skiptist þessi upphæð þann- ig á einstaka útgjaldaliði náms- manns: Húsnæði 1.649 kr. Fæði 4.939 kr. Föt 658 Læknishjálp o.þ.h. 577 kr. Blöð og bækur 577 kr. Ferðir innanbæjar 823 kr. Búsáhöld 494 kr. Ýmislegt 988 kr. Alls 10.702 kr. Af þessu má sjá að námsmenn mega ekki við neinni kjaraskerð- ingu. 1 einum fjölmiðlanna var nýlega haft eftir ókunnum heimildar- manni úr ráðuneyti að námsmenn mættu vænta 25% kjaraskerðing- ar. Næðu slíkar hugmyndir fram að ganga myndi búreikningurinn líta svona út: Húsnæði 1.235 kr. Fæði 3.704 kr. Föt 493 Læknishjálp o.þ.h. 433 kr. Blöð og bækur 577 kr. Ferðir innanbæjar 823 kr. Búsáhöld 494 kr. Ýmislegt 988 kr. Alls 8.027 kr. Eins og allir sjá nægir þessi upphæð hvergi nærri til lífsfram- færis og mundi leiða til þess að námsmenn yrðu að hætta námi í stórum stíl. Með slíkri kjaraskerð- ingu væri jafnrétti til náms af- numið. Við fögnum öllum hugmyndum um að auka þær tekjur sem námsmenn mega hafa án þess að lán skerðist, en viljum benda á að slík aukning á tekjuumreikningi leysir aðeins brot af þeim vanda sem kjaraskerðingar mundu skapa, vegna ójafnrar aðstöðu námsmanna til tekjuöflunar og erfiðrar stöðu á vinnumarkaði. Við mótmælum öllum áformum um skerðingu á kjörum náms- manna. Við mótmælum slíku í nafni námsmanna sjálfra og fjöl- skyldna þeirra. Við teljum einnig að kjaraskerðing á námsmönnum sé óhæf fyrir samfélagið í heild. Þótt nokkrar milljónir kynnu að sparast fyrir ríkissjóð þetta árið. Hætti mikill fjöldi námsmanna námi eykst til dæmis álagið á við- kvæman vinnumarkað og gæti slíkt leitt til atvinnuleysis. Að endingu viljum við árétta að námsaðstoðin sem veitt er í formi lána sem eru bundin lánskjara- vísitölu frá þeim degi sem veitt eru. Reykjavík 17. júlí 1983, f.h. stjórna Stúdentaráðs Há- skóla íslands, Aðalsteinn Steinþórsson form., Banda- lags íslenskra sérskólanema, Ólafur Ástgeirsson form., Sambands íslenskra náms- manna erlendis, Mörður Árnason form. Barðaströnd: Elzti bónd- inn bar fyrstur út Innri-Múla, Bardantrönd, 13. júlí. SLÁTTUR er byrjaður á einum bæ hér og er það elzti bóndinn, Jóhannes Sveinsson, Innri- Miðhlíð, 81 árs, sem bar fyrstur út, eins og það er kallað. Almennt mun sláttur ekki hefjast fyrr en undirmánaða- mótin. Kal er víða í túnum, en spretta sæmileg. SJ.Þ. Ú tflutningsbótaréttiir bænda ekki hálfnýttur ÁÆTLUÐ útflutningsbótaþörf miðað við þann útflutning, sem ákveðinn var í júní, er talin vera 160,9 milljónir kr. á verðlagsárinu auk vaxta- og geymslugjalds þess kjöts, sem flutt hefur verið út eftir 1. nóv. 1982. Af þessari upphæð hafa 116,8 milljónir króna þegar verið greiddar. Áætlað hefur verið að útflutn- ingsbótarétturinn geti numið um 330 milljónum króna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.