Morgunblaðið - 24.07.1983, Qupperneq 8
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLl 1983
Veröld
.Múlasnarnir'
Kókaínið
flæðir
Kólombíu
Kóiombíumenn, sem leggja leið
sína til Bandaríkjanna, hafa lengi
kvartað sáran yfir meðferðinni, sem
þeir verða fyrir við tollskoðunina. Á
sama tíma og ferðalangar frá öðrum
Suður-Ameríkuríkjum sigla í gegn án
þess að opna töskurnar sínar, er far-
angur Kólombíumanna rifinn sundur
lið fyrir lið og sumum hefur meira að
segja verið gert að striplast allsnaktir
á meðan leitin stendur yfir.
Þetta á þó ekki aðeins við um
Bandaríkin, Bretland þykir nú það
land í gamla heiminum, sem fjand-
samlegast er kólombísku ferða-
fólki, og er ástæðan ein og hin
sama — alþjóðlegt kókaínsmygl.
Um nokkurra ára skeið hafa um
80% af því marijúana og kókaíni,
sem neytt er i Bandaríkjunum,
komið frá Kólumbíu. Marijúana-
ræktunin þar fer hins vegar
minnkandi vegna þess að Banda-
ríkjamenn eru farnir að framleiða
sitt eigið marijúana, sem þykir
miklu betra, og af þeim sökum hafa
glæpamennirnir snúið sér meira að
kókaíninu, sem auk þess er auð-
veldara að smygla.
Bandaríkin eru enn sem fyrr
aðalmarkaðurinn en glæpaflokk-
arnir hafa auk þess verið að færa
út kvíarnar í Bretlandi og öðrum
Evrópulöndum með þeim afleiðing-
um, að blásaklaust ferðafólk frá
Kólombíu, sem látið hefur sig
dreyma um sæluríkt sumarfrí í
höfuðborgum Evrópu, verður fyrir
hverri niðurlægingunni annarri
meiri.
Það er einkum í Bretlandi, sem
Kólombíumennirnir verða fyrir
mestu hrellingunum, enda hafa
starfsmenn tollgæslunnar og inn-
flytjendaeftirlitins á Heathrow-
flugvelli það orð á sér, að þeir séu
hinir tortryggnustu og ókurteis-
ustu í allri Evrópu. „Þeir virðast
telja það alveg víst, að maður sé í
hlutverki „múlasnans", sagði kaup-
sýslumaður nokkur í Bogota.
„Múlasnar" kallast flugfarþegar,
sem smygla kókaíni í farangri sín-
um, innan klæða, í gipsi utan um
útlimi, sem eiga að heita brotnir,
og — sem gerist æ algengara — í
iðrum sér eftir að hafa gleypt litla
böggla með eitrinu.
Þeir eru samt fáir Kólombíu-
mennirnir, sem hafa verið teknir
fyrir eiturlyfjasmygl í Bretlandi,
en að undanförnu hefur þeim þó
farið fjölgandi. Það sem af er þessu
ári, eru þeir 12 talsins, þar af fimm
konur, en voru aðeins sex á árabil-
inu 1980—’82.
Aðeins einn þessara 12 smyglara
er talinn vera reyndur í faginu, en
hinir voru flestir að reyna við það í
fyrsta sinn; með kókaínið í far-
angrinum eða í maganum. Hagn-
aðarvonin hjá „múlösnunum" er
sjaldan mikil, kannski nokkur
hundruð að nafniundruð dollarar
fyrir eiturskammt, sem selst fyrir
stórfé á götum stórborganna.
Ein konan, sem tekin var yrir
smygl, hafði kynnst manni nokkr-
um af ókunnu þjóðerni í Bogota og
kvaðst hann mundu geta útvegað
henni góða vinnu í London og borg-
að fyrir hana farið þangað, ef hún
vildi vera svo væn að taka með sér
ferðatösku fyrir kunningja sinn.
Ferðataskan reyndist að sjálfsögðu
vera með tvöföldum botni og hólfið
fullt af kókaíni. Þessi kona er
dæmigerð fyrir flesta „múlasn-
ana“, sem falla í hendur lögregl-
unnar. Glæpaforingjarnir kólomb-
ísku græða á tá og fingri en eiga
sjaldnast mikið á hættu sjálfir.
— GEOFFREY MATTHEWS
INepal
Uppræta
sjá
fa
sig með
rányrkjunni
Fyrirheitna landið í augum
ferðamannsins, fjallgogumanns-
ins, Ijósmyndarans, prangarans
og fuglaskoðarans heitir Nepal.
Fyrir hagspekinginn, lækninn,
þjóðfélagsfræðinginn, skógrskt-
armanninn og áhugamenn um
umhverfisvernd er það hins veg-
ar ein allsherjar martröð.
Við fyrstu sýn blasir við
rómantísk fjallafegurð en þeg-
ar betur er að gáð kemur ann-
að í ljós. Ástæðan fyrir því er
einföld. í landinu er alltof
margt fólk og alltof fá tré.
Nepalbúar eru 18 milljónir
talsins, fleiri en landið ber, og
þeim fjölgar um 2,6% á ári.
Þjóðartekjur á mann eru um
3.300 kr. ísl., meðalævin 46 ár
og aðeins 23% þjóðarinnar eru
læs. Holdsveiki og blinda hrjá
landsfólkið, börnin þjást af
vannæringu, nauðsynlegt
hreinlæti er í lágmarki og göt-
urnar í borgunum sorphaug
líkastar.
Og þá er komið að skógar-
högginu. Nepalbúar hafa ekki
annað en viðinn til eldunar og
upphitunar og þeir sækja
hann stöðugt lengra og lengra
— hátt upp í fjallshlíðarnar
þar sem enn er skóg að hafa. í
Annapurna er það daglegt
brauð að sjá nærri 20 metra
há og 200 ára gömul tré falla
fyrir öxinni þótt það eigi að
heita bannað með lögum að
nýta annað en dauðan við.
OFBELDI
Lögfrædingur býður
landræningjum birginn
Smábændurnir, sem erja ófrjóa jöró-
ina í noróausturhéruðum Brazilíu, loka
aldrei svo augunum eftir erfiðan dag
að þeir biðji ekki fyrst almættið um að
senda sér líknandi regnskúr. Þetta fá-
tæka fólk á þó við fieira að stríða en
náttúruöflin ein, á bak við næsta leiti
kann dauðinn að bíða þess í líki byssu-
kúlunnar. Stórbændurnir, sem aldrei
fá satt jarðahungur sitt, hafa á sínum
snærum svokallaða „jaguncos", vopn-
aða málaliða, sem gera kotbændunum
tvo kosti, annaðhvort skulu þeir selja
skikann sinn fyrir smánarpening eða
hafa verra af ella.
Lögreglan á þessum slóðum er
oftast nær mútuþegi stórbændanna
og dregur heldur ekki af sér við að
„koma vitinu fyrir smábændurna",
að því er Carlos Alberto Oliveira
segir, lögfræðingur, sem hefur sér-
hæft sig í jarðamálum. Oliveira hef-
ur tekið upp hanskann fyrir bænd-
urna og situr nú einn uppi með
meira en þúsund mál, sem fjalla um
yfirgang og jarðastuld stórbænd-
anna.
Oliveira átti sér félaga og sam-
starfsmann, en sá var myrtur í byrj-
un þessa árs, fannst sundurskotinn í
bíl sínum. Oliveira hefur sjálfum
verið hótað dauða nokkrum sinnum,
en hann er staðráðinn í að gefast
ekki upp. „Ég reyni þó að vera var-
kár, haga ferðum mínum með ýms-
um hætti og ber á mér litla skamm-
byssu. Ég hef jafnvel tekið á mig 200
mflna langan krók til að komast á
áfangastað í 100 mílna fjarlægð og
það geri ég til að villa um fyrir
hugsanlegum fyrirsátursmönnum.
Hótanirnar skulu ekki koma f veg
fyrir að ég vinni mitt verk.“
Oliveira segir, að jarðaþjófarnir
sendi fyrst útsendara sína til að
„semja“ við smábændurna. Samn-
ingarnir eru fólgnir f því að bjóða
þeim hlægilegt verð fyrir að hypja
sig burtu af jörðinni, oftast minna
en sem svarar til 3.000 ísl. kr. fyrir
60 ekrur lands, sem er meðalbýli á
þessum slóðum. Sumir bændanna,
sem eiga f ærnum erfiðleikum með
að framfleyta sér og sínum í þessu
harðbýla og þurra landi, láta sér
þetta lynda og setjast að f fátækra-
hverfum stórborganna til þess eins
að draga þar fram lífið við sömu
harmkvæli og áður. Aðrir vilja vera
um kyrrt og þurfa þá ekki að bíða
þess lengi, að byssumennirnir, Jag-
uncos“, komi í heimsókn.
Margir bændur hafa verið myrtir
fyrir að neita að selja stórbændun-
um jörðina sína. Morðunum hefur
að vísu fækkað nokkuð að undan-
förnu, en ofbeldisverkunum ekki.
Einn skjólstæðinga Oliveira, svert-
ingi að nafni Dede, þráaðist við þeg-
ar einn stórbóndinn vildi „kaupa“
jörðina hans og var þá ekki að sök-
um að spyrja. Bærinn var brenndur
ofan af honum. Dede, kona hans,
Marinalva, og dætur þeirra tvær
vissu hvað til stóð þegar þau urðu
vör við leiguþýin og gátu forðað sér
í tæka tíð. Eftir nokkra daga höfðu
vinir þeirra hjóna og nágrannar
endurbyggt bæinn og Dede höfðaði
mál á hendur stórbóndanum, sem
nú, tveimur árum síðar, hefur enn
ekki verið tekið fyrir.
Eitt af sfðustu málunum, sem
Oliveira hefur tekið að sér, snýst um
mann nokkurn að nafni Alcides
Oliveira, sem ræktaði á landi sínu
maís, baunir og „mamona", en úr
þeirri plöntu er unnin olía til iðnað-
arnota. Nautgripabóndi í nágrenn-
inu hafði gefið Alcides mánaðar-
frest til að selja jörðina, en Alcides
neitaði.
Nautabóndinn lét þá nokkra
skósveina sína, vel vopnum búna,
rífa upp girðingarnar hjá Alcides og
beitti síðan land hans eins og hann
ætti það. Og ekki nóg með það.
Lögreglan tók Alcides fastan, flutti
hann á lögreglustöðina, afklæddi
hann, barði, og kastaði sfðan inn í
klefa þar sem hann varð að sofa
nakinn á beru steingólfinu. Sólar-
hring síðar var hann látinn laus
með þeim orðum, að hann skyldi
ekki framar reyna að sölsa undir sig
annars manns land. Var þá átt við,
að hann skyldi bara hypja sig og
láta sér ekki til hugar koma að leita
réttar sfns.
— i.IIKE ROSE
Tindar Himalaja eins og Nepalbúar
sjá þá, fögur fjallasýn, ófagrar fram-
tíðarhorfur.
Þegar skógarnir hverfa
hefst landeyðingin. Gróður-
moldin skolast í burtu, mon-
súnrigningarnar valda skriðu-
föllum og afleiðingar láta ekki
á sér standa. Minni uppskera,
meiri vannæring og þjóðin er
komin á vonarvöl. Verður að
taka sér betlistaf í hönd og
reiða sig á molana, sem hrjóta
af borðum þeirra sem betur
mega sín.
— Walter Brown.
Umferðin
Beltin hafa bjargað
1000 mannslífum
Bfibeltin hafa bjargað lífi allt að
þúsund manns í Bretlandi á fyrstu
þremur mánuðunum frá því gert
var að skyldu að nota þau, að því
er segir í niðurstöðum könnunar á
þessum málum. Þótt bfiaumferðin
ykist um 12%, fskkaði dauðaslys-
um og alvarlegum meiðslum af
hennar völdum um 25% á þessum
tíma.
Á fyrsta ársfjórðungi þessa
árs voru slys almennt 5% færri
en í fyrra og dauðaslys og alvar-
leg meiðsl 10% færri, en árum
saman hafði þeim stöðugt verið
að fjölga og náðu þau hámarki í
fyrra. Lögin um bílbeltin hafa
valdið því, að slys í umferðinni
eru nú færri en þau hafa verið í
heilan áratug og það þótt um-
ferðin hafi stóraukist á þessum
tíma. — GEOFF ANDREWS