Morgunblaðið - 02.09.1983, Page 35

Morgunblaðið - 02.09.1983, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 35 tjá sig þarna daglega f söng og tilbeiðslu með um 3.500 kristnum bræðrum og systrum af nær öllum þjóðum og tungum, það var næst- um því of gott til að geta verið raunveruleiki, en var það samt. Oft leituðu á huga minn svipaðar stundir — í minni söfnuði — í tjaldinu góða í Vatnaskógi á fyrri tíð, er við sungum hinn magn- þrungna söng sr. Friðriks. „Sterk eru andans bönd“: Sterk eru andans bönd, sem eru’ í Guði knýtt, þau laða’ og tengja sál við sál í samband lífsins nýtt. I Kristi Jesú knýtt, hið kristna bræðralag, það felur í sér fyrirheit um friðar sælan hag. Hve dýrðleg dvöl er æ í Drottins bræðra sveit, því yndi verður aldrei lýst, það aðeins reyndur veit. Þar hverfur munur hver, þar hver er öðrum jafn, því sömu tign þar sérhver á og sama dýrðar-nafn. Hér tengist þjóð við þjóð, og þrótt sú eining ber, því stéttamunur, menntun, eign ei mismun veldur hér. Þótt skilji lögur lönd, ei lýð Guðs skilja höf; í álfum heims sú eining sterk er andans sigurgjöf. og um feðranna trú: Þú ert hin mikla eining sú, sem eina gjörir kirkju í jörð, og milli alda ertu brú og allra þjóða sáttargjörð. Þú niðja vorra verður skjól uns veröld ferst og slokknar sól. hefi ég e.t.v. best reynt á góðum stundum með löndum mínum er- lendis. En á okkur eru hér heima oft miklar hömlur vanans og virðuleikans, hömlur sem nú er tími til kominn að hvíla a.m.k. um sinn. Ég gæti af vanefnum lengi hald- ið áfram að reyna að ‘mála’ það sem þarna gerðist, en það kæmist varla til skila hjá mér. Atriði vil ég þó nefna. Það tókst með mikilli íþrótt að fá trumbur frá Afríku, strengi, hjarðpípur og margvísleg önnur hljóðfæri úr öðrum álfum til að samhljóma á þessum til- beiðslustundum. Lofgjörðin var einnig tjáð í lotningarfullum hreyfingum mannslikamans og fáguðum dansi, svo þokkafullum að maður gat haldið sig kominn inn í forgarða himinsins. Þarna komu börnin og tjáðu sig á sinn hátt svo að allra hugir og hjörtu hrifust. Þarna heyrðust hljóm- fagrar og agaðar raddir hjóla- stólafólks lesa úr heilagri Ritn- ingu og þarna komu og innfæddir indíánar í fjölskrúðugum búnaði og ‘uppteiknuðu, sungu, sögðu og tjeðu’ það sem þeim lá á hjarta. Ef ég ætti að tjá mig um „ólík- indin" þarna, eða með öðrum orð- um, það ólíkasta í tilbeiðslunni, þá mundi ég nefna kvöldstundina í tjaldinu með Kvekurunum og há- tíðarguðsþjónustu hinna Orþód- oxu. Hvílíkar andstæður í hinum sama einlæga tilgangi. Kvekar- arnir sáu kyrrlátir í djúpri þögn og hlustuðu eftir því sem andi hlýðninnar sagði þeim að gera og segja og þeir hlýddu og fram- kvæmdu á kyrrlátan, einfaldan Uppbygging og skipulag Alkirkjuráðsins. Ég þyrfti að vera mikill lista maður: rithöfundur, ljóðskáld tónskáld, tónlistarmaður m.m. til að ráða við að lýsa þessum sam- verustundum, þær voru einstæðar — ‘unique’ — ‘því yndi verður aldrei lýst, það aðeins reyndur veit’. Biskup okkar hefur nokkuð greint fjölmiðlum frá þessum fagnaðarríku samverustundum í tjaldbúðinni miklu og einnig upp- lýst að hann muni fá í hendur söngmálastjóra okkar o.fl. marg- vísleg gögn í þessu sambandi, sem hann tók með sér heim, til þess að það verði kannað, hvort þau ekki geti lagt okkur hér heima ‘ný ljóð í munn, — nýjan lofsöng um Guð vorn’. Það var undursamlegt, hvernig söngstjórar — sjálfir fullir af söng — með fagrar, skólaðar raddir, og með aðstoð góðra hljóð- nema og hátalara, gátu á engum tíma kennt þessum stóra tjald- söfnuði ‘nýjan söng’, jafnvel margraddaðan, og fengið alla til að syngja með af hjartans lyst. Ég óskaði þess oft að söngstjórar okkar í kirkjunni heima væru með okkur komnir til að taka undir og tileinka sér þessa aðferð, að sínu leyti fremstu forsöngvara í krist- inni trú. Svo mikil var sönggleðin, að í lok síðustu samverunnar í tjaldinu, þá tókust hundruð í hendur og dönsuðu syngjandi. í kringum tjaldbúðina miklu: ‘þar hverfur munur hver, þar hver er öðrum jafi), því sömu tign þar sérhver á og sama dýrðarnafn’. Ég trúi og vona að biskupi okkar takist með aðstoð margra góðra söngstjóra í kirkju okkar, að tendra þessa sömu sönggleði og við kynntumst þarna í Vancouver. íslendingar eru söngglaðir, það hátt, með bæn, vitnisburði eða lestri úr Orðinu. En hinir Orþód- oxu (en það ekki þýtt rétttrúðu á íslensku?), þeir tjölduðu öllu sem til er og það eru engir smámunir. Við fengum í hendur að gjöf messuskrá þeirra, heila bók í há- kirkjulegum litum, gulli skrýdda, með hinni DIVINE LITURGY. Þarna var saman komið há- úrval-manna þessarar gömlu kirkjudeildar, sem í einlægni hef- ur leitað bróðurlegs samfélags við aðrar deildir kristinnar kirkju. Fegurðin í „liturgy" þessarar kirkjudeildar er ólýsanleg, það fengum við ‘venjulegir’ vel að finna. Það var ekki hægt annað en hrífast og hrærast og ‘perform- ance’ háklerkanna var vissulega sannfærandi. En hvílík skartklæði og gullbúnaður! Það var yfirþyrm- andi, það var sem maður yfir- mettaðist, fengi ofbirtu í augun. Og ég lygndi augum mínum til að hvíla þau og fyrir hugskotsjónum mínum blasti einfaldur kyrtill, sem um var kastað hlut á Golgata. Hvílík andstæða! Ég fann til hug- arangurs, sem mildaðist þó aftur við unaðslega tóna guðsþjónustu hinna andríku bræðra okkar í Austurkirkjunni. Þetta var allt mikið undur og hugur minn leitaði heim í hina ófullgerðu Hallgríms- kirkju. Hvar átti að leita gulls til að geta fullgert hana sem fyrst? Eg læt þessum þætti um helgi- haldið í tjaldbúð Guðs lokið, þótt þessi frásögn mín sé aðeins sem glampi þess er þar gerðist. Næst mun ég greina eitthvað frá málum sem rædd voru á heimsþinginu sjálfu, í Plenary Hall, þ.e. ‘verald- arvafstri’ Alkirkjuráðsins. Er það bláeygt? Við skulum athuga það saman fljótlega. Betur sjá augu en auga. Fyndnin Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Milan Kundera: The Joke. Translated from the Czech by Michael Henry Heim. Faber and Faber 1983. Milan Kundera fæddist í Brno 1929. Hann var við nám þegar valdarán kommúnista átti sér stað 1948. Síðar stundaði hann verka- mannavinnu og starfaði sem jass- leikari. Hann tók síðan að leggja stund á bókmenntir og kvik- myndagerð og starfaði sem fyrir- lesari við kvikmyndaskóla. Fyrsta skáldsaga hans, sem er umrædd bók, kom út í Prag 1968 og varð einn votturinn um Vorið í Prag. Eftir innrás Rússa í ágúst var Kundera rekinn úr starfi og bæk- ur hans bannaðar. 1975 settist hann að í Frakklandi ásamt eig- inkonu sinni. Aðrar bækur Kund- era eru: Laughable Loves, gefin út í Bandaríkjunum 1974, Life is Elsewhere, sama ár, The Farewell Party 1976 og The Book of Laught- er and Forgetting 1980. „Zert“ er titill bókarinnar, og var hún þegar þýdd á allar höfuð- tungur Eyrópu og víðar. Enska út- gáfan var misheppnuð, eins og höfundurinn fjallar um í formála að þessari útgáfu, sem hann telur vel þýdda og í samræmi við frum- útgáfuna. Hann ræðir um fyrstu útgáfu sögunnar á frönsku og formála þann sem franska skáldið Aragon skrifaði fyrir sögunni, sem vakti mjög mikla athygli. Aragon taldi þessa skáldsögu til merkustu bókmenntaverka aldar- innar og fordæmdi innrás Rússa í Tékkóslóvakíu hlífðarlaust, hann taldi að innrásin væri upphafið að morði tékkneskrar menningar, líkti henni við þjóðarmorðin í Bi- afra og taldi að innrásin táknaði fyrsta skref Sovétríkjanna til and- legrar kúgunar Evrópu. Aragon var þá einn helsti spámaður franskra kommúnista og sat í miðstjórn flokksins. Fjórum árum síðar fór þessi sami Aragon til Rússlands til þess að taka við heiðursmerki úr höndum Brezhn- evs og „fjórtán árum síðar afsak- aði hann innrás Rússa í Afganist- an og afskipti þeirra af innanrík- ismálum Póllands". Lúðvík er sögumaður og aðal- persóna. Hann sendir vinkonu sinni skeyti: „Bjartsýni er ópíum fólksins. Heimskufýluna leggur af heilbrigðu andrúmslofti. Lengi lifi Trotsky". Þetta skeyti varð til þess að það upphófust mikil mála- ferli, rannsókn fór fram á lífs- hlaupi Lúðvíks, hann var síðan rekinn úr flokknum og háskólan- um og var dæmdur í vinnubúðir. Þar dvelur hann í nokkur ár og kynnist þar Lusíu, en hún gæti verið tákn svívirtrar Tékkó- slóvakíu. Bakgrunnur sögunnar er samannjörvað samfélagsform, þar sem heldur leiðinleg fyrirbrigði hafa völdin, sem halda lands- mönnum í stöðugum ótta. Lúðvík hyggur á hefndir og honum tekst að hefna sín á fyrrum vini sínum, sem var höfuðákærandinn í mála- ferlunum gegn honum. En hefndin missti marks. Lýsingin á fyrr- verandi vini Lúðvíks og eiginkonu hans getur átt við valdastéttina í þessu samfélagi, sem gengur upp í lyginni. Kundara lýsir viðhorfunum eft- ir síðari heimsstyrjöld, voninni um fyllra mannlíf og blómstrandi þjóðmenningu og síðan hvernig kerfið kæfir alla viðleitni þeirra manna sem gátu ekki gengist und- ir að verða flokkstúbur eða þý og verkfæri yfirvaldanna. 1 síðasta hluta skáldsögunnar er dregin upp mynd af viðhorfum þeirra sem neita samhæfingu kerfisins. Ara- gon hafði rétt fyrir sér. „Það er hægt að myrða sjálfsvitund og menningu heilla þjóða og þá er engin von framar." Þetta er sterk og mögnuð skáldsaga og listilega skrifuð. HAGKAUP Skeifunni 15 Reykjavík Up OPIDTILKL.12 H k Gódan daginn! 85 41

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.