Morgunblaðið - 02.09.1983, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 02.09.1983, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 13 Fjölbrautaskóli Garöabæjar Skólar, félagsmál og Hafnfirðingabrandarar ÞAÐ ERU EKKI einungis byggingarmál sem helst eru á döfinni hjá bæjar- stjórn Garðabæjar um þessar mundir, heldur einnig félagsmál. SkólakerB bæjarins er mikiö til umfjöllunar og þá einkum fjölbrautaskólinn, sem hefur aðsetur í Lyngási, þar sem grunnskóíinn var áður til húsa. Jón Gauti kvað Fjölbrautaskóla Garðabæjar ekki vera fullgildan fjölbrautaskóla og hafi því verið um mikla samvinnu við Flens- borgarskóla í Hafnarfirði að ræða. Hafi sá háttur verið hafður á, að prófskírteini FG eru stimpluð af Flensborg. Jón Gauti sagði þó að aðsókn að Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sýndi að grundvöllur væri fyrir rekstri framhaldsskóla í bænum, en næsta haust væru innritaðir í skólann um 300 nem- endur. Heimild fékkst til að reka fjölbrautaskóla í þrjú ár, eða í 6 annir, og á þeim tíma hefur skól- inn útskrifað 42 sfudenta. Nem- endur fjölbrautaskólafls eru ekki einungis úr Garðabæ, heldur sækja unglingar úr nágranna- sveitum mjög í skólann, t.d. af Álftanesi og úr Reykjavík. Jón Gauti tjáði Mbl. að stórhýsi væri nú í byggingu undir grunn- skóla bæjarins, og verður síðari hluti kennsluhúsnæðis þess tekinn í notkun í ár. Skipulag yngri hluta skólans er nú í athugun, með tilliti til byggingar nýs skóla. í Garða- skóla er félagsmiðstöð, íþróttahús og sundlaug, og sagði Jón Gauti að ekki yrði bætt við þann þátt fé- lagsmála í bili, annað en að bún- ingsklefar í íþróttahúsi yrðu lag- færðir og bætt við þá, en skortur á búningsklefum hefði verið aðal- hemillinn á starfsemi hússins. Nokkur töf hefur orðið á gerð aðalskipulags Garðabæjar, en að sögn Jóns Gauta, hefur sú töf einkum orðið sökum samninga við nærliggjandi sveitarfélög, Kópa- vog og Hafnarfjörð, um breytt bæjarmörk og þjóðbrautir. Árið 1982 voru samningar að baki og nýir uppdrættir að bænum lágu fyrir. Skipulagið verður tilbúið tii samþykktar í október á þessu ári, eða á svipuðum tíma og aðalskipu- lag Kópavogs, og gildir til ársins 2004. Hafnarfjörður, Bessastaða- hreppur og Garðabær hafa haft sameiginlega heilsugæslu og var miðstöð þess rekin í Hafnarfirði. Jón Gauti sagði, að lögum sam- kvæmt ætti Garðabær að hafa sjálfstæða heilsugæslustöð í bæn- um, og hefur nú verið valið og inn- réttað um 240 fermetra húsnæði undir heilsugæslu, að Garðaflöt 14—16. Húsnæðið verður leigt út til lækna og munu þeir reka miðstöðina sjálfir. Þar verður væntanlega boðið upp á alhliða heilsugæslu í samráði við heil- brigðismálaráðherra. Þótt Garðabær sé kallaður „svefnbær“ er þó ekki þar með sagt að þar þrífist ekki félags- starfsemi af ýmsu tagi. í Garðabæ er m.a. starfandi siglingaklúbbur- inn Vogur, sem hefur aðsetur sitt í Arnarvogi. Einnig er þar starf- andi æskulýðsmiðstöð, Lyons-, Kiwanis-, J.C. og Rotaryklúbbar, virkt kvenfélag og Hestamannafé- lagið Andvari. Útivistarsvæði eru mörg og falleg í Garðabæ og er búið að friðlýsa stóran hluta af landsvæði bæjarins. Heiðmörk er að miklum hluta innan bæjar- marka Garðabæjar, svo og Svína- hraun og Gangahraun á Álftanesi. Uppbygging hesthúsasvæðis er hafin að Kjóavöllum, og verður þar rúm fyrir um 60 hesthús, eða 1000 hesta. Staðsetning hesthús- anna er alveg við aðalreiðvegi höf- uðborgarsvæðisins og nú standa yfir samningar við Kópavog og Hafnarfjörð um sameiginlega reiðvegi innan sveitarfélaganna. 15 hesthús eru nú þegar í bygg- ingu að Kjóavöllum. Hér hefur verið gripið niður í það helsta sem bæjarstjórn Garðabæjar fæst við um þessar mundir, en að síðustu forvitnuð- umst við um samkomulag Garða- bæjar við sveitarfélögin þrjú sem að bænum liggja. Jón Gauti svar- aði því svo til að samkomulagið við Kópavog og Bessastaðahrepp væri ágætt, en samvinnan hefði þó verið meiri við Hafnarfjörð á und- anförnum árum, vegna margra sameiginlegra rekstrarþátta bæj- anna beggja. „Ég vil aðeins bæta því við, að við Garðbæingar erum með öllu saklausir af þessu Hafnfirð- ingabrandaraflóði sem gengið hef- ur yfir landsmenn að undan- förnu.“ Þetta voru lokaorð Jóns Gauta Jónssonar, bæjarstjóra Garðabæjar, og lýsa þau kannski best samkomulaginu milli ná- grannasveitanna tveggja, því ef- laust eru fáir aðrir landshlutar al- saklausir af gerð Hafnfirðinga- brandara. hgj Ungum er þaö allra best að byrja snemma að byggja? „Á undanfornum árum hefur ungu fólki reynst æ erfiðara að koma sér upp eigin húsnæði. Kemur þar einkum til fjárskortur Bygg- ingarsjóðs ríkisins, skortur á lánsfé á almennum lánsfjármarkaði og mikill fjármagnskostnaður. Ástand þetta er afieiðing af óstjórn efna- hagsmála í landinu undanfarin ár.“ Orð þessi eru tekin úr upphafi ályktunar sem bæjarstjórn sam- þykkti þann 7. apríl á þessu ári, en ályktunin hljóðar upp á það, að svæðið sem markast af Arnar- svæði munu fljótlega liggja fyrir, og ættu lóðirnar að verða bygg- ingarhæfar á næsta ári. Jón Gauti sagði í þessu sam- bandi að þarna muni ungum Garð- bæingum gefast tækifæri á að byggja ódýrt á heimaslóðum, en það væri einmitt fólkið sem ann- ars mundi flytjast burt, og aðal- lega þá í Breiðholtið. Auk fyrirhugaðra hverfa fyrir aldraða og unga í Garðabæ, er einnig gert ráð fyrir hverfi handa öðrum umsækjendum, sem byggj- „Gryfjan" svonefnda, þar sem ungum Garðbæingum verður gert kleift að byggja einbýlishús á sem ódýrastan hátt. Ætli búið sé að tryggja þessum ungu Garðbæingum lóð í „Gryfjunni"? nesvegi, Reykjanesbraut og Bæj- arbraut, eða „Gryfjan" svonefnda, verði tekið til deiliskipulags með það fyrir augum að þar rýmist m.a. hagkvæmar lóðir fyrir ein- býlishús og/eða raðhús, einkum fyrir ungt fólk í Garðabæ. Bæjar- stjórnin stefnir að fyrstu úthlutun fyrir árslok 1983, og að vinna svæðið þannig að unnt verði að koma fyrir 70 einbýlishúsum fyrir Garðbæinga, með sérstökum skil- yrðum. Fyrstu tillögur að þessu ast mun upp á sama tíma og hin hverfin, eða á næstu 5 árum. Þar fyrir utan eru sérstök iðnaðar- svæði í byggingu og eru það eink- um þrjú svæði sem verða tileinkuð ýmis konar iðnaði. Það er svonefnt Hraunasvæði, Skeiðarás og Lyng- áshverfi og Búðahverfi, þar sem verður aðallega léttur iðnaður. Auk þess verður eitthvað um iðn- að í miðbænum, t.d. hefur lyfja- fyrirtækið Pharmaco byggt hús á því svæði. Aldraðir áfram í eigin húsnæði Flestir landsmenn kannast við Dvalarheimili aldraðra sjómanna, DAS, og aðsetur þess við Laugarás í Reykjavík og í Hafnarfirði. En færri vita þó að DAS í Hafnarfirði var byggt í Garðabæ fyrir mistök, og voru bæjarmörk Hafnarfjarðar færð utan um dvalarheimilið þar. Heimil- ið liggur því í raun inn í Garðabæ. Þessar upplýsingar fékk Mbl. Hrafnista í Hafnarfirði. Svæðið sem liggur að Hrafnistu er innan bæjar- marka Garðabæjar og þar er fyrirhugað að byggja hús fyrir aldraða, sem verða í einkaeign. Mbl./Kmilía. hjá Jóni Gauta, þegar talið barst að málefnum aldraðra, en bæjar- stjórnin hyggur nú á að bæta um betur og tileinka öldruðum svæðið í kringum dvalarheimilið, þ.e. þann hluta sem tilheyrir Garða- bæ. Þar eiga að rísa, í fyrsta áfanga, 28 íbúðir fyrir einstakl- inga eða hjón, og verða íbúðirnar í einkaeign. íbúar húsanna hafa að- gang að þeirri þjónustu sem elli- og hjúkrunarheimilið veitir vist- mönnum sínum, en eiga það fram yfir hina, að búa í eigin húsnæði. Sjómannadagsráð ráðstafar íbúðunum til einstaklinga eða fé- lagasamtaka, en svæðið sem um getur rúmar um 130 hús. Talið er að dvalarheimilið geti annast þjónustu við nær 100 slík hús með góðu móti. í framtíðinni geta því aldraðir íbúar í Garðabæ og víðar eignast húsnæði þar sem nauðsynlega þjónustu verður ekki langt að sækja, og þeir gætu hæglega feng- ið sérfræðilega umönnun og hjúkrun. Á teikningunni sést glöggt að Hrafnista er í raun í Garðabæ. Svæðið merkt A, er I. áfangi í byggingu íbúða fyrir aldraða í einkaeign.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.