Morgunblaðið - 02.09.1983, Side 27

Morgunblaðið - 02.09.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 27 „Eigum í styrjöld við kristna menn“ — segir Walid Jumblatt, leiðtogi vinstrimanna í Líbanon Beirut, 1. september. AP. WALID Jumblatt, leiðtogi drúsa og líbanskra vinstrimanna, lýsti vfir því í dag, að stríð væri skollið á milli múhameðstrúarmanna og kristinna í Líban- on. Kyrrð er nú komin á Beirut að mestu eftir að líbanski herinn lét til skarar skríða gegn vopnuðum sveitum vinstrimanna, sem ráöið hafa lögum og lofum í sumum hlutum borgarinnar. Á blaðamannafundi, sem Jumblatt efndi til í Damaskus í Sýrlandi, sagði hann, að nú væri útséð um allar samningaviðræður við líbönsku stjórnina og að „við teljum okkur vera í styrjöld við kristna menn“. Þegar hann var spurður hvað nú tæki við, eftir að líbanski herinn hefði upprætt vopnaðar sveitir vinstrimanna í Beirut, sagði hann: „Stríð, aðeins stríð með öllum tiltækum ráðum." Jumblatt vildi hins vegar ekki svara því hvort sannar væru fregnir um að hermenn hans hefðu myrt kristna íbúa þorps nokkurs í fjöllunum fyrir ofan Beirut i hefndarskyni fyrir árás líbanska hersins. Jungwirth vinnur að sáttum innan FIDE Telur „óverjandi“ að útiloka Smyslov og Kasparov frá keppni (>raz, 1. september. AP. KURT Jungwirth, forseti austuríska skáksambandsins og varaforseti FIDE (Alþjóða skáksambandsins), sagði í dag, að það væri „óverjandi" afstaða að útiloka þá Vasily Smyslov og Garri Kasparov frá þátttöku í undaneinvígum fyrir heimsmeistarakeppnina í skák. Kvaðst Jungwirth, sem er nýkominn úr fjögurra daga ferðalagi til Moskvu, reiðubúinn til þess að láta skáksamband Austurríkis miðla málum og lagði til, að haldin yrði ráðstefna í Austurríki með þátttöku allra þeirra, sem málið snerti, svo að úr því yrði skorið “á skákborðinu, hver vera skyldi heimsmeistari". Sovézka fréttastofan TASS skýrði í dag frá heimsókn Jungwirths til Moskvu. Þar var tekið fram, að hann hefði komið í boði sovézka skáksambandsins en ekkert sagt um það, hvort fallizt hefði verið á hugsanlega málamiðlun um að láta einvígin fara fram í Austurríki eða ann- ars staðar. Þá var það ekki held- ur nefnt hvort Florencio Camp- omanes, forseti FIDE, hefði fall- izt á slíka málamiðlunarlausn. Kasparov vann Larsen — var samt meö verra út úr byrjuninni Niksic, 1. september. AP. GARRI Kasparov frá Sovétríkjunum tókst að vinna upp aftur verri stöðu, sem hann hafði hlotið út úr byrjun- inni í skák sinni við danska skák- meistarann Bent Larsen í 7. umferð skákmótsins í Niksic í Júgóslavíu. Larsen, sem tefldi með hvítu, tókst í fyrstu að ná frumkvæðinu, en Kasp- arov, sem margir telja væntanlegan arftaka Anatoly Karpovs sem heims- meistari, tókst smám saman að bæta stöðu sína. Þegar skákin kom úr bið, náði Kasparov yfirhöndinni með því að gera bæði hróka sína og riddara afar virka og vann síðan skákina í 56 leikjum. Önnur úrslit í 7. umferð urðu þau, að Portisch vann Petrosian, Ljubojevic vann Seirawan og Mil- es vann Nikolic. Jafntefli varð hjá Ivanovic og Gligoric og Spassky og Timman. Skák þeirra Tals og Mil- es úr fyrri umferð fór aftur í bið. Staða efstu manna nú er þannig, að Kasparov er með vinning, Miles hefur 4 vinninga og eina biðskák, en síðan koma þeir Spassky, Sax, Larsen, Timman og Andersson með 3% vinning hver. Áttunda umferð mótsins verður tefld á laugardag. Vestrænir diplómatar í Chad staðfestu að umrædd árás hafi átt sér stað og fullyrtu að umsvif skæruliða í þessum hluta landsins hefðu aukist til mikilla muna að undanförnu, einkum eftir að hið óumsamda vopnahlé hófst með til- komu franska herliðsins til lands- ins. Hissine Habre, forseti Chad, skipaður múhameðstrúarmönnum en undir stjórn kristinna manna, sé þeim vanda vaxinn að taka við stjórninni í miðhálendinu þegar fsraelar fara þaðan. Walid Jumblatt Líbanski stjórnarherinn heldur áfram að hreinsa til í Vestur- Beirut og hefur afvopnað fjölda- marga vinstrisinna og flutt þá í fangelsi. Enn kváðu þó við skot- hvellir í einu hverfi borgarinnar en herinn hafði umkringt það og gerði sig líklegan til að ráðast til atlögu. Aflétt hefur verið í Beirut 24 stunda útgöngubanni og flykkt- ist fólk út á strætin í leit að vist- um og nauðsynjum. Ráðherrar í líbönsku stjórninni eru sagðir mjög ánægðir með vasklega framgöngu stjórnarhers- ins í þessari fyrstu raunverulegu þolraun hans. Eru þeir nú bjart- sýnni á að herinn, sem er að mestu Ró að komast á í Manila Manila, Filippseyjum, 1. september. AP. ALLT VAR með kyrrum kjörum í nágrenni forsetahallarinnar í Manila í gær, eftir miklar óeirðir höfðu geisað þar í kjölfarið á útlor Benigno Aquino, leiðtoga stjórnarandstööunnar í landinu. Einn námsmaöur lét lífið í óeirðun- um og átján særðust. Fréttaskýrendur greindu frá því, að einu menjar bardagans í gær hefðu verið brotin umferð- arljós og brunablettir á götum hér og þar. Verslanir voru opnar og mannlífið virtist ganga sinn vana- gang. Talið var að um milljón manna hafi fylgt Aquino til grafar, eða tekið þátt í útförinni með öðrum hætti. Þar með er áætlað að alls hafi 2 milljónir manna vottað Aquino virðingu sína og er það mesta fjöldaviðkvæmni sem sést hefur á Filippseyjum allar götur síðan að páfinn heimsótti eyjarn- ar árið 1981. Lögregluyfirvöld sögðu að flest- ir hinna særðu hafi verið á aldrin- um 14—20 ára og 9 þeirra hefðu særst skotsárum. Sagði lögreglan að mótmælendur hefðu hreiðrað um sig á húsþökum og hleypt af riflum yfir mannhafið. Vitni hafa sagt að ýmsir hinna særðu hefðu alls ekki verið þátttakendur að ólátunum, heldur einungis áhorf- endur. Fimm manna nefndin, sem Ferdinand Marcos forseti Filipps- eyja skipaði til að rannsaka morð- ið á dögunum, hefur nú starfað í nokkra daga, en engu skilað af sér enn sem komið er. 36 tonna steinbíll á leiði Lindcn, New Jersey, 1. september. AP. ÞKJÁTÍU og sex tonna legsteini úr grágrýti var á þriðjudag komið fyrir í kirkjugarði í noröurhluta New Jersey. Legsteinninn er nokkuð sérkennilegur, þar sem hann er líkan af 1982 árgerð af Mercedes Benz. Steinbíllinn er legsteinn til minningar um 15 ára dreng, Raymond Tse, sem lést fyrir tveimur árum. Það var David Tse, bróðir Raymonds, sem lét gera þetta fyrirferðamikla minnismerki um hinn látna, en David er sagður hafa greitt frá 120.000 — 250.000 Bandaríkjadali fyrir steinbílinn. Fjölskylda Ray- monds var viðstödd þegar minn- isvarðanum var komið fyrir í kirkjugarðinum, en hún neitaði að láta nokkuð uppi um leg- steininn. Kunnugir segja þó að David Tse, hafi einhvern tíma lofað að gefa yngri bróður sín- um bíl, en aldrei fengið tækifæri til þess. Það tók þrjá myndhöggvara 17 mánuði að ljúka við gerð steinbílsins, sem er líkan af ’82 árgerð af Mercedes Benz 240D lúxusvagni í fullri stærð. Friðarkedja rofin í Austur-Berlín Berlín, 1. seplember. AP. AUSTl'R-ÞÝSKA lögreglan kom í veg fyrir að friðarhópi þar í landi, tækist að mynda „mannlega keðju“ milli sendiráða Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í Austur-Berlín á fimmtudag. Vestur-þýska útvarpið greindi svo frá að 50 Austur-Þjóðverjar hefðu verið hnepptir í varðhald vegna atburðarins, sem átti sér stað í morgunsárið á fimmtudag. Sam- kvæmt heimildum frá bandaríska sendiráðinu, söfnuðust mótmælend- ur úr austur-þýska hópnum „Föst- um fyrir lífið" fyrir framan sendi- ráðið um kl. 4:30 að morgni til, og reyndu að mynda „mannlega keðju" milli sendiráða stórveldanna. Lög- reglan komst í spilið áður en tókst að mynda keðjuna, og fjarlægðu mótmælendurna. Tveimur félögum úr friðarhópn- um tókst að komast inn í banda- ríska sendiráðið og afhentu þá emb- ættismönnum bréf, þar sem stór- veldin eru hvött til að koma á var- anlegum friði með afvopnunarvið- ræðum í Genf í Sviss. ***** Skemmtunin hefst kl. 10 og síöan veröur dansaö fram á rauöa nótt Chad: Skæruliðar brenna þorp Vdjamena, 1. september. AP. TALSMAÐUR rfkisstjórnar Chad sakaði í gær skæruliða um fólskulega árás á óvarið þorp í suðurhluta landsins fyrr í vikunni. Sagði talsmaðurinn að skæruliðarnir haft smalað fólkinu úr híbýlum sínum, skotið síðan á það, en lagt eld að kofunum. Tveir féllu og margir særðust. 1 j */ < f LADOI 0 l Hinir landsfrægu skemmtikraftar Dolli og Doddi hafa aldrei verið í betra stuði. / • r BJORCVIN MACNUS ^0 sakaði Moammar Khadafy í gær um að standa fyrir árásunum í suðurhlutanum til þess að opna fleiri viglínur og dreifa þannig styrk stjórnarhersins á meðan líb- íski herinn hreiðrar um sig í norð- urhlutanum. Enn hefur Khadafy neitað að viðurkenna að líbískir hermenn berjist í Chad, þrátt fyrir öll möguleg sönnunargögn. K.,dOTon.n,»l™P óh.PP"' + + + + + + + + + + + ++++ + + + + + + + +++ + + + + + +

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.