Morgunblaðið - 02.09.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983
.
* wp ' A i®
% n JLv ftV &
Nýja strengjasveitin
Tónlist
Egill Friöleifsson
Bústaðakirkja 30. ágúst 1983.
Stjórnandi: Josef Vlach
Efnisskrá: H. Purcell, Svíta Arth-
urs konungs
W.A. Mozart, Diverti-
mento nr. 2 í B-dúr
K137
L. Janacek, Svíta
B. Britten, Tilbrigði um
stef eftir F. Bridge.
Nýja strengjasveitin hóf nýtt
starfsár með tónleikum í Bú-
staðakirkju sl. þriðjudagskvöld.
Sveitina skipa um 20 ungir vel-
menntaðir fiðlungar. Nýja
strengjasveitin á sér ekki langa
sögu, en vakti strax athygli fyrir
ágætan leik, þó hún hafi tæpast
spilað með slíkum ágætum og
nú. Að þessu sinni var stjórn-
andi tékkneski fiðluleikarinn og
hljómsveitarstjórinn Josef
Vlach og var auðheyrt að þar fór
réttur maður á réttum stað. Þó
taktsláttur hans sé á stundum
með nokkuð sérstökum hætti,
sem bendir til að e.t.v. sé hann
vanari að halda á fiðlunni en
tónsprotanum, kom það ekki að
sök því hann hafði mjög gott
vald á hljómsveitinni, sem laut
vilja hans í hvívetna. Þegar sam-
an fer áhugi ungra hljóðfæra-
leikara og ákveðin leiðsögn
kunnáttumanns verður árangur-
inn góður. Hljómur sveitarinnar
var jafn og þéttur og fallegur, og
yfir leiknum hvíldi mikil fágun
en um leið frískleiki.
Tónleikarnir hófust á sex
þátta Svítu Arthurs konungs
eftir Purcell og langaði mig sér-
staklega að minnast á fjórða
þáttinn „Song tune“, sem var al-
veg sérstaklega fínlega mótaður,
og sömuleiðis var rismikill loka-
þátturinn leikinn með heilmikl-
um tilþrifum. Og ekki átti
hljómsveitin heldur í vandræð-
um með Divertimento Mozarts.
Fyrir mér var forvitnilegasta
verk efnisskrárinnar Svíta eftir
landa stjórnandans Leos Janac-
ek enda var Josef Vlach þar
greinilega á heimavelli og þetta
fallega verk hljómaði fagurlega í
fáguðum flutningi hljómsveitar-
innar. Tónleikunum lauk svo
með Tilbrigðum Brittens um stef
eftir Bridge og hljómaði það
einnig mætavel.
Á síðustu árum hefur
hljómsveitum og kammerhópum
ýmiss konar fjölgað mjög hér í
höfuðstaðnum og er það vel.
Stundum hvarflar þó að manni
efasemdir um að allir þessir
hópar eigi sérlega langra lífdaga
von, því markaðurinn hlýtur að
mettast og baráttan um hylli
áhorfenda er hörð. Virðist liggja
beinast við að álykta sem svo, að
þeir haldi velli sem skila nógu
góðu verki. Því er á þetta minnst
hér að ef Nýja strengjasveitin
stendur jafn vel að tónleikum
framtíðarinnar og í þetta sinn,
þarf hún ekki að bera kvíðboga
fyrir tilveru sinni. Þetta var í
alla staði vandaður og velheppn-
aður konsert.
Bárujárn í besta flokki
Hljóm-
plotur
Siguröur Sverrisson
Dio
Holy Diver
Vertigo/ Fálkinn
Svo Ronnie James Dio er mætt-
ur til leiks á ný. Og þvílíkt og ann-
að eins „comeback" hjá kappanum.
Holy Diver er án nokkurs vafa
besta þungarokksplata þessa árs
og þótt leitað væri lengra aftur í
tímann.
Það er ekki nema um ár frá því
Dio sagði skilið við Black Sabbath
vegna ágreinings um efni og út-
færslur hljómsveitarinnar. Þetta
ár hefur þessi stórsnjalli rokk-
söngvari nýtt vel. Hann hefur
safnað um sig þremur þrælgóðum
hljóðfæraleikurum og saman
mynda þessir fjórmenningar Dio-
sveitin, sem vinnur einkar vel
saman.
Dio er eðlilega sá, sem mest ber
á í þessum kvartett, en hinir eru
hreint engir aukvisar: Jimmy Bain
á bassa, Vivian Campbell á gítar
og Vinnie Appice á trommur. Tvö
þessara nafna eru kunnugleg, Bein
og Appice. Dio hefur leikið með
báðum áður. Með Bain í Rainbow
og Appice í Black Sabbath.
Campbell er hins vegar aðeins
tvítugur og lítt þekktur innan
þungarokksheima. Þrátt fyrir
ungan aldur kemur hann stórkost-
lega á óvart. Leikni hans á köflum
er slík að mann undrar.
Ekki þarf að leita lengi að góð-
um lögum á Holy Diver. Þau eru
beinlínis í röðum, einungis mis-
munandi frábær. Fyrir minn
smekk er þessi plata hreinasta
gersemi og ég held að ekki sé út í
hött að ætla titillagið Holy Diver
besta stykkið. Nokkur önnur koma
þar fast á hæla, en ég læt það eiga
sig að raða þeim niður.
Segja má, að Ronnie James Dio
sé í raun loksins orðinn eigin
herra eftir margra ára baráttu
fyrir stórfrægð og auknum frama.
Þrátt fyrir þennan áfanga fellur
hann ekki í þá gryfju að láta
hljómsveitina þjóna einskonar
„back-up“-hlutverki. í Dio hefur
hver maður sitt hlutverk og fær að
láta hæfileikana njóta sín. Fyrir
vikið er þetta hljómsveit, sem
hlýtur að skipa sér í fremstu röð
innan þungarokksins á skömmum
tíma. Ef ekki, er Bleik illa brugðið.
15
Samsýning
á Akureyri
Bragi Ásgeirsson
Fimm ungir myndlistar-
menn standa fyrir kynningu
á nýbylgjumálverkinu í nýju
íþróttahöllinni á Akureyri og
lýkur henni næstkomandi
sunnudag, 4. september.
Allir eru þeir vígðir hinu
nýja málverki í bak og fyrir
og þó gætir hjá þeim svipaðs
misskilnings og skoðana-
bræðra þeirra fyrir sunnan.
Raunar eru aðeins tveir
þeirra Akureyringar, þeir
Kristján Steingrímsson og
Guðmundur Oddur Magnús-
son. Reykvíkingarnir eru
Omar Stefánsson og bræðurn-
ir Tumi og Pétur Magnússyn-
ir.
Allir eru hinir ungu menn
forframaðir úr hinni svo-
nefndu Nýlistardeild Mynd-
lista- og handíðaskóla ís-
lands en þó án þess að hafa
lagt sérstaka rækt við
pentskúfinn, — slíkt kom
síðar með nýjum straumum
að utan. Nefndur misskiln-
ingur liggur í því, að málað
er beint á tilfallandi efni án
tillits til endingargildis. Yf-
irleitt mála þeir er ruddu
listastefnunni braut einmitt
með hinum sigildu efnum
olíu, akryl, vatnslitum og
þekjulitum og oftast á sígilt
efni, svo sem striga eða
grunnaðan dúk en á vandað-
an pappír með vatnslitunum.
Þetta atriði er mikilvægt
til athugunar því að sú
árátta, að mála á forgengileg
efni er, var og verður einung-
is lítill hluti myndverka-
sköpunar — er þannig ekkert
nýtt.
Að öðru leyti eru tilþrifin
hjá hinum ungu mönnum oft
og tíðum hressileg og þeir
mála af mikilli linnlifun og
sköpunargleði líkt og á að
vera ungra manna háttur.
Óneitanlega mála jafn ungir
menn undir sterkum áhrif-
um frá þeim málurum ytra
sem helst eru á oddinum en
það er ósköp eðlilegt — aðal-
atriðið er, að þeir sýna lofs-
vert framtak og dugnað og
ættu listunnendur á Akur-
eyri ekki að láta þessa sýn-
ingu fram hjá sér fara þótt
ýmsa muni hún hneyksla.
Þótti mér rétt og sjálfsagt að
geta þessarar sýningar norð-
an heiða og mun að auki
fljótlega skrifa pistil um
áhrif mín af myndlistar-
mennt þeirra Akureyringa
eins og hún kom mér fyrir
sjónir.
Kópavogsvöllur
í kvöld kl. 18.30.
Kópavogsbúar fjölmennið
á völlinn, á síðasta heimaleik Breiöabliks í sumar.
vmai
Þverbrekku 8 Kópavogi - Símar 42040 og 44140
□
D
PANEIOINAR HF.
Smárahvammi,
Kópavogi.
Sími 44210.