Morgunblaðið - 02.09.1983, Side 5

Morgunblaðið - 02.09.1983, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 5 Kynning á afleiðing- um bráðabirgðalaga — segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASI „Það cr náttúrlega Ijóst að við erum að reyna að koma á framfæri við lýsingaherferð nú eða hvort þeim fólk þeim afleiðingum sem bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar hafa. Lögin finnist sjónarmið þeirra ekki voru sett í vor, eins og allir vita, og þau banna samninga og setja koma fram sem skyldi í fjölmiðl- kauphækkunum það þröng mörk að kaupmáttur stefnir óðfluga niður á við. í dag vantar 33—36% upp á að fólk hafí það kaup sem það ætti að hafa samkvæmt samningum, sem þýðir eins og fram kemur í auglýsing- unni að fólk sem býr við lágmarkstekjur og ætti að hafa rúmlega 14 þúsund krónur á mánuði í tekjur, verður að sætta sig við 10.500 krónur. Hjá því fólki vantar því 3500 krónur upp á það kaup sem samningar gera ráð fyrir,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands Islands, en auglýsing frá ASÍ og fleiri launþegasamtökum undir yfírskriftinni „Áskorun til rfkisstjórnarinnar“ birtist í öllum dagblöðunum í gær. „Þetta ástand er að okkar mati mjög alvarlegt, bæði það grund- vallaratriði að lögin taka af okkur samningsréttinn og hitt, sem ég var að nefna, að kaupmátturinn sem afleiðing af þessum lögum, fellur svo gífurlega að þúsundir heimila í landinu ramba á barmi gjaldþrots. Við gerum okkur það fullkomlega ljóst að ef þessu held- ur fram, þá hlýtur tekjusamdrátt- urinn að leiða til samdráttar hjá fyrirtækjunum einnig, því fyrir- tækin halda ekki lengi áfram að framleiða vörur eða veita þjón- ustu, sem enginn hefur efni á að kaupa. Við getum því áður en var- ir verið komin í svipaða stöðu og þjóðirnar hér í kringum okkur, sem búa við slíkt atvinnuleysi, en við megum væntanlega ekkert okkar til þess hugsa, að slíkt eigi eftir að koma fyrir hér á landi," sagði Ásmundur. „Það er ljóst að óánægja fólks vegna bráðabirgðalaganna fer ört vaxandi. Nýjasta dæmið um það er ef til vill þessi áhugamannah- ópur um endurbætur í húsnæð- ismálum. Þær kröfur sem settar eru fram, eru í raun mjög svipaðs eðlis og ASÍ hefur sett fram við stjórnvöld, eins og fram kemur í ályktun sem við sendum frá okkur fyrir skömmu. Ég held að það, að þessi hópur skuli myndast nú, sem ég tel mjög af hinu betra, sýni ótvírætt að þessi lög eru farin að þrengja þannig að fólki, að þess megi vænta, að af frumkvæði fólksins sjálfs spretti upp hópar á ýmsum sviðum, til þess að reyna brjóta lögin með einhverjum hætti á bak aftur," sagði Ásmund- ur ennfremur. „Ég held að það sé svolítið mis- jafnt, ég held að við eigum mjög undir högg að sækja í Morgun- blaðinu til dæmis, sem gefur stjórnarsjónarmiðunum alltaf nokkuð rýmri uppslátt en okkar,“ sagði Ásmundur aðspurður um hvers vegna ráðist er í þessa upp- um. „Til dæmis birti Morgunblaðið ekki fréttabréf ASÍ, sem við send- ■ um frá okkur í vor, til þess að gera grein fyrir hvað í bráðabirgðalög- unum fælist. Ég skrifaði ritstjór- um Morgunblaðsins bréf, þegar þeir höfðu i leiðara yeitst að því, að ASÍ væri með einfeldningsleg- an áróður í þessu fréttabréfi, og óskaði eftir að það yrði birt. Því var ekki sinnt af hálfu ritstjóra og bréf mitt ekki birt heldur, ég held að ég ýki ekki þó ég segi, að Morg- unblaðið hafi í sumar nokkuð skýrt sýnt, að það hefur meiri áhuga á að koma sjónarmiðum ríkisstjórnarinnar á framfæri, en þeim sjónarmiðum sem ríkjandi eru innan verkalýðssamtakanna. Þetta kemur jafnvel fram í því, hvaða staður er valinn auglýsing- unni frá okkur í blaðinu í dag. En auðvitað er þetta misjafnt eftir blöðum, sem betur fer. Ég held einnig að í máli eins og þessu, geti verið mjög æskilegt að draga fram atriði skýrt og á ein- faldan hátt til að minna fólk á stöðuna og vekja það til umhugs- unar um hana. Við höfum ekki gert þetta áður að auglýsa svona í öllum blöðum, en við treystum því að það gefi góða raun,“ sagði Ás- mundur Stefánsson aö lokum. Nýtt skip afhent Eimskip í gærdag AFHENDING nýs stórflutningaskips til Eimskips fór fram í gærdag í Hamborg, að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, forstöðumanns áætlunardeildar Eimskips. Skip- inu var gefíð nafnið Lagarfoss, en Viggó E. Maack, framkvæmdastjóri tæknisviðs Eimskips, tók við því. Samningur um kaup á skipinu var gerður í mars sl. Skipið var smíðað í Þýskalandi árið 1977 og hefur um 4.000 tonna burðargetu, en lestar- rými er 225.000 rúmfet. Lengd m/s Lagarfoss er 93 metrar og breidd 14,5 metrar. Aðalvél skipsins er af MAK-gerð og er ganghraði þess 14 mílur á klst. Þá eru á skipinu tveir 15 tonna kranar sem geta lyft 30 tonnum saman. Skipið er þriðja stærsta skip í eigu Eimskips á eftir ekjuskipunum m/s Álafoss og m/s Eyrarfoss. Kaupverð skipsins er um 100 millj. ísl. kr. Verkefni skipsins verða aðallega á sviði stórflutninga; flutninga á sjáv- arafurðum, byggingavörum og flutn- ingar fyrir stóriðju, og kemur skipið til landsins um 10. september nk. með fullfermi af rafskautum fyrir Álverksmiðjuna í Straumsvík, og fer síðan aftur með fullfermi af áli til Rotterdam. Nokkrar breytingar verða gerðar á skipinu sem koma til með að gera það fjölhæfara í flest verkefni. Breytingarnar, sem fara fram í október nk., eru m.a. fólgnar í styrk- ingu botnsins til sérstakra þunga- flutninga, lestar skipsins verða gerð- ar box-laga og einangraðar, auk þess sem kælivélar verða settar í skipið til flutnings á saltfiski. í skipinu er hægt að hafa milliþil- far sem eykur á hentugleika þess til að flytja mismunandi farma. I skip- inu verða og þverskips skiirúm sem eykur á möguleika þess til að flytja mismunandi vörutegundir og ná þannig betri nýtingu í rekstri. Auk stórflutninga getur skipið annast gámaflutninga og er skipið sérstaklega útbúið til slíkra flutn- inga. Skipstjóri á Lagarfossi verður Haukur Dan Þórhallsson og yfirvél- stjóri Guðfinnur Pétursson. 1 G l II Ll L 1 1 ) 1 r/ El K 1 F/ El Rl 1 /1 til að gera virkilega góð kaup á hinum eina og sanna si Stor- UTSOLUMARKAÐI sem er í HÚSGAGNAHÖLLINNI við Bfldshöfða Opiö frá kl. 1—7 í dag og á morgun laugardag kl. 10—4 Gullnáma fyrir þá sem sauma heima: Efni, gifurlegt úrval, renni- lásar, allar stæröir, tvinni, allir litir. Barnaföt é telpur og drengi. / ■■ □ VINNUFATNAÐUR FRÁ BELGJAGERÐINNI □ JAKKAFÖT □ STAKIR JAKKAR □ BUXUR ALLAR STÆRDIR □ PEYSUR □ SKYRTUR □ BOLIR □ ÚLPUR □ BLÚSSUR □ HLJÓMPLÖTUR □ KASSETTUR Gullkista: Eldri vörur og lítið gallaðar á kr. 100—150 Stakir jakkar verð kr. 790 Jakkaföt verð kr. 1990, lítil númer □ SPORTFATNAÐUR □ JOGGINGSKÓR □ ÆFINGAGALLAR □ T-BOLIR □ GARDÍNUEFNI □ STORISEFNI BREIDD □ 90—270 CM □ YTRI-GARDÍNUEFNI □ VELÚR-GARDÍNUEFNI □ 100% BÓMULLAREFNI □ ELDHÚSGARDÍNUR □ TILBÚNAR □ SÆNGURFATNAÐUR □ HANDKLÆÐI □ LOPAPEYSUR □ LEIKFÖNG □ GJAFAVÖRUR Skór — skór Herraskór Barnaskór Dömuskór Kuldaskór SKOLAFOT - HLJOMPLOTUR - KASSETTUR - M DAGLEGA KL. 1 Karnabær ☆ Belgjagerðin ☆ Steinar ☆ Hummel ☆ Z-brautir ☆ Gluggatjöld ☆ Skóverslun Axels 0.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.