Morgunblaðið - 28.07.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983
15
Teresa Quimby róar hér dóttur sína Kathleen eftir bestu getu, en þá litlu var
farið að lengja eftir eftirmiðdagslúrnum sínum.
Barbara, Kathleen og Carol völdu allar ísland fremur en önnur Evrópulönd,
Og létu Vel af dvölinni hér. MorgunblaAiS/Guðjðn
voru, og kann því lítið annað en já
og nei,“ sagði Teresa hlæjandi
þegar við spurðum um íslensku-
kunnáttu hennar. Hún sagðist þó
harðákveðin í því að fara á næsta
námskeið, svo hún gæti slegið um
sig með íslensku þegar heim
kæmi. Þau hjónin eiga eftir eins
árs dvöl á landinu og sagði Teresa
að hún hefði hug á að nota þann
tíma til að kynnast íslenskri
menningu betur, og vildi mjög
gjarnan að sonur sinn kynntist ís-
ienskum börnum, en tækifærin til
þess væru frekar fá. í heild kvaðst
Teresa njóta lífsins hér og hefði
ekki yfir neinu að kvarta, nema þá
helst því sem enginn gæti við gert,
þ.e. rokinu. „Það er staðreynd að
það heyrist alltaf mest í þeim sem
eru óánægðir og kvarta, og eru það
helst þeir sem eru nýkomnir
hingað og því er ágætt að það
komi fram að flestir hé'r eru
ánægðir, að minnsta kosti fjöl-
skyldufólkið," sagði Teresa að lok-
um, en þegar hér var komið við
sögu, var dóttirin Kathleen orðin
leið á aðkomumönnum sem tafið
höfðu eftirmiðdagslúrinn hennar
alltof lengi.
Völdu ísland frekar
en önnur Evrópulönd
Næst bar okkur að garði hjá
stofnun sem nefnist „Fámily Serv-
ice Center" eða fjölskylduþjónust-
unni, en þar hittum við þrjár eig-
inkonur bandarískra hermanna,
þær Barböru Harris, Kathleen
Brainerd og Carol Dettman. Bar-
bara og Kathleen vinna báðar hjá
fjölskylduþjónustunni og felst
starf þeirra einkum í því að fræða
nýkomnar fjölskyldur um landið
og möguleikana sem það býður
upp á. Konurnar þrjár sögðu allar
að þær hefðu valið ísland fremur
en önnur Evrópulönd, en þó hafði
hver sína ástæðu fyrir valinu. Þær
sögðust hafa fengið fræðslu um
landið áður en þær komu, og Bar-
bara sagðist hafa talað við fólk
sem áður hefði verið hér á landi á
vegum hersins, og hefðu allir við-
mælendur hennar mælt með dvöl-
inni hérlendis. „Sumir biðja um að
vera sendir hingað aftur og jafn-
vel mörgum sinnum" sagði Carol
en hún sagðist kunna mjög vel við
sig á íslandi. Þær voru allar sam-
mála um að koirian hingað hafi
ekki valdið þeim neinum vonbrigð-
um, nema þá helst veðrið. Þær
töldu ísland ekki vera nógu vel
kynnt í Bandaríkjunum og sögðu
að allir fáanlegir bæklingar um
landið sýndu ekki á nokkurn hátt
hvernig landið og þjóðin væru í
dag.
Eins og áður sagði, vinna bæði
Barbara og Kathleen á daginn, og
af þeim sökum sögðust þær ekki
hafa haft tíma til að læra ís-
lensku, en Carol, sem ekki vinnur
úti, sagðist hafa notað tímann til
að ferðast og kynnast íslending-
um. Hún sagðist hafa komið
hingað í desember og eitt af því
fyrsta sem hún gerði var að fara í
heitu pottana í Laugardalnum, og
þar hafi hún strax komist í sam-
band við íslenskt mannlíf. „Nú hef
ég eignast marga íslenska vini og
spila bridge við þá nokkrum sinn-
um í mánuði, annaðhvort heima
hjá þeim, eða hér. Þetta hefur gef-
ið mér tækifæri til að sjá íslensk
heimili, sem flest eru mjög hlý og
þægileg, og einnig gefið íslending-
unum tækifæri til að komast í
snertingu við bandarískt heimil-
islíf," sagði Carol, en hún virtist
hafa kynnst íslendingum einna
best af öllum viðmælendum Mbl. í
þessari Keflavíkurför, og kvað
Carol fslendinga yndislegt fólk.
Konurnar eiga allar börn og sögð-
ust Barbara og Kathleen hafa sent
börn sín í reiðskóla við Selfoss, og
væru í hópnum sem þar dvelst
bæði íslensk börn og bandarísk.
Þær voru mjög ánægðar með að
geta sent börnin þangað sem þau
gætu kynnst íslenskum krökkum,
því þrátt fyrir tungumálaerfið-
leika tækist börnum alltaf að
koma sér saman í leikjum.
Carol, Barbara og Kathleen
voru allar mjög jákvæðar gagn-
vart lífinu á vellinum, en viður-
kenndu að eflaust væri erfiðara
fyrir ungu, ógiftu hermennina að
búa hér, því hjá þeim ríkir út-
göngubann frá kl. 11:30 á kvöldin
til kl. 6 á morgnana. Þær sögðust
skilja mæta vel ástæður heima-
manna fyrir útgöngubanninu, en
fyrir unga pilta, sem væru vanir
ferðafrelsi heima hjá sér, væri
ekki auðvelt að láta loka sig inni á
þeim tíma sem aðrir eru úti að
skemmta sér. Konurnar sögðust
ekki hafa farið mikið út á lífið
utan vallarins, og sögðust sakna
töluvert næturlífsins, og sögðu að
á vellinum væri aðeins starfandi
einn klúbbur fyrir hvert stig inn-
an hersins, þ.e. annars vegar fyrir
óbreytta hermenn og hins vegar
foringja.
Einn helsta kostinn við að búa á
vellinum sögðu þær vera stuttar
vegalengdir milli staða og kæmi
það sér vel þegar útivinnandi hús-
mæður eiga í hlut, því þær ættu
auðvelt með að komast frá ef
eitthvað kæmi upp.
Allar konurnar, sem blm. Mbl.
rabbaði við, eiga eftir að vera.hér
í u.þ.b. eitt ár í viðbót og efst á
listanum yfir verkefni ársins voru
ferðalög um landið, sem þær voru
allar sammála um að væri mjög
fallegt. Það sem vakti mesta undr-
un okkar var hve jákvæðar allar
konurnar voru gagnvart veru
sinni hér, og hve mikil löngun var
hjá þeim öllum að komast í kynni
við íslenskt mannlíf, og þar sem
þær sögðust nokkuð vissar um að
lík viðhorf ríktu hjá flestum fjöl-
skyldunum sem búa á Keflavík-
urvelli, virðast orð Teresu Quimby
rétt, að hæst heyrist í þeim sem
mest kvarta. hgj
ÍSLANDSREISIIR
röfrar og fegurð
Flugleiðir gefa þér kost á að kynnast töfrum
landsins og fegurð, sem þú hefur ef til vill aðeins
lesið um í ferðaþæklingum fyrir útlendinga og
ferðahandþókum. Gististaðir eru allir mjög góðir,
allt frá fyrsta flokks hótelum til fallegra tialdstæða,
-og allt þará milli. Miðað er við aðferðalangurinn
nýti sér skipulagða ferðaþjónustu á hverjum
áfangastað eða nýti sér t.d. bílaleigur til að ferðast
á eigin vegum. Hér er um að ræða svo að segja
ótakmarkaða möguleika til að njóta sumarleyfisins
á sem hagkvæmastan hátt.
Sérstakt verð
Sumarreisur Flugleiða eru íslandsferðir fyrir
íslendinga, boðnar á sérstöku verði, sem er 30%
ægra en venjuleg fargjöld, en kaupa þarf einhverja
sumarreisuþjónustu á áfangastað fyrir að minnsta
<osti 600 krónur fyrir hvern ferðalang, - 250 krónur
Fyrir börn.
isafjörður
Sumarreisuþjónusta: Hótel ísafjörður, sigling um
Hornstrandir, sigling um Djúpið, útsýnisferð um
oæinn. Sérstaklega áhugaverð 4ra daga ferð um
Hornstrandir, einn fegursta stað á Vestfjörðum.
Helgarferð, sem hefst á föstudegi og lýkur á
■nánudegi.
Akureyri - Húsavík
sumarreisuþjónusta: Hótel KEA, Varðborg, Akureyri,
viývatnsferðir, Eyjafjarðarsigling, útsýnisferðir um
Dæinn.
Hótel Húsavík, bílaleiga, sjóstangaveiðiferðir og
Eldárferð, sem er sérstaklega yfirgripsmikil
dagsferð frá Húsavík um Tjörnes, Ásbyrgi,
Hljóðakletta og til Dettifoss. Paðan er farið til
Mývatns og aftur til Húsavíkur. Ógleymanleg
náttúrufegurð í rammíslensku umhverfi.
Egilsstaðlr - Höfn
Sumarreisuþjónusta: Hótel Valaskjálf, Gistihúsið
Egilsstöðum, bílaleiga gefur kost á könnunarferðum
um fegurstu staði Austfjarða og Héraðs. Jöklaferðir
hf. á Hornafirði gefa nú ferðalöngum kost á
sérstakri jöklaferð með lúxus snjóbíl. Þessar
jöklaferðir eru afar vinsælar. Farið er á Vatnajökul í
sérstaklega innréttuðum snjóbíl og ferðast
þægilega um jökulinn í 3-4 klukkustundir. Petta er
útsýnisferð, sem á sér varla nokkurn líka.
Reykjavík
Sumarreisuþjónusta: Hótel Esja, Hótel Loftleiðir.
Útsýnisferðir til Gullfoss og Geysis með
Kynnisferðum, auk fjölda annarra ferða þeirra.
Útsýnisferð um Reykjavík, dagsferðir og kvöldferð
sem endar á Broadway. Söfn, tónleikar, leikhús,
skemmtistaðir, íþróttastaðir o.m.fl.
Lágmarksdvöl á áfangastað er 4 dagar en
hámarksdvöl 21 dagur.
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi
Nánarl upplýslngar fást hjá söluskrifstofum okkar, umboðs-
mönnum og ferðaskrlfstofum.