Morgunblaðið - 28.07.1983, Síða 30

Morgunblaðið - 28.07.1983, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JtJLÍ 1983 Orku- og iðnaðarmál í tíð fyrrverandi stjómar: Þörf hlutlægrar umræðu í stað sleggjudóma — eftir Hjörleif Guttormsson f Morgunblaðinu hefur að und- anförnu mátt lesa allsérstæða túlkun á störfum ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen og þá ekki síst varðandi þá málaflokka sem heyrðu undir okkur ráðherra Al- þýðubandalagsins. Orkumálin taka sitt rúm í þessum söguskýr- ingum ritstjórnar og dálkahöf- unda Morgunblaðsins og einstakir menn úr forystuliði Sjálfstæðis- flokksins eins og Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður hafa nýlega ritað heilar greinar í sama dúr. Umræðu um jafn mikilvæg mál og hagnýtingu orkulinda okkar ber vissulega að fagna, ef hún er málefnaleg og gildir það jafnt um það að skyggnast til baka og horfa fram á veginn í ljósi reynslunnar. Því miður hafa skrif í Morgun- blaðinu um þessi efni ekki verið með hlutlægum hætti um langt skeið og virðist það síst fara batn- andi, þótt Sjálfstæðisflokkurinn fari nú með þennan mikilvæga málaflokk í nýrri ríkisstjórn. Það er bágt til þess að vita að aðstand- endur þessa víðlesna dagblaðs skuli ekki gera meiri kröfur til sín og bera meiri virðingu fyrir les- endum sínum en raun ber vitni. Hér skulu tilfærð nokkur dæmi um málflutning blaðsins eftir stjórnarskipti varðandi iðnaðar- og orkumálin á undanförnum ár- um. Iðnaðarráðherra krafinn um skýrslur í leiðara Morgunblaðsins 31. maí sl. undir fyrisögninni „Pot- emkin-tjöld Hjörleifs" er nýr iðn- aðarráðherra hvattur lögeggjan að fletta ofan af störfum fyrir- rennara síns, m.a. um „nefnda- báknið stóra": „Ætti hinn nýi iðn- aðarráðherra að láta taka saman skýrsiu um þennan þátt í starf- semi iðnaðarráðuneytisins síðan 8. febrúar 1980 og birta hana al- menningi til fróðleiks." — Og í beinu framhaldi segir ritstjórinn: „Fyrir kosningar skýrði Morg- unblaðið frá því í fréttum, að Hjörleifur Guttormsson hefði krafist mestu leyndar um skýrslu sem samin var af Orkustofnun og leiddi í ljós hagkvæmni samnings- ins við Alusuisse fyrir þróun rafmagnsverðs í landinu. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, ætti að svipta hulunni af þessari skýrslu og gera hana opinbera." Morgunblaðið sem mest hefur á liðnum árum fjargviðrast út af upplýsingum af hálfu iðnað- arráðuneytisins í formi skýrslna til alþingismanna og annarra er hér strax farið að heimta skýrslur frá nýjum iðnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, en umfram allt eiga þær að fjalla um meintar ávirðingar fyrirrennarans. Nú vill svo til að fyrirhafnar- laust væri fyrir Morgunblaðið að fá upplýsingar um hinar voðalegu nefndir, sem voru að störfum að einstökum afmörkuðum verkefn- um á vegum iðnaðarráðuneytisins við stjórnarskiptin, alls 16 talsins. Einhverjar þeirra hafa síðan lokið störfum, eins og Samstarfsnefnd um iðnþróun í Eyjafirði og virðist afraksturinn af starfi þeirrar nefndar hafa vakið verðskuldaða athygli. Nýr iðnaðarráðherra hef- ur síðan sett á fót nefndir til að vinna að áhugamálum sínum og verður fróðlegt að heyra, hvort Morgunblaðið telur þær óhafandi í samræmi við fyrri málflutning. Leyniplaggiö sem gufaði upp Og hvernig er það með „leynd- arskýrsluna" frá Orkustofnun um áhrif af orkusölunni til ísal á raf- orkuverð til almenningsveitna? Ég fékk þessa skýrslu í handriti 25. maí sl., degi fyrir ríkisstjórn- arskipti, en bráðabirgðaálit nokkru áður. Eftirmaður minn á ráðherrastóli fékk skýrsluna full- búna með bréfi frá Orkustofnun 14. júní sl. og jafnframt var hún gefin út opinberlega í ritröð Orkustofnunar. Fjölmiðlar greindu allítarlega frá efni skýrsl- unnar þá þegar, þar á meðal öll dagblöðin, nema Morgunblaðið, sem ég hef ekki tekið eftir að minntist aukateknu orði á niður- stöður þessa „leyniplaggs". Getur verið að ástæðan sé sú, að skýrslan leiði í Ijós óhagkvæmni samningsins við Alusuisse, þveröfugt við það sem ritstjóri Morgunblaðsins staðhæfði í tilvitnuðum leiðara? Skýrsla þessi er eitt af fjölmörgum mikilvægum gögnum í álmálinu, sem komið geta að haldi til sóknar fyrir ís- lenska hagsmuni, ef eðlileg mála- fylgja er viðhöfð, en á ritstjórn- arskrifstofum Morgunblaðsins virðist skipta mestu að berjast við skugga fortíðarinnar í álmálinu. Söguskýringar Morgunblaösins Á máli Staksteinahöfundar Morgunblaðsins er ég stimplaður „úrtölumaður aldarinnar í orku- málum okkar“. „Vanrækslusyndir hans eru þær dýrustu sem nokkur íslenskur stjórnmálamaður hefur skilið eftir sig,“ segir í þessum aukaleiðara blaðsins 13. júlí sl. Birgir ísleifur Gunnarsson alþing- ismaður og helsti talsmaður Sjálf- stæðisflokksins í orkumálum er sendur út á ritvöllinn tvívegis með stuttu millibili með sömu stað- hæfingarnar: „Síðustu ár hafa úr- tölumenn í Alþýðubandalaginu stjórnað þessum málum með þeim afleiðingum að undirbúningur að nýtingu orkunnar er svo skammt á veg kominn, að í rauninni liggur ekki annað fyrir en að virkja fyrir heimamarkað, sem eykst hægt og sígandi. Allur kraftur er nú úr framkvæmdum á sviði orku- og stóriðjumála og þarf því nú að snúa við blaðinu," segir þessi nýskipaði formaður Stóriðju- nefndar (Mbl. 30. júní) og bendir m.a. á atvinnuleysi skólafólks, sem bæta þurfi úr með virkjunar- framkvæmdum. Það er næsta ótrúlegt að menn sem ætlast til að á þeim sé tekið mark skuli láta frá sér málflutn- ing af því tagi, sem hér hefur verið vitnað til, og er þetta þó lítið sýn- ishorn af löngum lopa. Látum staðreyndir tala Hverjar eru þá staðreyndirnar um framkvæmdir og ákvarðanir í orkumálum í tíð síðustu ríkis- stjórna? Hjörleifur Guttormsson Ef litið er áratug til baka kemur í ljós, að á fáa ef nokkra mála- flokka hefur verið lögð jafnmikil áhersla og orkumál og orkunýt- ingu. Slíkt er að vonum, þar sem á þessu tímabili hafa orðið tvö stökk í hækkun olíuverðs, hið fyrra 1973—’74, hið síðara á árinu 1979. Eðlilegt forgangsverkefni hlaut að vera að koma innlendri orku í gagn- ið eins hratt og kostur væri í stað innfluttrar olíu og vinna að sparnaði og hagkvæmni í olíunotkun þar sem hún reyndist óhjákvæmileg. Um stórátak á þessu sviði vitna m.a. tölur um fjárfestingu í land- inu, og hefur ýmsum þótt nóg um, þegar um erlendar lántökur hefur verið að ræða í þessu skyni, bæði stuðningsmönnum ríkisstjórna og stjórnarandstæðingum á hverjum tíma, ekki síst hin síðustu ár. Hér eru vissulega háar tölur á ferð- inni, en árangurinn er jafnframt góður. Orkuframkvæmdir sem hlutfall af fjármunamyndun í landinu náðu hámarki á árunum 1975—’76 og aftur 1980—1982, þ.e. um og yfir 20%. Frá árinu 1979 til ársins 1982 minnkaði gasolíunotkun í húshitun úr 85 þús. tonnum í tæp 25 þúsund tonn og í ár og á næsta ári væri kleift að útrýma olíu nær alveg úr húshitun landsmanna. Á heildina litið er tæpast hægt að finna dæmi um arðbærari fjár- festingu en til þessara orku- Því miður hafa skrif í Morgunblaðinu um þessi efni ekki verið með hlutlægum hætti um langt skeið og virð- ist það síst fara batn- andi, þótt Sjálfstæðis- flokkurinn fari nú með þennan mikilvæga málaflokk í nýrri ríkis- stjórn. framkvæmda í hitaveitum og raf- orkukerfi landsmanna. Átti kannski að veita stækkun álvers- ins í Straumsvík eða stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga forgang umfram þessi verkefni? Lánsfjáröflun til raforkumála Hvað segja þá tölur um „stöðv- unina og afturförina" í raforku- málum á undanförnum árum? Hér fer á eftir yfirlit um fjármagn til raforkumála á 5 ára tímabili, 1979—1983, reiknað á verðlagi áræ ins 1982 (heimild Iðnaðarráðu- neytið: Orku- og iðnaðarmál, apríl 1983). Árið 1979 865 m. kr. Árið 1980: 1209 m. kr. Árið 1981: 1156 m. kr. Árið 1982: 1132 m. kr. Árið 1983: (áætlað) 1044 m. kr. Mest af þessu fjármagni er fengið að láni erlendis og meðtalin eru fjármagnsútgjöld, sem farið hafa vaxandi ár frá ári. Hefur aldrei verið varið jafn miklu fjár- magni í raforkuframkvæmdir á 5 ára tímabili. Lánsfé til hitaveitna á sama tímabili (1979— ’83) varð mest 294 m. kr. á árinu 1981, en er í ár áætiað 177 m. kr. Lánsfjármögnun vegna stærri verksmiðja hefur vaxið verulega síðustu tvö árin og er í ár áætluð um 80 m. kr. auk heimilda til fjár- öflunar vegna kísilmálmverk- smiðju Virkjanaframkvæmdir Frá 1965 að telja hefur verið unnið að einni stórvirkjun í land- inu hverju sinni. Undantekningar hafa verið Kröfluvirkjun og Lax- árvirkjun á sínum tíma, en hvorug telst þó stórvirkjun á núverandi mælikvarða og hafa að öðru leyti sérstöðu. Á árunum 1979—1982 hafa staðið yfir framkvæmdir við Hrauneyjafossvirkjun, sem gengu samkvæmt áætlun og er nú lokið. f sumar eiga að hefjast fram- kvæmdir við Blönduvirkjun, fyr- stu stórvirkjunina utan Suður- lands. Jafnframt er unnið að Sult- artangastíflu og Kvíslaveitum. Ríkisstjórnin stöðvaði hins vegar framkvæmdir við Suðurlínu í júní sl. í miðjum klíðum. Ástæða er til að vekja athygli á, að mannafli talinn í ársverkum segir ekki nema hálfa sögu um virkjunarframkvæmdir. Fram- leiðni fer vaxandi á þessu sviði og náttúrlegar aðstæður eru ólíkar eftir virkjunarstöðum og við- fangsefnum. Kvíslaveita er t.d. ekki mannaflafrek framkvæmd borið saman við hefðbundnar vir- kjanir, en með henni vex þó orkuv- innslugeta raforkukerfisins til muna. í Sigölduvirkjun reyndust 2,56 ársverk að baki hverri gíga- vattstund, sem virkjunin á að geta framleitt á ári, samsvarandi tala í Hrauneyjafossvirkjun varð 1,24 ársverk á gígavattstund, við Blöndu er þetta áætlað 0,97 árs- verk á gígavattstund. Þetta ætti m.a. Birgir ísleifur alþingismaður að kynna sér. Fyrir atbeina síðustu ríkis- stjórnar var gengið frá heimild- arlögum og víðtækum samningum um 4 vatnsaflsvirkjanir og aðrar orkuöflunarframkvæmdir með allt að 900 MW afl og um 4.000 gígavattstunda ársframleiðslu- getu. Þetta er langstærsti áfangi af þessu tagi í sögu orkumála landsins og undanfari hans var mikið rannsóknaátak og samn- ingalota við hagsmunaaðila. Þrjár þessara virkjana eru utan Suður- lands og ákveðið af Alþingi að Fljótsdalsvirkjun fylgi í kjölfar Blönduvirkjunar og framkvæmdir við þær virkjanir skarist eftir því sem orkumarkaður gefur tilefni til. Bera þessar aðgerðir vott um stöðvun í virkjanamálum? Orkunýting sem íslenskt verkefni Þegar er getið um átakið til að útrýma olíu sem mest má verða úr orkubúskap landsmanna. Því má nú heita lokið í húshitun og um leið skapast meira svigrúm til fjárfestingar og orkunýtingar í iðnaði en áður. Víðtæk undirbúningsvinna hef- ur farið fram í þessu skyni undan- farin ár út frá íslenskum forsend- um, og auknu fjármagni verið var- ið í þessu skyni ár frá ári. Fjár- magn til athugana á nýiðnaði og orkufrekum iðnaði var 20-faldað að raungildi frá árinu 1978 til ársins 1982. Innlendar rannsóknastofnanir og verkfræðistofur fengu verulega hlutdeild í þessum athugunum, en sérfræðiaðstoð var jafnframt fengin erlendis frá. Lög voru sett um sjóefnavinnslu, steinullarverk- smiðju og stálbræðslu, svo og um kísilmálmverksmiðju í kjölfar víð- tækra hagkvæmniathugana. Framkvæmdir væru hafnar við byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, ef núverandi ríkis- stjórnarflokkar hefðu veitt málinu brautargengi í samræmi við stjórnar- frumvarp um verksmiðjuna. Það er von að Birgir ísleifur tali um „að í rauninni liggur ekki ann- að fyrir en að virkja fyrir heima- markað ..." Unnið hefur verið að hag- kvæmnisathugun á trjákvoðu- vinnslu og lokið er forathugun á íslenskri áliðju, auk margra ann- arra verkefna er varða hagnýt- ingu innlendrar orku og hráefna. Samstarf við sveitarfélög og iðn- þróunarfélög hefur verið aukið og mikil vakning er í iðnaðarmálum um land allt. Iiefur ráðning iðn- ráðgjafa með fjárhagsaðstoð ríkisins reynst happadrjúg aðgerð, en lög um það efni voru samþykkt vorið 1981. Verðlagning á raf- orku til stóriöju Afar víðtækar athuganir hafa farið fram fyrir frumkvæði iðnað- arráðuneytisins á því, hvað talist geti eðlilegt lágmarksverð til

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.