Morgunblaðið - 02.09.1983, Page 3

Morgunblaðið - 02.09.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 3 Okumenn aka of hratt í nágrenni skólanna Rætt við Lúðvík Eiðsson lögreglumann, sem að undanförnu hefur unnið við hraðamælingar í nágrenni skólanna „ÞAÐ LÍÐUR aldrei sá dagur, að ökumenn aki ekki alltof hratt í nágrenni skólanna. Yfirleitt er um að ræða fólk, sem býr í nágrenninu og á börn í grunnskóla. Við höf- um stöðvað þá öku- menn, sem hafa ekið of hratt og rætt við þá um þær hættur sem af of hröðum akstri stafi. Þeir sem hafa ekið alltof hratt hafa verið kærðir. Ökumenn hafa undantekningar- laust tekið ábending- um mjög vel,“ sagði Lúðvík Eiðsson, lög- reglumaður, en hann hefur að undanförnu unnið að hraðamæl- ingum við grunnskóla borgarinnar. „Við höfum mælt meðalhraða öku- tækja. Þó flestir aki gætilega þá eru alltaf til undantekn- ingar; ökumenn sem aka á um 70 kíló- metra hraða og það gefur auga leið hvað slíkur akstur getur haft í för með sér. Ökumenn hafa nán- ast undantekn- ingarlaust sagt að þeir hafi ekki áttað sig á hraðanum; að um hugsunarleysi hafi verið að ræða. Við munum halda áfram að mæla hraða ökutækja við skóla borgarinnar næstu vikur. Þús- undir barna streyma nú í skólana og því brýnt að. ná niður ökuhraða í nágrenni þeirra," sagði Lúðvík Eiðsson. MorjfunblaöiðJúlíus. Lögreglumenn vinna að radarmælingum á Sogavegi í gær. Foreldrar komu að máli við lögregluna þegar bfll valt í Eskihlíð og lýstu þeirri skoðun sinni, að ökuhraði væri alltof mikill um götuna. Skömmu áður en bifreiðin valt höfðu börn verið að leik einmitt við Ijósastaurinn. Fimm umferðarslys í gær — 5 í slysadeild FIMM umferðarslys urðu í gærdag og voru flmm manns fluttir í slysa- deild. í engu tilvikanna slasaðist fólk alvarlega. Þrettán ára gömul stúlka varð fyrir bifreið á Suður- landsbraut fyrir framan húsið númer 32. Stúlkan raun hafa hlaupiö út á götuna og varð fyrir bifreið, sem ekið var i austurátt. Hún mun ekki hafa slasast alvar- lega. í Eskihlíð valt Volkswagen- bifreið. Bifreið mun hafa verið ekið í veg fyrir Volkswagen-bif- reiðina. Ökumaðurinn sveigði frá en ekki tókst betur til en svo, að bifreiðin valt á ljósastaur. Ökumaðurinn var fluttur í slysa- deild. Skömmu áður en slysið átti sér stað, voru börn að leik ein- mitt á þeim stað þar sem bifreið- in valt. Ibúar í nágrenninu kvörtuðu sáran yfir of hröðum akstri í Eskihlíðinni við lögregl- una. Að undanförnu hefur lög- reglan mælt ökuhraða í Eski- hlíðinni, sem og við aðra skóla í borginni. Rétt um kiukkan ]6 ‘ gærdag varð enn eitt slysið. Fimm ára gamalt barn datt út úr bifreið, sem ekið var eftir Tryggvagötu. Afturhurð bifreiðarinnar mun hafa opnast með þeim afleiðing- Læknar huga að meiðslum stúlkunnar, sem varð fyrir binCÍ? * Suður- landsbraut. M;ndir Mbl. Július. um að barnið datt út og hafnaði á götunni. Það var flutt í slysa- deild. Aldrei verður nógsamlega fyrir fólki brýnt að gæta þess, að barnalæsingar séu notaðar í bif- reiðum. í Kópavogi varð kona fyrir bif- reið, sem ekið var út úr inn- keyrslu. Konan skarst á höfði og var flutt í slysadeild. Slysið varð upp úr klukkan hálffjögur. Loks varð árekstur á gatna- mótum Skeiðarvogs og Suður- landsbrautar laust eftir klukkan 10 í gærmorgun. ökumaður ann- arrar bifreiðarinnar var fluttur í siysadeild, en meiðsli hans munu ekki talin alvarleg. KYNNIÐ YKKUR DAIHATSU gæði verð — kjör og þjónustu Daihatsu-umboóiu Ármúla 23, s. 85870 — 81733.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.