Morgunblaðið - 02.09.1983, Page 42

Morgunblaðið - 02.09.1983, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Norsk Hydro stærsta fyrirtæki Noregs Statoil sækir fast á NORSK HYDRO er ennþá sticrsta fyrirtæki Noregs, en ríkisolíufyrir- tækið Statoil fylgir fast á eftir og er reyndar í stöðugum vexti, þann- ig aö hagfræðingar norska við- skiptaráðuncytisins spá því, að Statoil muni fara í fyrsta sætið á listanum yfir stærstu fyrirtæki landins annað hvort á þessu ári, eða því næsta. Á árinu 1982 var heildarvelta Norsk Hydro liðlega 2,8 millj- arðar dollara, sem svarar til tæplega 78 milljarða íslenzkra króna. Heildarvelta Statoil var hins vegar liðlega 2,4 milljarðar dollara, sem svarar til 66,84 milljarða íslenzkra króna. Samkvæmt upplýsingum norska viðskiptaráðuneytisins jókst sala Norsk Hydro á síðasta ári um liðlega 17,5%, en sölu- aukningin hjá Statoil var hins vegar um 25%. Þá var á dögunum birtur listi yfir 20 stærstu fyrirtæki Noregs og þar kemur í ljós, að umtals- vert tap varð af rekstri margra þeirra, sérstaklega þeirra sem eru með ýmiss konar efna- vinnslu, einsog ál, málmblendi og stálvinnslu. Talsmaður ráðu- neytisins sagði listana í raun endurspegla mjög vel það efna- hagsástand, sem ríkti á síðasta ári. Það mætti hins vegar gera ráð fyrir, að nokkur þeirra fyrir- tækja, sem áttu við mikla erfið- leika að stríða á síðasta ári, muni rétta verulega úr kútnum á þessu ári, t.d. samfara aukinni eftirspurn eftir áli, málmblendi og stáli á heimsmarkaði. Hráefnaverð fer hækk- andi á heimsmarkaði Kemur ýmsum fátækum þjóðum til góða IIEILDSÖLUVERÐ á ýmis konar hrácfnum hefur hækkað nokkuð á síðustu mánuðum samfara al- mcnnri uppsveiflu í efnahagsmál- um iðnríkja, samkvæmt upplýsing- um Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem sagði hækkunina hafa fyrst komið fram í Bandaríkjunum, en síðan hafi hún komið fram í einu landinu af öðru. Talsmaður Alþjóða gjaldeyr- issjóðsins sagði þetta góðar fréttir fyrir margar hinar fá- tækari þjóðir, sem treysta nær algerlega á sölu ýmis konar hrá- efna til iðnríkja heimsins, en þær þjóðir hafa búið við mjög kröpp kjör undanfarin misseri, vegna efnahagskreppunnar í heiminum. Talsmaðurinn sagði hins veg- ar, að þetta væru auðvitað slæm- ar fréttir fyrir hinn almenna neytanda, því hækkun á heild- söluverði nú, kæmi óhjákvæmi- lega fram í hækkuðu verði neyzluvara á næstu mánuðum. Talsmaðurinn sagði, að 30 við- miðunarhráefnaflokkar hefðu hækkað um 6,4% á 2. ársfjórð- ungi þessa árs, ef miðað væri við verðið á þeim fyrsta. Hins vegar væri verðið á þessum vöruflokk- um nú um 5,4% hærra, en það var á 2. ársfjórðungi síðasta árs. Á sama tíma og þessi hækkun á hráefnum hefur verið að koma fram, hefur hægt mjög á verð- hækkunum í iðnríkjum heimsins og verðbólga hefur farið stöðugt lækkandi. Verðbólga í iðnríkjun- um var komin vel undir 5% í júní sl., sem er lægsta verðbólga í yfir 10 ár. 1. ársfjórðungur 1983: Raforkunotkun jókst um 4,11% RAFORKUNOTKIJN jókst hér á landi um 4,11% á I. ársfjórðungi ársins, þegar heildarnotkunin var um 938 gigawattstundir, en til samanhurðar var notkunin um 901 gigawattstund á 1. ársfjórð- ungi í fyrra Notkun forgangsorku jókst á umræddu tímabili um 5,14%, þegar notkunin var um 921 gigawattstund, borið saman við 876 gigawattstundir í fyrra. Forgangsorkan skiptist í al- menna notkun, sem jókst um 7,66% á tímabilinu og stórnotk- un. Alls var almenna notkunin 464 gigawattstundir, borið sam- an við 431 gigawattstund. Hins vegar jokst stórnotkunin nokkru minna, eða um 2,7%. Alls var hún um 457 gigawatt- stundir í ár borið saman við 445 gigawattstundir í fyrra. Ef litið er á einstaka stórnot- endur kemur í ljós, að ÍSAL minnkaði notkun síðan eilítið eða úr 333 gigawattstundum í 326 gigawattstundir. Notkun Járnblendifélagins jókst hins vegar á umræddu tímabili úr 63 gigawattstundum í 66 giga- wattstundir. Þá varð mikil aukning á notkun Áburðarverk- smiðjunnar eða úr 28 giga- wattstundum í 42 gigawatt- stundir. Notkun afgangsorku dróst saman á umræddu þriggja mán- aða tímabili, þegar hún var samtals um 17 gigawattstundir, borið saman við 25 gigawatt- stundir á sama tímabili í íyrra. Framleiðir Boeing sér- staka vél fyrir SAS? — Hinar nýju „minni“ vélar of stórar segja SAS-menn SAS-FLUGFÉLAGIÐ skandinavíska, tilkynnti á dögunum, að félagið hefði tekið upp samvinnu við Bocing-verksmiðjurnar bandarísku um hönnun nýrr- ar vélar fyrir félagið, sem myndi væntanlega verða tekin í notkun hjá félaginu á næstu árum. SAS telúr flestar hinna „minni“ nýju véla, sem komið hafa á mark- aðinn síðustu árin vera of stórar, en þær eru flestar 140—160 sæta. SAS telur vélar af stærðinni 115—130 sæta vera mun hag- kvæmari fyrir rekstur félagsins. Ekki hafa verið undirritaðir neinir samningar milli aðila. Hins vegar sagði Jan Carlzon, aðalfor- stjóri SAS, að haldið yrði áfram frumkönnun næsta árið og síðan tekin endanleg ákvörðun um framhaldið. Talsmaður Boeing-verksmiðj- anna var mun varkárari þegar hann var spurður um samvinnu fyrirtækisins og SAS. Hann sagði aðila hafa rætt þessa hugmynd, en sex af aðalframkvæmdastjórum SAS hefðu komið til Seattle á dög- unum til viðræðna. „Þetta er hins vegar framtíðarmál, sem ekki verður tekin nein ákvörðun um fyrr en að mjög vel athuguðu máli.“ SAS-flugfélagið þarf að endur- nýja 62 DC-9-þotur sínar, sem ver- ið hafa í rek3tri frá því um 1970 og eru „komnar á tíma“ eins og tals- maður félagsins orðaði það. Tals- maðurinn sagði, að SAS yrði nauðsynlega að vera búið að skipta DC-9-vélum sínum út fyrir lok áratugarins, en kostnaðurinn við slíkt væri ekki undir 2 millj- örðum dollara, sem jafngildir um 56 milljörðum íslenskra króna. Sérfræðingar um flugmál segja, að ekki sé líklegt, að flugvéla- framleiðendur fari út í fram- leiðslu á nýrri vél fyrr en tryggð sé a.m.k. sala á nokkur hundruð vélum. í þessu sambandi sagði talsmaður SAS, að fjölmörg bandarísk flugfélög hefðu þegar lýst áhuga sínum, en hann vildi ekki gefa upp nein nöfn. Nissan-verksmiðjumar reisa stóra varahlutamiðstöð í Hollandi: „Mun koma viðskipta- vinum okkar til góða“ — segir Júlíus Vífill Ingvarsson hjá Ingvari Helgasyni „NISSAN-verksmiðjurnar hafa ákveðið að stofnsetja nýja varahluta- miðstöð í West-Haven í Hollandi, sem mun þjóna Evrópumarkaði verksmiðjanna," sagði Júlíus Vífill Ingvarsson, hjá Ingvari Helgasyni, sem er umboðsmaður Nissan á fs- landi. „Fjarlægðin milli íslands og Japans hefur gert það að verkum, að umboðsmenn japanskra bif- reiða hafa þurft að liggja með varahluti svo mánuðum, eða jafn- vel árum skiptir til þess að geta sinnt þörfum viðskiptamanna sinna. Sérpantanir á eintökum vara- hlutum til Japans taka langan tíma og því hafa umboðsmenn á íslandi oft þurft að panta hjá öðr- um umboðsmönnum í Evrópu, sem er ákveðið óhagræði," sagði Júlíus Vífill. Júlíus Vífill sagði, að varahluta- lager sá sem Nissan-verksmiðj- urnar, sem eru framleiðendur Datsun-bifreiða, eru að stofna í Hollandi væri stærsti sinnar teg- undar. „Um er að ræða gríðarlega stóra byggingu, sem er um 50.000 fermetrar að gólffleti. Fram- kvæmdir hófust nú í sumar og er áætlað að ljúka framkvæmdum á næstu mánuðum. Með varahlutamiðstöðinni verða umboðsmönnum Nissan í Evrópu auðvelduð mjög öll inn- kaup, sem koma munu viðskipta- vinum okkar til góða, í formi stærri varahlutalagers, fljótari pöntunarþjónustu og kannski síð- ast en ekki síst í lægra vöruverði," sagði Júlíus Vífill Ingvarsson að síðustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.