Morgunblaðið - 02.09.1983, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983
Kaupgjald, kaupmáttur
launa og lífskjör
• •
Onnur grein
— eftir Ólaf Björnsson
I fyrri grein um þetta efni, sem
birtist hér í blaðinu sl. laugardag,
var gerð grein fyrir því, að ef verð-
lagi væri haldið stöðugu með við-
eigandi stefnu í peningamálum og
fjármálum ríkisins og utanríkis-
viðskipti væru frjáls, hlytu allar
kauphækkanir að hafa í för með
sér samsvarandi kaupmáttaraukn-
ingu. Atvinnurekendur gátu þá
ekki velt kauphækkunum yfir í
verðlagið, þannig að átökin á
vinnumarkaðinum snérust um
skiptingu þjóðartekna milli ágóða
og launa. Þetta breytist vissulega,
þegar horfið er frá þeirri stefnu að
halda verðlagi stöðugu og þær
kostnaðarhækkanir, sem kunna að
eiga sér stað, látnar koma fram í
hækkuðu verðlagi en ekki sem
tekjutilfærsla milli atvinnurek-
enda og launþega. Ástæðurnar
fyrir því, að ekki þykir fært að
halda verðlagi stöðugu, geta auð-
vitað verið margvíslegar. Eins og
minnst var á í fyrri grein minni var
það svo áður fyrr, að verðbólga átti
sér nær eingöngu stað á styrjald-
artímum, þegar hún var notuð sem
tæki til þess að knýja borgarana til
þess að minnka neyzlu sína nóg til
þess að ríkið gæti náð til sín nægi-
legum hluta þeirra raunverðmæta
sem til voru í þjóðfélaginu, til þess
að standa straum af styrjaldar-
rekstrinum. Var því hér í raun um
sérstaka tegund skattheimtu að
ræða.
En hvernig stendur á því, að
verðbólga á mismunandi háu stigi
skuli hafa hrjáð nær allar þjóðir
heims þann tíma sem liðinn er frá
lokum siðari heimsstyrjaldar þótt
meiriháttar hernaðarátök hafi ekki
átt sér stað á þeim tíma? Til þess
að kryfja það mál til mergjar veitti
ekki af að skrifa þykka bók. Hér
verður því að nægja að drepa ein-
göngu á hinar almennustu og ein-
földustu staðreyndir þess máls.
Átökin um skipt-
ingu ,,kökunnar“
Eins og getið hefir verið, er
grundvallarorsök verðbólgu á
styrjaldartímum gjarnan sú, að
ríkið tekur lán í Seðlabankanum og
notar þau til þess að tryggja sér
stærri skerf af þjóðarframleiðsl-
unni en unnt væri eftir venjulegum
skattheimtuleiðum. Neyzla og fjár-
festing einkaaðila, hvort heldur um
atvinnurekendur eða launþega er
að ræða, verður þá að minnka að
sama skapi.
Átök um skiptingu raunverð-
mætanna, eða „kökunnar" eins og
það oft er kallað, eiga sér auðvitað
líka stað á friðartímum. Stærstu
þátttakendurnir í þeim átökum eru
auðvitað launþegar, atvinnurek-
endur og ríkið (hér verða aðrir
opinberir aðilar, svo sem bæjar- og
sveitarfélög talin til ríkisgeirans).
Ef stærð kökunnar er gefin, er auð-
sætt, að ef einn þessara aðila á að
fá stærri bita af kökunni en áður,
þá verður það á kostnað hinna
tveggja.
Gera má jafnan ráð fyrir því, að
samanlagðar kröfur þessara
þriggja aðila r.emi meira en svo, að
kakan sé nógu stór til þess að full-
nægja þeim. En aðeins ríkið getur
skapað gjaldmiðil og farið þá leið
að „þynna mjöðinn" til þess að
stækka hlutdeild sína í kökunni. Á
friðartímum er sjaldnast um það
að ræða að fjáröflun til aukinna
umsvifa ríkisins sé verulegur verð-
bólguhvati. Hinsvegar getur halli á
fjárlögum, sem stafar af því, að
stjórnvöld skirrast við að leggja á
nægilega háa skatta til þess að
standa undir ríkisútgjöldum, átt
sin þátt í verðbólgunni. En jafnvel
í verðbólguþjóðfélagi sem því ís-
lenzka, hygg ég að halli á fjárlög-
um hafi ekki verið meiriháttar
verðbólguvaldur, þótt hann hafi
stundum ár og ár verið meiri en
góðu hófi gegnir.
Verðbólga áranna eftir síðari
heimsstyrjöld á þannig aðeins að
takmörkuðu leyti rót sína að rekja
til þess að ríkið hafi með óhóflegri
aukningu peningamagns reynt að
auka sinn hlut í þjóðarframleiðsl-
unni. Að því leyti sem verðbólgan á
rót sína að rekja til átaka um
skiptingu þjóðarteknanna, eru það
því átökin á vinnumarkaðinum sem
eru verðbólguvaldurinn. En hvern-
ig?
Jafnvel þótt aðilar vinnumarkað-
arins kæmu sér saman um það að
ráða sínum deilum til lykta með
því að „þynna mjöðinn" þ.e. semja
um hærri laun í minni krónum, þá
geta þeir ekki sett í umferð þann
gjaldmiðil sem þarf til þess að fjár-
magna slíka lausn. Hann þarf að
sækja til ríkisins. Þegar fylgt var
hinni íhaldssömu peningamála-
stefnu, sem víðast hvar var ríkj-
andi fyrir síðari heimsstyrjöld, gat
slíkt ekki komið til greina. En þeg-
ar þeirri stefnu óx fiskur um
hrygg, að ríkið, en ekki aðilar
vinnumarkaðarins, skyldi bera
ábyrgð á því, að gerðir launasamn-
ingar leiddu ekki til atvinnuleysis,
var fjármögnun verðbólgu talin
nauðsynlegt skilyrði þess, að því
markmiði mætti ná.
Til þess að sætta launþega við
þær kjarabætur sem þeir á hverj-
um tíma gátu fengið á kostnað
ágóða atvinnurekenda, þyrftu þeir,
ef forða ætti því, að svo nærri yrði
gengið atvinnurekstrinum að at-
vinnuleysi leiddi af, þá þyrftu þeir
til viðbótar að fá „snuðtúttu" í
mynd kauphækkana, sem gert var
ráð fyrir að atvinnurekendur veltu
svo yfir í verðlagið og sæktu þann-
ig í vasa launþeganna sjálfra. Þeg-
ar um hægfara verðbólgu er að
ræða, skiptast kauphækkanirnar
þannig milli raunverulegra kjara-
bóta og „snuðtúttunnar" eða þess,
sem launþegarnir eru látnir borga
sér sjálfir. Skipting þessi skiptir
auðvitað meginmáli þegar meta
skal árangur kjarabaráttu laun-
þeganna. Fyrir rúmum 30 árum var
á vegum launþegasamtakanna hér
á landi gerð merk athugun á sam-
bandi kaupgjalds og verðlags mið-
að við þáverandi aðstæður og skulu
nú nokkuð ræddar niðurstöður
þeirrar athugunar.
Álit samstarfsnefndar ASÍ
og BSRB frá 1950
Á útmánuðum 1950 skipuðu þessi
tvö heildarsamtök íslenzkra laun-
þega samstarfsnefnd til þess að
kanna áhrif efnahagsráðstafana,
sem gerðar höfðu verið í marzmán-
uði það ár á hag launþega ásamt
fleiru, er snerti sameiginlega hags-
muni launþega. { inngangi að áliti
nefndarinnar, sem var prentað, er
þess getið að tveimur árum áður
hefði samskonar nefnd verið skipuð
til þess að kanna áhrif efnahagsað-
gerða er framkvæmdar voru um
áramótin 1947—48 á hag launþega
og hefði nefndin hagað störfum
sínum á svipaðan hátt og eldri
nefndin. Álit þeirrar nefndar var
birt í Vinnunni, tímariti ASÍ, árið
1948 en ekki minnist sá, er þetta
ritar, að hafa séð það.
I nefndinni frá 1950 áttu sæti af
hálfu BSRB þeir Jónas Haralz, síð-
ar bankastjóri, og Guðjón B. Bald-
vinsson, en af hálfu ASÍ þeir Krist-
inn Gunnarsson hagfræðingur og
Magnús Ástmarsson prentari. Það
atriði nefndarálitsins sem hér
skiptir einkum máli er ítarleg
greinargerð fyrir því hver áhrif
það myndi hafa á verðlag og kaup-
mátt launa, ef kjaraskerðingu
þeirri, sem efnahagsráðstafanirnar
höfðu í för með sér og nefndin taldi
að myndi nema 7—10%, væri mætt
með því að hækka grunnkaup um
t.d. 10%. Var þar byggt á mismun-
andi forsendum hvað snerti mögu-
leika á tekjutilfærslu milli laun-
þega og atvinnurekenda. Tekið var
fram í nefndarálitinu að þar væri
aðeins um dæmi að ræða en ekki
tölulegar uppiýsingar um stað-
reyndir, enda væru þær ekki til-
tækar. Byggt var á þeirri forsendu
um skiptingu þjóðartekna, að 60%
þeirra væru tekjur launþega í
framleiðslugreinum, er framleiddu
fyrir innlendan markað, 20% tekj-
ur þeirra er framleiddu fyrir er-
lendan markað og 20% ágóði í öðr-
um greinum en útflutningsfram-
leiðslu, húsaleigutekjur, vextir o.fl.
Þótt hér væri að vísu um tilbúið
dæmi að ræða, er sennilegt að þessi
tekjuhlutföll hafi ekki verið fjarri
raunveruleikanum á þeim tíma, þó
má telja líklegt að tekjur í útflutn-
ingsframleiðslu séu hér nokkuð
vanmetnar, en ágóði o.fl. að sama
skapi ofmetinn.
Gert er nú ráð fyrir 10% al-
mennum kauphækkunum. Ef kaup-
máttur launa ætti að aukast að
sama skapi, mætti verðlag ekki
hækka, en tekjutilfærsla að eiga
sér stað frá atvinnurekendum er
framleiddu fyrir innlendan markað
til launþega sem þessu næmi. Þetta
töldu höfundar álitsins óraunhæft
með öllu, miðað við aðstæður á
þeim tíma. í öðru dæmi, er þeir
tóku, var gert ráð fyrir því, að
heimilt yrði að hækka vöruverð
sem næmi kauphækkunum, en
gengi yrði óbreytt og því tekjur í
útflutningsframleiðslunni í heild,
sömuleiðis yrði með verðlags-
ákvæðum og fleiri ráðstöfunum
reynt að halda ágóða í öðrum
framleiðslugreinum en útflutningi
óbreyttum í krónutölu, sömuleiðis
húsaleigu, vöxtum o.fl.
í þessu tilviki myndu um 60%
kauphækkananna „renna út í sand-
inn“ vegna verðhækkana, en um
40% yrðu um skeið a.m.k. raun-
verulegar kjarabætur. Höfundar
álitsins vöktu þó athygli á því, að ef
litið væri yfir lengri tíma mætti
búast við því, að tekjur á útflutn-
ingsframleiðslu, ágóði, húsaleiga
o.fl. mundi lagast að þeirri tekju-
hækkun, sem launþegar hefðu
fengið og kjarabæturnar hverfa í
verðhækkunum, nema um fram-
leiðsluaukningu er undir þeim
gætu staðið yrði að ræða.
Aðalatriðið er þó í þessu sam-
bandi, að þegar um hæga verðbólgu
er að ræða, má gera ráð fyrir því,
að almennar launahækkanir, hvort
sem um grunnkaupshækkanir eða
vísitölubætur er að ræða, skiptist
einhvern veginn milli „snuðtútt-
unnar" þ.e. þess hluta kauphækk-
ananna, sem launþegar eru látnir
borga sér sjálfir í hækkuðu vöru-
verði, og þess, sem þeir halda sem
kjarabótum. í þessu sambandi
vaknar auðvitað sú spurning hvað
átt sé við með „hægfara" verð-
bólgu. Slíkt verður auðvitað mats-
atriði. Mér finnst ekki fjarri lagi,
að miða við það, að verðhækkanir
fari ekki fram úr 10% miðað við
t.d. 10 ára bil, þótt verðbólga geti
verið meiri einstök ár. Frá lokum
síðari heimsstyrjaldar fram til
1974 er þetta ekki fjarri verðbólgu-
stiginu hér á landi. Þess má geta,
að eftir það að verðhækkunaráhrif
gengislækkunarlaganna frá 1950
voru að fullu komin fram síðari
hluta árs 1951, hélzt vísitala fram-
færslukostnaðar nær óbreytt
næstu 4 ár eða þar til á síðari hluta
árs 1955. Hvernig skiptingin er
milli „snuðtúttu" og kjarabóta,
verður samkvæmt ofansögðu háð
tvennu, lengd þess tíma sem yfir er
litið og því, hvort um hagvöxt, er
staðið geti undir kjarabótum, er að
ræða.
Auðvitað hafa þau sannindi, sem
hér hafa verið rædd, ekki farið
fram hjá forystu launþegasamtak-
anna. Eg hygg það ekki fjarri lagi,
að á fyrrnefndu 30 ára tímabili
hæggengu verðbólgunnar hafi
verkalýðsforystan notað það sem
einskonar „þumalfingursreglu" að
er samið væri um kauphækkanir
mætti gera ráð fyrir að helmingur
þeirra eyddist fljótlega, vegna
verðhækkana, en hinum helmingn-
um héldu launþegarnir a.m.k. um
skeið. Þetta er ekki fjarri ofan-
greindum niðurstöðum úr dæmi
samstarfsnefndarinnar, hvort sem
„þumalfingursreglan" er byggð á
Ólafur Björnsson
„Hækkun verðbólgu-
stigsins á síðustu mis-
serum hefur breytt for-
sendum fyrir því að
hægt sé að auka kaup-
mátt launa með almenn-
um kauphækkunum
launþegum mjög í
óhag.“
því eða einhverju öðru. Sbr. í þessu
sambandi kaupgjaldssamninga þá
sem gerðir voru vorið 1961 milli
SÍS og ASl, þar sem gert var ráð
fyrir því, að þegar verðhækkanir
næmu meira en helmingi kaup-
hækkananna gætu verkalýðsfélög-
in krafizt endurskoðunar á samn-
ingnum. En þá voru samningar um
vísitölubætur bannaðar með lög-
um, eins og nú.
Hinsvegar er það út af fyrir sig
undrunarefni, að þessi hlið kjara-
málanna, svo mikilvæg sem hún er,
skuli svo lítið hafa verið til um-
ræðu innan launþegasamtakanna,
sem raun er á. Ekki er mér kunn-
ugt um það, að samskonar athugun
og samstarfsnefndin frá 1950 gerði,
hafi síðan verið gerð þótt ólíkt sé
um það, hve allar upplýsingar um
staðreyndir efnahagsmála eru full-
komnari nú en var þá. Ein skýring-
in á þessu gæti verið sú, sem á er
bent í áliti þeirra fjórmenn-
inganna, að hér sé um hluti að
ræða, sem verkalýðshreyfingin geti
lítil áhrif haft á, hvort sem þetta
var hugsað sem afsökun fyrir for-
ystu launþegasamtakanna eða
ekki.
Verðlagsspár þær, er Þjóð-
hagsstofnun gerir frá einum tíma
til annars, hljóta að byggjast á ein-
hverjum forsendum um tengsl
kaupgjalds og verðlagsþróunar, en
ókunnugt er mér um það, hverjar
þær eru eða hafa verið.
Tvenns konar samningar
Það er auðvitað ekki síður hags-
munamál atvinnurekenda en laun-
þega, hvort kaupgjaldshækkanir,
sem átt hafa sér stað, veltast að
fullu yfir í verðlagið eða eru að ein-
hverju meira eða minna leyti born-
ar af atvinnurekendum. Atvinnu-
rekendur hafa sterkari aðstöðu en
launþegar til þess að hafa áhrif á
þetta atriði, því að þeir hafa að-
gang að beinum samningum um
málið við ríkisvaldið.
Það er opinbert leyndarmál að
allt frá því að opinber verðlags-
ákvæði komu til sögunnar hafa
kjarasamningar farið fram á
tveimur vígstöðvum. Annars vegar
eru samningar milli samtaka laun-
þega og atvinnurekenda undir leið-
sögn sáttasemjara. Þar svífur róm-
antíkin gjarnan yfir vötnunum og
þjarkað er á svipaðan hátt og hægt
væri að ímynda sér að verið hafi er
samið var um kaup og kjör á dög-
um þeirra Marx og Engels. At-
vinnurekendur segjast vera skít-
blankir og ekki hafa eyri aflögu til
þess að greiða hærra kaup. Full-
trúar launþega telja sig hinsvegar
trúa því varlega, að ágóði sá, er
atvinnurekendur fá af því að nota
vinnuaflið, sé svo rýr að þeir séu
einskis megnugir í þá átt að bæta
kjörin, sem ærin þörf sé fyrir.
En jafnhliða þessu fara fram
aðrar viðræður, sem hljóðara er
um í fjölmiðlum og á öðrum opin-
berum vettvangi. Þær eiga sér stað
milli ríkisstjórnar og vinnuveit-
enda. Þær viðræður eru jarðbundn-
ar og allri rómantík hefur þar verið
fleygt út í hafsauga. Vinnuveitend-
ur segja við ríkisstjórnina: „Við er-
um reiðubúnir að gera launþegum
tilboð um kauphækkanir sem þeir
telja viðunandi og firra þjóðarbúið
þannig þeim vandræðum sem leiða
kynnu af verkföllum. En þá verðum
við að fá tryggingu fyrir því, að
fullt tillit verði tekið til kauphækk-
ananna við verðlagningu þeirrar
vöru og þjónustu sem við framleið-
um og dreifum. Þar að auki verður
að vera tryggt, að bankakerfið fjár-
magni að fullu aukinn tilkostnað
okkar með auknum lánum."
Gera má ráð fyrir því að ríkis-
stjórnin, óháð því hvaða flokkar
standa að henni, þybbist við um
skeið, því hún telur sitt hlutverk að
halda verðbólgu í skefjum. Hún
biður því atvinnurekendur að
reyna að koma launakröfum eitt-
hvað meira niður. Þegar ríkis-
stjórninni svo finnst að vinnuveit-
endur hafi haldið nógu fast og lengi
í spottann gagnvart launþegum,
samþykkir hún kröfur vinnuveit-
enda um fyrirgreiðslu og þá gengur
rófan, eins og segir í þjóðsögunni,
það er samið, stórar fyrirsagnir um
sigur í kjarabaráttunni koma i
blöðum þeim, er sérstaklega telja
sig bera hag launþeganna fyrir
brjósti, en vinnuveitendur taka
ósigri sínum með ró og karl-
mennsku. Þeir hafa líka tryggt sig
í bak og fyrir gegn því, að kaup-
hækkanirnar kosti þá nokkuð í
raun. Þær verða í raun aðeins lán
til launþeganna, sem þeir endur-
greiða svo smám saman með vöxt-
um sem neytendur.
Ýmsir munu nú vilja túlka það,
sem hér hefir verið sagt, á þann
veg, að ég haldi því fram, að öll
kaupgjaldsbaráttan hér á landi frá
stríðslokum hafi verið unninn fyrir
gýg. Svo er þó ekki a.m.k. ekki með-
an um hægfara verðbólgu var að
ræða. Eftirtalin rök má færa fyrir
því, að þrátt fyrir allt hafi hún leitt
til nokkurra hagsbóta, jafnvel þótt
það hafi verið meginregla, að at-
vinnurekendur hafi fengið að
hækka vöruverð til samræmis við
hækkað kaup. Þar kemur það í
fyrsta lagi til, að þótt kaupgjald sé
vissulega jafnan stór liður í fram-
leiðslukostnaði, þá eru kostnaðar-
liðir fleiri og það tekur a.m.k. alltaf
sinn tíma, að þeir lagi sig að al-
mennum verðlagshækkunum. I
öðru lagi má nefna, að a.m.k. þegar
verðbólgan er hæggeng þá er það
svo með suma þætti verðlagsins, að
þeir breytast aðeins á lengri tíma.
Nærtækt dæmi er gengið. A árabil-
inu 1939— 70 urðu yfirleitt ekki
gengisfellingar hér á landi nema á
tíu ára fresti. Að vísu var við og við
gripið til dulbúinna gengisfellinga,
svo sem með bátagjaldeyri, út-
flutningsuppbótum o.fl. en reynt
var að haga þeim þannig, að þær
hefðu sem minnst áhrif á verð
þeirrar vöru, sem talin var til
brýnna nauðsynja. Gera mátti því
ráð fyrir að kauphækkanir í hófi
a.m.k. ykju kaupmátt launa gagn-
vart innfluttri vöru um nokkurt
skeið. Þess má einnig geta að
lengst af á því tímabili sem hér
hefir verið rætt um var búvöruverð
ákveðið aðeins einu sinni á ári,
þannig að þegar yfir skemmri tíma
var litið var um aukinn kaupmátt
gegn búvöru að ræða, er laun
hækkuðu.
Þá má loks í þessu sambandi
geta þess, að þrátt fyrir allt hefir
þó jafnan verið um hagvöxt að
ræða á því tímabili sem hér er
fjallað um. Ef svo er má gera ráð
fyrir því, að stjórnvöld geri það að
meira eða minna leyti að skilyrði
fyrirgreiðslu sinnar við atvinnu-
rekendur, þegar um almennar
kauphækkanir er samið, að verð
vöru og þjónustu hækki ekki til
fulls til samræmis við kauphækk-
anir.
Ef ofangreind atriði eru í hag,
ætti raunsæ kaupgjaldsbarátta því
þrátt fyrir allt að geta skilað um-
talsverðum árangri.
í óðaverðbólgu verður
„snuðtúttan“ að ófreskju
Frá og með árinu 1974 hefir
verðbólga verið á mun hærra stigi
en áður þekktist hér á landi, ef
undan eru skilin einstök ár, eins og