Morgunblaðið - 02.09.1983, Page 47

Morgunblaðið - 02.09.1983, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 47 Mikilvægur Blikasigur Blikastúlkurnar stigu stórt skref að íslandsmeistaratitli í knattspyrnunni í gærkvöldi er þær sigruöu ÍA 3:2 { Kópavogi. Sigurmarkið gerði Bryndís Einarsdóttir úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Leikurinn var jafn og spennandi. Staðan í leikhléi var 1:1, og í þeim síöari tóku Skagastúlkurnar svo foyrstu 2:1. En Blikarnir náöu aö skora tvö mörk áöur en yfir lauk og sigra. Laufey Sig- uröardóttir skoraöi bæöi mörkin fyrir ÍA, en Bryndís Einarsdóttir geröi tvö fyrir UBK og Ásta B. Gunnlaugsdóttir eitt. Annaö mark Bryndísar var úr víta- spyrnu. Á Víkingsvellinum sigraði heimaliöiö Víöi, Garöi, 2:0. Bæði mörkin komu eftir þrumuskot Dýrleifar, markvöröurinn hélt boltanum í hvorugt skiptiö, þó hon- um tækist aö verja, og framherjar Vík- ings náöu boltanum í bæöi skiptin og skoruöu, fyrst Helga Bragadóttir og svo Jóna Bjarnadóttir. Leikurinn hófst allt of seint, eins og því miöur vill alltof oft henda í kvennaknattspyrnunni. Hann átti að hefjast klukkan 18.30 en hófst ekki fyrr en laust fyrir kl. 20.00. Settur haföi veriö á leikur í fjóröa flokki í haustmóti kl. 18.00 og uröu stúlkurnar aö gjöra svo vel aö bíöa. Þess má geta aö einnig þurfti aö bíöa eftir dómara. — SH. • Laufey Sigurðardóttir fagnar hér síðara marki sínu í gærkvöldi. Skagastúlkurnar náöu þá forystu 2:1, en uröu aö sætta sig við tap er upp var staðið. Það er Karitas Jónsdóttir, tvíburasystir Siguröar Jónssonar, knattspyrnukappa af Skaganum, sem fagnar markinu meö Laufeyju. Morgunblaðið/Friöþiófur. Framarar komnir á toppinn Tveir leikir í kvöld TVEIR leikir eru á dagskrá í knattspyrnunni í kvöld. í 1. deild leika UBK og Þróttur í Kópavogi og hefst sá leikur kl. 18.30. Á Ak- ureyri leika svo KA og Einherji í 2. deild og hefst hann á sama tíma. Schuster framlengdi samninginn um fimm ár VESTUR-ÞÝSKI knattspyrnu- kappinn Bernd Schuster fram- lengdi í gær samning sinn viö spánska félagið Barcelona til fimm ára. Ekki voru neinar tölur nefndar í sambandi viö þennan samning, en víst er aö ekki hafa veriö neinir smáaurar á feröinni. Haft^var eftir spánskum heimildarmönnum aö hann hafi fengið fyrir þennan samning eitthvaö á milli þeirra tveggja upphæöa, sem áöur haföi veriö rætt um, þ.e.a.s. þeirra tæp- lega fjörtíu milljóna ísl. kr. sem hann haföi farið fram á, og rúm- lega tuttugu og átta milljóna ísl. kr. sem félagiö haföi boðiö. Ekki voru gefnar neinar yfirlýs- ingar um nánari tölur aö þessu sinni. FRAMARAR komust á topp 2. deildar í knattspyrnu er þeir sigr- uðu Njarðvíkinga 3:0 á Laugar- dalsvellinum. Eru þeir nú meö einu stigi meira en KA þegar bæöi lið eiga tvo leiki eftir. Þaö var Steinn Guöjónsson sem kom Frömurum á sporiö er hann skoraöi fyrsta mark þeirra á 23. mín. meö fallegum skalla. Steinn var svo aftur á feröinni tíu mín. síöar er hann komst einn inn fyrir vörn UMFN og var felldur. Víta- spyrna var dæmd og úr henni skoraöi Hafþór Sveinjónsson af öryggi. Leikurinn var fjörugur og náöu bæöi liö aö sýna ágætis takta. f upphafi seinni hálfleiksins átti Sverrir Einarsson, Framari, þrumuskot í samskeytin og seinna í leiknum skaut Kristinn Jónsson í þverslá Njarövikurmarksins. Suö- urnesjamenn voru því heppnir aö fá ekki á sig fleiri mörk, en á 78. mín. gulltryggöi Guömundur Torfa- son sigurinn meö skallamarki af stuttu færi eftir fyrirgjöf Hafþórs úr aukaspyrnu. Njarövíngar voru klaufar aö skora a.m.k. ekki eitt mark. Seint í leiknum fengu þeir mjög gott færi, mikil þvaga myndaöist í teignum, en sóknin endaöi meö þvi aö bolt- anum var þrumaö yfir markiö. Eins og áöur sagöi var leikurinn fjörugur, bæöi liö reyndu aö spila netta knattspyrnu og tókst þaö nokkuö vel. Aöstæöur voru líka hinar ákjósanlegustu, gott veöur og góöur völlur. Staðan Fram 16 8 6 2 28- -17 22 KA 16 8 5 3 26- -18 21 FH 15 6 6 3 24- -16 18 Víðir 16 6 6 4 12- -10 18 UMFN 17 7 3 7 17- -16 17 Einherji 16 5 7 4 14- -15 17 Völsungur 16 6 3 7 15- -15 15 KS 16 3 7 6 14—18 13 Fylkir 16 3 4 9 13- -22 10 Reynir 16 1 7 8 8- -24 9 Fredheim Pepp- meier látinn Fredheim Peppmeier, aðal- framkvæmdastjóri Alþjóöa hand- knattleikssambandsins, lést í gær úr hjartaslagi, 54 ára gamall. Peppmeier haföi unniö mikið og gott starf fyrir alþjóða sambandiö og rak það með miklum skör- ungsskap og dugnaöi. Áöur en hann tók viö þessu starfi var hann framkvæmdastjóri vestur-þýska handknattleikssambandsins, og I var hann vel þekktur hér á landi. Bætti 35 ára met Hauks ÞORVALDUR Þórsson grinda- hlaupari úr ÍR setti nýtt íslands- met í 200 metra grindahlaupi á innanfélagsmóti ÍR-inga í Laugar- dalnum í fyrradag, hljóp á 23,8 sekúndum. Hefur Þorvaldur þá sett um tug íslandsmeta í 110, 200 og 400 metra grindahlaupum í sumar, sem er frábær frammi- staða. Eldra metið áttu Stefán Hall- grímsson KR og Hjörtur Gíslason KR, 24,2 sekúndur, en þeir settu metiö í sama hlaupi í fyrrahaust og slógu þá viö 31 árs gömlu meti Arnar Clausen ÍR, en met Arnar var 24,4 sekúndur frá 1951. j hlaupinu í fyrrakvöld setti Stef- án Þór Stefánsson ÍR nýtt ungl- ingamet á þessari vegalengd, hljóp á 25,0 sekúndum, en gamla metiö var frá 1948 og því oröið 35 ára gamalt. Þaö var 25,4 sekúndur og í eigu Hauks Clausen ÍR, sem var afburða spretthlaupari á sínum tíma og er enn á íslenzku meta- skránni í nokkrum greinum. Ugglaust getur Stefán Þór meira, því hann hljóp fyrir skömmu á 24,3 sekúndum í Kaupmanna- höfn, en þá var meðvindur örlítiö yfir leyfilegum mörkum.— ágás. Snjallir Skaga- strákar LIÐ FRÁ KA, Þór, Völsungi, Tindastóli og ÍA tóku þátt í miklu sex flokka móti á Akur- eyri á dögunum. Mótið, sem einkenndist af leikgleöi og spennu, var liöur í samstarfi Eimskips og KSÍ um aö efla knattspyrnustarf og áhuga í landinu. Liö Akraness sigraöi á mótinu og vann alla sína leiki. i ööru sæti varö lið KA og Þór í því þriöja. í mótslok afhenti Björn Kjaran, skipstjóri hjá Eimskip, sigurliöinu Skipstjórabikarinn og auk þess fengu leikmenn efstu liðanna verðlaunapeninga. Þá fengu tveir leikmenn viöurkenningu: Arnar Gunnlaugsson, sem var marka- hæsti maður mótsins, og Bjarki Gunnlaugsson, sem var valinn besti lelkmaöur mótsins. Svo skemmtilega vill til aö þeir eru tvíburar og leika meö liöi Skaga- manna. Skagaliöiö má sjá á myndinni hér aö neöan, en til hliöar tekur Bjarki viö viöurkenningu sinni sem besti maður mótsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.