Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 39 við Laugarásveg 32, var líka ein- staklega fágað og glæsilegt. Þau voru líka miMir höfðingjar heim að sækja. Eftir Gunnlaug Pálsson sem arkitekt standa margir minnis- varðar, sem spegla hinn fágaða smekk hans og hugkvæmni. Við Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins vann hann brautryðj- andastörf. Það voru ill tíðindi er það frétt- ist að Gunnlaugur hefði tekið hinn válega sjúkdóm. Sjálfur tók hann honum þó með aðdáunarverðu jafnaðargeði. Frá honum heyrðist aldrei æðruorð, og allt til hins síð- asta var hann að byggja sig upp til þess að koma aftur til starfa. Samstarfsmenn Gunnlaugs minnast hans með söknuði, og senda samúðarkveðjur til Áslaug- ar, til barnanna þeirra, og til há- aldraðs föður. Minning um góðan dreng lifir. Haraldur Ásgeirsson Við andlát vinar míns, og um árabil samstarfsmanns og félaga, Gunnlaugs Pálssonar arkitekts, er margs að minnast, en erfitt að tí- unda sem skyldi í fáum kveðjuorð- um. Gunnlaugur var fæddur hinn 25. marz 1918 á ísafirði, sonur hjón- anna Páls byggingarmeistara Kristjánssonar og konu hans Málfríðar Sumarliðadóttur. Lauk hann prófi frá „Det Tekn- iske selskabs Skole" í Kaupmanna- höfn árið 1939 og fullnaðarprófi í byggingarlist frá listaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1944. Við framhaldsnám var hann í Stokk- hólmsborg 1944 og 1945. Leiðir okkar Gunnlaugs lágu fyrst saman árið sem hann kom aftur heim til íslands, 1945. Atvik- aðist það þannig, að við, ásamt Ágústi Steingrímssyni byggingar- fræðingi, rákum saman teikni- stofu árin 1945 til 1947. Nokkur helstu verkefni er Gunnlaugur tók þátt í að leysa á þessum árum voru m.a. skrifstofuhúsið Borgart- ún 7 í Reykjavík, Hótel Holt, Austurbæjarbíó, endurbygging og stækkun Nýja bíós — en síðar á starfsævinni komu byggingar, sem Gunnlaugur stóð einn að, og má þar nefna barnaskólana á Pat- reksfirði, ísafirði, Hvolsvelli og í Hnífsdal. Einnig tilraunastöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá, en í Reykjavík m.a. verslunarhús Kristjáns Siggeirssonar, vél- smiðju Hamars við Borgartún auk margra einbýlishúsa. Störf hans öll báru vitni um smekkvísi, ör- yggi góðrar menntunar og hæfi- leika. Árið 1947 réðist Gunnlaugur fulltrúi skipulagsstjóra ríkisins, og gegndi því starfi fram til ársins 1968 er hann varð sérfræðingur hjá Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins. I stjórn Arkitektafélags íslands var hann 1950—’51 og varafor- maður þess 1964—’65, stjórn bygg- ingarþjónustu A.í. 1959—’68 og stjórn „Nordisk Byggedag" (ís- landsdeild N.B.D.) 1951-1968. Hér hefir verið stiklað á nokkr- um helstu áföngum í lífi og starfssögu þessa látna vinar míns. Gunnlaugur Pálsson er eftir- minnilegur persónuleiki. Hann var skapmikill og hreinskilinn en ætíð grandvar í garð annarra. Ævinlega kom hann til dyranna eins og hann var klæddur og lét óhikað skoðanir sínar í ljósi með þeim hætti, að ekkert fór milli mála. Ranglæti og ósanngirni í fari samferðamanna særði jafnan viðkvæma lund, og hann hlaut á stundum að bregðast við slíku með þeim skaphita, sem honum var í blóð borinn. Gunnlaugur var félagslyndur, söngelskur og listrænn. Hann var hæfur starfsmaður á þeim akri er hann hafði haslað sér sem starfs- vettvang í lífinu, og er að honum mikil eftirsjá. f einkalífi var Gunniaugur Pálsson gæfumaður. Gæfa hans var þá mikil er hann árið 1950 gekk að eiga hina ágætustu konu, Áslaugu Zoega, dóttur Geirs vega- málastjóra og Hólmfríðar Zoega. Fjögur efnileg börn þeirra eru Geir læknir, Páll arkitekt, Helgi félags- fræðingur og Hólmfríður fóstra. Heimili þeirra Gunnlaugs og heim- ilisbragur allur var fagur og menn- ingarlegur, og þar var vinafjöldinn og frændur auðfúsugestir. En nú er harmur kveðinn að Ás- laugu, börnum og fjölskyldu. Vinir sakna vinar í stað. Gunnlaugur lést hinn 14. þ.m. eftir ójafnt stríð við ofurefli, en til hinstu stundar mildaði hin góða og hugprúða eig- inkona stríðsbaráttuna með æðru- leysi og umhyggju. Við Katla sendum Áslaugu, börnum og hinum aldna föður hans, ásamt nánustu ástvinum öðrum, innilegustu samúðarkveðj- ur á saknaðar- og sorgarstundu. Megi huggun koma harmi gegn í því, sem geymist í sjóði minninga um góðan dreng genginn. Hörður Bjarnason. í dag er Gunnlaugur Pálsson kvaddur. Ég átti því láni að fagna að vera einn nánasti samstarfs- maður Gunnlaugs um fimm ára skeið og mun ætíð verða honum þakklátur fyrir samveruna. Gunn- laugur starfaði um langt árabil sem deildarstjóri útgáfu- og fræðsludeildar hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins. Sú mikla og blómlega starfsemi á þessu sviði Rb í dag er að miklu leyti Gunnlaugi að þakka. Vand- virkni og nákvæmni hans var ein- stök. Aldrei varð hann ánægður fyrr en hlutirnir gátu bókstaflega ekki orðið betri. Kæmu upp vafa- atriði þá var leitað til færustu sér- fræðinga eftir áliti og síðan tekin ákvörðun. Gunnlaugur kunni líka að vera glaður á góðri stundu og var hrók- ur alls fagnaðar á mannamótum og það var honum ekkert vanda- mál að halda ræður, jafnvel á er- lendu tungumáli, blaðalaust. Frá því fyrir jól hafði Gunnlaugur ekki geta mætt í vinnu sökum sjúkleika sem að lokum dró hann til dauða. Gunnlaugur barðist hetjulega við sjúkdóminn og var ekki á því að gefast upp. Það hefði ekki verið líkt Gunnlaugi. Það kom þó ekki á óvart þegar kallið kom því þá var hann orðinn mjög þungt haldinn. En æðrulaus var Gunnlaugur allan tímann og sló oft á létta strengi. Á 65 ára afmæli sínu í vor þurfti Gunnlaugur að dvelja á sjúkra- húsi en sendi okkur vinnufélögun- um miklar tertur upp á Keldna- t holt. Þannig var Gunnlaugur og þannig mun minningin um hann geymast. Gunnlaugur var lærður trésmiður en fór síðan til Kaup- mannahafnar og lauk þaðan prófi í byggingarlist. Hús þau er Gunnlaugur teiknaði bera honum vitni sem mjög fær- um arkitekt. Þau hafa til að bera „tidlös elegans" eins og sagt er og sum eru hreinar perlur. Einkum hef ég hrifist af tveim húsum sem hann teiknaði á Bolungarvík. Það er tómlegra á stofnuninni þegar Gunnlaugur er farinn. Hann gaf okkur gott veganesti og við verðum að nýta það sem best. Blessuð sé minning hans. Óli Hilmar Jónsson. Minning: Loftur Helgason fgrrv. aðalbókari Fæddur 22. apríl 1910. Dáinn 8. júlí 1983. Það er sumar, eða svo á að heita. í hugum okkar er orðið „sumar" tákn sólar og yls. En það sem af er þessu sumri hafa sólskinsdagarnir orðið fáir, en of margir daprir og drungalegir dagar. Á einum slíkum degi kvaddi þetta líf einn minn tryggasti vin- ur, Loftur Helgason. Þegar dauðann ber að garði og við missum þá sem okkur eru kær- ir, þá syrtir að í hugskoti okkar. Þá er gott að eiga góðar og ljúfar endurminningar um þá sem burtu eru kvaddir. Slíkt verkar eins og sólargeisli í gegnum sortann. Þannig er mér nú innanbrjósts þegar ég minnist fyrst kunn- ingsskapar og síðan vináttu þess manns sem ég nú kveð með sökn- uði. Kynni okkar Lofts hófust fyrir u.þ.b. þrjátíu árum. Þau kynni þróuðust svo í ævarandi vináttu, ekki aðeins milli min og hans, heldur einnig konu hans, Helgu, og konu minnar. Loftur Helgason var maður hógvær, og þar af leiðandi lítt fyrir hól gefinn. Ég mun því gjöra mörg orð að fáum. Traustur var Loftur svo af bar. Hjá sömu stofnun gegndi hann ábyrgðarmiklu starfi í áratugi. Það eitt segir sína sögu. Eitt aðalsmerki Lofts var trygg- lyndið. Sem dæmi um tryggð hans við mig, var að um árabil kom hann ásamt vini okkar beggja til mín á ákveðnum vikudegi. Við þrír vinirnir höfðum oft glaðst saman í góðri stund. Ævin- lega er við hittumst var rifjað upp ýmislegt frá þeim gömlu góiðu dög- um. Fyrir nokkrum árum kvaddi þessi vinur okkar þennan heim. En Loftur hélt uppteknum hætti, hann kom eftir sem áður, alltaf á sama tíma, svo varla skeikaði mínútu. Slík var artarsemi hans. Nú mun ég sakna vinar í stað. f einkalífi sínu var Loftur gæfu- maður. Hann eignaðist góða konu, sem bjó honum og börnum þeirra yndislegt og gott heimili. Barna- láni hafa þau hjónin átt að fagna. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau hjón í leiguhúsnæði, eins og algengast var á þeim krepputím- um. En strax í lok stríðsins byggði Lofur í félagi við annan mann húsið Eskihlíð 9 hér í borg, sem upp frá þeim tíma hefur verið heimili fjölskyldunnar allt fram á þennan dag. Loftur var einstaklega mikill heimilisfaðir. Fyrir utan atvinn- una var heimilið honum allt. Eitt sinn, fyrir mörgum árum, spurði ég hann að því, hvers vegna maður í hans stöðu hefði ekki orð- ið virkur þátttakandi í einhverjum meiriháttar félagsskap. Svar hans var á þessa leið: Oft hef ég verið hvattur til þeirra hluta, en ætíð svarað hinu sama: Mér dugar að vera í einu félagi, „mannfélaginu“. Ég þóttist vita hvað í þessu svari fólst, hann mat sína nánustu meira en nokkuð annað. Góð voru þau hjón, Loftur og Helga, heim að sækja. Margar eru þær gleðistundir sem ég og kona mín höfum átt með þeim, þegar fagnað hefur ver- ið ýmsum merkisdögum á heimili þeirra. Þær minningar munum við hjónin varðveita. En Loftur var ekki aðeins góður bókhaldari og gestgjafi, honum var fleira gott til lista lagt. Hann var hagur í höndum. Einkum var það innanhússmálning sem hann fékkst oft við í frístundum. Ég hef grun um að margur hafi notið þar góðs af. Var þá ekki alltaf hugsað um ágóða erfiðisins, heldur var ánægjan yfir því að gera öðrum greiða látin sitja í fyrirrúmi. Um hver áramót er mönnum skylt að skila sinu framtali til skatts. Leitaði þá margur maður- inn til Lofts um hjálp til þeirra hluta. Var þá oft lögð nótt við dag, til þess að enginn gengi þaðan bónleiður til búðar. Þannig var hjálpsemi hans. f vor var horft fram á sumarið með eftirvæntingu. Það var von á systrum hans tveim og mági, frá Danmörku. Enn einu sinni ætluðu systkinin og fjölskyldur þeirra að hittast og eiga, eins og svo oft áð- ur, glaðar og góðar stundir saman. En nú hefur hinn sjálfsagði, en oftast óvelkomni gestur, dauðinn, breytt því áformi. Verður því til- gangur komu þeirra annar en ætl- aður var. Fyrir u.þ.b. fjórum mánuðum varð fyrst vart þess sjúkdóms sem leiddi Loft til dauða. Fyrst gekkst hann undir aðgerð, sem virtist hafa tekist vel. Vonast var til að komist hefði verið fyrir hinn illkynjaða sjúkdóm. Loftur komst heim aftur, var hress í bragði, fannst hann vera frískur, og þar sem hann hafði alla sína ævi verið maður hraustur mjög og vinnusamur, byrjaði hann fljólega að vinna hluta úr degi. En allt í einu seig á ógæfuhlið- ina. Aftur varð hann að leggjast inn á spitala í rannsókn. Eftir nokkra daga var hann svo sendur heim. Þá varð öllum ljóst að hverju dró. Heima vildi hann helst vera, og heima var hann svo lengi sem unnt var. Að morgni 8. þ.m. var hann svo fluttur þungt haldinn á spítalann í þriðja sinn, og þar andaðist hann að kvöldi sama dags. Hann hafði þá skilað því lífi, sem okkur öllum er aðeins fengið að láni. Helga mín! Þinn missir er auð- vitað mestur. Söknuðurinn verður sár. En ég þykist vita að þú munir þakka þeim, sem gáfu þér svo góð- an lífsförunaut, sem raun varð á. Við hjónin sendum þér, börnum ykkar, tengda- og barnabörnum, ættingjum og vinum, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við biðjum þann sem lífið skóp, að styrkja þig og styðja um ókomin æviár. Og nú þegar Loftur afhendir sitt eigið „lifsuppgjör", frammi fyrir hinum æðsta dómstóli, efa ég ekki að það mun vera samþykkt tafar- laust. Góður maður er genginn á vit feðra sinna. Megi hann i friði fara. Guðm. Valur Sigurðsson. + Hjartans þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug vegna fráfalls sigrIðar magnúsdóttur. Hverfisgötu 83. Steingrímur Nikulásson, Kristín Kjærnested, Guöný Nikulásdóttir, Gestur Sigurjónsson, Magnús Nikulásson, Elín Þorsteinsdóttir, Margrét Nikulásdóttir, Yngvi Axelsson, Þorvaldur Nikulásson, Kolbrún Kristjánsdóttir, Snorri Nikulásson, Margrét Ragnarsdóttir, Guömundur Nikulásson, Katrín Ragnarsdóttir, Ásgeir Nikulásson, Birna Torfadóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, sonar, bróöur og afa, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, framkvæmdastjóra, Svöluhrauni 3, Hafnarfiröi. Sérstakar þakkir til eigenda og starfsfólks arkitekta- og verkfraeöi- stofanna, Borgartúni 17, Reykjavík. Guöfinna Jóhannsdóttir, Jón Þór Guömundsson, Jóna Guóvaröardóttir, Alma H. Guömundsdóttir, Bragi J. Sigurvinsson, Hrefna Guómundsdóttir, Einar Einarsson, Þóra Guömundsdóttir, Grétar Jónsson og barnabörn. Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, afa og tengdafööur, ÁGÚSTS SNÆBJÖRNSSONAR, Dalbraut 25. Sérstakar þakkir til lækna og hjukrunarfólks á a6 á Borgarspítal- anum og starfsfólks Dalbrautar 27. Friöa Snœbjörnsson, Elsa Agústsdóttir, Snaabjörn Ágústsson, Ágúst Ágústsson, barnabörn og tengdabörn. Lokað eftir hádegi í dag, fimmtudag, vegna jarðarfarar. Rannsóknastofnun byggingariðnaóarins. Vegna útfarar Eövarðs Sigurössonar fyrrv. formanns Dagsbrúnar veröa skrifstofur okkar lokaðar föstudaginn 22. júlí 1983. Verkamannafélagið Dagsbrún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.