Morgunblaðið - 02.09.1983, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.09.1983, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 Kjarnorku- stríð? Nei takk — eftir Keneva Kunz „Ég gekk eftir vegi úr bæn- um þar sem lík lágu út um allt eins og rusl eftir íþróttamót. Lyktin af stikn- uðu holdi var kæfandi. Ég sá þriggja ára barn krjúpa við hlið móður sinnar. Kon- an var greinilega dáin en barnið var að reyna að gefa henni vatnssopa.“ — Hiroshima, 1945. 6. ágúst fyrir 38 árum dóu yfir hundruð þúsund manns á nokkr- um mínútum þegar kjarnorku- sprengja féll á Hiroshima. En yfir hundrað þúsund í viðbót áttu eftir að þjást dögum, vikum, jafnvel ár- um saman áður en þau dóu. Á þessum degi er víða um heiminn haldin minningarathöfn um fórn- arlömb kjarnorkusprengjanna sem félllu á Hiroshima og þremur dögum seinna, á Nagasaki. En það er ekki nóg að minnast Hiroshima ef við látum í bænum okkar ekki fylgja heit — að vinna með öllum okkar kröftum til að tryggja að slíkar hörmungar megi ekki koma fyrir á ný — að það verði ALDREI AFTUR HIROSHIMA! Síðasta plágan Með því að visindamönnum tókst að leysa frumkraft kjarn- orku úr læðingi, breytist grund- völlur alls lífs á jörðinni. Aldrei áður, í gegnum árþúsundirnar og þrátt fyrir náttúruhamfarir, far- sóttir og margskonar ógnanir aðr- ar, hafði mannkynið verið að út- rýmingu komið. Nú stöndum við frammi fyrir staðreyndinni að tortíming okkar allra á fáeinum mínútum er ekki aðeins tryggð heldur margtryggð. Samt er búist við, að við höldum áfram daglegu lífi eins og ekkert sé að. Að við ölum börn okkar, fæðum og klæð- um þau og sjáum til þess að þau bursti tennurnar vel og oft. Á sama tíma og við vitum allt of vel að það gæti auðveldlega farið fyrir þeim eins og fyrir litlu stelpunni sem var níu tíma að deyja í örm- um móður sinnar, á meðan húðin flagnaði af henni og hún endurtók í sífellu, „mamma, mér er kalt". Samkvæmt tölum frá Samein- uðu þjóðunum eru þegar fyrir hendi í heiminum kjarnorku- sprengjur og eldflaugar sem sam- svara nokkurn veginn einni og hálfri milljón Hiroshima- sprengna. Að vísu deila sérfróðir menn um það, hve oft væri hægt að drepa okkur öll — sjö, tíu eða jafnvel fimmtán sinnum — með þessum vopnum, en þeir virðast vera sammála um að það sé ekki nóg samt. Kjarnorkusprengja er nú framleidd á tuttugu mínútna fresti hjá kjarnorkuveldunum. „Ég var hungraður og þér gáfuð mér ekkert að eta“ Vígbúnaðarkapphlaupið drepur milljónir, jafnvel þótt vopnin yrðu aldrei notuð. Á síðastliðnu ári sultu yfir 18 milljónir barna í hel. Á sama tíma eyddi heimurinn yfir einni milljón Bandaríkjadollara á hverri mínútu í hernað. Það hefur verið reiknað út, að til að sjá öllu mannkyni fyrir drykkjarvatni, matvörum, húsnæði, heilbrigðis- þjónustu og menntun þyrfti 17 milljarða Bandaríkjadollara á ári. Þetta er feikileg upphæð en minna en hernaðarútgjöldin á tveimur vikum. Og að sjálfsögðu eru allar okkar nauðsynjavörur dýrari.en þyrfti ef við værum ekki að greiða „En eina vonin okkar er sú, að það sé hægt að ná milliríkjasamningum sem verði haldnir. Og það má líka benda á, að Bandaríkin og Sovétrík- in hafa gert a.m.k. 17 samninga um takmörk- un kjarnorkuvopna og hvorugt hefur brotið einn einasta þeirra.“ fyrir vígbúnaðinn í heiminum. Hvernig gátum við látið slíka hluti viðgangast? Kannski getum við fundið skýringu í því að við getum varla gert okkur grein fyrir ógnun sem þessari, við höfum, ekkert okkar, lifað kjarnorku- styrjöld né neitt henni líkt. Við viljum einfaldlega ekki hugsa um þetta, og fljótum svo sofandi að feigðarósi. Við viljum trúa að ógnarjafnvægið geti bjargað okkur. Við treystum á visku stjórnmálamanna. En öryggið verður okkur æ dýrkeyptara. Við erum eins og eiturlyfjasjúklingur sem þarf alltaf stærri og stærri skammt, en líður samt alltaf verr. Við þurfum alltaf fleiri og hrika- legri vopn til að halda uppi blekk- ingunni að við séum örugg, og verðum samt alltaf óöruggari, því þessi sömu vopn ógna tilveru okkar. Að leita nýrra leiða En eigum við annarra kosta völ? Auðvitað, ef við getum byggt upp samskipti milli ríkja, ekki á fæl- ingu og ógnarjafnvægi, en á grundvelli gagnkvæms trausts og tillitsemi. Þetta kann að hljóma fjarstæðu-, jafnvel draumóra- kennt, en það er annaðhvort þetta eða gjöreyðingin. Með tilkomu Sameinuðu þjóð- anna vonuðu margir að hægt yrði að ná verulegum árangri í afvopn- un. Því sá tími er liðinn þegar skammtíma hagsmunir einstakra þjóða mega ráða ríkjum. Hættuna á kjarnorkustríði eigum við öll sameiginlega, og við verðum öll að vinna að því að bjarga þessari einu jörð sem við höfum. Ein tilraun til að stöðva brjál- æðið er tillögur Bandaríkjamanna um „frystingu" kjarnorkuvopna. Þær kalla á bæði stórveldin til að stöðva, nú og um alla framtíð, alla framleiðslu, staðsetningu og próf- un kjarnorkuvopna. Þessi hreyf- ing hefur þegar meira fylgi að fagna en Reagan hafði á þeim tíma sem hann var kjörinn forseti. En það þarf þjóðarátak til að stöðva vítisvélarnar og breyta hergagnaframleiðslu í framleiðslu til friðsamlegra nota. Þegar (ekki ef!) ráðamenn beggja risavelda hafa sannfærst um þörf fyrir stefnubreytingu, verður samt eftir mikið verk að vinna. Kjarnorkuvopna- laust svæði Á meðan verðum við öll að reyna alla möguleika sem þoka okkur í áttina að afvopnun. Árið 1982 skilaði alþjóðlega nefndin, sem rannsaka átti möguleika til að auka öryggi og ná árangri í af- vopnunarmálum, skýrslu sinni. Formaður nefndarinnar var Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, og hefur því nefndin og skýrsl- an hlotið nafn hans. (Útdráttur úr Palme-skýrslunni hefur verið þýddur á íslensku og fæst senni- lega hjá Félagi alþýðuflokks- kvenna.) Aðaltillögur nefndarinn- ar voru myndun kjarnorkuvopna- lausra svæða á Norðurlöndum og á Balkanskaga, og hugmynd um 300 km breið „stuðpúða“-svæði í mið-Evrópu, þar sem hvorki her né hergögn yrðu leyfð. Kjarnorkuvopnalaust svæði er afmarkað landsvæði sem er yfir- lýst kjarnorkuvopnalaust með al- þjóðlegum samningum og tryggt með viðurkenningu og eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Markmið með slíku svæði er að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarn- orkuvopna, slaka á spennunni á þessu svæði og vonandi færa okkur eitthvað nær afvopnun. Hugmyndin um stofnun kjarn- orkuvopnalausra svæða hafa hlot- ið einróma samþykkt Sameinuðu þjóðanna, eins og eftirfarandi yf- irlýsing frá aukaallsherjarþinginu um afvopnun, 1978, sýnir: Afmörkun tiltekinna kjarn- orkuvopnalausra svæða á grund- — Þeir segja að við höfum unnið. velli samkomulags og fyrirkomu- lags, sem náð hefur verið þving- unarlaust milli ríkja viðkomandi svæðis, markar mikilvæg skref sem stigin eru í átt til afvopnunar, ef tryggt er að svæðin séu algjör- lega kjarnorkuvopnalaus og sú staðreynd sé virt af kjarnorku- ríkjunum. (sic) Tillögur um kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum eru þegar opinber stjórnarstefna í Svíþjóð og Finnlandi, og stefna stærstu stjórnmálaflokkanna í Noregi og Danmörku. Til að eiga aðild að slíku svæði yrðu viðkom- andi lönd að neita afdráttarlaust að eiga, þróa eða leyfa uppsetn- ingu kjarnorkuvopna á þeirra yf- irráðasvæði. Kjarnorkuveldin þyrftu að lofa að brúka aldrei kjarnorkuvopn í eða á móti þess- um löndum. Það má eflaust spyrja hvort slíkir samningar yrðu virtir ef til ófriðar kæmi. En eina vonin okkar er sú, að það sé hægt að ná milli- ríkjasamningum sem verði haldn- ir. Og það má líka benda á, að Bandaríkin og Sovétríkin hafa gert a.m.k. 17 samninga um tak- mörkun kjarnorkuvopna og hvor- ugt hefur brotið einn einasta þeirra. Möguleiki ætti að vera fyrir hendi að semja um slíkt svæði á Norðurlöndum, þar sem kjarn- orkuvopn eiga ekki að vera til staðar þar hvort eð er. Síðan er það von manna, að slíkt svæði „smiti" út frá sér. Sem sagt, að með aukasamningum yrði hægt að útvíkka bæði landsvæði og skil- yrði samningsins. Því að sjálf- sögðu er mikilvægt að forðast þá tálsýn að við gætum skapað okkur öruggt skjól þótt kjarnorkuvíg- búnaðurinn haldi áfram að aukast og breiðast út um heiminn. Við berum öll ábyrgð Þetta er möguleiki sem við verð- um að skoða. Og við verðum öll að setja það efst á verkefnalista okkar að vinna að friði, að vinna að því að börn okkar eigi sér fram- tíð. Því það krefst krafta okkar allra. Það er verkefni forsætis- ráðherra að beita sér fyrir því, að hernaðarbandalögin slíðri sverðin. Og það er verkefni utanríkisráð- herra að vinna að friðsamlegum samskiptum fslands við öll önnur ríki, og að skoða og kynna fyrir okkur möguleika til að auka ör- yggi. og það er verkefni allra þess- ara manna sem hafa aflað sér þekkingar í öryggismálum að vinna saman af fremstu megni til að afstýra endalokum mannkyns. Allir geta þeir unnið saman að leita leiða úr vítahringnum, ef raunverulegur vilji er fyrir hendi. Og við verðum að halda þeim við efnið. í því liggur ábyrgð almenn- ings. Hættan er svo mikil, eins og Alva Myrdal sagði: „Það besta má ekki vera fjandmaður þess góða“ — við verðum að læra að vinna að lifa saman — ef við ætlum okkur að lifa. Látum hörmungar Hirosh- ima aldrei endurtaka sig. Keneva Kunz er kennari við Flensborgarskóla í Hafnarfírði. Amnesty International: Fangar ágústmánaðar Recep Marasli, Tyrklandi. Recep Marasli var útgefandi og aðalritstjóri KOMAL-útgáfunnar í Istanbul, en þar voru aðallega gefin út rit varðándi kúrda, sögu þeirra og menningu, sem og stöðu hins kúrdíska þjóðarbrots í Tyrk- landi. Marsali afplánar nú í allt 19 ára fangelsisvist fyrir að gefa þessi verk út. Meðal annarra rita sem hann gaf út voru bækur eftir tyrkneska félagsfræðinginn Dr. Ismail Bes- icki. Dr. Besicki afplánar nú 10 ára fangelsisvist, og er það í þriðja sinn sem hann situr í fangelsi vegna skrifa sinna um kúrdfsk málefni. (Sjá fréttabréf AI frá júní 1982.) Árið 1979 lauk Recep Marasli 18 mánaða fangelsisvist út af þessari útgáfustarfsemi. Árið 1980 lét herforingjastjórnin loka KOMAL- -útgáfunni. Sú fangelsisvist sem hann af- plánar nú er byggð á þremur að- skildum dómum, kveðnum upp af herdómstól, skv. gr. 142,159 og 311 tyrkneskra herlaga og lögum 5816. Honum er gefið að sök, í fyrsta lagi, að „veikja" þjóðareiningu, í öðru lagi að útbúa og útbreiða áróður um skilnaðarstefnu, í þriðja lagi að móðga þjóðþingið (The Grand National Assembly) og öryggisráðið, ofbjóða siðgæð- isvitund ríkisstjórnarinnar, og lít- ilsvirða minningu Kemal Ataturk, stofnanda hins nýja tyrkneska ríkis. — í janúar 1982 var hann hnepptur í varðhald og í júlí sama ár var mál hans tekið fyrir rétt og hann dæmdur í fjögurra ára fang- elsi fyrir að gefa út bók um kúrd- ísk málefni í formi opins bréfs til Kemal Ataturk. — í janúar 1983 var hann aftur dæmdur vegna útgáfustarfsemi, þá í tólf ára fangelsi. — f maí 1983 fékk hann þriggja ára dóm til viðbótar fyrir að gefa út 2 bækur sem að sögn sækjanda fluttu áróðursboðskap um skilnað- arstefnu. Kúrdar eru ekki viðurkenndir opinberlega í Tyrklandi sem sjálfstæð þjóð, og bannað er að nota hið kúrdíska tungumál. Starfandi eru mörg kúrdísk fé- lög/hópar í landinu, sem vinna að því að fá kúrda viðurkennda í Tyrklandi, og sum vinna að stofn- un sérstaks kúrdísks rikis i hinu tyrkneska ríki. Nokkrir þessara hópa hafa beitt ofbeldi, en Recep Marasli hefur ekki verið meðlimur í þessum félögum, eða tekið þátt í neinum ofbeldisverkum. Fangelsun hans er eingöngu tengd baráttu hans fyrir tján- ingarfrelsi. f varnarræðu sinni í júlí 1982 sagði hann m.a.: „Ég mun ávallt reyna að stuðla að jafnrétti til handa kúrdum, það er skylda mín sem lýðræðissinna. Ég gaf út þessar bækur til þess að benda fólki á hvernig sannleikanum er afneitað — í skólum og í stjórn- málaumræðum, og til þess að upp- lýsa þjóðina um sögu kúrda." Recep Marasli er haldið í Toptasi-fangelsinu í Istanbul. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf og farið fram á að Recep Marasli verði látinn laus úr haldi. Skrifið til: President Kenan Evren, Cankaya, Ankara, TURKEY. Þrír Quechua-indíánar, leiðtogar smábænda — Perú Þeir hafa verið í haldi í tæp tvö ár án þess að mál þeirra hafi kom- ið fyrir rétt. Þeir voru allir hand- teknir í október 1981 sakaðir um að hafa stjórnað bændaverkfalli í útjaðri Acomayo í Cuzco-héraði. Þeir eru: Julia Choque Choquem- amani, 31 árs leiðtogi félags smá- bænda í Acomayo-héraði (Pro- vincial Peasant Federation of Ac- omayo (FEPCA), og meðlimur hins kjörna svæðisráðs Pomac- anchi-þorps, Acomayo; Florencio Torobeo Mendoza, 60 ára, stofn- andi FEPCA og leiðtogi smá- bændasamtaka Cuzco-héraðs og meðlimur héraðsráðs Acomayo- héraðs; og Roberto Ayma Quispe, smábóndi (campesino).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.