Morgunblaðið - 02.09.1983, Page 22

Morgunblaðið - 02.09.1983, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 Farþegaþotan sem Rússar skutu niður „Skotmarkinu hefiir verið eytt“ — tilkynnti sovézki flugmaðurinn Skýrsla George P. Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna um atburðarásina Washington, 1. september. AP. „SKOTMARKINU hefur verið eytt.“ Þannig hljódaði tilkynning sovézka flugmannsins, sem grand- aói farþegaþotunni frá Suður-Kóreu á miðvikudag. Skýrði George P. Shultz, utanríkisráðherra Bandarikj- anna, frá þessu á fundi með frétta- mönnum í dag, þar sem hann rakti atburðarásina, er farþegaþotan var skotin niður, en hún var þannig: „Um kl. 16.00 að Greenwich með- altíma (kl. 16.00 að ísl. tíma) varð vart við flugvélina á radar Sovét- manna og fylgdust þeir með henni frá þeim tíma. Flugvélin villtist af leið inn í sovézka lofthelgi yfir Kam- chatka-skaga og yfir Okhotsk-haf og síðan yfir Sakhalin-eyjar. Sovét- menn fylgdust með henni í 2Vi klukkustund. Sovézkur flugmaður tilkynnti, að hann sæi flugvélina kl. 18.12. Við vitum, að sovézka flugvél- in var í stöðugu sambandi við stjórn- turn sinn. Kl. 18.21 var kóreanska flugvélin í 10.000 metra hæð sam- kvæmt frásögn sovézka flugmanns- ins. Kl. 18.26 tilkynnti sovézki flug- maðurinn, að hann hefði skotið eld- flaug og að skotmarkinu hefði verið eytt. Kl. 18.30 var kóreanska flugvél- in í 5.000 metra hæð samkvæmt radartilkynningu og kl. 18.38 hvarf hún af radarskermi. Við vit- um. að átta sovézkar herþotur að George Shultz minnsta kosti fylgdust með far- þegaflugvélinni á tímabilinu. Sov- ézki flugmaðurinn, sem skaut flugvélina niður, tilkynnti á eftir, að hann hefði skotið eldflaug, skotmarkinu hefði verið eytt og að hann væri að fljúga burtu. Um klukkustundu síðar var sú fyrirskipun gefin út frá stjórn- turninum til margra sovézkra leit- arflugvéla að byrja leitar- og björgunaraðgerðir í nágrenni þess staðar, þar sem síðast sást til kóreönsku flugvélarinnar. Ein þessara flugvéla tilkynnti, að fundist hefði olía á yfirborði sjáv- ar á þessu svæði. Á miðvikudagskvöld voru emb- ættismenn bandaríska utanríkis- ráðuneytisins og þá einkum Ric- hard Burt, aðstoðarutanríksráð- herra, í sambandi við sovézka embættismenn í því skyni að fá upplýsingar um örlög flugvélar- innar. Sovétmenn höfðu engar upplýsingar fram að færa. Strax og bandarískar heimildir höfðu verið staðfestar, að flugvélin hefði verið skotin niður, höfðu Banda- ríkin fyrir sína hönd og fyrir hönd Suður-Kóreu samband við sovézka sendifulltrúann í Washington til þess að láta í ljós áhyggjur sínar yfir því, að óvopnuð flugvél með farþega af mörgum þjóðernum hefði verið skotin niður. Jafn- framt kröfðumst við skýringa. Bandaríkin líta á þessa árás með viðbjóði. Manntjón virðist hafa verið mikið. Við fáum ekki séð neina ástæðu fyrir þessum hryllilega verknaði." Shultz var spurður margra spurninga á þessum fundi með , fréttamönnum og þar á meðal, hvort Sovétmenn hefðu gefið suður-kóreönsku flugvélinni nokkra aðvörun, og beðið hana eða skipað henni að lenda, áður en þeir skutu hana niður og svaraði Shultz þá með eftirfarandi orðum: „Við höfum enga sönnun fyrir því. Að því er virðist var enginn möguleiki á sambandi milli flug- vélanna tveggja. En eins og fram hefur komið í yfirlýsingu minni, þá komst sovézka flugvélin, sem skaut farþegaflugvélina niður, í sjónfæri við hana, svo að skoða mátti flugvélina með eigin augum og sjá þannig, hvað það var, sem við sjónum blasti." Su-15-þota (æfingagerð). Skýringar Rússa ekki sannfærandi Moskvu, I, september. AP. RÚSSAR svöruðu í dag ásökunum um að þeir hefðu skotið niður kóreönsku farþegaþotuna með því að skýra frá því að óþekkt flugvél hefði tvívegis rofið sovézka loft- helgi, en þeir hvorki staðfestu né báru til baka að herþotur þeirra hefðu grandað farþegaþotunni. Rússar voru undir síauknum þrýstingi í allan dag að gefa skýringu á málinu, en talsmaður sendiráðs Bandaríkjanna í Moskvu sagði um frétt Tass um málið að hún væri „ósannfær- andi í hæsta rnáta." Þegar annar stjórnarerindreki var að því spurður hvort Rússar ættu erfitt með að gefa skýringu á atburð- inum sagði hann að það „lægi í augum uppi“. Tass-fréttin, sem var birt tæp- um sólarhring eftir að atburður- inn gerðist, var svohljóðandi: „Oþekkt flugvél fór inn í loft- helgi Sovétríkjanna yfir Kam- chatka-skaga frá Kyrrahafi og rauf síðan lofthelgi Sovétríkj- anna í annað skipti yfir Sakhal- in-eyju aðfaranótt 1. september. Flugvélin var ekki með nein sigl- ingaljós, svaraði ekki fyrir- spurnum og setti sig ekki í sam- band við flugumsjónarþjónust- una. Orrustuþotur loftvarnarliðs- ins, sem sendar voru í átt að hin- um óboðna gesti, reyndu að að- stoða flugvélina með því að vísa henni leiðina til næsta flugvall- ar. En aðkomuflugvélin brást ekki við merkjagjöfum og við- vörunum frá sovézku orrustu- þotunum og hélt flugi sínu áfram í átt til Japanshafs." Talsmaður kóreanska flugfé- lagsins sagði: „Við erum ein- dregið þeirrar skoðunar að flugvél okkar hafi villzt af leið.“ Hafi flugvélin villzt yfir Kam- chatka-skaga og haldið áfram í suðvestur til Sakhalin-eyju hef- ur hún verið nokkur hundruð mílur norðvestur af venjulegri flugleið frá New York til Seoul. Er skýringin ofsóknarótti? Washington, 1. september. AP. RÚSSAR hafa miklar áhyggjur af öryggi á þeim slóðum þar sem kóreanska farþegaþotan var skotin niður og atburdurinn kann aö hafa stafað af „ofsóknarótta“ þeirra ad sögn tals- manna bandaríska heraflans í dag. Sérfræðingar benda á að Rússar virðist telja Kamchatka-skaga sérstaklega viðkvæmt svæði því að þeir skjóti tilraunaeldflaugum inn á skagann. Þeir benda einnig á að að Sakhalin-eyja er nálægt megin- landi Síberíu og að sovézkir eld- flaugakafbátar séu á sveimi á Okhotsk-hafi, milli Sakhalin og Kamchatka. Pentagon skýrði fyrr í ár frá verulegri hernaðaruppbyggingu Rússa á fjórum eyjum, sem þeir fengu frá Japönum eftir heims- styrjöldina. Aðalástæðan virðist hafa verið sú að þeir hafi viljað tryggja eldflaugakafbátum af Delta-gerð öruggan griðastað á Okhotsk-hafi. Með hernaðarupp- byggingunni ítrekuðu Rússar einnig þá ætlun sína að halda yfir- ráðum sínum yfir eyjunum. Varnarlið Japans greindi frá því fyrr í þessari viku, að Rússar hefðu sent rúmlega 10 MIG-23- þotur til flugvallar á einni eynni, Etorofu. Þetta var túlkað sem svar við fyrirætlunum Banda- ríkjamanna um að koma fyrir F-16-orrustuþotum á Misana- flugvelli norðarlega á japönsku eynni Honshu frá og með næsta ári. Þótt öryggi sé Rússum við- kvæmt mál segjast bandarískir liðsforingjar ekki skilja árás þeirra á farþegaþotu, sem engin ógnun hafi stafað frá. Rússar hafi haft nægan tíma til að ganga úr skugga um að hér var um farþega- þotu að ræða en ekki njósnaþotu. Fóru Rússar eftir ströngum reglum? London, 1. september. AP. BREZKA stjórnin sagði í dag, að missir suður-kóreönsku farþegaþotunnar væri „mjög uggvænlegur“ og málið allt „gersamlega óskiljanlegt". Talsmenn annarra ríkisstjórna í Evrópu, NATO og flugmálasérfræðingar neituðu að láta í Ijós álit sitt á atburðinum. Ritstjóri „Flight International", David Learmount, sagði í viðtali við BBC að um tvo möguleika gæti verið að ræða. Rússnesku flugmennirnir hafi „farið eftir bókstafnum" og ekki notað skynsemina. Vera megi að í flugstöðvum á svæðinu gildi regl- ur um að skjóta eigi niður hættu- legar flugvélar, sem fari inn í lofthelgina. Þó skyldi ætla að yfir- maður flugstöðvar gæti beitt áhrifum sínum ef hann teldi að flugvélin væri farþegaþota. Einnig geti verið að orrustuþot- ur hafi verið sendar á vettvang, borið kennsl á farþegaþotuna og síðan farið eftir almennt viður- kenndum, alþjóðlegum reglum til þess að koma henni burtu, en far- þegaþotan ekki farið eftir settum leikreglum. „Ef flugvél sem gerist brotleg fer ekki eftir fyrirmælum orrustu- þota getur ekkert komið í veg fyrir að þær skjóti hana niður,“ sagði Learmount.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.