Morgunblaðið - 02.09.1983, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 02.09.1983, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 46 • Gunnar Birgisson ÍR Gunnar undir 2 mín. í 800 m GUNNAR Birgisson hlaupari úr ÍR hefur bætzt í hóp þeirra hlaupara íslenzkra, sem rofið hafa tveggja mínútna múrinn í 800 metra hlaupi, því á móti í Hvidovre í Danmörku í fyrri viku hljóp hann vegalengdina á 1:59,1 mínútu og sigraði. Daginn eftir undirstrikaði Gunnar að hann hefur sigrast á þessum gamla múr íslenzkra millilengdahlaupara, því þá hljóp hann á 1:59,6 mínútum í Ringsted og sigraði aftur. fyrra hlaupinu sigraöi Gunnar á endaspretti en i því síðara leiddi hann alla leið. Viggó Þ. Þórisson FH keppti einnig i Hvidovre og Ringsted, hljóp á 2:02 og 2:00,7. Á móti í Tárnby sl. föstudag jafnaði hann síöan sveinametiö í 800 metrum er hann hljóp á 2:00,1 mínútu og sigraöi. Nú varð Gunnar annar á 2:00,2. Viggó átti bezt áöur 2:00,3 frá í fyrra, og Gunnar 2:00,4 mínútur. Schrijvers í markinu gegn íslendingum Hinn gamalreyndi mark- vörður, Piet Schrijvers, stendur aö öllum líkindum í marki Hollendinga í Evrópu- leiknum gegn íslendingum í Groningen í næstu viku. Schrijvers er í 14 manna hópi sem hollenska knatt- spyrnusambandiö hefur nú til- kynnt fyrir leikinn. (slendingar fengu að sjá þennan góð- kunna markvörö á Laugar- dalsvellinum fyrr í sumar, stjörnulið Víkings lék gegn Stuttgart, og fór ekki milli mála að hér var toppmaöur á ferðinni, enda hafði Lárus Guömundsson, landsliösmið- herji, á oröi að hann væri ör- ugglega einn besti, ef ekki besti markvöröur í Evrópu enn þann dag í dag. Nú fær Lárus líklega að spreyta sig gegn Schrijvers í Groningen í næstu viu. Fundur hjá hjólreiða- mönnum Hjólreiöafélag Reykjavíkur heldur fund í kvöld kl. 20.00 að Fríkirkjuvegi 11. Dagskrá: Sýnd veröur kvikmynd frá Hellukeppninni í fyrra og rætt um starfsemina í sumar. Einnig verður talaö um mótiö sem fram fer á morgun. Stjarnan norður Handknattleikslið Stjörn- unnar fer norður til Akureyr- ar um helgina og leikur viö heimamenn. Liðið leikur við Þór í kvöld kl. 20.30 og á morgun viö KA kl. 14.00. Á sunnudag veröur svo hraðmót félaganna þriggja. Veröur kallað á Búbba — i landsleikinn gegn EKKI veröur hægt að tilkynna fyrr en í dag hvernig landsliöshópur- inn fyrir leikinn gegn Hollandi í Groningen næsta miðvikudag verður skipaður. Jóhannes Atlason, landsliös- þjálfari, á nú í nokkrum erfiöleikum meö aö koma saman liöi, þar sem enn er óljóst um nokkra atvinnu- mennina og einnig eiga nokkrir þeirra sem leika hér heima viö meiðsli aö stríða. Nú er öruggt aö Lárus Guö- mundsson getur komið í leikinn, og einnig koma Ásgeir, Pétur og Atli frá Þýskalandi. Ekki er öruggt meö fleiri atvinnumenn — þar sem t.d. liö Péturs Péturssonar og Arn- órs hafa enn ekki viljaö gefa ákveöiö svar. Af þeim leikmönnum sem leika hér heima verða þeir Siguröur Lár- usson, Jón Gunnar Bergs og Ólaf- ur Björnsson ekki meö. Siguröur er meiddur, Jón Gunnar er í próf- um og Ólafur á viö meiösli i auga aö stríöa. Þaö er þvi Ijóst aö erfitt gæti oröiö aö fylla í stööur miö- varöa — þar sem þessir þrír leik- menn fara ekki meö. Því vaknar sú spurning hvort nú veröi kallaö á Jóhannes Eövaldsson, fyrrum landsliösfyrirliöa, frá Skotlandi, þar sem hann leikur meö Mother- well. Jóhannes Atlason vildi ekki svara þeirri spurningu í gærkvöldi hvort svo yröi, sagöi aö þaö yröi bara aö koma í Ijós í dag, en neit- Hópferð Vals VALSARAR fara hópferð til ísa- fjaröar í fyrramáliö til aö fylgjast með leik IBÍ og Vals í 1. deildinni í fótbolta. Farið verður frá Flugleiöum kl. 10.00 og eru sætapantanir hjá Flugleiðum. Blóðtaka fyrir íslandsmeistara Vals: Hollandi í næstu viku? aöi því ekki aö svo gæti fariö aö hann yröi aö nota gamalreynda landsliðskappa, sem ekki hafa leikiö undanfariö. Morgunblaöiö hefur þaö fyrir satt aö Siguröur Halldórsson, Skagamaöur, fari aö öllum líkind- um til Hollands, og einnig þeir Bjarni Sigurösson, markvöröur, og Sveinbjörn Hákonarson. Landsliöiö skipaö leikmönnum 21 ára og yngri leikur daginn áöur viö Hollendinga, og hefur valiö á þeim hópi heldur ekki veriö til- kynnt. Skv. heimildum Morgun- blaösins munu Skagamennirnir Siguröur Jónsson og Guöjón Þóröarson leika meö yngra liöinu, Guöjón þá sem annar tveggja sem mega vera eldri. — SH. • Jóhannes Eðvaldsson í lands leik. Magnea og Sigrún leika í Noregi ÞAÐ ER NÚ frágengið að lands- liðsstúlkurnar í handknattleikn- um, Magnea Friðriksdóttir og Sigrún Bergmundsdóttir úr Val, leiki með norska liöinu Gjerpen í 1. deild í vetur. Stúlkurnar hafa dvalist í Noregi í sumar og var Sigrún ákveöin í aö leika þar í vetur. Magnea ákvaö þaö svo nú nýverið aö vera þar einnig og hefur HSl nýlega gefiö leyfi fyrir því. Magnea Friöriksdóttir Kielarliðið sterkt THW Kiel, lið Jóhanns Inga Gunnarssonar í Þýskalandi, geröi góða æfingaferð til Danmerkur á dögunum. Liöið lék þar ellefu leiki gegn öll- um bestu félagsliöum Danmerkur og síöan gegn landsliöinu. Kiel sigraöi í tíu leikjanna og geröi eitt jafntefli. Einn daginn lék liöiö þrjá leiki, alla í fullri lengd, og sá síöasti var gegn landsliöinu. Sigraöi Kiel örugglega, 20—16. Voru Danir meö alla sína bestu menn sem léku á síöustu Ólympíuleikum og er greinilegt aö Kielarliöiö er vel undirbúið undir veturinn í Bundes- ligunni. — SH. Þaö verður mikil blóötaka fyrir Val aö missa þessar stúlkur, en þær voru tvær af sterkustu leik- mönnum liösins á síöasta keppn- istímabili er liðiö tryggöi sér ís- íandsmeistaratitilinn. Norska blaðiö Aftenposten skýröi frá því á dögunum, aö ís- lensku stúlkurnar muni örugglega setja svip sinn á deildarkeppnina í vetur, og var fyrirsögn greinarinnar er fjallaö var um félagaskipti t Nor- egi reyndar: „í ár eru islendingar meö ... “. Segir blaöið aö Gjerp- en hafi staöiö sig mjög vel í sumar — liöiö hafi unniö nokkrar sterkar „túrneringar", nú síöast hafi liöiö sigrað í alþjóöakeppni í Dan- mörku. Búist er viö liöinu sterku í vetur. — SH. Lalli með glæsimark Lárus Guðmundsson var í míklum ham í fyrrakvöld er Wat- erschei sigraði Kortríjk 3—0 í belgísklu deildinni og skoraöi hann tvö mörk. Fyrra markið var stórglæsilegt — þrumuskot, vel utan teigs, sigldi efst í markhorniö. Þaö er ánægju- legt aö íslensku landsliösmennirnir erlendis standa sig vel um þessar mundir — en Pétur Pétursson lék einnig vel í fyrrakvöld, eins og viö sögöum frá í gær. Þá átti Ásgeir Sigurvinsson stórleik meö Stutt- gart í fyrrakvöld. Norðurlandsmótið í golfi; Mjög spennandi keppni Héöinn Gunnarsson varð um síöustu helgi Noröurlandsmeist- ari í golfi, er hann sigraði í því móti á Jaöarsvellinum á Akureyri. MorgunblaeW/Kri*t)án Arngrimsson. • Hóðinn Gunnarsson slær hér inn á níunda grín í Norðurlandsmótinu á Akureyri. Magnús Birgisson fylgist með, lengst til vinstri. Um 70 kylfingar mættu á mótiö, frá Akureyri, Húsavík, Ólafsfirði og Sauöárkróki. Spenna var mikil í karlaflokki. Héöinn og Magnús Birgisson voru efstir og jafnir eftir fyrri daginn, og er niu holur voru eftir síöari daginn voru hvorki fleiri né færri en fimm kappar jafnir — höföu allir notaö 119 högg. Er hér var komiö sögu komst Héðinn í mikiö stuö og lék síöustu níu holurnar á 34 höggum, einu höggi undir pari, og tryggöi sér Noröurlandsmeistaratitilinn. Úrslitin í flokkunum uröu sem hér segir: Karlar: Án forgjafar: Héðinn Gunnarsson GA 153 Magnús Birgisson GA 157 Kristján Hjálmarsson GA 158 Meö forgjöf: Héöinn Gunnarsson GA 141 Skarphéöinn Ómarsson GH 141 Sverrir Valgarösson GSS 145 Konur: Án forgjafar: Jónína Pálsdóttir GA Inga Magnúsdóttir GA Auöur Aöalsteinsd. GA Meö forgjöf: Jónína Pálsdóttir GA Inga Magnúsdóttir GA Auöur Aöalsteinsd. GA Unglingar: Án forgjafar: Ólafur Gylfason GA Ólafur Sæmundsson GA Ólafur Þorbergsson GA Meö forgjöf: Ólafur Gylfason GA Ólafur Sæmundsson GA Brynjar Bragason GA 178 184 214 144 158 160 165 171 172 143 145 145 iþróttlr eru einnig á bls. 45 í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.