Morgunblaðið - 28.07.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983
31
orkufreks iðnaðar. Hafa þær at-
huganir tengst kröfugerð ís-
lenskra stjórnvalda um endur-
skoðun álsamningsins við Alu-
suisse. Stjórnarandstaðan tók
ekki undir kröfu um hækkun raf-
orkuverðs til ísal fyrr en sýnt
hafði verið fram á með óyggjandi
hætti, að núverandi raforkuverð
væri margfalt of lágt miðað við
framleiðslukostnað raforku hér-
lendis og þróun orkuverðs til
áliðnaðar erlendis.
Mælikvarðinn á getu okkar til að
rétta af hallabúskapinn í raforkuiðn-
aði landsmanna og ná fram lág-
marksverðjöfnun á orkusölu til hús-
hitunar er sá, hvort við knýjum Alu-
suis.se til að greiða a.m.k. fram-
leiðslukostnaðarverð fyrir rafork-
una, þ.e. um 20 mills til álversins í
núverandi stærð. Slíkri niðurstöðu
er unnt að ná fyrr en seinna, ef
stjórnmálaflokkarnir eru reiðubúnir
að leggjast á eitt um sjálfsagða hags-
muni þjóðarinnar. Það hefur því
miður ekki gerst til þessa.
Núverandi ríkisstjórn, sem lýsir
yfir áhuga á raforkusölu í stórum stfl
til erlendra stórfyrirtækja sem fá
eiga aðstöðu hérlendis, verður að
svara því fyrst af öllu, hvort hún
ætlar landsmönnum að greiða þá
orku niður líkt og nú er gert til ísal,
eða hvort sett verður það grundvall-
arskilyröi að fá í reynd meira en
framleiðslukostnað af orkusölunni?
Erlenda stóriðjustefnan er stór-
hættuleg cfnahagslegu sjálfstæöi
landsmanna, orkusölustefnan með
niðurgreiðslu á raforkunni til stór-
iðjunnar er glapræði, sem við súpum
nú þegar seyðið af og þeir mest, sem
hita þurfa híbýli sín með raforku.
Skipulag raforku-
iðnaðarins
Ný Landsvirkjun tók til starfa
1. júlí sl. Með stofnun hennar var
leidd til lykta langvinn þræta um
skipulag raforkumála og jafnframt
tryggt að rafmagn verði selt eftir
sömu gjaldskrá í heildsölu til allra
landshluta. Ríkisstjórn ólafs Jó-
hannessonar tók þetta mál á
dagskrá haustið 1978 og því var
fylgt eftir af ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsen, lengi vel í hatrammri
andstöðu við Geirs-liðið í Sjálf-
stæðisflokknum, sem tafði fram-
gang málsins með því að fella
sameignarsamning aðila í borgar-
stjórn Reykjavíkur í nóvember
1979.
Raforkuvinnsla og meginflutn-
ingur raforku á einni hendi hefur
marga kosti, ef rétt er á málum hald-
ið, en með því er líka tekin áhætta
sem fylgir miðstýringu. Hér veltur
því mikið á farsælli framkvæmd og
vökulu eftirliti þeirra er kosnir eru
til að fara með stjórn og eftirlit
með Landsvirkjun. Þar á hagur
hins almenna notanda um land allt
að vera mælikvarðinn, bæði heimila
og atvinnureksturs.
Hér hefur verið drepið á nokkra
þætti af verkefnaskrá orkumála
og orkunýtingar undanfarin ár.
Ykkur, lesendur þessarar greinar,
læt ég um að dæma hvort ummæli
og skrif Morgunblaðsins um þetta
skeið í orkumálum séu réttmæt,
eða flokkist undir sleggjudóma.
Umræða um þessi mál getur verið
gagnleg, en því aðeins að áróðurs-
moldviðri víki fyrir hlutlægum og
rökstuddum skoðanaskiptum.
Með þökk fyrir birtinguna.
Reykjavík, 18. júlí 1983.
Hjörleifur Guttormsson.
Hjörleifur Guttormsson er alþing-
ismaður Alþýðubandalagsins fyrir
A usturlandskjördæmi.
Miðstýring leið-
ir til spillingar
— eftir Ólaf Björnsson |
Gengismunur
Almennt virðist talað um geng-
ismun eins og brauð sem fellur af
himnum ofan hvert sinn sem
gengi krónunnar er fellt. Brauði
þessu útdeila svo stjórnvöld af
vizku sinni og náð. Öllum ætti þó
að vera ljóst að stjórnvöld hafa
ekki gengismun fremur en annað
til að úthluta nema taka fyrst af
einhverjum. Af öllum útflutn-
ingsbirgðum myndast gengismun-
ur þegar gengi er fellt. En það er
aðeins gengismunur af birgðum
sjávarafurða sem stjórnvöld telja
sig hafa heimild til að ráðskast
með. Ætti að hafa sama háttinn á
um gengismun af t.d. áli eða
skinnavöru teldist það brot á eign-
arréttarákvæðum stjórnarskrár-
innar. Með tilkomu verðjöfnun-
arsjóðs fiskiðnaðarins varð venjan
sú að væri gengi fellt meira en
einhver vinnslugreinin þyrfti til
að skrimta féll það sem umfram
var í deild viðkomandi greinar í
verðjöfnunarsjóði. Þar með var
stuðlað að því að lengra yrði á
milli gengisfellinga, auk þess sem
gengismunur skilaði sér þá fyrr
eða seinna til réttra eigenda sem
að sjálfsögðu eru útgerð, verkun
og sjómenn. Einhver hluti geng-
ismunar fór þó alltaf til þess að
létta gengistryggð lán útgerðar,
sem á þeim tíma voru afbrigðileg,
að því leyti að engin önnur lán
voru gengis- eða verðtryggð.
Vissulega var þetta hrikaleg
miðstýring, en ekki ólíðandi mis-
munun eins og tíðkuð er í seinni
tíð.
Drottnað og deilt
Miðstýring leiðir ávallt af sér
spillingu þegar til lengdar lætur
og sú hefur reyndin orðið í með-
ferð stjórnvalda á gengismun af
sjávarafurðum. Eftir mikil
skakkaföll á liðnum árum, urðu
árin 1980 og 1981 góð fyrir skreið-
arframleiðendur. Góða afkomu
þoldu stjórnvöld ekki fremur en
fyrr. Þegar gengið var fellt þann
26. ágúst 1981 og skreiðarfram-
leiðsla ársins enn öll í birgðum var
ákveðið að stór hluti gengismunar
af skreið skyldi ganga til verðjöfn-
unarsjóðs freðfiskdeildar. Sama
gilti raunar um saltfiskbirgðir, en
vertíðarframleiðslan var þó að
stærstum hluta farin úr landi.
Ekki þótti nóg að gert með því að
ræna þessar greinar gengismun,
heldur var lagður á þær sérstakur
útflutningsskattur, 4,5%. Á árinu
1982 er fyrir alvöru tekinn upp sá
siður að ræna gengismun og út-
hluta honum til einstakra útgerða,
áður hafði aðeins það sem skilaði
sér umfram áætlun af gengismun
verið notað til svona „prívat" út-
hlutunar sjávarútvegsráðherra.
Þessi úthlutun er ýmist notuð til
að greiða niður vitlaus skipakaup
eða þess sem á fínu máli er kallað
fjárhagsleg endurskipulagning.
Með öðrum orðum dúsur í „fallítt"
fyrirtæki sem í náðinni eru hverju
sinni, og yfirleitt þau sömu.
Hærri upphæö en allt
eigið fé landsbankans
framreiknaö frá upphafi
Þessa dagana eru stjórnvöld að
fjalla um hvernig skipta skuli
gengismun af sjávarafurðum (aðr-
ir eiga sinn gengismun) sem áætl-
að er að verði kr. 500 milljónir, en
verður eftir venju nær 600 millj-
ónir. Til samanburðar höfum við
reikninga Landsbankans fyrir
1982. Þar kemur fram að allt eigið
fé þessa langstærsta banka lands-
ins með öllum eignum reiknuðum
á núvirði er kr. 478,7 milljónir. Af
þessum samanburði má sjá hvaða
upphæðir hér er um að ræða. Upp-
lýst er að 300 milljónum króna
ætlar sjávarútvegsráðherra að út-
hluta nýjustu togurunum að
mestu. Þegar fjallað var um geng-
ismun á Alþingi sl. vetur reyndust
þingmenn krata og þorri sjálf-
stæðismanna hafa skilning á þeim
hrikalega vanda sem eigendur
skreiðar standa frammi fyrir. Nú
eru þeir sjálfstæðismenn sem
Ólafur Björnsson
leiddu baráttuna orðnir ráðherrar
og hafa meirihluta í ríkisstjórn. I
von um að þeir hafi ekki gleymt
því sem þeir þá með réttu héldu
fram hefur Samlag skreiðarfram-
leiðenda sent sjávarútvegsráð-
herra eftirfarandi bréf og öllum
ráðherrum afrit:
Hr. sjávarútvegsráðherra,
Halldór Asgrímsson,
Lindargötu 9,
Reykjavík.
Samkvæmt þeim fréttum sem
fjölmiðlar flytja um tillögur yðar
varðandi ráðstöfun gengismunar
vegna síðustu gengislækkunar
virðist ljóst, að enn einu sinni er
ætlunin að gera upptækan geng-
ismun af skreiðarbirgðum og
ráðstafa honum til annarra
greina. Af þessu tilefni vill Sam-
íag Skreiðarframleiðenda benda á
eftirfarandi:
1. Skreið er nú seld með 20%
afslætti frá þeim verðum, sem
stjórnvöld í Nígeríu ákváðu 1981
og gilda eiga út þetta ár. Þá er öll
skreið seld með 185 daga gjald-
fresti, þar við bætast 3—5 mánuð-
ir sem það tekur Seðlabanka Níg-
eríu að skila greiðslum, allt vaxta-
laust, svo er skipulagsleysi í sölu-
málum fyrir að þakka.
Hljómsveit Björgvins Halldórssonar:
Úllen dúllen
um landið
UM ÞESSAR mundir eru hljómsveit
Björgvins Halldórssonar og Úllen
dúllen-revíuflokkurinn að leggja f
annað sinn í skemmtanaferð um
landið eins og í fyrra.
Verða fyrstu skemmtanirnar
með Úllen dúllen-flokknum í
Sjallanum á Akureyri um Versl-
unarmannahelgina. Sýning Úllen
dúllen-flokksins byggist á stuttum
försum sem síðan tvinnast saman
við músík af ýmsum toga. Eftir
leiksýningarnar um helgar mun
hljómsveit Björgvins Halldórsson-
ar leika fyrir dansi. Úllen dúllen
flokkinn skipa nú: Randver Þor-
láksson, Björgvin Halldórsson,
Sigurður Sigurjónsson, Magnús
Kjartansson og Þórhallur Sig-
urðsson (Laddi). Hljómsveit
Björgvins Halldórssonar er skipuð
eftirfarandi hljómlistarmönnum
auk Björgvins sjálfs: Magnús
Kjartansson hljómborð, Björn
Thoroddsen gítar, Hjörtur Hows-
er hljómborð, Haraldur Þorsteins-
son bassi og Smári Eiríksson
trommur. (FrétUlilkrnninx.)
Björgvin Halldórsson
2. Þrátt fyrir mótmæli SSF var
gengismunur af skreið 1981 hirtur
til þess að styrkja frystingu og
auk þess tekið sérstakt útflutn-
ingsgjald af skreið í sama tilgangi
(saltfiski einnig).
3. Fjöldi fyrirtækja á í reynd
allt sitt rekstrarfé bundið í skreið-
arbirgðum. Af þeim sökum eru
þau rekin á skuldasöfnun við
viðskiptaaðila, sem taka 5% vexti
hvern mánuð. Eigið fé þessara
fyrirtækja brennur svo upp í verð-
bólgu, sem nálgast 100%.
4. Örar gengislækkanir hafa
gert mögulegt að hækka afurðalán
til að mæta vöxtum að mestu. Þær
forsendur eiga nú ekki að verða
fyrir hendi á næstunni. Þá virðist
helzt mega vænta þess að hækka
lánin út á eign framleiðenda í
birgðum og verður þá skammt að
bíða þess að bankar eignist þær
með öllu og eignaupptakan þar
með fullkomnuð.
5. Skreiðin hefur rýrnað á þess-
um langa geymslutíma og í sum- r
um tilfellum orðið fyrir skemmd-
um að hluta til. Kröfur við úttekt
hafa verið hertar. Af þessum
ástæðum hefur yfirleitt þurft að
endurpakka skreiðina og stundum
oftar en einu sinni. Dýr hús eru
bundin og hjallar nýtast ekki, en
ganga úr sér engu að síður og
verða að afskrifast.
6. Af framantöldu má ljóst vera
að allar forsendur fyrir afkomu í
skreiðarverkun eru löngu brostnar
og allt tal um gróða af skreiðar-
verkun er algjör'ega út í hött.
7. Ástæða er til að vekja athygli
á að á þessu og síðasta ári hafa
Norðmenn talið sig nauðbeygða til
þess að leggja sínum skreiðar-
framleiðendum til Nkr. 440 millj-
ónir í vaxtalausum lánum og bein-
um styrkjum.
8. Að lokum viljum við ítreka þá
margyfirlýstu skoðun okkar, að sé
gengi fellt umfram það sem þarf
til þess að gera afkomu einhverrar
greinar viðunandi, á það sem um-
fram er að renna í verðjöfnunar-
sjóð viðkomandi greinar.
Við leyfum okkur að vænta þess
að ofangreindar ábendingar nægi
til þess að stjórnvöld láti nú stað-
ar numið á eignaupptöku í skreið-
arbirgðum, en verji þess í stað
gengismun af skreið í þetta sinn
til þess að létta vaxtakostnað af
afurðalánum.
Með vinsemd og virðingu,
Samlag skreiðarframleið-
enda,
Olafur Björnsson.
Ólafur Björnsson er iítgerðarmað-
ur i Keflarík og stjórnarformaður
Samlags skreiðarframleiðenda.
Frestun á
gjaldföllnum
skuldum
STJÓRN Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins hefur ákveðið að
veita þeim, sem tekið hafa verð-
tryggð lán hjá lífeyrissjóðnum,
frest á fjórðungi gjaldfallinnar
greiðslu á tímabilinu frá 1. sept-
ember nk. til 31. ágúst 1984.
Ákvörðun þessi er tekin í fram-
haldi af bráðabirgðalögum ríkis-
stjórnarinnar frá 27. maí s.l.
^Angtysinga-
síminn er 2 24 80
Vörumarkaðurinn hi.