Morgunblaðið - 07.08.1983, Síða 13

Morgunblaðið - 07.08.1983, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 61 í Bandaríkjunum eru framin 400 morð í hverri viku ... Yfirgnæfandi meirihluti fólks styður dauðarefsinguna - REFSINGAR ■ RAUÐA-KÍNA Oreigarnir eru farnir að Til er bóndi nokkur í Kanton í Kína, sem á þrjú hús, eitt fyrir sjálfan sig, eitt fyrir konu sína og dóttur og eitt leigir hann út. Hann fer ferða sinna í eigin bíl og á stundum í dálitlum útistöðum við verkamcnnina, sem vinna á býlinu hans: „l»að linnir aldrei kaupkröf- unum hjá þeim,“ segir hann. „Hann er mjög framfarasinn- aður, finnst ykkur ekki?“ sagði embættismaður kommúnista- flokksins á staðnum þegar hann hafði hlýtt á sögu bóndans með ánægjublik í augum og skoðað japanska sjónvarpstækið hans, kasettutækið og kíkinn. Fyrir nokkrum árum hefði svona saga hljómað eins og hvert annað guðlast í eyrum Kínverja. Leigt vinnuafl var þá samnefnari alls hins illa, sem viðgekkst áður en kommúnistar komust til valda, og eftirsókn nýríka bóndans eftir þessa heims gæðum hefði í besta falli borgað fyrir hann farið út í villta vestrið þeirra í Kína þar sem hann hefði verið látinn strita við grjótbrot. Dagar Maós formanns eru hins vegar liðnir undir lok og nú er dagskipunin þessi: „Verðið rík“. í Kína eru nú tugir þúsunda ríkra bænda. Blöðin segja frá því í smáatriðum hvernig þeir fóru að því að auðgast — af snáka- rækt, andarækt, ræktun fáséðra lækningajurta — og hvernig þeir ausa út peningunum á báðar hendur. Ekki þykir lengur taka því að minnast á reiðhjól og tölvuúr, nú er það einkabíllinn, Það, sem skiptir þó kannski mestu, er, að í Bandaríkjunum eru framin 400 morð í hverri viku, þar af 40, sem segja má um, að séu gerð í „glæpsamlegum tilgangi", og þótt einn maður yrði líflátinn á hverjum virkum degi myndi það hvergi hrökkva til að fyrirkoma öllum morðingjunum. Bandarískur almenningur hefur hins vegar engan áhuga á þessari hlið mála. Yfirgnæfandi meiri- hluti fólks styður dauðarefsing- una, öfugt við það, sem var fyrir 20 árum, og menn eru fyrir löngu hættir að deila um það hvort dauðarefsingin hafi í raun nokkur áhrif á glæpatíðnina. Henry Schwarzschild, formaður þeirrar nefndar bandarísku mannrétt- indasamtakanna, sem fjallar um dauðarefsingar, segir, að nú vaki það eitt fyrir fólki að koma fram hefndum. „Óþverri á borð við Barefoot á það skilið að verða drepinn," segja nú flestir. Schwarzchild og margir aðrir halda því fram, að ef Bandaríkja- menn vilji í raun fækka morðun- um í landinu þá væri þeim nær að beita sér fyrir auknu eftirliti með skammbyssum og öðrum vopnum. Það sé fyrst og fremst auðveldur aðgangur að banvænum vopnum, ekki aftaka nokkurra morðingja, sem geri Bandaríkin að jafn hættulegum stað og raun ber vitni. - ROBERT CHESSHYRE berast á sem allt snýst um. Kennimenn kommúnismans hafa líka lagt blessun sína yfir bílismann, í rit- um Marx og Engles er nefnilega hvergi staf að finna, sem mælir honum í mót. Frá Guangdong í suðri til Sichuan í vestri og handan fjall- anna í Tíbet flykkist fólk á „frjalsu markaðina" þar sem verðlagningin er að mestu eftir- litslaus og lítið fylgst með því, sem selt er. Þessir markaðir sjá nú Kínverjum fyrir þeim mat og þeirri vöru, sem opinbera kerfið var ófært um að útvega, og yfir- völdin skora líka beinlínis á bændurna að taka þátt í þessari starfsemi. Á dögum Maós voru frjálsu markaðirnir taldir hættuleg ógnun við kommúnurnar en nú er um þær sagt, að þær séu ein af mörgum og „skeliflegum mis- tökum" formannsins. Víða hafa þær verið lagðar niður og samvinnufélög stofnuð í þeirra stað, nokkur hópur manna eða jafnvel fjölskyldur, sem standa stjórnvöldum skil á ákveðinni framleiðslu en hirða síðan af- raksturinn af því, sem umfram er. Það er einmitt rétturinn til umframframleiðslunnar, sem hefur glætt framtakið meðal kínverskra bænda og tekjur þeirra hafa líka stóraukist á síð- ustu þremur árum. Bændurnir hrósa þó ekki aðeins sigri yfir þeirri þráhyggju Maós, að allir skuli vera jafnir, og yfir andúð hans á frjálsu framtaki. Þótt flokkurinn leggi höfuðáherslu á, að hjón eigi aðeins eitt barn, er það látið viðgangast óátalið, að bændafólkið eigi tvö. Hætt er þó við, að þetta geri að engu þá stefnu kínversku stjórnarinnar að fækka mann- fólkinu í landinu um 300 milljón- ir manna á 60—70 árum og minnkar einnig líkurnar á að takast megi að fjórfalda fram- leiðsluna fram til áramóta. — JONATHAN MIRSKY LITIR: GULT — RAUTT — SVART — BRÚNT Sérstakt kynningarverö [h]hekia HF y NYIR VALKOSTIR með Atlantik og Eddu HAMBORG 17. ágúst — 2 vikur 1 vika sigling með Ws EDDU — 1 vika gisting í Hamborg m/morgunmat. Verð M 14.360.- Verð 13.720. SKOTLAND 24. ágúst — 2 vikur Rútuferð um „Lake Distict" upp til Invemess í Skotlandi 5 daga sigling með M'fe EDDU — 9 daga rútuferð með íslenskri rútu. Gisting á viðkomustöðum með hálfu fæði. 31. ágúst - 2 vikur 5 daga sigling með M/s EDDU - 9 daga gisting með morgunmat, þar af 7 í London. LONDON Verð kr.: 15.800.- GOLFí SKOTLANDI 14. september - 1 vika 3ja daga sigling með M4 EDDU - 4 daga gisting með hálfu fæði í Skotlandi. „Greenfee" allan tímann. Flogið tilbaka frá Glasgow. Mtdivm Ferðaskrifstofa. Iðnaðarhusinu. Hallveigarstig 1 simar 28388 og 28580

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.