Morgunblaðið - 14.09.1983, Side 5

Morgunblaðið - 14.09.1983, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983 5 Landsmálafélagið Vörður: Sverrir og Gunnar á fundi um álsamninga „SVERRIR Hermannsson iðn- aðarráðherra og Gunnar G. Schram alþingismaður verða framsögumenn á almennum fundi Landsmálafélagsins Varð- ar, sem haldinn verður í Valhöll við Háaleitisbraut á morgun, fimmtudag, klukkan 20.30,“ segir í frétt sem Mbl. hefur bor- ist frá Verði. í fréttinni segir ennfremur: „Eins og alkunna er voru upp- haflegir samningar íslendinga við Svissneska álfélagið gerðir á miðj- um sjöunda áratugnum og raf- orkuverð samkvæmt þeim endur- skoðað um áratug seinna. Síðan hefur ekki tekist að ná samning- um um endurskoðun á raforku- verðinu fyrr en nú, þegar skipuð INNLENT hafði verið ný samninganefnd, eft- ir að síðasta iðnaðarráðherra, Hjörleifi Guttormssyni, hafði gjörsamlega mistekist að ná nokkrum samningum við álfélag- ið. Fundarstjóri verður Sveinn Björnsson verkfræðingur. Á fund- inum verða staðreyndir málsins kynntar varðandi samningana." Héraðsfundur Húnavatns- prófastsdæmis HÉRAÐSFUNDUR Húnavatnspró- fastsdæmis var haldinn á Hólmavík sunnudaginn 4. sept. sl. Þar setti prófastur sr. Róbert Jack inn í embætti Hólmavíkur- prestakalls sr. Flóka Kristinsson en sr. Andrés Ólafsson hafði fengið lausn frá því embætti að eigin ósk eftir 35 ára starf. Einnig var sr. Ólafur Hallgrímsson skipaður prestur í Mælifellsprestakalli. Fundinn sátu átta prestar og 15 safnaðarfulltrúar. Guðmund- ur H. Odds- son látinn GUÐMUNDUR H. Oddsson fyrrver- andi skipstjóri er látinn. Hann fæddist í Bolungarvík 3. júlí 1911. Foreldrar hans voru Oddur Guðmundsson kaupmaður og Jósefína Bjarnadóttir kennari. Hann kvæntist 6. september 1936 Ólafíu Laufey Halldórsdóttur og eignuðust þau 4 börn. Guðmundur lauk meira fiski- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum 1933 og var skipstjóri og stýrimaður á bátum og togurum í 27 ár og útgerðarmaður um skeið. Formaður skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar í 12 ár og sat í Verðlagsráði sjávarút- Guómundur H. Oddsson vegsins í 10 ár. Einn af stofnend- um Sjómannadagsins í Reykjavík og sat í fulltrúaráði hans í 35 ár. Mögnuð mittisúlpa Litir: Grátt, brúnt, dökkblátt. Stæröir: 50—56. Verö 1645 kr,- Vatterað með Holofill. Sendum í póstkröfu. Póstkröfusími 11620 Fæst í bókaverslunum, matvörubúöum og hljómplötuverslunum Karnabæjar itoiAwhf Sími 85742 Hvað er svona merkilegt við Scarsdalekúr?! Milljónir manna um allan heim hafa komist aö raun um aö HANN VIRKAR!! Samm Sinclair Baker, höfundur Scarsdale-kúrsins er staddur á íslandi. Hann mun gefa eiginhandaráritun og ráðleggingar í eftirtöldum versl- unum í dag: 1. Mál og menning Laugavegi 18 kl. 14—15. 2. Sigfús Eymundsson Austur- stræti 18 kl. 15—16. 3. ísafold, Austurstræti 10, kl. 16—17. Einstakt tækifæri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.