Morgunblaðið - 28.07.1983, Side 2

Morgunblaðið - 28.07.1983, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 Vegfarendur um skattana L_ Valtýr Helgi Diego Tbeódóra Reynisdóttir Guöjón Herjólfsson Úlfar Þormóösson HH Arndís Arnórsdóttir Jákvæð viðbrögð Nú hefur skattaglaöningum veriö dreift til landsmanna, og fólk vafalaust misánægt meö hann, eins og vant er. Morgunblaðsmenn röltu um bæinn í góða veðrinu í gær, og tóku nokkra vegfarendur tali og forvitnuðust um viðbrögö fólks við sköttunum sínum í ár. Hreinir smámunir „Ég er mjög ánægður með skattana mína í ár, þetta voru hreinir smámunir núna, og langt- um minna en í fyrra. Ég á samt ekki von á því að þeir verði jafn mikið ánægjuefni næsta ár,“ sagði Valtýr Helgi Diego, aðstoðarversl- unarstjóri sem fyrstur var spurð- ur um álit sitt á sköttunum. unarfræðingur sagðist vera til- tölulega ánægð með skattana sína í ár, og taldi þá vera svipaða því sem hún hefði átt von á, en eins og hún sagði þá „mættu þeir vera lægri". Mættu vera lægri Theódóra Reynisdóttir, hjúkr- Komu mér ekkert á óvart „Þetta var ósköp svipað og ég átti von á, og kom mér ekkert á óvart, en maður vonar að sjálf- sögðu alltaf að þeir lækki," sagði Guðjón Herjólfsson, trésmiður við Morgunblaðsmenn er hann var spurður um viðbrögð við „glaðn- ingnum". Stórkostlegir Úlfar Þormóðsson, blaðamaður var í sjöunda himni yfir sínum sköttum, og kvað þá stórkostlega. „Ég býst bara við því að verða skattlaus næsta ár, því skattarnir mínir fara alltaf lækkandi, svo það endar með því að ég borga ekki neitt.“ Stefán Már Ingólfsson Átti von á þessu „Þetta var alveg eins og ég átti r_ SIF sendi saltfiskframleiðendum skeyti í gær: Varað við slæmri afkomu söltunar STJÓRN Sölusambands ísl. fiskframleiðenda sendi öllum saltfiskframleið- endum skeyti í gær, samkvæmt heimildum Morgunblaösins, þar sem vakin er athygli á miklu tapi við söltun og bent á að ítrekaðar tilraunir til að lagfæra rekstrarstöðuna hafi reynst árangurslausar. Vegna þess að „það telst mjög óvenjulegt" eins og einn saltfisk- framleiðandi komst að orði við Mbl. „að Sölusambanið sendi skeyti á borð við þetta“, var Frið- rik Pálsson, framkvæmdastjóri SÍF inntur eftir ástæðunni. „Það er rétt við sendum þessi skeyti, enda töldum við skyldu okkar að vekja athygli á hinni slæmu rekstrarstöðu saltfiskframleiðsl- unnar," sagði Friðrik. Hann var næst spurður að því hvert fram- haldið yrði í þessu máli. „Við gerum okkur grein fyrir því að margir framleiðendur á sumri og hausti byggja afkomu sína á örfáum mánuðum. Því eiga þeir í raun ekki annars úrkosta en halda áfram söltun. En við viljum vara þá við hinni slæmu rekstrar- afkomu. Samkvæmt okkar áætl- unum mun t.d. tapið við söltun á þorski í sumar eftir fiskverðs- hækkunina í júní vera um 16%. Og þá er hvorki talinn með kostnaður við hreinsun á selormi í fsikinum né önnur há útgjöld vegna sel- ormsins. Má þar t.d. nefna launa- kostnað við hreinsunina, rýrnun birgða og lengri geymslutíma. 'O' INNLENT Aðspurður um ástæðuna til hinnar slæmu rekstrarafkomu svaraði Friðrik: „Orsökin er fyrst og fremst hækkun dollars gagn- vart evrópskum gjaldmiðlum, en við seljum okkar saltfisk í dollur- um. Til marks um þessa breytingu má geta þess að portúgalski gjald- miðillinn, escudos, hefur lækkað um 126% á tveimur og hálfu ári gagnvart dollar, spánski pesetinn um 87% og ítalska líran um 67%. Og þó að gjaldmiðlar samkeppnis- þjóða okkar á þessum mörkuðum, Norðmanna og Færeyinga, sem selja framleiðslu sína í eigin mynt, hafi lækkað um 42% og 55% gagnvart dollar á sama tíma, hefur saltfiskverð þeirra haldist óbreytt. Þess vegna höfum við neyðst til að lækka söluverð salt- fisks til að verða ekki undir í sam- keppninni. En samt er verð okkar á saltfiski mun hærra en Norð- manna og Færeyinga." Loks var Friðrik spurður að því hvað SÍF hefði gert til að reyna að fá lagfæringu á rekstrarstöðunni. „Strax um mánaðamótin mars- -apríl gerðum við stjórnvöldum grein fyrri hvert stefndi og eftir gengisfellinguna í lok maí óskuð- um við eftir að halda fullum geng- ismun. Auk þess höfum við bent stjórnvöldum á að lækka útflutn- ingsgjöld. En vegna þess að salt- fiskframleiðslan er svo snar þátt- ur í atvinnulífi landsmanna tel ég annað útilokað en fundin verði lausn á þessum vanda, — og það hið bráðasta," sagði Friðrik að lokum. Morgunblaöið/ Kristján Einarsson Hópur ævintýramanna, sem á næstunni ætla að leggja leið sína yfir Vatna- jökul og niður Jökulsá á Fjöllum sýndi listir sínar á Nauthólsvík í gær. Gaf þar meðal annars að líta þennan vélknúna vatnasvifdreka, sem öslar á bárunni í Nauthólsvík áður en stjórnandi hans hóf hann á loft. Hyggjast ævintýramennirnir svífa fram af Dettifossi og fleiri fossum íslenskum á þessu flygildi sínu. Aðalfundur ÍSAL fyrir 1982 í gær: Humarvertíð lauk í gærdag „SEGJA má að aflabrögð hafi ver- ið svipuð á þessari humarvertíð og í fyrra,“ sagði Þórður Eyþórsson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu í samtali við Mbl., en hum- arvertíðinni lauk í gær, 27. júlí. Að sögn Þórðar var að öllum líkindum fyllt upp í kvótann sem er 2.700 tonn eins og á síðasta ári, en þá lauk vertíðinni 23. júlí. Hann sagði einnig að nú hefði 110 bátaleyfum verið úthlutað og væri hér um örlitla fjölgun að ræða frá síðustu humarvertíð. Hins vegar væri ljóst að ekki hefðu allir bátarnir nýtt sér leyfið á þessari humarvertíð, sem hófst 26. maí sl. Það kom ennfremur fram hjá Þórði, að helztu humarmiðin hefðu verið á svæðinu frá Djúpavogi til Akra- ness. 406,5 míllj. kr. tap Á aðalfundi íslenska álfélagsins í Straumsvík, scm haldinn var gær, kom m.a. fram, að tap álversins fyrir árið 1982 nam 406.582.418 ísl. kr. eftir gjaidfærslu framleiðslugjalds. Afskriftir nema 247.961.811 kr., launakostnaður er 198.168.565 kr. Halldór H. Jónsson, Gunnar J. Friðriksson og Sigurður Halldórsson voru endurkjörn- ir í stjórn félagsins, en í stað Paul H. Miiller, sem ekki gaf kost á sér í stjórnina, var kjör- inn dr. Dietrich Ernst. Þá var dr. Ernst Bosshard kjörinn í stað Wolfgang Capitaine, en hann lést í febrúarmánuði sl. Þeir Magnús Óskarsson borg- arlögmaður og Þorsteinn Ólafsson viðskiptafræðingur voru tilnefndir í stjórn félags- ins af hálfu ríkisstjórnarinn- ar. Eyjólfur K. Sigurjónsson og Werner Regli voru endur- kjörnir sem endurskoðendur íslenska álfélagsins. Einnig sat fundinn lögmaður ÍSAL, Axel Einarsson hrl. 77.400 tonn af fljótandi áli framleidd í kerskálum ÍSAL, en það er 88% af afkastagetu.' Steypuskálinn framleiddi 42.700 tonn. í ársyfirlitinu segir m.a., að árið 1982 hafi verið hið versta í sögu áliðnaðar. Eftirspurn og verð á álmarkaði lækkaði þriðja árið í röð. Þar kemur einnig fram, að árið 1982 voru Heildarsala áls nam 74.900 tonnum. Útskipað var 61.600 tonnum, þar af voru 56,9% flutt út til EBE-landa, 32% til EFTA og 11,1% til annarra landa. Hreinar sölutekjur námu 1.078.050.344 ísl. kr. f árslok 1982 voru starfs- menn ÍSAL 658, þar af 116 við stjórnun og skrifstofustörf, 492 fastráðnir, 4 nemar og 46 ráðnir tímabundið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.