Morgunblaðið - 14.09.1983, Page 1
60 SÍÐUR
209. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Líbanon:
Orrustuvélum beitt
til varnar
Beirut, 13. september. AP.
RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, hefur ákveðið, að yfirmönnum banda-
ríska gæsluliðsins verði í sjálfsvald sett hvort þeir kveðja til orrustuþotur
þegar á það er ráðist og óttast margir, að sú ákvörðun kunni að flækja
Bandaríkjamenn enn frekar í átökin í Líbanon en orðið er. Vegna þessa hafa
Sýrlendingar varað við nýju Víetnam í Líbanon og segjast munu auka
stuðninginn við bandamenn sína í Líbanon.
Reagan, Bandaríkjaforseti, hef-
ur ákveðið, að yfirmenn banda-
ríska gæsluliðsins í Beirut geti
beðið um aðstoð orrustuflugvéla
frá flugmóðurskipi undan strönd-
inni ef þeir telja það nauðsynlegt í
varnarskyni. Fréttastofa í einka-
eigu í Beirut, sem þykir hafa góða
heimildamenn innan líbönsku rík-
isstjórnarinnar, sagði í dag, að
auk þessa hefði Reagan heitið
Amin Gemayel, forseta Líbanons,
að koma líbanska hernum til
hjálpar með orrustuflugvélum og
fallbyssum herskipanna ef Sýr-
lendingar og drúsar gera sig lík-
lega til að þrengja að Beirut.
Farouk Chareh, utanríkisráð-
herra Sýrlands, sagði á blaða-
mannafundi í Damaskus í dag, að
Bandaríkjamenn stefndu að aukn-
um hernaðarátökum í Líbanon og
varaði þá við og sagði, að þannig
hefði hafist íhlutun þeirra í Víet-
nam. Kvað Farouk Sýrlendinga
mundu verja stöðvar sínar og efla
stuðninginn við andstæðinga Líb-
anonsstjórnar, sem hann sagði
mikilvæga sýrlenskum öryggis-
hagsmunum.
Líbanski herinn á nú í höggi við
drúsa og margar aðrar sveitir
vinstrimanna í fjöllunum suðaust-
ur af Beirut. Er einkum barist um
þorpið Souk El-Gharb, sem er á
hernaðarlega mjög mikilvægum
stað. Ef drúsum tekst að ná því er
Beirutborg umkringd á alla vegu
af fjandmönnum ríkisstjórnarinn-
ar og skjólstæðingum Sýrlend-
inga.
NEI, NEI. Fulltrúi Sovétmanna í ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna, Oleg
A. Troyanovsky, beitti á mánudag
neitunarvaldi þegar til atkvæða-
greiðslu kom ályktun, þar sem
harmað var, að Sovétmenn skyldu
hafa skotið niður suður-kóreönsku
farþegaflugvélina með 269 manns
innanborðs. Sovétmenn eiga einn af
fimm fastafulltrúum í öryggisráðinu
og geta beitt neitunarvaldi gegn
ályktunum þess.
Sjá ennfremur frétt á bls. 16.
Bannað að
berja fólk
New York, 13. september. AP.
BORGARSTJÓRNIN í New York
ákvað í gær, að hér eftir skuli
leigubílstjórar þar í borg vera
ódrukknir við akstur, kurteisir og
ekki mjög illa til fara. Þeim verður
líka gert að lemja ekki fólk og far-
þegarnir eiga að ráða því á hvaða
útvarpsstöð er hlustað.
„Þetta er liður í tilraunum
okkar til að endurskipuleggja
reksturinn og hressa dálítið upp
orðstír þeirra, sem atvinnugrein-
ina stunda," sagði Jack Lusk,
ráðgjafi borgarstjórnarinnar í
þessum málum, en eitt megin-
atriðið er, að „leigubílstjóri má
ekki beita farþega líkamlegu
ofbeldi" og svo að auki á hann að
gefa rétt til baka.
Þessa nýbreytni má rekja til
þess, að árið 1982 var skipuð
nefnd til að kanna ástandiö í
leigubílaakstri í New York.
Rannsóknin stóð í eitt ár en
löngu áður var þó nefndar-
mönnum orðið það ljóst, að sá,
sem hætti á að taka leigubíl í
New York-borg „gerði það bara
uppá sína“.
Ný stjórn
íIsrael
Jerúsalem, 13. september. AP.
YITZHAK Shamir, utanríkisráðherra,
hefur myndað nýja meirihlutastjórn í
Israel og styðja hana fimm af þeim
sex flokkum, sem stóðu að stjórn Beg-
ins.
Samkomulagið um stjórnar-
mynduniha tókst í gær, mánudag,
og hafa flokkarnir fimm 62 menn á
þingi af 120 og njóta auk þess
stuðnings tveggja þingmanna Tel-
em-flokksins.
Menachem Begin, forsætisráð-
herra, ákvað fyrir tveimur vikum
að segja af sér en kvaðst mundu
bíða með að afhenda forseta af-
sögnina þar til eftirmaður hans
fyndist.
Yitzhak Shamir, utanríkisráðherra, lætur hér ganga til undirritunar sáttmála hinnar nýju samsteypustjórnar í ísrael. Það er Avraham Shapira, einn leiðtoga
samstarfsflokkanna, sem við því tekur, en á hina hönd Shamir er David Levy, aðstoðarforsætisráðherra. AP.
Sovéskir listamenn
vilja ekki snúa heim
London, Keneyjum, Madrid, 13. september. AP.
SOVÉSKA leikstjóranum Yuri Lyubimov hefur verið veitt dvalarleyfi í
Bretlandi um stundarsakir að því er talsmaður innanríkisráðuneytisins
tilkynnti í dag. í gær sögðu spænsk stjórnvöld, að sovéskur píanóleikari
hefði beðist hælis þar í landi og í dag greindi lögreglan í Feneyjum frá
því, að sovéskur blaðamaður, sem þar var staddur, hefði ekki mætt á
flugvöllinn þegar halda átti til Sovétríkjanna.
Yuri Lyubimov hefur ásamt framinn og refsingin mun fylgja.
fjölskyldu sinni verið í Bretlandi
síðustu sjö vikurnar þar sem
hann hefur stjórnað leikritsgerð
sinni á „Glæp og refsingu" eftir
Dostóévskí. Hann hefur verið
ómyrkur í máli um aðstæður
listamanna í Sovétríkjunum og í
viðtali við BBC í kvöld sagði
hann, að „undirsáti“ í sovéska
sendiráðinu hefði komið til sín
og sagt: „Glæpurinn hefur verið
Við munum ná til þín.“ Er Lyub-
imovs nú vel gætt af bresku lög-
reglunni.
Lyubimov er þekktastur fyrir
störf sín við Taganka-leikhúsið í
Moskvu, sem einkum er sótt af
menntamönnum og ungu fó!ki;
en þar hafa oft verið sett á svið
verk, sem eru á mörkum þess
leyfilega í Sovétríkjunum. Hann
hefur því ekki ósjaldan átt í
nokkrum útistöðum við stjórn-
völd. Breska blaðið The Daily
Telegraph segir í dag, að hafi
Lyubimov ákveðið að yfirgefa
ættjörðina muni það hafa næst-
um því jafn miklar afleiðingar
fyrir sovéskt menningarlíf og
þegar ballettdansarinn Rudolf
Nureyev flúði.
Stjórnvöld á Spáni skýrðu frá
því í gær, að Alexander Toradze,
24 ára gamall sonur georgíska
tónskáldsins David Toradze,
hefði ’beoiö þar h.ælis. Hann
hafði verið á ferðalagi með sin-
fóníuhljómsveit sovéska ríkis-
útvarpsins þegar hann lét sig
hverfa 25. ágúst sl. Tveimur dög-
um síðar stytti hljómsveitar-
stjórinn, Boris Korsakov, sér
aldur í hótelherbergi sínu í Gij-
on. Hann er sagður hafa þjáðst
af þunglyndi. Toradze er af
mörgum talinn einhver efni-
legasti píanóleikari nú á dögum.
Sovéskur blaðamaður, sem var
á kvikmyndahátíðinni í Feneyj-
um ásamt nokkrum löndum sín-
um, mætti ekki þegar hópurinn
hélt aftur til Sovétríkjanna að
því er lögreglan sagði í dag. Ekki
er vitað hvar hann er niðurkom-
inn e.n þó búist við, að hann
muni brátt láta til sín heyra.