Morgunblaðið - 28.07.1983, Side 20

Morgunblaðið - 28.07.1983, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Menachem Begin Ronald Reagan Begin hefur misst löngun til valda — en hve lengi mun hann sitja samt? Ekki þarf að orðlengja um hve miklum heilabrotum það hefur valdið, að Menachem Begin, forsætisráðherra ísraels ákvað það fyrir- varalítið að hætta við ferð til Bandaríkjanna, sem var löngu ákveðin. Begin sagði Reagan, að hann gæti ekki komið af „persónulegum ástæðum" og hefur ekki útskýrt það nánar. Að því er talsmaður Bandaríkjaforseta sagði var sýndur skilningur á ákvörðun Begins. En hins vegar skipaði Reagan svo Moshe Arens, varnarmálaráðherra og Yitzak Shamir, utanríkisráðherra, að koma umsvifalaust til Bandaríkj- anna til viðræðna. Svo að það fer ekki á milli mála, að Bandaríkja- menn telja sig eiga töluvert vantalað við ísraela og skyldi engan undra. Iísrael hafa fjölmiðlar gert mikið með þessa ákvörðun Begins, sitt sýnist hverjum og menn hafa á henni ýmsar skýr- ingar. Það er staðreynd, að Begin hefur átt við heilsuleysi að stríða lengi en eftir fráfall eiginkonu sinnar, Alizu, hefur hann lagzt í þunglyndi og skeytir lítt um skyldustörf. Hann sést naumast út á við, kemur sér oftast undan að ræða við mikilsháttar gesti og ferðir hans í Knesset eru fáar. Á ríkisstjórnarfundum er hann fámáll og frumkvæðislaus. I framhaldi af þessu hafa landar hans farið að íhuga, hvort hann sé yfirleitt fær um að sitja í embættinu, þegar svona er komið; hann sýni ekki viðleitni til að uppfylla þær kröfur, sem hljóta að vera gerðar til forsæt- isráðherra. Begin er sjálfur þögull um málið. Það er af sem áður var. Stjórnarandstaðan í ísrael hefur sagt, að það sé svo óvenjuleg gjörð að aflýsa Bandaríkjaferð á þennan hátt, að fólk eigi skýlausa kröfu að fá að vita, hvað liggi þarna að baki. ísraelar eru háðir Banda- ríkjamönnum stjórnmálalega, hernaðarlega og efnahagslega og fsraelar geta auðvitað ekki látið eins og þeir hafi ekki hugmynd um, að það skiptir meira en litlu máli, að sam- skipti þessara ríkja séu í sæmi- legu horfi. Svo geta menn sér þess líka til, að Begin hafi hreinlega ekki langað til að vitja Reagans nú, hafi ekki haft kjark til að lenda í klóm bandarísku pressunnar. Og það er ekki sérstaklega und- arlegt, vegna þess að staðan í Líbanon er erfiðari en nokkru sinni, landið virðist vera að molna í sundur endanlega og ísraelar verða ekki firrtir ábyrgð af þeim harmleik, þótt fleiri eigi hlut að máli. Það er ekki fráleit skýring að kjarkur Begins sé að bresta, f Ijósi framkomu hans síðustu mánuði er hann að draga sig inn í skel og þá sjaldan sem hann hefur tekið til máls hefur málflutningur hans verið skuggi af því sem var, og kall- aður af löndum hans óinnblásin smáatriðatínsla. Hann hefur verið þreytulegur og sýnir ekki nokkra löngun til hvassra og harðskeyttra rökræðna, sem fleyttu honum langt áður, þótt menn væru ekki alltaf sáttir við skoðanir hans. Begin kemur þannig fyrir, að hann sé oftast úti á þekju og geti ekki einbeitt sér og honum virðist erfitt að taka ákvarðanir. Framan af töldu ísraelar að ástæðan fyrir þessari breytingu væri sú, að Begin væri í sorg eftir lát eiginkonu sinnar. Þeg- ar hún lézt — að vísu eftir langvinn veikindi — var Begin nýkominn til Bandaríkjanna að ræða við Reagan. Hann sneri samstundis heim aftur og hitti ekki Bandaríkjaforseta. Ein- hverjir hafa sagt, að beizkjan yfir því að hafa ekki verið hjá konu sinni síðustu lífsstundir hennar, hafi haft áhrif á ákvörðun hans nú. Og kannski einnig gremja yfir því, að þrí- vegis á sl. vetri óskaði Reagan eftir því við Begin, að hann frestaði komu til Bandaríkj- anna. í öll skiptin túlkuðu stjórnmálaskýrendur það sem óbeina atlögu og niðurlægingu gagnvart Begin vegna Líban- ons. Enn aðrar kenningar hafa verið settar fram. Ein er sú, að Begin hafi reiknað út, að það borgaði sig að bíða með ferðina til Washington. Því nær sem liði forsetakosningunum, því meiri líkur væru á því að Reagan sýndi hófsemi oggætni. Hins vegar er ekki mjög trú- legt, að um svo mikla útsjón- arsemi sé að ræða hjá Begin nú, til þess er hann of sjúkur og áhugalaus. í Israel hallast margir að því, að styrjöldin í Líbanon og síðan það þrátefli sem upp er komið, sé svo mikill persónulegur ósig- ur fyrir Begin, að hann geti ekki afborið að taka afleiðing- um þessa og sé ekki í stakk bú- inn til að fá eina ferðina enn vammir og skammir frá Reag- an. Begin gerir sér sennilega Jjóst, að það verður erfitt að greiða úr því máli, svo að ísra- elar fái sóma af. ísraelsher verður um ófyrirsjáanlegar tíð- ir í Líbanon og enn eru ungir ísraelskir hermenn drepnir þar. Tala látinna síðan í innrásinni í fyrra er rúmlega 500 manns. Litla þjóð munar um það. Mót- mælafundir úti fyrir heimili hans hafa verið oft í viku hverri í meira en ár og það hef- ur valdið honum angri, reiði og sársauka, en hann hefur ekki treyst sér til að koma út og ræða við fólkið. Og nú er Begin orðinn sjötug- ur. Hann hafði látið að því liggja að hann myndi ekki sitja lengur en til sjötugs. En þegar dagurinn sá er nú liðinn, hefur Begin enn ekki látið neitt upp- skátt um fyrirætlanir sínar. Með atferli sínu og viðbrögðum hefur hann viðurkennt á óbein- an hátt að Líbanonsaögerðin hafi verið hörmulegt glapræði. hann undirstrikar það ef hann segði af sér. En á hinn bóginn getur hann naumast setið leng- ur við stjórnvölinn vegna heilsuleysis. Landar hans munu skilja og vilja afsögn hans. En þá hefst næsta vers: Valdabarátta innan Likud. Enginn er sjálfskipaður arftaki hans. Og ekki verður að sinni séð hvernig slíkri baráttu muni lykta. (Heimildir: Jerúsalem Post, Politiken, t.uardian.) Framhjóladrif - supershlft (sparnaðargír) - Útlspeglar beggja megln - Ouarts klukka - Lltað gier í rúðum ■ Rúllubeltl - upphltuð afturrúða - Þurrka og vatnssprauta á afturrúðu - o.m.fl. verö frá kr. 220.000 (Cengl 5.7.1983) HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 eigendur! Varahlutirnir eru ódýrastir hjá okkur! Dæmi um verð: Kerti ■ frá kr. 42.00 Platínur — 66.00 Kveikjulok — 128.00 Kveikjuhamar .. — — 37.00 Þéttar 80.00 Bensínsíur . 85.00 Olíusíur . — 136.00 Loftsíur . 160.00 Viftureimar . 62.20 Notið eingöngu EKTA MAZDA VARAHLUTI eins og framleiðandinn mælir fyrir um. ÞAÐ MARGBORGAR SIG. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23, simi 81299

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.