Morgunblaðið - 18.09.1983, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.09.1983, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 69 um. Stuttu síðar ferst freigátan í ofsaveðri. Alec bjargast með því að hanga á svarta folanum, ekki af ástæðulausu nefndur þarfasti þjónninn. Þá rekur á land. Blakkur er villtur og hræðir Al- ec, en smám saman myndast milli þeirra traust og gagnkvæm þðrf, því þeir dveljast heila þrjá mánuði á eyðieyju. Þeir lenda að sjálf- sögðu í hinum ýmsu ævintýrum, þar til þeim er bjargað. Heima byrjar Alec að þjálfa sig og folann, en takmark drengsins er að taka þátt í kappreiðum. Alec nýtur dyggrar aðstoðar gömlu mannanna Henry, sem Mickey Rooney leikur, og Snoe, sem Clar- ence Muse leikur, en hann stendur nú á níræðu, og hefur leikið í 218 kvikmyndum. Einvala lið Áðan var aðeins minnst á tamn- ingamennina Randall, Glenn og Corky. Eins og fólk rétt getur ímyndað sér, stendur myndin og fellur með svarta folanum, og þurfti Cass-Olé því að fara í lengra og strangara æfingapró- gramm en nokkur Lassí eða Tarz- an. Folinn þarf meðal annars að sýna mismunandi svipbrigði. Hann þarf að geta sýnt hatur í augunum sem og brosað. Hann þurfti einnig að dansa neðansjáv- ar, og er ekki á færi allra. Eins og fyrr sagði var það Francis Coppola sem fjármagnaði þessa kvikmynd, en lærisveinn hans, Carroll Ballard, leikstýrði. Áður hafði Ballard mest fengist við klippingu. Kvikmyndatakan er í höndum Caleb Deschanels, en hann er þekktastur fyrir kvikmyndunina á Being There (Fram í sviðsljósið) með Peter Sellers. H.J6. Roman Polanski sá Natössiu fyrst árið 1976; hann var 34 ára, hún 15. Andlit hennar heillaði hann. Græn falleg augu, kinnbein snotur. Fullkomin fyrirsæta. Pol- anski tók myndir af henni fyrir jólaútgáfu „French Vogue“ 1976. Rúmu ári síðar eða svo var Pol- anski ákveðinn í að kvikmynda „Tess of the d’Urbervilles" og þær voru ekki margar leikkonurnar sem til greina komu í aðalhlut- verkið. Sögur segja að Polanski hafi beðið Natössiu en hún tekið því þurrlega. Hún þrátekur samt ekki fyrir að henni hafi þótt vænt um karlinn. „Þegar ég fyrst heyrði um hann, sagði fólk: Varaðu þig, hann er svona og hann er þannig, en hann reyndist mér vel.“ Og hún bætir við: „Ég elska hann enn, hann er einn af þeim fáu sem mér þykir vænt um, en aðeins sem vin.“ Eftir fyrsta mikla leiksigur sinn, átti hún pantað far vestur um haf og biðu þar eftir henni hlutverk. Fyrst lék hún í mynd Francis Coppola „One From the Heart", svo í „Cat People", sælla minninga, þá í „Exposed" með sov- éska flóttamanninum Rudolf Nur- eyev (og enn var líkami hennar notaður meir en nokkuð annað) og nýlega lauk hún við „Tungiið í ræsinu" (Moon the the Gutter), sem franski leikstjórinn Jean- Jacques Beineix gerði, frægur fyrir Diva. Og ef undirritaður man rétt, skrapp hún til föðurlands síns og lék í „Spring Symphony", mynd um ævi Robert Schumanns og Clöru Wieck, gerðri af Peter Schamoni. Kunnugir segja að það sé hennar fyrsta „eðlilega" konu- hlutverk í háa herrans tíð. Á þessari upptalningu, sem enn er ekki lokið, því nýlega lauk hún við grínmyndina „Unfaithfully Yours" á móti Dudley Moore, og leikur einnig í „The Hotel New Hampshire", sem Tony Richards kvikmyndar eftir metsölubók John Irving, — sést að atvinnu- leysi hrjáir ekki þessa frægu leik- konu. Mönnum ber saman um að hún sé andlit níunda áratugarins. Nachi legurer japönsk gæóavara á sérsaklega hagstæóu veröi. Allaralgengustu tegundir fáanlegará lager. Sérpantanir eftir þörfum. HOFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SÍMI: 85656 OG 8551 8 Plaköt og myndir Mikið úrval í öllum stærðum TJöföar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! OPIÐ: 9-12 og 13:30-18 LAUG. OG SUN. 13-16 MYNDIN Dalshrauni 13 S. 54171 Með venjulegum bankavöxtum — engin lánskjaravísitala... 1. Örtölvustýrt að öllu leyti. 2. Tölvustýrð klukka 7 daga fram í tímann. 3. Með 7 mismunandi dagskrárstundum. 4. Þráðlaus fjarstýring með 8 möguleikum. 5. Sjálvirkur dagsrárleitari (APLD) „Index skanner". 6. Rafstýrðir snertirofar. 7. Framhlaðið. 8. Gefur nákvæmlega til kynna hversu margar mínútur eru eftir óspilaðar af kasettunni. 9. Möguleikar á V2 hraða, tvöföldum hraða og ramma fyrir ramma „Frame by frame“. Aðeins39.900“ HuoMBÆR HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.