Morgunblaðið - 02.09.1983, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 02.09.1983, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 43 Innflutningur bfla: Markaðshlutdeild er sveiflukennd — Japanskir framleiðendur halda sínu striki INNFLUTNINGUR bfla eftir fram leiðslulöndum hefur verið nokkuð sveiflukenndur það sem af er árinu, sem sést m.a. á því, að markaðshlut- deild japanskra bíla á 1. ársfjórð- ungi var um 48,23%, þegar fluttir voru inn samtals 749 bflar, en heild- arinnflutningurinn var 1.553 bflar. Markaðshlutdeild japanskra bíla á 2. ársfjórðungi var hins veg- ar nokkru meiri, eða 57,4%, þegar inn voru fluttir samtals 1.023 jap- anskir bílar, en heildarinnflutn- ingurinn var 1.783 bílar. Þegar tölurnar fyrir fyrstu sex mánuðina eru skoðaðar kemur í ljós, að markaðshlutdeild jap- anskra bíla er um 53,1%. Inn voru fluttir samtals 1.722 japanskir bíl- ar, en heildarinnflutningurinn fyrstu sex mánuðina var 3.336 bíl- ar. Þess má geta að markaðshlut- deild japanskra bíla hér á landi hefur verið sú mesta um langt árabil. Ef litið er á fyrstu sex mánuði ársins kemur fram, að í 2. sæti eru vestur-þýskir bílar með um 10,5% markaðshlutdeild. Inn var fluttur samtals 351 vestur-þýskur bíll. Markaðshlutdeild þeirra á 1. ársfjórðungi var nokkru minni,eða 9,3%, þegar fluttir voru inn sam- tals 144 bílar frá Vestur-Þýska- landi. Á 2. ársfjórðungi voru síðan fluttir inn 207 bílar og markaðs- hlutdeildin komst upp í um 11,6%. í 3. sæti eru sænskir bílar. Fyrstu sex mánuði ársins voru fluttir inn samtals 338 sænskir bílar, sem jafngilti um 10,3% markaðshlutdeild. Á 1. ársfjórð- ingi var fluttur inn 191 sænskur bíll, sem jafngilti um 12,3% mark- aðshlutdeild. Á 2. ársfjórðingi voru fluttir inn 147 sænskir bílar og jafngilti það um 8,2% mark- aðshlutdeild. I 4. sæti koma síðan sovéskir bílar. Fyrstu sex mánuði ársins voru fluttir til landsins alls 267 slíkir bílar, sem jafngilti 8% markaðshlutdeild. A 1. ársfjórð- ungi voru fluttir inn 159 bílar frá Sovétríkjunum, sem jafngilti um 10,2% markaðshlutdeild. Verulega dró úr innflutningi sovéskra bíla á 2. ársfjórðungi þegar talan var 108 bílar, sem jafngilti um 6% mark- aðshlutdeild. Loks má geta þess, að franskir bílar eru í 5. sæti. Fyrstu sex mán- uði ársins voru fluttir inn samtals 144 bílar frá Frakklandi, sem jafngilti um 4,3% markaðshlut- deild. Á 1. ársfjórðungi var fluttur inn samtals 61 bíll frá Frakklandi, sem jafngilti um 3,9% markaðs- hlutdeild. Á 2. ársfjórðungi voru bílarnir síðan 83, sem jafngilti um 4,66% markaðshlutdeild. Ráðstefna OECD um stál: Ekki aukin eftirspurn fyrr en á næsta ári — bandarískir framleiðendur nýta aðeins 55% af framleiðslugetu EKKI er raunhæft að gera ráð fyrir frekari aukningu á eftirspurn eftir stáli á heimsmarkaði fyrr en á næsta ári, er meginniðurstaða ráðstefnu OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, sem haldin var á dögunum. í skýrslu fundarins kemur fram, að stálframleiðsla á fyrstu sex mánuðum þessa árs var um 9% minni, en á sama tíma í fyrra. Hins vegar var framleiðslan í ár nokkru meiri, en á seinni helmingi síðasta árs. En aðalástæðan fyrir aukinni framleiðslu á fyrstu sex mánuð- um þessa árs, er sú uppsveifla, sem átt hefur sér stað í bíla- framleiðslu og þá ekki síst í Bandaríkjunum, þar sem banda- rískir bílaframleiðendur hafa tekið mikinn fjörkipp það sem af er þessu ári. Bandarískir stálframleiðend- ur hafa lent harðast úti i þeirri miklu kreppu, sem staðið hefur undanfarin misseri. Nokkur framleiðsluaukning varð hjá þeim á fyrstu fjórum mánuðum ársins, en síðan hefur fram- leiðslan staðið í stað. Eins og staðan er í dag hjá bandarísku framleiðendunum er aðeins um 55% af framleiðslugetu þeirra nýtt, sem segir sína sögu. Bandarísku framleiðendurnir hafa ekki notið góðs, nema að hluta, af hinni auknu fram- leiðslu í bílaiðnaðinum á þessu ári, þar sem stöðugt vaxandi innflutningur á ódýrara stáli hefur komið til. 1 skýrslunni segir, að fram- leiðsla á stáli í Japan hafi staðið í stað fyrstu þrjá mánuði þessa árs, en síðan hafi heldur rofað til, bæði hvað varðar fram- leiðslu fyrir innanlandmarkað og til útflutnings. Niðurstaða ráðstefnunnar hvað varðar EBE-löndin er sú, að um nokkra framleiðsluaukn- ingu hafi verið að ræða fyrstu sex mánuði ársins, sérstaklega með vaxandi eftirspurn í Bret- landi og Vestur-Þýzkalandi. Hins vegar hafi eftirspurnin farið minnkandi í Frakklandi og á Ítalíu. Því sé í raun óraunhæft að gera ráð fyrir umtalsverðri framleiðsluaukningu á seinni hluta ársins. Þá kemur fram, að fram- leiðsla landa innan OECD á 2. ársfjórðungi þessa árs hafi verið um 85,8 milljónir tonna. Fram- leiðslan var hinsvegar um 78,4 milljónir tonna á 1. ársfjórð- ungi. En ef litið er til 2. árs- fjórðungs 1982 þá var fram- leiðslan um 88,5 milljónir tonna. ÞESSIR krakkar efndu til hlutaveltu aö Flúðaseli 76, Breiðholtshverfi, til ágóöa fyrir Kvennaathvarfið hér í Reykjavík og söfnuöu rúmlega 400 krón- um. — Krakkarnir heita: Margrét Theódórsdóttir, Sara Guömundsdóttir, Olafur Theódórsson og Þór Theódórsson. ÞÆR HEITA Harpa Þorláksdóttir, Kristín Eva Þórarinsdóttir og Sesselja Járvelá og efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra. — Þær söfnuðu þar alls rúmlega 1.600 krónum, til stuðnings félaginu. ÞESSAR stöllur efndu til hlutaveltu til ágóöa fyrir SÁÁ og söfnuöu rúmlega 350 krónum. Þær heita Ásta Birna Ragnarsdóttir, Anna Hallsdóttir og Anita Sigurbergsdóttir. ÞÆR EIGA heima í Kópavogi þessar ungu dömur og efndu til hlutaveltu til ágóöa fyrir Styrktarfél. lamaöra og fatlaöra þar í bænum. Þær heita Stefanía Anna Þórðardóttir, Sigurborg Sveinsdottir og Ásta Katrín Hannesdóttir. Þær söfnuðu til starfsemi félagsins 420 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.