Morgunblaðið - 14.09.1983, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.09.1983, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983 21 VR-félagar tóku upp kartöflur um helgina: Fjölskylda gat spar- að sér 2.200 krónur „VIÐ RÉÐUMST í þetU fyrst og fremst til að hafa sem mesta fjöl- breytni í félagsstarfinu hjá okkur,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formað- ur Verslunarmannafélags Reykja- víkur, í samtali við Morgunblaðið, en félagið stóð fyrir upptöku kart- aflna um helgina meðal félags- manna sinna á svæði sem það hafði fengið til þess að setja niður kartöfl- ur á. Maður á vegum félagsins sá um niðursetningu og annað því við- víkjandi og félagar í Verslunar- mannafélaginu komu ekki inní framkvæmdina fyrr en að upptöku var komið. „Við auglýstum þetta í VR bláð- inu og kynntum okkar félags- mönnum að þeim stæði til boða að koma og taka upp kartöflur fyrir aðeins 10 krónur kílóið, sem er 30% af því verði sem kartöflur kosta út úr búð. Við stefndum að því að hver fjölskylda tæki upp um það bil 100 kíló, þó það væri að sjálfsögðu engin skylda og ef fjöl- skyldan gerði, það sparaði hún sér um 2.200 krónur. Við erum sér- staklega ánægðir með hvað fé- lagsmenn VR tóku þessu vel og kunnu vel að meta þetta, því á laugardeginum mættu milli 4 og 500 manns til upptöku, en alls komu rúmlega 7 tonn upp úr garð- inum,“ sagði Magnús. Magnús sagði að þetta hefði verið félaginu algerlega að kostn- aðarlausu, 10 krónurnar sem borgaðar hefðu verið fyrir kílóið, stæðu undir kostnaði af þessu. Uppskeran hefði verið ágæt og kartöflurnar góðar matarkartöfl- ur. Hann sagði að þeir hjá VR hefðu vissulega áhuga á því næsta sumar að endurtaka þetta, miðað við undirtektirnar nú. Eins og sjá má voru heilu fjölskyldurnar mættar til að taka upp kartöfhir og margt barna. VR-félagar vinna að kartöfluupptókunni á laugardag. Ljósmynd Jón SvavarsNon í STUTTU MÁLI Þingeyjarsýslur: Slátrun hefst llúsavík, 13. september. GÖNGUR hófust hér með fyrra móti og hefur gengist vel því veður hafa verið hagstæð. Um vænleika fjárins eru misjafnar skoðanir en gróður á afréttinni kom seint og sölnaði líka seinna en í venjulegu árferðL Slátrun hjá Kaupfélagi Þing- eyinga á Húsavík hefst á morg- un og er áætlað að fella 45 þús- und fjár eða rúmlega einu þús- undi færra en í fyrra. Flest er áætlað að komi úr Mývatnssveit eða rúmlega 10 þúsund og úr Að- aldal tæp 8 þúsund. Fréttaritari Fyrirlestur um hveralfffræði MIÐVIKUDAGINN 14. september mun dr. Jakob K. Kristjánsson halda erindi á vegum líffræðinga- félags er nefnist „Líf í hverum og laugum á íslandi". í erindinu verður fjallað um nýlegar rannsóknir í hveralíf- fræði, sem unnar hafa verið við Líffræðistofnun Háskólans. Rætt verður um nokkrar helstu gerðir hvera hér á landi og þær lífverur sem helst einkenna mis- munandi gerðir. Sérstaklega verður tekið fyrir hitastigsbilið 60—100°C og rætt um hvernig og á hverju lífverur geta lifað við slíkar aðstæður. Fjallað verður um nýlegar niðurstöður rann- sókna á útbreiðslu baktería af ættkvíslinni Thermus í hverum á fslandi og einnig um rannsóknir og einangrun á ýmsum frum- bjarga hitakærum bakteríum. (Frétutilkrnning.) Leiðrétting ÞAU mistök áttu sér stað í frá- sögn af helgarskákmótinu á Patreksfirði, að rangt var farið með nafn sigurvegarans. Hið rétta er að Ingi R. Jóhannsson sigraði með miklum yfirburðum á mótinu. Mbl. biðst velvirðingar á þessum mistökum. HAHCii_fo»p corrotA . „Svarti folinn“ í Tónabíói FIMMTUDAGINN 15. september verður frumsýnd í Tónabíói mynd- in Svarti folinn (The Black Stall- ion). Framleiðandi er Francis Ford ('oppola. Segir í tilkynningu frá Tóna- bíói að hann hafi sennilega með þessari mynd viljað bæta fyrir heldur óhugnanlegt hestaatriði í mynd sinni „The Godfather". Kvikmyndataka er í höndum Caleb Deschanel og leikstjóri er Carrol Ballard. Tekst þeim báð- um vel upp og þó sérstaklega Deschanel, en myndataka hans er mjög góð. í byrjun myndarinnar fær drengurinn Alec Ramsey gefins frá föður sínum ævaforna styttu af hesti og tengist saga hennar grískum goðsögnum. í kjölfar þess dregst Alec með furðu- legum hætti inn í óvænta og ævintýralega atburðarás. Flugvirkjafélagid: Lendingarbann á sovézkar vél- ar í 269 daga MORGUNBLAÐINU hefur borist áskorun frá Flugvirkjafélagi ís- lands þar sem skorað er á ríkis- stjórn Islands, að banna lendingar sovéskra flugvéla á íslandi í 269 daga. Þessi áskorun er tilkomin vegna þess atburðar þegar sov- ésk stjórnvöld létu skjóta niður farþegaflugvél í áætlunarflugi og granda henni áoamt farþeg- um og áhöfn. Náttsöngur í Hallgrímskirkju í KVÖLD, miðvikudaginn 14. sept- ember, hefst Náttsöngur að nýju í Hallgrímskirkju í Reykjavík eftir dálítið hlé. Sungin er tiðagjörð (complet- orium) og flutt tónlist. í kvöld munu þau Ragnheiður Guð- mundsdóttir söngkona og Helgi Bragason orgelleikari flytja Stabat Mater eftir Vivaldi. Náttsöngurinn hefst kl. 22 og stendur í u.þ.b. hálfa klukku- stund. Miðvikudaginn 21.9. munu hjónin Martial Nardeau og Guð- rún S. Birgisdóttir flautuleikar- ar verða gestir í Náttsöng og flytja tónverk fyrir 2 þverflaut- ur. Blómaker hjá Flóru FLÓRA í Hafnarstræti 16 er að hefja nýja þjónustu með blóma- ker fyrir banka, skrifstofur og fleiri. Segir í fréttatilkynningu frá Flóru að þjónustunni verði þannig háttað að útveguð verði blómaker og séð um umhirðu þeirra. Einnig verða veittar al- hiiða ráðleggingar um staðsetn- ingu og val keranna. Opið er til 2.00 alla virka daga og símanúm- erið er 24025. Leiðrétting f FRÉTT af opnun Hárgreiðslu- stofunnar Safírs í Mbl. í gær var farið rangt með heimilisfang stofunnar. Hárgreiðslustofan Safír er til húsa að Nóatúni 17. Leiðsögunámskeið Ferðamálaráðs FERÐAMÁLARÁÐ gengst fyrir námskeiói fyrir verðandi leiðsögu- menn. Námskeiðið hefst 29. sept. og lýkur í maí næsta vor. Fluttir verða fyrirlestrar tvö kvöld í viku og próf verða haldin í nóv. og maí. Skráning fer fram á skrifstofu Ferðamálaráðs ís- lands að Laugavegi 3, Reykjavík. Sinfóníuhljómsveit íslands: Sex tónleikar á Austurlandi Sinfóníuhljómsveit íslands leggur af stað í tónleikaferðalag til Austurlands fimmtudaginn 15. september, segir í frétt sem Morgunblaðinu hefur borist frá hljómsveitinni. í fréttinni segir ennfremur: „Haldnir verða á næstu dögum tónleikar á sex stöðum austanlands, og verður efnisskráin fjölbreytt og aðgengileg. Stjórnandi hljómsveitar- innar verður Guðmundur Emilsson. Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur með hljómsveitinni og Einar Jó- hannesson leikur einleik á klarin- ettu. Meðal viðfangsefna eru „Italska sinfónían" eftir Mendelssohn, eitt hið skemmtilegasta tónverk sinnar tegundar, forleikur að gamanóper- unni „Rakarinn í Sevilla“ eftir Ross- ini, svo og aría úr annarri óperu hans og ennfremur einleiksverk fyrir klarinettu og hljómsveit, og loks fjörug og ísmeygileg Vinartón- list, sem engan lætur ósnortinn, að ógleymdum „Hátíðarmarsi" eftir Pál Isólfsson og tveimur „sumarsöngv- um“ eftir Inga T. Lárusson, sem Jón Þórarinsson hefur fært í hljómsveit- arbúning. Tónleikarnir fara fram sem hér segir: Á SeyAúrirði, finimludag 15. sept. kl. 21. Á l'áskrúðiifirAi, fóstudaK 16. sept. kl. 21. Á Vopnafirði, laucardaf! 17. sept. kl. 17. Á Eskifirði, sunnudaf! 18. sept. kl. 16. Í Neskaupstað. sunnudaf; 18. sept. kl. 21. Á Egilsslöðum. mánudaf! 19. sept. kl.2l. Starf sinfóníuhljómsveitarinnar skal samkvæmt lögum miða að því að auðga tónmenningu Islendinga, efla áhuga og þekkingu á æðri tón- list og gefa landsmönnum kost á að njóta hennar, m.a. með tónleikahaldi sem víðast um landið. Með þessi markmið í huga eru tónleikaferðir hljómsveitarinnar farnar og hafa þær átt sívaxandi vinsældum að fagna um byggðir landsins." Kínversk menningarheimsókn KÍNVERSK menningarsendinefnd dvaldist hér á landi dagana 8.—12. þ.m. Formaður nefndarinnar var Lu Zhixian vara-menningarmálaráðherra kín- verska alþýðulýðveldisins. Nefndarmenn kynntu sér íslensk lista- og menn- ingarmál og heimsóttu nokkrar menningarstofnanir. Nefndin átti viðræður við íslensk stjórnvöld meðan á dvölinni stóð, en Ragnhildur Helgadóttir mcnntamálaráðherra stýrði þeim viðræðum af íslenskri hálfu og er hún á myndinni ásamt Lu Zhixian.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.