Morgunblaðið - 28.07.1983, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983
7
Karlmannaföt
1.795—2.450 kr. Stakir jakkar kr. 1.550. Terelynbux-
ur 475 kr. Permanent press-buxur 495 kr. Gallabuxur
365 kr. Strets-gallabuxur 525 kr. Gallabuxur kven-
sniö 380 kr. Regngallar o.fl. ódýrt.
Andrés, Skólavörðustíg 22
Sími 18250. Lokaö laugardaginn 30. júlí.
SÝNINGARSVÆÐI ÚTI OG INNI
Mazda 929 1981
Blósans. eklnn 70 þús. 5 gíra, útvarp, seg-
ulband. Verö 220 þús. (Ath. skipi á góöum
jeppa).
e ; « %
V.
Saab 900 GLE 1981
Sllturgrár. 5 gira maö powerstýri og
-bramaum. Verö 400 þús. Ath. skiptl á
Renault 4 F-8 1981
Blár, ekinn 31 þús. km. Snjódekk. sumar-
dekk. Verö 105 þús.
^pPRMMqi
Mazda 929 1982
Blásans. Eklnn 6 pús. km. 5 gfra m/ aflstýrl.
Rafdrlfnar rúOur og Insingar. Kassettutæki,
álfelgur Verð kr. 320 pús.
Mazda 929 St 1979
Vinrauöur, ekinn 92 þús. km. Verö 165 þús.
Ath. skipti á ódýrari.
Citroén GS Pallas 1980
Rauöur, eklnn 44 þús. km. Verö 155 þús.
BMW 320
Daihatsu Runabout
Honda Civic St.
Pontiac Firebird
Saab 99 GL
Volvo 244 GL
Colt DL
Honda Accord Ex
Saab 900 GL
Daihatsu Charade
Range Rover
Mazda 929 2ja dyra
’82 460 þús.
'82 215 þús.
'82 280 þús.
'81 500 þús.
’81 280 þús.
’80 300 þús.
’81 170 þús.
’80 190 þús.
’80 310 þús.
'79 115 þús.
’73 240 þús.
'83 400 þús.
IEkkert aðhald við hækkanir
opinberra stofnana lengur
Gjaldskrár-
nefndln lögð
niður 1. júlí |
Örvænting í Alþýðubandalagi
Það hefur veríð erfitt fyrir hina nýju stétt Alþýðubandalagsins að
laga sig að þeirri staðreynd að fulltrúar hennar verma ekki lengur
ráðherrastólana. í Staksteinum í dag er skýrt frá örvæntingu á
forsíðu Þjóðviljans í gær yfir gjaldskrárnefnd ríkisstjórnarinnar sem
stafar af uppsögn gullkistuvarðar Alþýöubandalagsins. Eftir stjórn-
arskipti hefur þaö sannast sem sagt var fyrir þau, aö helsta keppi-
kefli hinnar nýju stéttar Alþýðubandalagsins væri að sitja í
ráðherrastólunum hvaö sem það kostaði. Þá hikuðu hinir háu
herrar ekki við að tala niður til fólksins með fyrirmæli á vörum, nú
er reynt að telja fólkinu trú um að það eigi allt undir því að hin nýja
stétt sitji í valdaaðstöðu. Meira að segja Tímanum blöskrar hrokinn
og telur nauösynlegt að taka Svavar Gestsson í pólitíska kennslu-
stund og benda honum á að „mest af þeirri kjaraskerðingu” sem
orðið hefur undanfarna mánuði megi rekja til ráðherrasetu Svavars
með framsóknarmönnum undir forsæti Gunnars Thoroddsen, svo
aö vitnað sé í leiðara Tímans í gær.
Gjaldskrár-
nefnd
Forsíðufrétt I’jóðviljans í
gær hefst á þessum orðum:
„Ríkisstjórnin lagði niður
Gjaldskrárnefnd 1. júlí sl.,
en engin opinber tilkynn-
ing hefur verið gefin út um
það enn. Gjaldskrárnefnd
hefur fjallað um hækkun-
arbeiðnir opinberra stofn-
ana og iðulega dregið úr
slíkum hækkunum, áður
en kæmi til afgreiðslu hjá
ríkisstjórninni.” Frásögn
Þjóðviljans sem á eftir
fylgir er síðan í hefðbundn-
um heimsslitastíl og er lát-
ið að því liggja að með
niðurlagningu gjaldskrár-
nefndarinnar muni „hið
opinbera” fallast „möglun-
arlaust á hækkunarbeiðnir
í samræmi við stefnu
Sjálfstæðisflokksins”. (!)
Gjaldskrárnefndin sem
hér um ræðir er eins konar
„stuðpúði” á milli ríkis-
stjórnarinnar og opinberra
fyrírtækja sem selja al-
menningi þjónustu eóa fá
tekjur samkvæmt gjald-
skrám. Nefndin hefur ver-
iö skipuð fulltrúum þeirra
aðila sem setu eiga í sam-
steypustjórnum hverju
sinni og er erfitt að
ákvaröa, hvort hún tekur
afstöðu til hækkunar-
beiðna á pólitískum for-
sendum eóa „faglegum".
Tilurð nefndarinnar má
fyrst og fremst rekja til
þess að ráðherrar voru
orðnir uppgefnir á því að
sitja yfir sífelldum beiðn-
um um hækkanir og þótti
vinnuhagræði af því að
skapa millilið gagnvart
opinberu fyrirtækjunum.
Að nokkru leyti er þessi
nefnd eitt af þeim tækjum
sem orðið hafa til í glím-
unni við afleiðingar
óstjórnar og verðbólgu,
hins vegar er hún einskis
nýt í baráttunni gegn verö-
bólgunni sjálfri. Eins og
gefur að skilja er stjórn-
endum opinberra stofnana
í nöp við nefndina, enda
hlýtur tilvLst hennar að
stafa af því að hækkunar-
beiðnum stjórnendanna
beri að taka með gát,
sérskipaðir fulltrúar ríkis-
stjórnarinnar hafi betri að-
stöðu en þeir til að meta
hækkunarþörfina áður en
hún er kynnt ráöherrum í
ríkisstjórn — yfirverðlags-
stjórn ríkisins.
Gullkisturnar
í Þjóðviljanum kemur
svo fram eftir aö rakið hef-
ur verið mikilvægi þessa
opinbera milliliðs í gjald-
skrármálum hinna opin-
beru fyrirtækja, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn vill ekki
að rekin séu áfram með
sama hætti heldur sem
flest seld einstaklingum,
að gjaldskrárnefndin hefur
alls ekki verið lögð niður,
en hins vegar hefur Ragn-
ari Árnasyni, gullkistuverði
Alþýðubandalagsins, verið
sagt upp störfum í henni.
Heimsslitaspádómar Þjóð-
viljans bvggjast sem sé á
því að við brottför Ragnars
Arnasonar, sérskipaðs full-
trúa Alþýðubandalagsins,
úr gjaldskrárnefndinni
I muni verðbólgan leiða til
gjöreyðingar.
Fyrir réttum tveimur ár-
um skipaöi Svavar Gests-
son, formaður Aiþýðu-
bandalagsins, ráðgjafa
sinn og flokksbróður, Inga
R. Helgason, forstjóra
Brunabótafélags íslands.
Hafði Ingi R. um langt ára-
bil verið gullkistuvörður
Alþýðubandalagsins en við
embættisveitinguna hét
hann því að yfirgefa gull-
klsturnar. Við það losnuðu
fjölmörg sæti í nefndum,
stjórnum og ráðum. Vakti
þá strax athygli hve alþýðu-
bandalagsmenn voru fljótir
að velja sér nýjan gull-
kistuvörð en Jiaö var ein-
mitt Ragnar Arnason, sem
nú er hættur í gjaldskrár-
nefnd við mikla hræðslu
Þjóðviljans. Ragnar er
I áhrífamaður innan dyra á
Þjóðviljanum þannig að
óttinn á forsíðu blaðsins út
af örlögum gjaldskrár-
nefndarinnar kann aö
stafa af þeim reiðiöldum
sem frá Ragnari sjálfum
berast yflr að missa þenn-
an flokksbitling. Fleiri
kunna að fjúka á næst-
unni. Ragnar varð til dæm-
is stjórnarmaöur í ÍSAL
eftir að Ingi R. hætti þar og
enn var Ragnar skipaöur í
stjórn Sjúkrasamlags
Reykjavíkur og svo mætti
lengi áfram telja.
Nefnda- og stjórnakóng-
ar af þessari stærðargráöu
fyllast álika óþreyju og
ákaflr safnarar, þeir mega
ekki sjá af neinu í hendur
annarra og telja aö allt fari
á hinn versta veg séu hlut-
irnir ekki i höndum þeirra
I sjálfra.
Vib sendum innilegt þakklœti til allra sem glöddu okkur
tvíburabrœbuma á áttrœðisafmœli okkar þann 23. júlí
sl. Gub blessi ykkur öll.
Guðmundur Gíslason,
Efstasundi 16.
Páll Gíslason,
Skipasundi 25.
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!