Morgunblaðið - 18.09.1983, Síða 30

Morgunblaðið - 18.09.1983, Síða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Iðnsveinninn hitar mylsnuna á hlóðaplötu en við það losnar um feitina og vatn gufar upp. Massanum er svo rennt niður um trektir í léreftspoka og hnýtt fyrir. Tvennar slfkar hlóðir eru í myllunni. „Ekkert er of smátt fyrir stórmennið“ Stytta til minningar um iönsveininn Pétur á torgi í Zaandam. A slóöum Péturs mikla í Hollandi Myndir og texti: Níels Hermannsson Arlega fer fjöldi íslendinga til Amsterdam og tekur þátt í iðandi, litríku borgarlífinu eftir efnum og áhugamálum um lengri eða skemmri tíma. Ef komið er flugleiðis og lent í myrkri undirstrika borgarljósin, og glitrandi endurkast þeirra af vatnsborði, sérkenni þessarar síkjum skornu borgar. „Sjáið þið, sjáið þið, hún glóir eins og demantur," sagði amerísk kona fyrir aftan mig, án þess þó að hún hefði, að eigin sögn, haft hugmynd um hinn rótgróna demantaiðnað og verslun á staðnum. Eftir stutta dvöl utan Amst- erdam kom ég þangað akandi á páskadag. Eftir nokkra leit að stæði lögðum við bílnum í Herramannsgötu. Ekki höfðum við gengið nema fáein skref þeg- ar ég rak augun í skilti við virðulegar húsdyr, þar sem á stóð að þar hefði Pétur mikli fyrrum Rússakeisari þegið næt- urgreiða, árið 1717. Hvort Pétur hefur verið svona heppinn í hús- næðismálum eða á ferðinni á öðrum tíma en páskum veit ég ekki, en við uppskárum hvar- vetna elskulegt afsvar á þeim hótelum þar sem við rákum inn nefið á stefnulausri skemmti- göngu okkar. Alls staðar fullt, en af hverju skjótist þið ekki til Zaandam? Það varð úr. Með magann fullan af kínverskum mat brunuðum við á fimmtán mínútum í norður til Zaandam. Þar fengum við ljómandi her- bergi á litlu hóteli, mun ódýrar en verið hefði í Amsterdam. Við brottför næsta dag kom í ljós að enn vorum við á slóð fyrrnefnds Péturs og við það rifjaðist upp fyrir mér saga þessa sérstæða manns. Til er á íslensku ævisaga hans eftir Aleksej Tolstoj, í þýð- ingu Magnúsar Magnússonar. Þar hefur Zaandam reyndar orðið að Saardam. Fyrir daga Péturs og eftir hafa verið kon- ungar og keisarar, jafnvel nokkrir sem hugðust mennta þegna sín en enginn sem lét hendur skipta á svo róttækan hátt sem Pétur þessi. Jafnvel fyrir valdatöku sína réði hann til sín evrópska iðnmeistara og ráðgjafa, setti sjálfan sig í iðn- nám og telgdi og tjargaði af tvö- faldri elju og þoldi samnemend-, um sínum og verðandi þegnum ekkert hangs. Hvorki var hann ljóshærður, fallegur né sérlega þögull en varð á sinn hátt þjóð- björg í Rússlandi. í skjótri svip- an skyldi hið staðnaða bænda- samfélag læra iðnað, verslun og siglingar af Vestur-Evrópu. Zaandam var miðstöð hollenskr- ar skipasmíði og þangað kom Pétur árið 1697, bað vin sinn Gerrit Kist að lofa sér að vera og hóf síðdegis nám við skip- asmíðastöð Lynz T. Rogge sem timburmaður. Hönnun skipa var honum efst í huga, en sagt er að hann næmi einar sjö iðngreinar, þar á meðal seglasaum, vefnað, málmsteypu, kaðlagerð og tanndrátt. Húsið hans Gerrit Kist er enn varðveitt í Zaandam og við ákváðum að skoða það. Konung- ar og keisarar Hollands og Rússlands skiptust á að gefa það hverjir öðrum. Nikulás II. lét loks byggja steinhús utan um það árið 1895. Sjálft tréhúsið gamla er lítið og mjög gengið á skjön og svefnklefinn hálfgerð lokrekkja. Þykir sýnt að iðn- sveinninn Pétur hafi sofið í kuð- ung. Napoleon skoðaði húsið síð- ar og lét þá í ljós þá skoðun sína að húsið rúmaði mikilmenni ágætlega eða með orðum hans sjálfs, „ekkert er of smátt fyrir stórmennið". En þó að við skilj- umst við Pétur býður Zaandam okkur enn uppá að dvelja við 17. öld og ekki úr vegi að við kynn- um okkur verkmenntun heima- manna við að beisla vindinn við framleiðslu matarolíu á tímum orkukreppu og elexíra. Zaanse Skans er svolítið vindmylluþorp, í senn safn og lifandi byggð, því Margir voru komnir til að skoða þorpið. Þar getur að líta: klukkusafn, nýlenduvöruverslun, veitinga-stað, uppsett heimili með brúðum í þeirra tíma klæðnaði, safn, sinn- eps-, sögunar-, og málningarmyllur auk olíumyllunnar. Fornminjaverslun, tréklossagerð og veitingastað, sér- hæfðan í pönnukökum. Spaðar myllunnar fyrir miðju eru ekki tjaldaðir. Vindurinn þýtur því í gegn án þess að hrevfa þá. Leðurkápunum með fræmassanum er komið fyrir í press- unni milli þykkra járnplatna, einni kápu hvoru megin við stokkinn við vinstri hönd mannsins. Stokkurinn er n.k. fallhamar sem í um 80 höggum rekur fleyg svo djúpt í pressuna að járnplöturnar hafa gengið nægilega saman til að kreista olíuna úr deiginu. Meistarinn kippir þá í spotta og annar fallhamar losar fleyginn með fáeinum slögum. Kakan sem nú er tekin úr pressunni fer í nautgripafóður. að búið er í húsunum allt árið. Getur þar að líta um 20 17. aldar hús og einar fjórar vindmyllur. Ein þeirra, olíumyllan, er enn starfrækt með upprunalegum aðferðum. Segli klæddir myllu- spaðarnir fanga vindinn til að snúa gangverki myllunnar sem malar jurtafræ og kreistir svo olíu úr hituðu deiginu. Úr sum- um fræjum fæst olía sem er hreinsuð enn frekar og notuð í majones, úr öðrum olía sem tappað er beint á flöskur og seld í heilsufæðibúðum til matar- gerðar. Við inngöngu í olíumyll- una fær hver gestur blað með leiðbeiningum og upplýsingum. Ekki veitir af varnaðarorðum því að efri hæð myllunnar er risavaxið gangverk úr tré, þar sem tannhjól og stangir flytja vindorkuna niður í vinnslusal- inn. Þar uppi gnestur og marrar í viðnum, ymur í mylluspaðaöxl- inum og þýtur í vindinum. Eins og áður sagði er Zaan- dam í næsta nágrenni Amster- dam og auðvelt að komast þang- að hvort heldur er með einkabíl, í almenningsvagni eða með lest. Zaanse Skans er tvímælalaust áhugaverð andstæða stórborg- arinnar. Þótt ekki væri langrar stund- ar gangur um Skansinn þótti okkur í lokin tilvalið að hvíla fæturna og gleðja magann á kaffihúsinu þar sem við kýldum í okkur pönnukökur sem voru einir 10 þumlungar í þvermál.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.