Morgunblaðið - 18.09.1983, Síða 18
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983
Soraya fyrrv. keisaradrottning. í aldarfjórðung hefur hún verið á sí-
felldum þeytingi frá einni veizlu til annarrar. Hún er glæsilega búin.
Ber úrvals gimsteina sem shahinn leyfði henni aö halda við skilnaö
þeirra.
Soraya-villan er á Mallorca. Hún er byggö á bjargi og blátt Miöjaröar-
hafið blasir viö.
Á þessu ári er liðinn aldar-
fjórðungur frá því að Soroya,
önnur eiginkona íranskeis-
ara, hin fyrsta var Fawzia,
systir Farouks Egyptalands-
konungs heitins, varð að yfir-
gefa eiginmann sinn og ætt-
arland og lofa því að gifta sig
aldrei aftur. Upp frá því hef-
ur allt líf hennar verið leit að
hamingju. Mennirnir, sem
hún hefur unnað, hafa ýmist
dáið eða yfirgefið hana. Hún
ætlaði að verða leikkona, en
það fór út um þúfur. í París á
hún óhófsíbúð, en hún unir
bezt íhúsi sínu á sólskins-
eynni Mallorka. „Þar get ég
verið eins og ég sé heima hjá
mér,“ segir drottningin.
„Prinsessan með sorgbitin græn
augu“, hefur Soraya oft verið köll-
uð. Alltaf falleg, alltaf umkringd
glæsimönnum, sem hafa upp á
flestar heimsins lystisemdir að
bjóða. En ekkert dugði, hún var
ekki hamingjusöm. Arum saman
fylgdu blaðamenn ferðum hennar
á næturklúbbum Evrópu, þar sem
hún var í för með ýmsum karl-
mönnum. Hún brosti aldrei, ein-
mana kona, sem hræddist einver-
una og leitaði huggunar í flakkinu
og neytti deyfilyfja og sterks
áfengis. Eftir að aldarfjórðungur
er liðinn frá því að shahinn af ír-
an rak hana í burtu, er hún loks að
finna sálarfrið í fallega húsinu
sínu á Mallorka.
— Hér get ég hvílt mig og verið
ég sjálf, segir hún og býður oft
vinum sínum þangað heim.
Aldrei elskað neinn
annan
Harmleikur Sorayu Esfandiaris
hófst í febrúar 1951, þegar hún
giftist shahinum af Iran. Hún var
ofsalega ástfangin og óskaði þess
eins að fá ávallt að eyða ævinni
með honum. En það fór nú á ann-
an veg. Shahinn var mjög háður
því að hún fæddi honum son til
þess að setjast í páfuglshásætið á
sínum tíma. Og þegar hjónabandið
var barnlaust, varð hann að stíga
það erfiða skref að skilja við kon-
una sem hann elskaði. 15. marz
1958 var Soraya send með flugvél
til Evrópu og hefur aldrei síðan
stigið fæti á íranska grund.
Soraya hafði því nær engrar
menntunar notið, og lífið við
persnesku hirðina spillti henni.
Alls konar munaður og óhóf var
sjálfsagt fyrir hana og shahinn sá
um það, að hana skorti aldrei
neitt. Hann gaf henni mikið fé,
greiddi henni laun mánaðarlega
(hve há vissi aldrei neinn) og lét
hana halda nokkrum hluta úrvals
gimsteina sem hann hafði gefið
henni sambúðarárin. En þó að
shahinn væri rausnarlegur á fjár-
muni við hana, var hann mjög
strangur og einskorðaður að öðru
leyti: Soraya varð að heita því að
giftast aldrei aftur.
Hann gat ekki bannað henni að
eiga vini, en hún mátti aldrei
ganga svo langt að giftast þeim.
Það hefur Soraya ekki heldur gert.
í aldarfjórðung hefur hún verið
„ekkja shahsins". Hefur hún ekki
viljað gifta sig af þægð við hann?
Nei, segja þeir sem standa henni
næst. Shahinn er eini maðurinn
sem hún hefur elskað, og þar sem
hún hefur ekki getað gleymt hon-
um, hefur hún ekki heldur viljað
rísa upp gegn boði hans. Vera má
og líka að óttinn við að missa fjár-
hagslegt öryggi hafi hindrað hana
í því að rjúfa það heit sem hún
hafði eitt sinn unnið.
Tveir friðlar dóu
En þó að Soraya hafi aldrei
fundið jafnoka shahsins, hefur
Soraya gengur út af glæailegu
hóteli aö loknum morgunveröi.
Sorgbitna
prinsessan
með
grænu
augun
Þaö er ekki þröngt um Sorayu í rúminu. A því er ísbjarnarskinn.
hún haft nána umgengni við
marga aðra karlmenn. Ríkir,
hugrakkir og frægir voru þeir all-
ir, og þar sem hún er „rómantísk"
að eðlisfari, varð hún oft mjög
ástfangin. En ekki varanlega.
Tveir þeirra dóu, hinir yfirgáfu
hana.
Fyrsti elskhugi hennar eftir
skilnaðinn var glaumgosinn Gúnt-
er Sachs. I tvö ár voru þau saman
á ferð og flugi og nutu alls konar
lífsnautna. Hvort þeim hefur
komíð hjúskapur til hugar, vitum
við ekki, en hafi svo verið, hefur
símskeyti frá shahinum komið í
veg fyrir það. Fyrrverandi keis-
aradrottning frans gat ekki gifzt
uppskafningi.
Italska prinsinum, Raymond
Orsini, tókst í nokkra mánuði að
laða fram bros á andlit Sorayu.
Leikarinn Maximillian Schell var
mjög hrifinn af henni og á frönsku
Miðjarðarhafsströndinni skemmti
hún sér með Englendingnum
Hugh O’Brien. Þjóðverjinn Peter
Hall lét sér fátt um finnast um
lífið á næturklúbbunum. Hann
reyndi að beina lífi Sorayu í heil-
brigðan farveg. En hann gafst upp
eftir tvö ár og sneri vonsvikinn
aftur til Alpanna.
ítalska leiksviðsstjóranum
Franco Indovina varð hún mjög
ástfangin af. En hann var giftur
og átti tvö börn — og þegar að
lokum leit út fyrir að hann mundi
VAXTARLAG
VERTU í TAKT VIÐ TÍMANN!
VIÐ EIGUM FÖT Á FLESTA OG
SÉRSAUMUM A ALLA.
ER EKKERT
ANDA
MAL
æ
SMOKING,
JAKKAFÖT,
STAKAR BUXUR OG
STAKIR JAKKAR.
Hi's
Snorrabraut Simi 13505