Morgunblaðið - 24.07.1983, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.07.1983, Qupperneq 4
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 Skálholtekirkja 20 ára: „Hún er nú veg- legasta kirkja á voru landi“ — sagði Ásgeir Ásgeirsson fyrrv. forseti íslands við vígsluathöfnina Um þessar mundir eru tuttugu ár liðin frá vígslu Skálholtskirkju, en 21. júlí 1963 vígði dr. Sigur- björn Einarsson, þáverandi biskup íslands, kirkj- una í viðurvist fjölda manns. 8 biskupsvígðir prest- ar voru við þessa athöfn og aðstoðuðu við vígsluna. Það voru fyrrverandi biskup íslands, dr. Ásmundur Guðmundsson, vígslubiskuparnir Bjarni Jónsson og Sigurður Stefánsson og einn biskup frá hverju hinna Norðurlandanna. Kirkjan er fögur og tignarleg og á þó eftir að klæðast fullum skrúða. Hún minnir á dómkirkju Brynj- ólfs biskups. Hún helgast af mik- illi sögu. Hún er heilagur völl- ur... Hér reika svipir margra hinna ágætustu manna fortíðar- innar. Kirkjan er nýbyggð og ný- vígð og þó finnst mér á þessari stundu hún vera aldagömul. Hin ósýnilega Skálholtskirkja hefir alltaf fyrirfundist og stígur nú fram í allri sinni tign ... “ Minningar tengdar Við vígsluhátíðina lék dr. Páll ísólfsson á pípuorgl, sem Danir höfðu veitt kirkjunni að gjöf, og dr. Róbert A. Ottósson söngmála- stjóri stjórnaði söngsveit er hlotið hafði nafnið Skálholtskórinn. Að vígsluathöfninni lokinni flutti dr. Bjarni Benediktsson dóms- og kirkjumálaráðherra, sem veitti endurreisn Skálholtsstaðar mik- inn stuðning og áhuga, ræðu og afhenti Þjóðkirkju íslands fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, Skál- holtsstað til eignar og umráða. { ávarpi sínu mæltist dr. Bjarna m.a. svo: .... það var ekki einung- is metnaðarmál heldur ærusök að veita staðnum þá ytri ásynd, sem sómi væri að. Það hefir nú tekist með byggingu dómkirkjunnar, sem verið var að vígja. Hún er í sjálfu sér hið fegursta hús og til þess löguð að endurvekja þær minningar sem við Skálholt eru tengdar... Vonandi verður giftu- ríkur árangur af þessu frumkvæði á tímum sívaxandi alþjóðlegs samstarfs, þegar meira liggur við en nokkru sinni fyrr, að bræðra- Endurreisn Skálholtsstaðar Segja má að bygging dómkirkj- unnar í Skálholti hafi verið fyrsta skrefið til endurreisnar Skál- holtsstaðar, en hann hafði þá ver- ið í niðurníðslu og vanræktur í 150 ár. — í upphafi gaf Gissur biskup ísleifsson ættaróðal feðra sinna, Skálholt, til biskupsseturs og sátu þar helztu kirkjunnar menn á ls- landi margar aldir. — En í lok 18. aldar, sem var tími harðinda og ófrelsis, hraktist biskup staðarins frá Skálholti. Þá stóð enn dóm- kirkja Brynjólfs biskups Sveins- sonar, sem var reist um 1650, og þótti glæsileg smíð. — Eins og áð- ur sagði sigldi í kjölfarið mikið niðurlægingartímabil Skálholts- staðar, en eftir heimsstyrjöldina síðari hófust nokkrir áhugamenn handa um eflingu hans og var Skálholtsfélagið stofnað 1948 í því skyni. Einkum fyrir atbeina félagsins tókst að vekja áhuga almennings og stjórnvalda á uppbyggingu Skálholtsstaðar. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup var einn upp- hafsmanna endurreisnar hins foma biskupsseturs og var for- maður Skálholtsfélagsins, en Magnús Már Lárusson hafði for- ystu um framkvæmdir við Skál- holtskirkju. Arkitekt hennar var Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins og yfirsmiður var Guðjón Arngrímsson byggingarmeistari. Auk þeira lagði fjöldi manns hönd á plóg til að Skálholt gæti endur- heimt virðingarsess í sögu þjóðar- innar. — Við vígsluathöfnina 1963 sagði dr. Sigurbjörn biskup Ein- arsson m.a. um kirkjuna: „Kirkjan er komin og hún hefir öll skilyrði til þess, sakir síns yfirbragðs og búnaðar, að vera þjóðarhelgidóm- ur. En auk alls annars hefir hún það, sem engin önnur nýreist kirkja hefir. Hún stendur á grunni Skálholtskirkna hinna fornu, á kirkjugrunni Gissurar hvíta, á þeim stað, þar sem mestu skör- ungar og andans menn og bæn- heitustu synir iandsins hafa flutt heilagt orð og heilagt bænamál. I skjóli þessarar kirkju verður nú hafin gróðursetning, uppbygging andlegrar, trúarlegar miðstöðv- ar.“ Merkur forn- leifafundur Ásgeir Ásgeirsson, þáverandi forseti íslands, lagði hornstein að Skálholtskirkju 24. júnf 1956 í biskupstíð dr. Ásmundar Guð- mundssonar, sem átti sæti í bygg- ingarnefnd Skálholts. En tveimúr árum áður, 1954, varð merkur fornleifafundur í dómkirkju- grunni Skálholtsstaðar. Þá fannst sú steinþró eða — kista úr mó- bergi, sem segir frá i sögu Páls biskups Jónssonar. Á biskup sjálf- ur að hafa látið úthöggva hana og verið síðan lagður þar í eftir and- lát sitt 1211. í grein, sem Kristján heitinn Eldjárn, fyrrverandi forseti og þjóðminjavörður, ritaði í Morgun- blaðið 21. júlí 1963, en hann var einn þeirra sem fundu steinþróna, segir m.a.: „Ekki er nú til á Norð- urlöndum nein steinkista frá mið- öldum, sem jafnast geti við þessa, og meðal íslenzkra minja mun nú naumast hægt að benda á áhrifa- meira sögulegt tákn en þetta hvílurúm hins glæsilega Odda- verja frá gullöld Islands." Kirkjan er fögur Eins og vænta mátti skipaði vígsludagur Skálholtskirkju veg- legan sess í brjóstum margra Is- lendinga og var mikið fjallað um hann í blöðum. — Sem dæmi um mikilvægi þessa dags má nefna að forseti Islands veitti, að tillögu dóms- og kirkjumálaráðherra, all- mörgum afbrotamönnum náðun frá eftirstöðvum refsivistardóma. Talið er að um 6 þús. manns hafi sótt sjálfa vígsluhátíðina þrátt fyrir hvassviðri, þ.á m. forseti ís- lands, ríkisstjórn, prestar, og fjöldi innlendra sem erlendra gesta. Ávörp fluttu m.a. þáverandi forseti (slands, Ásgeir Ásgeirsson, og þáverandi dóms- og kirkju- málaráðherra, dr. Bjami Bene- diktsson. í ávarpi sínu komst for- setinn svo að orði: „Skálholts- kirkja var og verður dómkirkja. Minna nafn hæfir henni ekki. Hún er nú veglegasta kirkja á voru landi, svo sem áður var. Kirkju- smíðin hefir tekist með ágætum. Skjalið um kirkjusmíðina sett í hornstein Skálholtskirkju. Á grunninum sjálfum fyrir miðju stendur Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins. Hér les dr. Ásmundur Guðmundsson fyrrv. biskup íslands úr plaggi því sem hafði upplýsingar um smíði Skálholts- kirkju að geyma og sett var í hornstein kirkjunnar er lagður var 1956. Á hegri hönd er Bjarni Jónsson vfgslubiskup Skálholtsstiftis. En einnig má sjá arkitekt kirkjunnar Hörð Bjarnason húsameistara ríkisins og Hilmar Stefánsson bankastjóra auk biskupa frá hinum Norðurlöndunum og presta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.