Morgunblaðið - 28.07.1983, Page 36

Morgunblaðið - 28.07.1983, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 Elsa R. Sigurðar- dóttir — Fædd 2. maí 1931. Dáin 22. júlí 1983. Margar og kærar minningar vakna í huga mínum er ég kveð vinkonu mína, Elsu sigurðardótt- ur, Engjavegi 21, Isafirði, en hún lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði 22. þ.m. eftir langa og stranga legu. Þegar ég hóf kennslu í Barna- skóla ísafjarðar fyrir fjórum ára- tugum var Elsa Sigurðardóttir í hópi fyrstu nemenda minna. Frá þeim árum minnist ég hennar sem fjörmikils og glaðværs unglings, sem átti auðvelt með að lynda við bekkjarsystkini sín, enda þannig skapi farin, að það var bæði auð- velt og ánægjulegt að umgangast hana bæði í leik og starfi. Árin liðu og brátt stofnaði hún sitt eigið heimili ásamt manni sín- um, Kristjáni J. Kristjánssyni, vélstjóra, síðar lögregluþjóni. Atvikin höguðu því svo að fyrsta heimili ungu hjónanna var á efstu hæð Alþýðuhússins á ísa- firði, en þar á hæðinni bjó ég með fjölskyldu minni, auk tveggja ann- arra fjölskyldna. Húsnæðið var ekki stórbrotið, þægindi af skorn- um skammti og auk mikils þröng- býlis varð fólk að sætta sig við fjölþætt sameiginleg afnot af þeirri takmörkuðu aðstöðu, sem fyrir hendi var. Minning Það fór því ekki hjá því að sam- gangur og kynni milli fjölskyldna okkar var bæði mikill og náinn. Á þessum sambýlisárum gafst mér því gott tækifæri til að kynnast og læra að meta að verðleikum þá eðlisþætti í fari og skapgerð Elsu Sigurðardóttur, sem mótuðu lífs- viðhorf hennar og daglega fram- komu. Þeir þætti, sem þar voru ríkjandi, voru fyrst og fremst þessir: gestrisni og góðvild, dugn- aður og glaðværð, trygglyndi og einstæð umhyggju- og hjálpsemi gagnvart þeim, sem minna máttu sín. Enda þótt þau Elsa og Kristján hefðu ekki yfir að ráða miklum veraldarauði fyrstu hjúskaparárin tókst þeim með samhug og dugn- aði að byggja upp aðlaðandi heim- ili, sem bar þess strax glöggt vitni, að hin unga húsmóðir var vinnu- söm og vel verki farin og taldi ekki eftir sér þær stundir, sem til þess fóru að skapa fjölskyldunni öruggt skjól. Þau hjónin voru sérstaklega samrýnd og samhent. Þess vegna tókst þeim í sameiningu að standa af sér óvænt og þungbært áfall, en þau urðu fyrir þeirri bitru sorg að missa kært og efnilegt ungbarn — dreng úr bráðri lungnabólgu. í þeim raunum kom strax í ljós, að t Faöir minn, HAUKUR GUDMUNDSSON, Hétúni 10, Reykjavik, varö bráökvaddur 25. júní. Guömundur Hauksson. t Eiginkona mín, GUORÚN HREFNA GUÐJÓNSDÓTTIR, kennari, lést 22. þessa mánaðar. Útförin veröur gerö frá Fossvogskapellu föstudaginn 29. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afbeöin en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á liknarstofn- anir. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Steindór Guójónsaon. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi, JÓN EINARSSON, fyrrv. bifreióastjóri, Fannborg 1, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. júlí kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Magnea G. Ágústsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Vilhjálmur Jóhannesson, Magnea Jónsdóttir, Einar Aóalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, MARINÓ G. JÓNSSON, fyrrverandi yfirsímritari, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 29. júlí kl. 13.30. Hjördís Ólafsdóttir, Agnes Marinósdóttir, Kristinn Guóbjörnsson, Sig. E. Marinósson, Ágústa K. Sigurjónsdóttir, Valur Marinósson, Sabine Marinósson, Valgeróur Marinósdóttir, Valdimar G. Guömundsson, Evert Kr. Evertsson, Sigríöur Hóóinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auösýndu okkur hlut- tekningu og vináttu vegna fráfalls, HANS ÞÓRS JÓHANNSSONAR, Mióbraut 18, Seltj. Sigurrós Baldvinsdóttir, Guðrún íris Þórsdóttir, Jóhann Þórsson, Baldvin Þórsson, Helga Jóhannsdóttir, Stefón Jóhannsson. samvistir þeirra voru grundvall- aðar á því trausta bjargi tryggðar og samhygðar sem ekki bifast þó erfiðleika beri að höndum. Með dugnaði og ráðdeild óx hag- ur þeirra hröðum skrefum og brátt gátu þau flutt í eigið hús, nýbyggt og vandað í alla staði. 1 þeim góðu húsakynnum naut myndarskapur húsfreyjunnar sín næsta vel, og þar bjó hún fjöl- skyldu sinni hið vistlega heimili. Þangað var alltaf ánægulegt að koma enda var gestagangur mik- ill, og var viðmót getsgjafanna á þá lund að öllum leið vel í návist þeirra. Þarna ríkti falslaus risna og glaðværð. Það var því oft glatt á hjalla á heimili þeirra, enda var þeim báðum lagið að halda uppi fjörlegum samræðum og græsku- lausum gamanmálum. Börn þeirra hjóna, sem á lífi eru, eru þessi: Karen, Guðrún Kristjana, Björk, Ásta og Trausti. Þau eru öll myndar- og dugnað- armanneskjur og kippir í kynið á margan hátt varðandi atorku, dugnað og atgervi foreldranna. Umhyggja Elsu heitinnar gagn- vart börnum sínum og barnabörn- um var alveg einstök. Ömmubörn- in kunnu að meta þetta. Þau voru ekki há í loftinu þegar þau skynj- uðu að það var bæði gaman og gott að heimsækja og dvelja hjá afa og ömmu á Engjaveginum, — enda helgaði hún þeim mikinn tíma og taldi ekki eftir sér sporin þeirra vegna. En það lýsir Elsu Sigurðardótt- ur sérstaklega vel, að góðvild hennar og umhyggja takmarkað- ist ekki við nánasta skyldulið hennar, heldur náði hún til þeirra samferðamanna hennar, sem voru hjálparþurfi. Þau voru býsna mörg gamalmennin á ísafirði, sem nutu gestrisni hennar og umönn- unar. Hún lagði oft á sig mikla vinnu og fyrirhöfn til að hjálpa og létta undir með slikum einstæð- ingum þó hún léti lítið yfir slíkum kærleiksverkum, sem oftast voru unnin í leyndum. Það er dæmigert fyrir þessa fórnfúsu þjóustu henn- ar við einstæðingana, að síðasta ferð hennar af heimilinu, en það var í febrúarmánuði 1982, og þá var hún orðin mikið þjáð og sár- veik, — var farin í verslun til þess að kaupa flík fyrir einstæðing á elliheimilinu, sem hlakkaði svo til að geta „klætt sig upp á“ fyrir Gamalmennasamsætið hjá Hlíf, sem vera átti næstu daga. Degi síðar var hún flutt fársjúk til Reykjavíkur. Eitt hið síðasta sem hún bað mann sinn um, áður en hún var borin í sjúkrabílinn, var að muna nú eftir að færa gamalli frænku hennar bollur á bolludag- inn, en það hafði hún gert síðustu árin. Þeir, sem svo ríka umhyggju bera fyrir öðrum, að þeir gleyma eigin erfiðleikum og þjáningum, og ekki hvað síst þegar umhyggj- an snýst um gamalmenni og ein- stæðinga, eiga vísa góða heim- komu að loknum ævidegi. Slíkra er guðsríki. Mér er orðs vant er ég kveð þessa mætu og góðu vinkonu okkar. Við höfum svo sannarlega margs að minnast og svo margt að þakka. Einlæg vinátta hennar og óbrigðul tryggð hennar gagnvart fjölskyldu minni fyrnist ekki þó árin líði. Nú sem fyrr hefir vinur minn, Kristján J. Kristjánsson, sýnt hvaða mann hann hefir að geyma. Þrek hans, tryggð og fórnarlund í sambandi við þungbær og lang- vinn veikindi Elsu heitinnar er fágætt. Frá því í febr. 1982 hefir hann fylgt konu sinni eftir fram og aftur á milli sjúkrahúsa í Reykjavík og á ísafirði. Hann hef- ir helgað henni sérhverja stund, sem hann hafði til ráðstöfunar. Hann hefir setið við sjúkrabeð konu sinnar nótt sem dag þessa löngu og döpru mánuði og stöðugt vakað yfir velferð hennar af svo einstakri nærfærni og umhyggju- semi, og þeir einir geta leikið eftir, sem öllu vilja og geta fórnað fyrir kæran ástvin. Þá hafa börn hennar sýnt ein- staka umhyggjusemi og tryggð og hafa lagt mikið á sig til að auð- sýna mömmu sinni þakklæti sitt í verki með því að vera yfir henni og hlynna að henni eftir bestu föng- um. Missir Kristjáns og barnanna þeirra er vissulega mikill og sorg- in þung og þar geta orð litlu um þokað. En það má vera þeim hugg- un harmi gegn, að vita það að þau syrgja góða konu og að þau hafa gert allt það fyrir hana, sem í mannlegu valdi var hægt að gera. Björgvin Sighvatsson. I dag verður til moldar borin á ísafirði Elsa R. Sigurðardóttir, en hún lést í sjúkrahúsi ísafjarðar þann 22. júlí sl. eftir erfiða sjúk- dómslegu. Elsa var fædd á ísafirði 2. maí 1931 og var því aðeins 52 ára er hún féll frá. Elsa var dóttir hjónanna Bjarneyjar Þórðardótt- ur og Sigurðar Bentssonar. Á ísa- firði bjó hún allan sinn aldur og giftist 12. júní 1949 eftirlifandi eiginmanni sínum, Kristjáni J. Kristjánssyni. Þau hjón eignuðust 6 börn og eru 5 á lífi, Karen Ragna, gift Haraldi Benedikts- syni, Guðrún Kristjana gift Haf- steini Ingólfssyni, Björk, sem er í sambýli við Gunnar Lárusson, Ásta Dórótea, gift Sverri Krist- jánssyni og Trausti Aðalsteinn, sem er nú hjá föður sínum. Barna- börnin eru tíu. t Hjartans þakkír til allra er sýndu samúð vlö andlát og jaröarför eiginkonu minnar, GUOMUNDÍNU ÞÓRUNNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Öldutúni 4, sem lést á St. Jósepsspitala í Hafnarfiröi 12. júlí. Þakka læknum og hjúkrunarliöi lyfjadeildar frábæra hjúkrun og hlýju. Sigurður Tryggvi Arason. Opiö til kl. 10 virka daga Útfararkransar og kistuskreytingar meö stuttum fyrirvara. Allar skreytingar unnar af dönskum skreyt- ingameistara. FlÓra, Hafnarstræti 16, sími 24025. Kynni mín af Elsu hófust strax er ég var lítil, og entust til ævi- loka. Hún var alveg einstök kona, traustur vinur vina sinna, glað- lynd og sá alltaf björtu hliðarnar á tilverunni. Mér var hún sem móðir frá því ég missti fósturmóð- ur mína 10 ára gömul. Alltaf gat ég leitað til Elsu með allt sem ég þurfti, hún tók mér sem væri ég hennar eigið barn. Þess vegna spurði ég sjálfa mig: Hvers vegna þurfti hún endilega að fara? Hvers vegna allir sem manni þyk- ir vænst um í lífinu? En kallið var komið og Guð hefur alltaf ein- hvern tilgang með öllu sem við skiljum ekki. Elsa og Kristján bjuggu lengst af á Engjavegi 21, þar áttu þau yndislegt heimili sem alltaf stóð opið öllum, hvort sem það voru vinir, ættingjar eða ókunnugir, þau tóku öllum jafnt. Það alveg sama á hvaða tíma var droppað inn til Elsu og Kristjáns, það var alltaf jafn gaman og ynd- islegt að koma á Engjaveg 21. Ef ég ætti að lýsa nánar samskiptum okkar Elsu þá yrði það efni í heila bók, en sem betur fer á ég góðar minningar um þá elskulegustu og bestu vinkonu sem ég hef eignast um ævina. Kristján minn, börn og barna- börn, ég og fjölskylda mín biðjum algóðan Guð að gefa ykkur styrk á erfiðri skilnaðarstund og í fram- tíðinni. „Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga.“ „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Ásta Dóra og fjölskylda. í dag verður jarðsungin frá ísa- fjarðarkirkju Elsa Sigurðardóttir, Engjavegi 21 þar í bæ. Með Elsu er genginn einn traustasti og trygg- asti vinur, sem ég og fjölskylda mín höfum átt. Elsa lést á sjúkrahúsinu á Isa- firði 22 þ.m. eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Sjúkrasaga hennar er saga rauna og þjáninga — ekki bara hennar sjálfrar heldur eigin- manns hennar og barna og allra þeirra sem unnu henni. Því sem næst fullfrísk manneskja og í blóma lífsins brá hún sér bæjar- leið til þess að gangast undir smá- vægilega rannsóknaraðgerð við bestu ytri aðstæður undir hand- leiðslu lærðra sérfræðinga. Eng- um kom annað til hugar en að hún sneri heim aftur eftir fáa sólar- hringa. Henni fannst varla taka því að kveðja sína nánustu því svo skammt myndi líða milli brottfar- ar og heimkomu. En heimleiðin varð lengri og þrautafyllri en nokkurn óraði fyrir. Sitthvað gerðist, sem menn áttu víst ekki von á og voru sennilega ekki við- búnir að mæta. Elsa lifði áföllin af, því hún var bæði sterkbyggð og dugleg kona. En hún komst aldrei til máttar og fullrar meðvitundar. Hún átti eftir að snúa aftur heim til ísafjarðar en aldrei aftur til heimilis síns þar. Hennar beið nú löng og erfið barátta — erfið fyrir hana sjálfa og sársaukafull og þungbær fyrir eiginmann hennar og börn. Sjálf gat hún enga björg sér veitt og engu sambandi náð við umheiminn nema eiginmann sinn, sem var henni svo nátengdur, að jafnvel lömunin megnaði ekki að rjúfa sambandið á milli þeirra. Á hverjum einasta degi í alla þá mörgu og löngu mánuði sem Elsa barðist við dauðann sat hann klukkustundum saman við sjúkra- beðinn til þess að veita henni lið- sinni og styrk. Öllu öðru vék hann til hliðar í lifi sínu. Þetta var mikil og erfið raun fyrir Kristján Kristjánsson. En hann hélt sambandi við konu sína, sem aðrir gátu ekki. Hann fann, hvað henni leið; vissi, hvað hún vildi sagt hafa og ræddi við hana eins og hann var vanur að gera heima. Og hann missti aldrei von- ina. Sérhver ný hreyfing, sérhver breyting á ástandi eða yfirbragði sjúklingsins gaf honum nýja von. Var þetta tákn um, að Elsa Sig- urðardóttir væri loksins lögð af stað á leið heim — væri loks tekin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.