Morgunblaðið - 02.09.1983, Side 48

Morgunblaðið - 02.09.1983, Side 48
fgtomtmMatiiti FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 Alda um- ferðarslysa ÞRETTÁN ára stúlka varð fyrir bifreið á Hofsvallagötu um klukk- an 18.30 í gær. Hún hjólaði suður Hofsvalla- götuna og hugðist beygja til vinstri inn á Melhaga þegar hún varð fyrir bifreið. Hún var flutt í slysadeild en meiðsli hennar eru ekki talin alvarleg. Alda umferðarslysa reið yfir í gær og voru sex manns fluttir í slysadeild. Sjá frétt bls. 3. Morgunblaðið/Júlíus. JL Jr Morgunblaðið/Friðþjófur. Marsbúi í Reykjavík? Nei, reyndar ekki, en ef lesendur fletta upp á blaðsíðu 26 í blaðinu í dag er skýringuna þar að finna. Atvinnuleysi er yfir- vofandi hjá læknum „ÉG HELD að það sé óhætt að segja að það sé offramboð af læknum á íslandi, að minnsta kosti í sumum greinum. Mér er þó ekki kunnugt um að læknar gangi atvinnulausir á land- inu enn sem komið er, en það er Ijóst að erlendis starfa margir íslenskir læknar sem vafalítið kæmu heim ef stöður byðust. Og það er enginn vafi á því að það er yfirvofandi hætta á atvinnuleysi í stéttinni í náinni fram- tíð,“ sagði prófessor Jónas Hall- grímsson, forseti læknadeildar Há- skóla íslands, þegar Mbl. innti hann eftir atvinnuhorfum lækna, sérstak- lega með tilliti til hins mikla fjölda stúdenta, sem innritar sig árlega í læknisfræði við háskólann. Nú í ár hefja 137 stúdentar nám á fyrsta ári i læknisfræði, og sagð- ist Jónas búast við að sú tala hækk- aði, vegna þess að niðurstaða haustprófa fyrsta árs nemenda frá í fyrra lægi ekki fyrir ennþá. Jónas sagði að þetta væri svipaður fjöldi og í fyrra, en þessi tala segði ekki alla söguna um atvinnuhorfur lækna nú um stundir, heldur skipti meira máli að frá árínu 1973 hefðu um 40 læknar útskrifast árlega úr læknadeild háskólans. Á árunum þar á undan var þessi tala helmingi lægri. Jónas sagði að margt af þessu fólki sem útskrifast hefur á sl. 10 árum hefði farið í sérnám til útlanda, hefði jafnvel starfað úti í Um 15 tonn af frystum laxi frá ÍSNO til Þýzkalands: Verðmæti farmsins um 3 milljónir króna 808 læknar hafa nú læknisleyfi hér á landi nokkur ár, en væri nú að huga að því að snúa aftur heim. Jónas var spurður hvað væri til ráða; hvort til greina kæmi að lækka tölu nemenda sem hleypt er upp á annað ár, en nú komast 36 áfram. Jónas sagði að það væri pólitísk ákvörðun sem læknadeild- in gæti ekki skipt sér af. Talan 36 væri miðuð við það hve læknadeild- in gæti annað í kennslu. Þess má geta á íslandi útskrifast hlutfallslega töluvert fleiri læknar árlega en í hinum Norðurlöndun- um, en þó er þvf spáð að um 10 þúsund læknar verði atvinnulausir á Norðurlöndunum árið 1990. í dag hafa 808 læknar lækninga- leyfi á íslandi. Þar af eru 399 bú- settir í Reykjavík, 168 búsettir utan Reykjavíkur og 241 eru við framhaldsnám eða bráðabirgða- störf erlendis. Læknakandídatar, sem eiga ófengið lækningaleyfi eru 105. Setti í þann stóra Bandaríkjamaðurinn Art Carter veiddi myndarlegan hæng við Tjarn- arhólmann í Laxá í Aðaldal 13. ágúst síðastliðinn. Laxinn reyndist 25 pund er á þurrt kom, einn af þremur stærstu löxum sumarsins eftir því sem Mbl. kemst næst. Carter veiddi laxinn á flugu, Black Doctor númer 6, og stóð viðureignin í um hálfa klukkustund. Ekki langur tími mið- að við stærð laxins, en á ýmsu gekk samt sem áður og veiðimaðurinn mátti elta laxinn óravegalengd niður með ánni og taka á sig mikla króka meðan laxinn rann viðstöðulaust niður allar flúðir. Lax þessi er sá stærsti sem á land hefur komið i Laxá i sumar. Þar hefur laxinn verið með minnsta móti i sumar, en það fór aldrei svo að það næðist ekki nema eins og eitt svona tröll. Annar mun stærri slapp í Kirkjuhólma- kvíslinni um svipað leyti og enn einn í 30 punda klassanum reif sig lausan á sama veiðistað fyrr um sumarið og hafði heila flugulínu með sér. Lax Carters var allleginn og líklega ívið þyngri er hann gekk í ána nýrunninn og spengilegur. Senn líður að lokum laxveiði- tímans og fyrirsjáanlegt að lax- veiðin í heild verði miklu betri en síðasta sumar. Gloppur hafa þó verið, norðaustanlands og austan hefur verið afar léleg veiði, annars staðar hefur yfirleitt ekki vantað laxinn. Sjá „Eru þeir að fá’ann?" blaðslðu 24. FYRIR aðalfund Stéttarsambands bænda sem nú stendur yflr á Reykjum í Hrútafirði var lögð ályktun frá stjórn Sambands garð- yrkjubænda, sem gerir ráð fyrir breyttri uppbyggingu Stéttarsam- bandsins, þannig að sérbúgreinasamböndin svokölluðu fái beina aðild að sambandinu. Kristján Benediktsson formaður Sambands garðyrkjubænda sagði í samtali við Mbl. að hann teldi að Stéttar- sambandið myndi í framtíöinni verða heildarsamtök búgreinasam- banda. Sérbúgreinasamböndin svoköll- uðu eru Samband garðyrkju- bænda, Landssamband kartöflu- bænda, Samband eggjaframleið- enda, Svínaræktarfélag íslands, Félag ferðaþjónustubænda, Sam- band ísl. loðdýraræktenda, Hags- munafélag hrossabænda, Félag kjúklingaframleiðenda og Lands- samband veiðifélaga. Væntanlega yrðu þá stofnuð sérstök sambönd sauðfjárræktenda og mjólkur- framleiðenda. Fjöldi annarra tillagna var lagður fyrir fundinn, m.a. um verðlagsmál, framleiðslumál og félagsmál bænda. Sjá: „Ástandið víða betra, ef bændur stæðu almennt rétt að verki“ — segir Eyjólfur Konráð Jónsson ÞESSA dagana er vcrið að slátra um 15 tonnum af laxi í laxeldisstöð fyrirtækisins ÍSNO í Þingeyjarsýslu, að sögn Eyjólfs Konráðs Jónssonar, eins eiganda fyrirtækisins, en fisk- urinn verður síðan frystur og seldur til Vestur-Þýzkalands. Eyjólfur Konráð sagði um að ræða stórfisk, sem væri á bilinu 15—30 pund, en hann var kreistur Aðalfundur Stéttarsambands bænda: Garðyrkjubænd- ur æskja aðildar í desember sl. „Þetta er mjög góð- ur fiskur og því fáum við gott verð fyrir hann. Væntanlega verður það í námunda við 200 krónur fyrir kílóið, eða um 3 milljónir króna fyrir farminn." Eyjólfur Konráð sagði aðspurð- ur að starfsemi fyrirtækisins gengi mjög vel og væri stefnt að því að slátra um 150 tonnum í vet- ur, sem væri að verðmæti miðað við umrætt verð um 30 milljónir króna. „Slátrunin fer væntanlega fram um miðjan vetur og við reiknum með að geta selt fiskinn á Ameríkumarkað, en við höfum þegar hafið markaðsstarfsemi þar og gerum ráð fyrir að fá gott verð fyrir afurðirnar," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson að síðustu. Kalt um EKKI ber á öðru en að haustið sé að hefja innreið sína. f fyrrinótt fór hita- stig niður í 1 gráðu á þremur stöðum á landinu, á Hveravöllum, Grímsstöð- um og Hellu. Þá snjóaði á Norðaust- ur- og Austurlandi, en snjórinn hvarf þegar líða tók á gærdaginn og fjall- vegir s.s. yfir Fjarðarheiði og helgina Oddsskarð voru ruddir þannig að eng- in hætta væri á hálku. Um helgina verður frekar kalt á landinu öllu, að sögn veðurfræð- inga, og má búast við skúrum annað veifið. Á sunnudag verður væntan- lega rigning á Suður- og Austur- landi, en öllu betra tíðarfar fyrir vestan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.