Morgunblaðið - 14.09.1983, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983
Sumar í september
Morgunhladið/Bjorn (•uðmundsNon.
Bændur um allt land keppast þessa dagana við að Ijúka sumarstörfum og ekki er seinna vænna að koma heyjum
í hlöðu, því fé er þegar farið að koma af fjalli og haustannir eru á næsta leiti. I>essi sumarlega septembermynd
er tekin við bæinn Bug í Fróðárhreppi fyrir nokkrum dögum.
Taugadeild Fjórðungssjukrahússins á Akureyri:
Lokuð vegna deilna og
sjúklingar útskrifaðir
Tiliögu um breytingu á skipulagi BÚR
vísað til borgarstjórnar:
Framkvæmdastjórum
BÚR verði sagt upp
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sín-
um í gær, þriðjudag, að vísa til borgar-
stjórnar tillögu um breytingu á skipu-
lagi á stjórn Bæjarútgerðar Reykjavík-
ur. Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð
Oddsson, lagði fram tillöguna á fund-
inum, en í henni felst meðal annars að
framkvæmdastjórum fyrirtækisins
verði sagt upp störfum.
Tillaga borgarstjóra er í sam-
ræmi við samþykkt útgerðarráðs
frá því í maí sl. og er svohljóðandi:
„Borgarráð samþykkir að breyta
skipulagi í stjórnun Bæjarútgerðar
Reykjavíkur í samræmi við tillögur
ráðgjafarfyrirtækisins Hagvangs,
frá í apríl sl., og samþykkt útgerð-
arráðs frá, 4. maí sl.
Jafnframt felur borgarráð borg-
arstjóra að segja framkvæmdastjór-
um fyrirtækisins upp störfum með
tilskildum uppsagnarfresti, þar eð
stöður þeirra eru lagðar niður með
hinu nýja skipulagi.
Einnig verði hið breytta starf
framkvæmdastjóra auglýst laust til
umsóknar.
Borgarstjóra er einnig falið að
annast í samráði við útgerðarráð og
framkvæmdastjóra þær tilfærslur
varðandi önnur störf og ráðningar,
sem af hinu nýja skipulagi leiða."
Þessi tillaga verður tekin fyrir
fyrir á næsta borgarstjórnarfundi,
sem verður á morgun, fimmtudag.
w
Aætlanir um loðnu-
veiði verða að bíða
— segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur
„VIÐ hafrannsóknamenn getum enn ekki gert neinar áætlanir eða
spár um ákveðinn afla af loðnu á þessu ári. Það hefur ekki tekizt að
mæla stofnstærð væntanlegrar hrygningarloðnu. Það verður að bíða
þar til í október,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, er
Morgunblaðið innti hann álits á áætlun Þjóðhagsstofnunar um veiði
á 250.000 lestum af loðnu á þessu ári.
Hjálmar sagði ennfremur, að magn, heldur væri hlutverk þeirra
Akureyri, 12. september.
„EITIR tíu ára samfellt starf á sama
stad er orðið tímabært að breyta til.
Ég óska FSA alls hins besta og að
stjórn sjúkrahússins takist að fá vel
hæfan mann í minn stað, vonandi
mann með mikið þrek til að byggja
upp þessa deild, því hér vantar enn
mikið á að unnt sé að bjóða upp á þá
þjónustu, sem nútíminn krefst,"
sagði Brynjólfur Ingvarsson, yfir-
læknir taugadeildar Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri, þegar
Mbl. spurðist fyrir um ástæður upp-
sagnar hans, en hann sagði starfi
Scandinavian
Bank:
Landsbank-
inn eykur
hlutafé sitt
LANDSBANKI íslands hefur
aukið hlutafé sitt í Scandi-
navian Bank í 3% úr 2.5%.
Tveir danskir bankar, —
Den Danske Bank og Den
Danske Provinsbank, sem
samanlagt áttu 19.1% hluta-
fjár, seldu hlutabréf sín, að
því er segir í frétt í Wall
Street Joijmsl síöastliðinn
mánudag.
Skandinaviska Enskilda
Banken á nú 45.7% hlutafjár í
bankanum, átti áður 37%, Un-
ion Bank í Finnlandi á 23.6%,
átti áður 19.1%, Bergen Bank á
23.6% og Skanska Banken 4.1%,
átti áður 3.3%.
Þessi sala dönsku bankanna
er liður í þróun, sem átt hefur
sér stað allt frá því Danir gengu
í Efnahagsbandalag Evrópu.
Hagsmunir Dana liggja í vax-
andi mæii í ríkjum EBE, að því
er segir í frétt Wall Street
Journal.
sínu lausu hjá sjúkrahúsinu í ágúst
sl. með þriggja mánaða fyrirvara.
Síðan þá hafa deilur magnast
innan deildarinnar og milli yfir-
læknisins og stjórnar sjúkrahúss-
ins, sem að lokum leiddi til þess
nýlega að Brynjólfur útskrifaði
alla sjúklinga deildarinnar og neit-
ar að innrita að nýju.
„Það er rétt, að Brynjólfur Ingv-
arsson hefur sagt lausri stöðu
sinni. Við í sjúkrahússtjórn erum
nú að leita fyrir okkur með mann í
hans stað og væntanlega verður
staðan auglýst laus til umsóknar
innan tíðar, annað vil ég ekki um
málið segja á þessu stigi," sagði
Gunnar Ragnars, formaður
sjúkrahússtjórnar.
Eftir því sem Mbl. kemst næst,
munu deilur milli yfirlæknis og
sjúkrahússtjórnar hafa staðið all-
lengi og þá aðallega með uppbygg-
ingu deildarinnar og þá þjónustu,
sem þar skal veita. Jafnframt
munu hafa komið til deilur innan
starfsliðs deildarinnar varðandi
fyrirkomulag á rekstri hennar og
meðferð á sjúklingum. Taugadeild-
in hefur verið til húsa í Skólastíg 7
á Akureyri og starfað í 10 ár.
Brynjólfur Ingvarsson hefur verið
yfirlæknir deildarinnar allan þann
tíma.
GBerg.
ætlunin hefði verið að reyna að
koma mælingum á stofnstærð
væntanlegrar hrygningarloðnu í
ágúst, en af ýmsum ástæðum hefði
það ekki tekizt. Þangað til slík
mæling tækist væri ekki hægt að
ráðleggja neitt um hvort veiða
ætti eða hve mikið. Ákvörðun um
veiði yrði því að bíða niðurstaðna
sameiginlegs leiðangurs með
Norðmönnum í október. Hjálmar
sagði ennfremur, að það væri ekki
hlutverk hafrannsóknamanna að
taka ákvarðanir um veiði og
aðeins að kynna yfirvöldum niður-
stöður rannsókna sinna og ábend-
ingar í framhaldi þeirra. Yfirvöld-
in tækju síðan ákvörðun um veiði
og magn.
Samkvæmt samkomulagi við
Norðmenn og EBE höfum við
samþykkt að hefja ekki veiðar úr
sameiginlegum loðnustofni fyrr en
að loknum áðurnefndum rann-
sóknum. Þá eru löndin bæði að
nokkru leyti háð niðurstöðum haf-
rannsóknamanna hvað varðar
ákvörðun um veiðar.
Verða afurðalánin
gengistryggð á ný?
í ATHUGUN er aö taka upp geng-
istryggingu afuróalána á ný skv. upp-
lýsingum, sem Morgunblaöiö hefur
aflað sér. Matthías Á. Mathiesen,
viðskiptaráðherra, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að í vikulokin
yrði Ijóst, hvert fyrirkomulag rekstr-
ar- og afurðalána yrði, en hann
kvaöst hafa óskað eftir því við Seðla-
bankann í sumar, að þau yrðu tekin
til sérstakrar athugunar.
Viðskiptaráðherra kvaðst búast
við, að tillögur Seðlabankans um
vaxtabreytingar liggi fyrir um
helgina og að lánskjaravísitala
yrði birt í upphafi næstu viku. Þá
sagði Matthías Á. Mathiesen, að
byggingarvísitalan myndi liggja
fyrir um næstu helgi og kæmi þá í
ljós hver hækkun bygginarkostn-
aðar hefði orðið milli ágúst- og
septembermánaðar.
Berjumst með öllum ráðum
gegn þjóðnýtingu fiskiðnaðar
14. septemher_ úiaéamanni Morjpin-
blaösins, Birni Bjarnasyni, í St. Johns, Ný-
fundnalandí.
„Sambandsstjórnin í Ottawa
stefnir að því að þjóðnýta fisk-
iðnaóinn hér á austurströnd Kan-
ada,“ sagði Brian Peckford, for-
sætisráðherra Nýfundnalands, í
samtali við mig í dag og bætti við:
„Ríkisstjórn Nýfundnalands mun
berjast gegn því með öllum þeim
ráðum sem okkur eru tiltæk. Ég
veit ekki hvað við gerum, en eitt er
víst að við leyfum sambandsstjórn-
inni ekki að einoka undirstöðuat-
vinnugrein okkar."
Deilan stendur um stærsta út-
gerðar- og fiskvinnslufyrirtæki
hér á Nýfundnalandi, Fisheries
Products, en Hæstiréttur fjallar
— segir forsætisráöherra Nýfundna-
lands um hugmyndir Kanadamanna
nú um kröfu helsta viðskipta-
banka þess um að fyrirtækið
verði gert upp. Af samtölum við
Peckford og Gus Edchegary, for-
stjóra Fisheries Products, í dag
er ljóst að báðir aðilar telja lík-
legt að unnt reynist að ná samn-
ingum þeirra á milli sem koma í
veg fyrir þau áform sambands-
stjórnarinnar að sameina Fish-
eries Products og tvö minni
fyrirtæki hér á Nýfundnalandi
með þátttöku Sam.bar.uSSÍjórn-
arinnar, en þau áform hennar
eru ástæðan fyrir því að Fisheri-
es Products var sett undir
skiptaráðanda.
Fisheries Products sem á 44
togara kaupir allan veiðarfæra-
búnað að Hampiðjunni hf. og lét
forstjórinn mjög vel af þeim
viðskiptum sem skipta stórum
fjárhæðum. Tveir af nýjum tog-
urum Fisheries Products eru
hannaðir af Jóni Hafsteinssyni
skipaverkfræðingi.
Bria.n Peckford, forsætisráð-
herra, sagði að ekkert gæti kom-
ið í stað sjávarútvegs í atvinnu-
lífi Nýfundnalands og því sé
óhugsandi að eignarhald á
stærsta útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtæki í fylkinu verði
hjá sambandsstjórninni. Hug-
myndir um leiðir eru enn óljós-
ar, en niðurstaðan mun fást á
næstu dögum og virðist ljóst að
fylkisstjórnin beiti sér nú fyrir
því að fá nýja aðila til að fjár-
festa í Fisheries Products og
jafnvel gerast hluthafi sjálf.
Fisheries Products tapaði fé á
síðasta ári einkum vegna birgða-
spfnunar, en í ár hefur dæminu
verið snúið við, birgðir minnkað
og hagnaður orðið á rekstrinum,
en hann nam 1,5 milljón kan-
adískum dollurum á öðrum árs-
fjórðungi 1983.