Morgunblaðið - 02.09.1983, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983
25
að bjóða." sagði Bertrand. „Ég bað
ekki um neitt, Farskip bauð góðan
samning og búið. Ég hef borgað
allt annað sjálfur, farmiða og gist-
ingu fyrir blaðamenn og sjónvarp
erlendis frá — lánaði þeim líka
bíla. Ég vissi að ég myndi tapa
peningum á því hve fáir keppendur
komu, vegna þess hve lengi var
verið að ákveða málin hérna, en ég
er ekki skipuleggjandi fyrir pen-
inga eingöngu. Eg bað LÍA að
ganga frá tryggingarmálum,
skráningu ökutækja og þ.h. — síð-
an segir Morgunblaðið mér, er við
erum að koma til íslands að búið
sé að fella niður helming af keppn-
inni. Hefði ég fengið að vita það
áður en Eddan lagði af stað þá
hefði ég aldrei lagt af stað,“ sagði
Bertrand. „Ég vissi alls ekki um
þetta — brjálæði!
Allir keppendur og blaðamenn
munu tala um það erlendis hvernig
keppnin var og Island mun örugg-
lega ekki fá gott orð hjá blöðum.
Ég yrði líklega að borga keppend-
um til að fara til íslands, ef önnur
keppni yrði. Mér líkaði mjög vel
við íslensku keppendurna og þeir
geta komið frítt í þau röll, sem ég
skipulegg," sagði Bertrand. „Það
sem vantar á Islandi eru ábyrgir
aðilar. Kannski er pólitíkin hérna
þannig að enginn getur gert neitt.
Ég get nefnt sem dæmi eina kostn-
aðarhliðina, mynd sem ég lét taka
meðan á keppninni stóð. Meiningin
var að sýna hana á fundum um
allan heim til að kynna rallið að
nýju. Kostnaður við gerð hennar
er í kringum 12—15.000 dollarar.
Ég mun væntanlega sýna hana
víða, en ef einhver á íslandi vill sjá
hana verður hann að borga!" kvað
Bertrand.
„Menn virðast ekki hafa gert sér
grein fyrir því hvað þeir voru að
leika sér með. Ég er atvinnuskipu-
leggjandi með réttindi frá FISA og
FIA (alþjóðleg sambönd bíla-
íþrótta), það eru aðeins fjórir að
mér meðtöldum sem hafa rétt til
að skipuleggja keppni af þessu
tagi. Kannski fæ ég slæmt orð á
mig fyrir keppnina innan þessara
sambanda, það gæti orðið mér
þungur baggi. Ég hef skipulagt röll
í 18 ár án álíka vandræða," sagði
Bertrand.
„Mér finnst virkilega leitt að
keppnin skyldi fara svona. Landið
hér er hreint frábært, en fólkið
ekki að sama skapi, í það minnsta
ekki þeir sem ráða — því miður.
Meira að segja í dag kom lögreglan
inn í hótelherbergi mitt og yfir-
heyrði mig í sambandi við eitt-
hvert fréttabréf, sem Náttúru-
verndarráð sendi frá sér vegna
óformlegrar keppni einhverstaðar
... Náttúruverndarráð ... við höf-
um séð marga íslendinga aka á
grónu landi á meðan á dvöl okkar
stóð. Það er sannarlega grátbros-
legt að Náttúruverndarráð skuli
eiga í striði við okkur, sem reynum
að passa að allt fari vel fram — en
síðan eru íslendingar látnir fara
óáreittir um alla móa. Það ætti
fyrst að huga að þeim, síðan
okkur," sagði Jean Claude Ber-
trand að lokum.
G.R.
punda fiskar hafa veiðst í ánni
og nokkrir 17—18 punda. Sýnt
er, að metveiði verður í ánni í
sumar, veiðin stendur til 20.
september, en í fyrra var met-
veiði, svipað magn og hefur
veiðst það sem af er þessu sumri.
Já, og einnig lax
í Thames
Lax er alltaf lax hvort sem
hann er í Thames eða Leirvogsá.
Sá merki atburður gerðist í
Thames í fyrradag, að þar veidd-
ist fyrsti lax á stöng í áraraðir,
enda dó laxinn út í fljótinu sök-
um mengunar. Fyrst varð að
hreinsa ána, síðan, eða árið 1979,
hófst umfangsmikil laxarækt og
er vitað til þess að lax hafi geng-
ið í dálitlum mæli í ána síðustu
árin. Hann var þó tregur á
stöngina og mikill verðlauna-
pottur beið þess stangaveiði-
manns sem veiddi þann fyrsta.
Það var Russel Doig sem veiddi
laxinn og fékk 250 pund fyrir.
Laxinn var rúmlega 6 pund og
veiddist í Chertsey Weirhyl fyrir
ofan Lundúni. Formaður verð-
launasjóðsins og ræktunar-
framkvæmdanna, Hugh Fish,
lýsti yfir í ræðu er hann veitti
Doig-verðiaunin, að hér með
teldist Thames hreinsuð. Full-
yrti hann síðan að Thames væri
hreinasta miðborgará veraldar.
Hann hefur greinilega aldrei
heyrt á Elliðaárnar minnst, hvað
þá þær þúsundir laxa sem upp
þær sækja sumar hvert.
Stígalagning við Gullfoss.
Stígagerð í ausandi
regni við Gullfoss
Sjálfboðaliðarnir sex frá
náttúruverndarsamtökum í
Bretlandi og íslenzkt nátt-
úruverndarfólk var austur
við Gullfoss í 3 daga í sl.
viku og vann þar sleitulaust
frá þriðjudegi til föstu-
dagskvölds. Bjó í sumarbú-
stað í Biskupstungum, sem
góður náttúruverndarmaður
bauð fram. Það kom sér vel
því allan tímann var ausandi
rigning. Á þriðjudag mældist
á næstu veturathugunarstöð-
um 45 mm regn. En ekki lét
þetta röska fólk það á sig fá.
í byrjun var lagfærður stígur-
inn niður að Gullfossi, sem er
malarborinn og hefur ofaníburð-
urinn sigið undan brekkunni
ofan í blágresið og blómabrekk-
una. Var þar komið fyrir tré
borðum sem vörn. En aðalverk-
efnið var að leggja stíg, með
tröppum, um brattann að efri
brún hvammsins við fossinn. EN
þar uppi hefur fólk gjarnan
stansað og farið beint niður
brattann, svo slóðir voru komnar
á mörgum stöðum og skemmdu
brekkuna.
Einar bóndi í Brattholti kom í heimsókn til fólksins sem var að vinna
við Gullfoss. Hér er hann að lesa á nýtt skilti frá Náttúruverndarráði
með Braga Þórarinssyni starfsmanni ráðsins.
Vel þarf að vanda til þegar stígur er lagður í bratta brekku, og duga varla annað en þrep, ef brekkan á
ekki að vaðast út. Hér eru sjálfboðaliðarnir að leggja stíg niður að Gullfossi. Myndi: Einar Sæmundsen