Morgunblaðið - 02.09.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983
21
Minnisvarði um „Skáld-
ið á Þröm“ afhjúpaður
Frá afhjúpun minnisvarðans. Gunnar M. Magnúss rithöfundur fyrir miöri
mynd. Mjnd: Halldór Bernódusson.
Þessa dagana gistir Súganda-
fjörð auðfúsugestur allra Súgfirð-
inga, skáldið og rithöfundurinn
Gunnar M. Magnúss.
Gunnar M. sleit hér bernsku-
skónum, fluttist til Suðureyrar 11
ára og sín æskuspor átti hann um
fjöll og dali Súgandafjarðar sem
hefur án efa átt sinn þátt í að
móta skáldið og rithöfundinn.
Sínum bernskuslóðum hefur
hann svo verið að greiða fyrir gist-
inguna með verkum sínum að þær
gleymist ekki meðan að íslenskar
bókmenntir verða lesnar. Er þar
síðast að minnast „Súgfirðinga-
bókar" er gefin var út 1977.
Og í dag er Gunnar M. Magnúss
kominn til Súgandafjarðar til að
þakka fyrir uppvaxtarárin og nú á
þann eftirminnilega hátt að hann
hefur látið reisa forkunnarfagran
minnisvarða í minningu um mik-
inn vin er hann eignaðist í æsku
og ætíð hefur verið honum hug-
leikinn síðan, en það er Magnús
Hjaltason alþýðuskáld og fræði-
maðurinn sem hann kallar í verk-
um sínum „Skáldið á Þröm“.
Gunnar M. vill einnig minnast
atburðar úr íslandssögunni sem er
þess eðlis að það var lagabrot til
mannréttinda.
En þetta er ekki í fyrsta skipti
sem Gunnar M. minnist þess
manns sem hann kynntist í
bernsku og hafði svo djúpstæð og
þroskandi áhrif á hann.
Árið 1956 kom út eftir hann
bókin „Skáldið á Þröm“ sem er
ævisaga Magnúsar H. Magnússon-
ar og 1973 kom út eftir hann
„Ósagðir hlutir um skáldið á
Þröm“, þar sem rekinn er ferill
hins mikla skrifara og dagbókar-
ritara með forvitnilegum frásögn-
um frá samtíð hans og persónu-
legum kynnum af merkum
mönnum og sérkennilegu fólki.
Þessi minnisvarði er reistur á
þeim stað þar sem skáldið á Þröm
bjó síðustu ár ævi sinnar og er
hann gerður af hagleiksmannin-
um Guðmundi A. Guðnasyni á
Suðureyri og var afhjúpaður í dag
við hátíðlega athöfn. Þar afhenti
Gunnar M. Súgfirðingum þennan
minnisvarða til varðveislu um
ókomin ár og rakti sögu fornvinar
síns í stórum dráttum.
Síðan afhjúpaði Sturla Eð-
varðsson minnisvarðann og faðir
hans, oddviti Suðureyrarhrepps,
Eðvarð Sturluson, þakkaði Gunn-
ari enn fyrir þessa höfðinglegu
gjöf með ávarpi.
Magnús Hjaltason Magnússon-
ar prests í Ögurþingum fæddist að
Tröð í Álftafirði 6. ágúst 1873, en
sökum ómegðar á heimilinu var
hann sex vikna gamall borinn nær
dauða en lífi í skjóðu vestur undir
Hestskarð, til uppfósturs hjá
vandalausum að Efrihúsum undir
Hesti í Önundarfirði.
Magnús Hjaltason var stórætt-
aður í báðar ættir, má meðal ann-
ars geta þess að hann var ná-
skyldur Jóni Sigurðssyni forseta.
Að Efrihúsum elst hann upp við
illt atlæti og þegar hann var á
sautjánda aldursári henti hann
það siys að han hrataði niður
baðstofustigann og hlaut illa
byltu. Eftirstöðvar eftir þetta slys
bar hann ætíð síðan.
Vegna þessa slyss var Magnús
rúmfastur á annað ár og varð það
til þess að húsbændurnir að Efri-
húsum ákváðu að segja hann til
sveitar og krefjast meðlags með
honum. Þar með féll yfir honum
ævilangur útlegðardómur frá rétt-
indum í þjóðfélaginu, frá almennu
frelsi og ákvarðanatöku.
Þegar Magnús Hjaltason fer frá
Efrihúsum má segja að hefjist hin
mikla örlagaganga „skáldsins á
Þröm“ sem að hvergi gat unnið sér
sveitarfestu vegna hræðslu sveit-
arstjórnamanna við að þurfa að fá
hann á sveitina.
Snemma var auðséð hvert hug-
ur drengsins hneigðist og innan
við fermingu fór hann að kveða
vísur eftir beiðni fólks, og stökur
orti hann um pilta og stúlkur, sem
vildu eiga vísur með nafninu sínu
fléttuðu í.
Ennfremur fitjaði hann upp á
ljóðabréfum sem mjög voru þá í
tísku hjá alþýðuskáldum. Og þeg-
ar hann fermdist í Holtskirkju í
Önundarfirði var hann orðinn
héraðskunnur hagyrðingur.
Næst skulum við minnast
„skáldsins á Þrörn" er hann rúm-
lega tvítugur er kominn til vetr-
arvistar við kennslu austur undir
Eyjafjöllum.
Hann hlaut nafnið Magnús
Barðstrendingur þar eystra en
nokkru áður hafði hann tekið að
rita sig Magnús Hj. Magnússon,
svo sem hann gerði alla tíð síðan.
Eftir þessa vetrarvist að Þor-
valdseyri undir Eyjafjöllum kveð-
ur hann fjöllin sem hann sá aldrei
framar með þessari vísu:
Hlýt ég þá í hinsta sinn
hnúka bláa eygja
sem í háa himininn
höfuð sjáleg teygja.
Leiðir skáldsins á Þröm lágu nú
víða. Hann stundaði þau störf sem
að heilsan leyfði bæði til sjós og
lands, en á vetrum var hann lengst
af við kennslustörf.
Á ferðum sínum um Súganda-
fjörð á þessum árum hafði hann
kynnst elstu heimasætunni á
Langhól í Súgandafirði, Guðrúnu
Önnu Magnúsdóttur, en þau kynni
urðu til þess að haustið 1898 biður
hann hennar. Skömmu eftir næstu
áramót opinberuðu þau svo trúlof-
un sína. Þau Magnús og Guðrún
fóru síðan til prestins í Holti í Ön-
undarfirði og báðu hann að lýsa
með sér. En presturinn gat ekki
lýst með manni sem hafði verið
sveitarómagi, og þau fengu ekki að
giftast. Þau ákváðu samt að taka
saman og ætluðu að fá sér jarð-
næði til að búa á. En þau fengu
ekkert jarðnæði af því að þau voru
ekki gift, þau voru ekki gift af því
að hann hafði verið á sveit og
hann hafði þegið af sveit vegna
slysfara í bernsku.
Eftir þetta hefst mikil hrakn-
ingaferð þeirra hjónaleysanna.
Þau fengu hvergi sveitfestu og
næstu 10 árin fluttu þau 25 sinn-
um um hin ýmsu sveitarfélög í
Norður- og Vestur-ísafjarðar-
sýslu.
Þannig liðu árin hvert af öðru,
flutningar á milli staða með þrot-
lausri baráttu um rétt sinn og
sinna og þegar hann var 36 ára
hafði hann um 14 ára skeið stund-
að barnakennslu að meira eða
minna leyti á hverjum vetri,
stundum kennt börnum við rúm-
stokkinn heima hjá sér, nokkra
vetur heimiliskennari á efnaheim-
ilum og jafnan fengið viðurkenn-
ingu fyrir ágæta ástundun.
Á þessum árum hafði svo skip-
ast, að hafin var almenn fræðsla í
landinu, skólaskylda lögboðin og
samþykkt fræðslulög. Haustið
1910 lagði hann því af stað til
kennslunnar sem embættismaður
ríkisins, og var ferðinni heitið til
Skálavíkur í Hólshreppi, þar sem
hann kenndi þann vetur.
Árið eftir henti hann áfall sem
varð til þess að hann var dæmdur
og varð að sitja í hegningarhúsinu
við Skólavörðustíg, en sökum
heilsuleysis þá var hann látinn
laus áður en tíminn var útrunn-
inn.
En þá gerðist sá einstæði at-
burður að þegar hann kom til Súg-
andafjarðar þá tók hreppstjórinn
þar, Þórður Þórðarson, á móti
honum sem frjálsum manni, veitti
honum full mannréttindi og braut
þar með lög, reglur og hefðir um
sveitfestu og mannréttindi.
En á Suðureyri fékk hann at-
vinnu og hafði fullt frelsi, vinir
hans hjálpuðu honum að eignast
þak yfir höfuðið og þetta hús
nefndi hann Þröm og kvað hann
þá þessa vísu:
Bóndinn sá, er býr á Þröm
býr til Ijóð að vonum
en honum eru goðin gröm
og glepja fyrir honum.
Þarna lifði hann síðustu ár ævi
sinnar og lést þar 30. desember
1916, aðeins 43 ára gamall. Þessi
fimm ár sem skáldið bjó á Þröm
var hann orðinn sjúkur maður, en
samt minnist Gunnar M. Magnúss
hans sem mikils fræðimanns og að
það hafi verið eins og að í þorpið
hafi komið heill háskóli.
Þegar Magnús lá rúmfastur á
sautjánda ári hóf hann að skrifa
dagbækur. Hélt hann því til
dauðadags, og þegar yfirlauk
reyndust rit hans vera yfir 4.000
skrifaðar blaðsíður. Að auk skrifa
sinna í dagbókina var hann sí-
starfandi fræðimaður sem varð-
veitti frá gleymsku margar merki-
legar sögur og samtíðarheimildir.
Af kveðskap og rímum er til mikið
safn, er talið að hann hafi ort um
11.000 vísur.
Dagbækur og önnur ritverk
skáldsins á Þröm eru nú varðveitt
á Landsbókasafni íslands.
Þetta eru fáein orð um alþýðu-
skáldið og hinn sístarfandi fræði-
mann Magnús Hj. Magnússon,
sem í dag er þekktari undir nafn-
inu skáldið á Þröm, og Gunnar M.
Magnúss hefur gert ódauðlegan í
ritverkum sínum og minnist nú
með veglegum minnisvarða á Suð-
ureyri með þökk fyrir það sem að
skáldið á Þröm afrekaði og skildi
eftir sig sem arfleifð frá horfinni
kynslóð.
Suðureyri 31. ágúst,
Halldór Bernódusson.
Eldur á
ísafirði
ELDIIR kviknaði í húsnæði Vestra
hf. á ísafirði um miðnætti í fyrrinótt.
Þegar slökkvilið kom á staðinn var
eldur í plastkössum og gekk fljótt og
vel að slökkva eldinn eftir að hann
fannst, en mikill reykur var í húsinu.
Tveir frystiklefar, með samtals
20 þúsund kössum af frystum
fiski, eru í húsinu og komst reykur
í annan frystiklefann. Talið er að
skemmdir hafi orðið óverulegar
þar, en það var ekki kannað til
fulls. Stórtjón hefði getað orðið af
eldinum, því eldurinn kom upp í
einni af stærri húseignum á ísa-
firði. Auk frysta fisksins sem
geymdur var í húsinu, er Iðnskól-
inn þar til húsa, heildsala o.fl.
^Auglýsinga-
síminn er 2 24 80
KM-
húsgögn,
Langholtsvegi 111,
sími 37010 - 37144.
SVEFNHERBERGISHÚSGÖGN |Q
Vinsælu svefnherberg-
ishúsgögnin eru nú
komin aftur í miklu úr-
vali.
Einnig geysigott úrval
af alls konar húsgögn-
um af ýmsum geröum.