Morgunblaðið - 02.09.1983, Page 30

Morgunblaðið - 02.09.1983, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 30 Roðinn í austri 9. grein: Ræða Krúséfe — eftir dr. Sigurð Pétursson Herstjórn Stalíns Einræðisvald og óbilgirni Stalíns kom einnig niður á her- stjórninni. Um það segir Krúséf orðrétt: „Valdið samansafnað á hendi eins manns, Stalíns, hafði al- varlegar afleiðingar í Stórstyrj- öldinni, sem vér háðum fyrir föðurland vort.“ Stalín hélt því annars fram, að árás Þjóðverja hefði komið Sovétríkjunum á óvart. „En, félagar, þetta er alger- lega ósatt. Strax og Hitler kom til valda í Þýzkalandi, tók hann að sér það hlutverk að útrýma kommúnismanum. Fasistarnir lýstu þessu greinilega yfir, þeir voru ekki að leyna neinu." Til- fellið var „að tortíming Stalíns á foringjum í hernum og pólitísk- um liðsmönnum srium á árunun- um 1937—1941, byggðri á ósönn- um sakargiftum og tortryggni, varð þess valdandi, hversu illa gekk í byrjun stríðsins." Svo var nú komið að Rauða herinn, sem Trotsky hafði skap- að á sínum tima, vantaði bæði herforingja og skotfæri, að sögn Krúséfs, og því fór herinn slíkar hrakfarir sem raun varð á. En ráðríki Stalíns leiddi víðar til ófara, t.d. í viðskiptunum við Júgóslavíu. Krúséf segir frá því, að eitt sinn er hann var boðaður á fund Stalíns, þá hafi Stalín bent á afrit af bréfi nýlega sendu Tító og spurt: „Hefur þú lesið þetta?“ Stalín beið ekki and- svars, en svaraði sjálfur. „Ég hreyfi aðeins litla fingurinn og þá er enginn Tító lengur. Hann mun falla." En það átti ekki fyrir Tító að liggja. Júgóslavía sagði skilið við Sovétríkin. Þrátt fyrir þetta allt, þá vann Stalín ötullega að því að innræta þjóðinni að hann væri sá mikli leiðtogi, og allir þeir sigrar, sem unnist höfðu í stríðinu, væru að þakka „hugprýði, dirfsku og snilligáfu“ Stalíns og einskis annars. „Læknasamsærið“ í rauninni var þetta ekkert mál („affair"), sagði Krúséf, að- eins yfirlýsing frá lækninum Timashuk, sem var kona og sennilega hvött af öðrum til þess að senda Stalín þetta erindi bréflega. I bréfinu stóð að ónefndir læknar væru grunaðir um að nota óviðeigandi læknis- aðgerðir. Bréfið nægði til þess, að Stalín sló því föstu, að hér væri á ferð- inni samsæri lækna í Sovétríkj- unum. Lét hann þegar taka fastan hóp af þekktum læknum, margir þeirra Gyðingar, og sagði sjálfur fyrir um það, hvernig rannsóknin skyldi framkvæmd og hvaða aðferðum beitt við yfir- heyrslurnar. Við öryggismála- ráðherra sinn, félaga Ignatiev, sagði Stalín rétt si svona: „Ef þú ekki færð fram játningar lækn- anna, þá gerum við þig höfðinu styttri." Og Krúséf bætir við á þessa leið: Skömmu seinna fengum við í Pólitíska ráðinu (Politburo) gerðabækurnar með játningum læknanna, og lét þá Stalín þessi orð falla: „Þið eruð blindir eins og kettlingar; hvað mundi gerast ef ég væri ekki? Landið mundi glatast vegna þess að þið vitið ekki, hvernig á að þekkja óvin- ina.“ Okkur í Pólitíska ráðinu þótti málatilbúningur þessi grunsam- legur og myndi verða erfitt að fá staðfestingar á sakargiftum. En til þess kom aldrei, því að heilsa og líf Stalíns entist ekki nógu lengi. Þegar við rannsökuðum málið að Stalín látnum, fundum við að forsendur þess voru tóm Eisenhower. — f annað sinn á ein- um aldarfjórðungi björguðu Bandaríkin Rússlandi úr höndum Þjóðverja. lygi frá upphafi til enda. Lækn- arnir hafa nú allir verið sýknað- ir og fengið stöður sínar aftur. Undir lok ræðunnar tók Krús- éf enn að átelja þá persónudýrk- un, sem Stalín hafði ræktað á sjálfum sér með þjóðinni. Gat hann þess sérstaklega, að í sept- ember 1951 hafi Stalín gefið skipun um að hafa skyldi tiltæk 30 tonn af kopar til að gera úr minnismerki það, sem reisa átti um hann í tilefni af opnun skipa- skurðarins Volga-Don. Ræðuna endaði Krúséf svo á þessum orðum: „Lengi lifi hið sigursæla tákn flokks vors — Lenínismi!" (Hávært, langvarandi lófatak, sem lýkur með hyllingarhrópum. Allir rísa úr sætum.) Það sem Krúséf þagöi um Það má segja Nikita Krúséf til lofs, að hann hafi sýnt vissa hreinskilni og mikinn kjark, að Ijóstra þannig upp leyndarmál- um þeirra í Kreml, svo sem hann gerði á 20. Flokksþinginu. En ræðunni var þröngur stakkur skorinn. Megininntak hennar var harkaleg gagnrýni á réttar- farið í Sovétríkjunum í stjórnar- tíð Stalíns og á Stalín sjálfan fyrir ráðríki og kröfur um að vera lofsunginn og dýrkaður. Aftur á móti hefur Krúsjef sneitt hjá öðrum óþægilegum staðreyndum, sem ekki var nema eðlilegt á þessum stað og stundu, ef honum var nokkuð annt um stöðu sína og frelsi. Enda hélt Krúséf stöðu sinni í 8 ár eftir þetta, en var þá látinn sleppa lif- andi. Af þeim „óþægilegu stað- reyndum", sem Krúséf þagði um, verða hér aðeins taldar þær helstu og þá m.a. vitnað í þá heimild, sem nærtækust er, en það er áðurnefnd bók eftir B.D. Wolfe. Wolfe bendir á að útrýming á bændum og hreinsanir í flokkn- um að skipan Stalíns, hafi verið miklu víðtækari en Krúséf vildi vera láta. Þannig hafi Stalfn f viðræðum við Churchill sagst hafa fargað eða flæmt í burtu 10 milljón jarðeigendur (kúlakka). Þá hafi Krúséf ekkert minnst á þær 4 milljón bændafjölskyldur, sem urðu hungurmorða við til- komu samyrkjubúanna. Þá er Wolfe það ljóst og öllum sem ræðuna lesa, að þar er hvergi getið um samning þeirra Stalíns og Hitlers, né heldur meðferð þeirra á Pólverjum. En við skipt- ingu Póllands milli þessara ein- ræðisherra, hafi 1!4 milljón Pólverja verið fluttar í fanga- búðir í Síberíu eða öðrum kulda- beltishéruðum. Þá er heldur ekki upplýst neitt um morðin í Kat- yn-skóginum, en þar voru 11 þúsund pólskir liðsforingjar líf- látnir. Né heldur þegar Stalín brást flokksbræðrum sínum í Varsjá sumarið 1944, svo að þeir féllu í hendur Hitler. Ekki minn- ist Krúséf neitt á Finnlands- stríðið né yfirtöku Stalíns á Eystrasaltsiöndunum. Það er sérstaklega athyglis- vert,, að hvorki Krúséf né Wolfe minnast einu orði á afskipti Bandaríkjanna af heimsstyrj- öldinni 1939—1945, en þau réðu þó úrslitum í þeim hildarleik. Öll styrjaldarárin höfðu Bandaríkin sent Sovétríkjunum ógrynni hergagna og matvæla austur um íslandshaf til Murmansk. Hinn 16. desember 1944 gerðu Banda- ríkin síðan innrás á vesturströnd Frakklands undir yfirstjórn Eis- enhowers, og þann 7. maí 1945 gáfust Þjóðverjar upp. Þetta var því í annað sinn á einum aldar- fjórðungi, að Bandaríkin björg- uðu Rússlandi úr höndum Þjóð- verja. En í þetta sinn gekk að- stoðin við Sovétríkin of langt, því að nú leyfðist Stalín að taka sér vald yfir allri Austur- Evrópu. Og í ræðu sinni lét Krúséf, sem hann vissi ekkert um þetta. Enginn vafi getur leikið á því, þó ekki sé á lofti haldið, að hefðu Bandaríkin ekki komið Sovét- ríkjunum til hjálpar í heims- styrjöldinni 1939—1945, þá hefðu Þjóðverjar lagt undir sig allt landið vestan Úralfjalla, og Marxistar þar um slóðir hefðu hlotið sömu örlög og Gyðingarn- ir í Þýzkalandi. En í staðinn fyrir að þakka fyrir hjálpina og fá að halda sínu, þá snerist Stal- ín gegn fyrri bandamönnum sín- um á lævíslegan hátt, jafnvel áð- ur en styrjöldinni var lokið. Það var á þeim sögufræga fundi í Yalta, 4,—12. janúar 1945, þar sem mættir voru þeir Stalín, Churchill og Roosewelt, að teningnum var kastað. Ein- hver málamyndaskipting heims- ins í áhrifasvæði fór þarna fram, og komu í hlut Stalíns yfir 100 milljónir Evrópubúa. Þarna voru hlutaðeigandi þjóðir í Austur- Evrópu settar undir yfirráð Sov- étríkjanna, án þess að þær væru spurðar álits. Og nú gerðust atburðirnir með miklum hraða. Roosevelt, Bandaríkjaforseti, lézt 12. apríl 1945, og varaforsetinn, Truman, tók við af honum. Herir Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna mættust í Torgau 27. apríl. Hitl- er stytti sér aldur 30. apríl og þann 2. maí blakti rauði fáninn yfir Berlín. í kosningunum í Bretlandi í júlí 1945 féll Church- ill forsætisráðherra, og Attle tók við af honum. Stalín stóð nú einn uppi af þremenningunum í Yalta. Heimurinn vaknaði upp við vondan draum. Kalda stríðið var hafið. Norðlensku fyrirtækin Fjöregg og Fransman kynna nýjungar NORÐLENSKU fyrirtækin Fjöregg og Fransmann kynntu nýja fram- leiðslu sína fyrir skömmu í Fóst- bræðraheimilinu í Reykjavík. Þessi kynning var í tengslum við Iðnsýn- ingu ’83 en þar sýna þessi fyrirtæki í sama bás. Fjöregg kynnti kjúklinga í nýjum litprentuðum öskjum. Þessir kjúkl- ingar eru tilbúnir til matreiðslu á grilli eða í örbylgjuofni og eru sér- staklega kryddaðir. Hér er um að ræða Contry-kryddun upp á amerískan máta, Froencial-kryddun á fransk- an máta en Froencial er hérað í S-Frakklandi og síðan er kryddað að austurlenskum hætti með Oriental. Fransmann kynnti þverskornar kartöflur sem þeir kalla „skífur" og verða settar á markað með haust- inu. Einnig framleiðir Fransmann venjulegar franskar kartöflur og svonefndar „Shustring“-kartöflur sem eru mjórri en hinar venjulegu frönsku. Jónas Halldórsson forstjóri Fjöreggs með nýju kjúklingana og Karl Gunnlaugsson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Sval- barðseyrar, sem rekur Fransmann, en hann heldur á hinum nýju „skífum”. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Óvissuferð NÍUNDA laugardagsferð Nátt- úruverndarfélags Suðvestur- lands til kynningar á fyrirhug- uðu Náttúrugripasafni íslands verður óvissuferð, þ.e. það verð- ur ekki gefið upp hvert farið verður fyrr en í byrjun ferðar- innar. Þessi ferð verður farin í stað annarrar sem frestað var til 17.—18. september og verður það ellefta og lokaferð okkar að þessu sinni. Þátttaka í þessum laugardagsferðum okkar hefur verið afargóð og greinilegt er að mjög almennur áhugi er fyrir því að stofnun sem veiti almenna náttúrufræðslu með stórum sýn- ingarsal, fyrirlestrum, ferðum, bóka og tímaritakynningu, lit- skyggnu- og myndbandasýning- um og leigu o.s.frv., verði sem allra fyrst komið upp. leiðsögumaður/menn verða að sjálfsögðu ekki kynntir fyrr en í byrjun ferðar. Farið verður að venju frá Norræna húsinu kl. 1.30. Verð 150 kr. frítt fyrir börn. Komið verður til baka um kl. 7.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.