Morgunblaðið - 18.09.1983, Side 28
V
76
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983
„ Hún var alltaf ab stagast <x þv< QÓ
dansgólfið vxri ósLctt. "
Fyrirhuguð húsgagnakaup SÁÁ:
Ást er...
... að hlusta á hann leysa
öll þín vandamál.
TM Rec U S Pat 0« -all nghts reserved
c 1983 Los Angeles Times Syndicate
ÞetU eru sígaretturnar sem ég
mæli með við þá sem hætta að
reykja. t'að er ekki hægt að opna
pakkann!
Kallaði ekki forstjórinn ...?
HÖGNI HREKKVÍSI
Fullkomlega eðlileg, enda hag-
kvæmnissjónarmið í íyrirrúmi
Ólafur Jóhannsson skrifar:
„Talsvert hefur verið skrifað í
blöð að undanförnu um væntanleg
kaup SÁÁ á dönskum húsgögnum
í hina nýju sjúkrastöð samtak-
anna við Grafarvog í Reykjavík.
Er fundið að því við SÁÁ að
ákveðið hafi verið að versla við er-
lendan aðila í þessu sambandi, en
ekki keypt vara frá innlendum
framleiðendum. Ennfremur hefur
það verið nefnt aðjreir sem styrkt
hafi starfsemi SÁÁ, hafi ekki ætl-
ast til þess að fjármagn yrði flutt
úr landi með þessum hætti.
Hjá forystumönnum SÁÁ hefur
það komið fram að við saman-
burðarathugun hafi komið í ljós
að með því að skipta við hinn
danska framleiðanda um allan
húsbúnað í sjúkrastöðina, spari
samtökin sér um 490 þúsund krón-
ur, en heildarsamningsupphæðin
nemur 2.860.000 krónum og er því
um meira en 15% sparnað að ræða
hjá SÁÁ í þessu tilfelli. Tæplega
hálf milljón króna er upphæð sem
fjárvana samtök kasta ekki frá sér
til þess eins að skipta við innlenda
aðila. Ef innlendir húsgagna-
framleiðendur eru ekki samkeppn-
isfærir, hvað varðar verð og/eða
gæði, verða þeir að taka því að
almenningur, fyrirtæki og félaga-
samtök leiti til þeirra sem full-
nægja gerðum kröfum. Eðlileg
viðbrögð framleiðenda væru þau
að bæta framleiðsluna og verðið,
ætlist þeir til þess að markaður-
Velvakandi hvetur lesendur til að
skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga
til föstudaga, ef þeir koma því ekki
við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orða-
skipti, fyrirspurnir og frásagnir,
auk pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn,
nafnnúmer og heimilisföng verða
að fylgja öllu efni til þáttarins, þó
að höfundar óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér 1
dálkunum.
inn virði þá viðlits.
Þá ber einnig til þess að líta að
SÁÁ hefur síðastliðna mánuði
skapað mikla vinnu við byggingu
sjúkrastöðvarinnar í Grafarvogi.
fslensk fyrirtæki og starfsmenn
þeirra hafa nú um þetta leyti
fengið 30 milljónir króna við bygg-
ingu sjúkrastöðvarinnar.
Allir, hvort sem um er að ræða
einstaklinga, fyrirtæki eða félaga-
samtök hverskonar, hljóta að
kappkosta að halda öllum kostn-
aði í lágmarki. Ekki verður annað
séð en SÁÁ hafi hingað til staðið
sig bærilega á þvi sviði, enda er á
því höfuðnauðsyn að sýna aðhald,
sparnað og skynsamlega fjárfest-
ingu, eins og efnahagsástandinu
er nú háttað. Mættu sem flestir
taka SÁÁ sér til fyrirmyndar í
þessu efni, þar sem ekki verður
annað séð en að samtökin hafi það
að leiðarljósi að halda kostnaði f
lágmarki, án þess þó að það bitni á
gæðum, enda eru innkaup af þessu
tagi alltaf háð mati kaupanda.
Að þessu athuguðu, fæ ég ekki
séð að neitt athugavert sé við
Þórunn Haraldsdóttir skrifar:
„Kærar kveðjur sendi ég bíl-
stjóranum á R-6434, sem er
ljósblár Volvo.
Við mættumst á Ægisíðunni
í gær (fimmtudag), rétt fyrir
kl. 13.00. Þar gekk ég á gang-
stéttinni, en þú komst akandi á
talsverðum hraða eftir götunni
og jóst yfir mig bleytunni af
götunni. Ég mætti mörgum
bílum þarna og allir tóku tillit
til gangandi vegfarenda. Nú
finnst manni, að reykvískir
bílstjórar ættu að vera orðnir
fyrirhuguð kaup SÁÁ á húsbúnaði
frá Danmörku. Hins vegar er
óskandi að íslenskur iðnaður nái
meiri fótfestu á húsgagnamarkað-
inum en nú er, því um 70% hús-
gagna sem hér eru á markaði, eru
erlend framleiðsla. Hins vegar er
hæpið að framleiðendur nái því
markmiði að auka markaðshlut-
deild sína með því einu að agnúast
út í SÁÁ.
Fjölmörg dæmi eru til um það
að innlendir aðilar hafi keypt hús-
búnað erlendis. Er þar skemmst
að minnast húsgagnanna í „diskó-
teki ríkisstjórnarinnar" í Borgar-
túni 6, húsgagna í hinu nýja elli-
heimili í Kópavogi og fleiri dæmi
mætti nefna. Ekki minnast menn
þess að stuna eða hósti hafi heyrst
frá íslenskum húsgagnaframleið-
endum í tilefni þessara innkaupa.
Skyldu húsgagnaframleiðendur
finna í SÁÁ farveg fyrir gremju
sína vegna húsgagnakaupa fyrr-
nefndra aðila? Og ætli framleið-
endur séu að reyna að vara aðra
við að kaupa vörur erlendis, með
þessari herför á hendur SÁÁ?“
leiknir í að sýna gangandi fólki
tillitssemi eftir allar rigningar
sumarsins.
En þú, kæri bílstjóri, skuld-
ar mér kr. 133,-, en það er
kostnaður við hreinsun á káp-
unni minni. Sokkana og skóna
hreinsaði ég sjálf.
Mundu svo næst, þegar þú
ekur um í rigningu og eyst úr
pollunum, að kannski þarft þú
sjálfur einhvern tíma að ganga
í rigningu og verður þá sjálf-
sagt ekki hress yfir svona
baði."
Þú skuldar mér
krónur 133.-
Mér hálfbrá
Starri skrifar:
„Ég átti erindi á eina af bíla-
sölum borgarinnar og varð fróð-
ari um margt eftir þá heimsókn.
Ég rak augun í gamlan ryð-
brunninn fólksvagn og átti sá að
kosta 30 þúsund krónur. Varla
var hægt að fá nokkurn bíl, sem
bíl væri hægt að kalla, fyrir
minna en 100 þúsund krónur.
óþarfi er að minnast á verð
nýrra bíla, en þeir kosta mörg
hundruð þúsund, jafnvel nálægt
einni milljón, þeir fínustu.
Ég hefi spilað í Happdrætti
Iláskólans í áratugi og fundist
það þess virði á stundum. En
mér hálfbrá þegar ég sá að hæsti
vinningur þessa ágæta happ-
drættis var seinast kr. 30 þús-
und. Sem sagt, það er hægt að
kaupa gamlan aflóga fólksvagn,
árgerð 1970 — og eitthvað, fyrir
þessa upphæð. Gamlan bíl af
dýrari gerðum væri ekki hægt að
kaupa fyrir þessa peninga, þótt
maður ætti jafnvel trompmiða."